Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 26

Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 26
VÍSIR Laugardagur 29. nóvember 1980. Holdgervingar ótta og hjátrúar „En hvaö þú hefur stór augu, amma!" sagði Rauðhetta litla undrandi. „Þaö er til aö sjá þig betur, gæskan" „En hvaö þú hefur stór eyru amma" „Þaö er til aö heyra betur í þér, gæskan." „En hvaö þú hefur stórar tennur, amma" „Þaðertilaðég eigi auðveldara með aö éta þig," urraði amman um leið og hún stökk upp úr rúminu sinu og gleypti Rauðhettu í einum bita. Síðar kom svo veiðimaðurinn góði og göfugi og bjargaði mál- unum. Amma var auðvitað varúlfur en slíkar skepnur hafa löngum skotið mönnum skelk í bringu svo um munar. Varúlfur er manneskja sem getur að vild sinni breytt sér í úlf sem er stærri og sterkari en venjulegir úlfar. Grimmd og ofsi úlfsins og slægð og gáfur mannsins gerðu varúlfinn að einhverri hættulegustu skepnu sem fór um hinar myrku mið- aldir — í ímyndun fólksins. Djöfullinn skipti síst minna máli en Guð Varúlfurinn er upprunninn i Mið E'Wí.ópu, Frakklandi, Bæjarlandi, Sviss, Austurriki og Ungverja- landi. Vetrarhörkurnar i þessum löndum ráku úlfana niður úr fjöll- unum og i stórum flokkum eða einir sins liðs laumuðust þeir um byggðirnar, réðust á hvað sem fyrir varð. Óttinn við úlfana blandaðist ævagamalli hjátrú og hindurvitnum og i þröngum, dimmum fjalladölum urðu sög- urnar um varúlfana til. Svo hefur franski sagnfræðingurinn Robert Mandrou sagt um fjallahéruð lands sins: ,,Allt varö tilefni ótta og það sem meira er, allt var hug- sanlegt. I þessum heimi var eng- inn greinarmunur gerður á þvi sem náttúrulegt má teljast og hinu, sem kallast verður yfir- náttúrulegt, og i þessum heimi var sá greinarmunur raunar alls ekki til. Dýrkun dýrlinga bland- aðist hjátrúnni, sem svo var nefnd eftir upphaf 17. aldar. Trú á djöfullegan mátt galdramanna og galdrakerlinga, sem fóru ljósum logum um nætur, var ótakmörk- uö. Djöfullinn skipti sist minna máli en Guð og hið yfirnáttúru- lega var ætiö ofarlega i hugum fólks.” Við þetta má bæta linnulausum styrjöldum, mannskæðum plág- um og stöðugri tortryggni og úlfúð milli manna i hinum þröngu samfélögum sveitaþorpanna. Varúlfurinn var holdgervingur ótta fólks og hjátrúar, imynd hins illa sem menn þóttust skynja i umhverfi sinu og i sjálfum sér. Hlébarðamennirnir enn við lýði? Rætur hans stóðu þó dýpra. Breski sagnfræðingurinn Reay Tannahill hefur bent á að á for- sögulegum tima hafi maðurinn litið bæöi á sig og önnur dýr sem jafn gilda hluta náttúrunnar og þegar hugmyndir hans um sálina tóku aö þróast, hafi það ekki verið talið óeðlilegt að sálin gæti flakk- að milli mismunandi tegunda. Jafnframt segir hún að sá siður fornu veiöimannaþjóðfélaganng að klæðast dýrahömum við helgi- athafnir og veiðiferðir, hafi smátt og smátt skapað minnið um manndýrið, um manninn sem getur brugöið sér i dýrsliki og ööl- ast eiginleika þess. Olfurinn var handhægur i Evrópu vegna þess að hann var eina villidýrið þar um slóðir á miðöldum, svo það varö til varúlfur; á Súmötru eru til sagnir um vartigra,-i Mið- Ameriku um varjagúara og I Afriku um varhýenur og varljón. Náskylt fyrirbæri eru hlébarða- mennirnir i Mið-Afriku en þaö var nokkurs konar félagsskapur eöa regla sem vigði nýliða með grimmilegum helgiathöfnum og mannáti. Eftir þá athöfn mátti nýliðinn klæðast hlébaröaskinni og taldist fullgildur meðlimur. Sagnfræðingurinn Garry Hogg hefur hins vegar bent á að hlé- baröamennirnir áttu sér ákveðin markmið — sem sé að styrkja sjálfa sig og ættflokk sinn meö blóðfórnum sem greinir þá frá vanalegum þjóðsögum um var- úlfa. Aukinheldur voru hlébaröa- mennirnir óumdeilanlega til sem er meira en sagt verður um flesta Þjóðsagan um varúlfana var mjög Ufseig. Þessi Koparstunga synir varuit — sem er þó fremur I manns- liki en úlfs —á flótta með barn i kjaftinum. Takiö eftir likamshlutum sem sjá má vfða á myndinni. ófreskjan frá Gévaudan — risastór og grimmur úlfur sem margir álitu vera varúlf — ræðst á ungling. varúlfana i Evrópu og sumir telja reyndar að þessi félegi félags- skapur sé enn ekki meö öllu út- dauður. Það er aftur á móti önnur saga... Ulfshrammurinn breytt ist í kvenmannshcnd Aö særður varúlfur yrði að breytast aftur I mann og að sárið héldist á likama hans var meiri háttar atriöi i öllum sögnum um varúlfa, og var reyndar oft notað gegn þeim sem grunaöir voru um að vera varúlfar meöan galdra- fáriö stóö sem hæst. Franski sagnfræðingurinn Henri Boguet sagði frá þvi i bók sinni um galdranornir, sem kom út áriö 1603, að árið 1588 hafði ógnarstór úlfur ráðist á veiðimann nálægt þorpinu Auvergne í Frakklandi. Veiðimaðurinn skaut að úlfinum árangurslaust en þjóðsagan hermdi að gegn varúlfum dygðu aðeins silfurkúlur, eða alla vega kúlur sem prestlærðir menn hefðu stökkt á vigðu vatni. Sem betur fór hafði veiöimaðurinn i fórum sinum góða sveöju og tókst að höggva annan framhramminn af úlfinum. Dýriö flýöi og veiði- maðurinn hélt heim á leið með hramminn i tösku sinni. A leiðinni hitti hann herramann nokkurn og sagöi honum frá þvi sem gerst hafði. Þegar hann hins vegar dró upp úlfshramminn sá hann, sér til ólýsanlegs hryllings, að hann haföi breyst i kvenmannshönd sem m.a.s. bar giftingarhring! Herramaðurinn bar kennsl á hringinn. Konan hans átti hann. Maðurinn þaut heim til sin og þar sat kona hans i eldhúsinu og reyndi aö fela stúf sinn undir svuntunni. Veslings konan var dregin fyrir dómstóla og fundin sek um galdra, hún var að lokum brennd opinberlega. Sannleikur- inn I þessari furðusögu hefur aldrei komið i ljós en ýmsir hafa talið máliö árangursrlkt samsæri herramannsins fyrrnefnda um að losna viö konu sina. „ Hann var aö míga kringum fötin sin..." Einna fyrsta dæmið um full- mótaöa þjóösöguna um varúlfinn má finna i Satýrikon eftir Petronius sem rituö var á fyrstu öld eftir Krists burö. Sögumaöur, þræliinn Niceros, segir þar á ein- um staö frá þvi að hann hafi veriö Ulfar voru eitt sinn mjög útbreiddir i Evrópu og á vetrum ieituðu þeir niður I byggð...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.