Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 2
VtSIR Einar Gunnarsson i Hjörtur Hjartarson Sæmundur ■ Guðvinsson blaðamaöur skrifar. Margir lagt hönd á píóginn í 70 ár Allt er þegar þrennt er segir máltækiö og sannaö- ist það árið 1910 þegar Vísir hóf göngu sína. Þá höfðu verið gerðar tvær tilraunir til að gefa út dag- blað í Reykjavík en báðar misheppnuðust. Með út- gáfu Visis hófst regluleg dagblaðaútgáfa í Reykja- vík og hefur Visir nú komið út í 70 ár, aldursforseti islenskra dagblaða. Það var skáldið og fjármálamaðurinn Einar Benediktsson sem í félagi við Sigurð Júl. Jóhannes- son gerði tilraun til útgáfu fyrsta dagblaðsins, Dag- skrár, árið 1896, en ekki reyndist grundvöllur til að halda úti slíku blaði og dó það strax eftir fæðingu. Á sömu leið fór fyrir Dagblaðinu sem Jón ólafsson skáld og alþingismaöur stofnaði árið 1903. Nokkur vikublöð höf ðu þó verið gef in út í a llmörg ár og má nefna að aldamótárið voru vikublöðin Fjallkonan, Isafold og Þjóðólfur talin víðlesnust á islandi. Vísir að dagblaði Það er Einar Gunnarsson cand. phil. sem ræðst i að gefa út „Visir til dagblaðs” áriö 1910 og kom fyrsta tölublaðiö út 14. desember það ár. Ibúafjöldi Reykjavikur var þá um 11.500 og frumbýlis- bragur á flestu. Af tföindum úr bæjarlifinu á þessu ári má nefna aö Gasstööin var stofnuð og gull- félagið, sem ætlaði aö vinna gull úr Vatnsmýrinni, fór á hausinn. Þaö skiptust þvi á skin og skúrir I lifi þjóðarinnar þá eins og áður ekki sfður en þau 70 ár sem Visir hefur komið út. Gildir það sama um sögu blaösins. Einar Gunnarsson var aö nálg- ast fertugt þegar hann hóf útgáfu Visis en var þó engan veginn óvanur útgáfustarfsemi og má nefna að áriö 1905 hóf hann útgáfu á barnablaöinu Unga Island. Ein- ar vildi ekki lofa meiru en hann gæti staöið við er hann gaf út fyrsta tölublaö Visis. Segir i til- kynningu á forsiðu þess blaös, aö Vísir séað „þreifa fyrir sér, hvort tiltök séu aö stofna hér dagblað. Dagblaðið ætti aðallega að vera sannortfréttablaö, en laust við að taka þátt i deilumálum.” Blaðið var fjórar siöur að stærð, þrir dálkar á siöu og komu út sex tölublöð af „Visir til dag- blaös i Reykjavik” til jóla. Stutt hlé varð siðan á útgáfunni eða til 14. febrúar 1911. Þaðan I frá heit- ir blaðið aðeins Visir og kemur út alla virka daga vikunnar. óháð blað Frá upphafi var lögö áhersla á að Visir skuli vera óháö blað en fréttir fjölbreyttar. Einar var einkaeigandi blaðsins og ritstjóri og vann fyrst i stað einn flest þau verk sem vinna þurfti til að búa blaðiö til prentunar. Fréttir voru jafnt af innlendum vettvangi sem erlendum. Ahersla er lögð á bæjarfréttir og fréttir utan af landi. Sagt er frá störfum al- þingis, greint frá efni vikublað- anna sem út komu og þegar árið 1911 var farið að segja frá Iþrótta- viðburöum. Myndir eru birtar af og til i blaðinu þessi fyrstu ár og þann 17. júni 1911 kemur Visir út lit- prentaður á myndapappir með mynd af Jóni Sigurössyni forseta á forsiðu. Var þetta ekki i eina skiptið sem blaðið kom út lit- prentað á sparipappir á þessum tima. Bardaginn á bryggjunni Eftir þvi sem blaðið stækkaði urðu fréttirnar itarlegri. Lögð var áhersla á hressilegan stil þegar það átti við og má segja að æ sið- an hafi verið reynt að halda uppi liflegum fréttaskrifum i Visi. Arið 1913 var háöur mikill bar- dagi á Steinbryggjunni i Reykja- vik milli drukkinna sjómann þýð- verskra og nokkurra íslendinga. Frásögn VIsis af þessum átökum er fjörlega skrifuð og lýsir frjóu tungutaki blaðamanns sem hana ritar. Upphaf átakanna var það að skipverjar af þýskum botn- vörpungi höfðu setið að drykkju á gildaskála og ætluðu þeir siðan að stela bát og róa út i skip sitt. Gripum nú niður i frásögn Visis frá 24. janúar 1913: „Bar þar að Þórð næturvörð og Sighvat, og reyndu aö aftra þvi, að hinir gripu bátinn og þrifu i hann. Komu þar og brátt ýmsir liösmenn þeir, er átt höfðu i höggi viö skipverja uppi á stræt- inu. Toguðust þeir á um fleytuna þar i fjörugrjótinu, uns einn skip- verja þreif ár, kubbaði i þrent og fjekk fjelögum sinum. Böröu þeir frá sjer með hlunnum og árablöð- um. Þórður næturvörður þreif til eins svo sterklega, að hann lá þegar fallinn, rjeöust þá þrir að Þórði, tóku sumir i fætur honum, en aðrir leituðu að slá hann. Fjell hann eftir vasklega vörn og fjekk þá steinshögg i andlitið til meiðsla. Þá var og barinn náms- maður einn i þeirri hrið, svo að blóð hrundi úr nösum og munni, en svo ilt sem var að eiga við hann áður, þá varð hann nú hálfu verri viðureignar.” Var þá vís ófriður Svo fór að skipverjar létu bát- inn lausan og héldu fram á bryggjusporð. Útfiri var mikið. Enn svall bæjarbúum móður og bjuggust sem best fyrir við efri enda bryggjunnar og gripu þau vopn sem tiltæk voru. Höldum nú áfram með frásögn blaðsins: „1 þessum svifum kom að Guð- mundur næturvörður og tóku sjálfboðar að gera vopnabrak og láta ófriðlega. Skipsmenn hjeldu þá upp bryggjuna margir saman. Var þá vis ófriður og eggjan sem mest, en þeir er nýlega voru aö komnir og ekki höföu að áverkum verið og eigi voru i vigahug, þá þótti þeim haldkvæmara að leita i afdrep nokkurt. Hörfuöu þeir upp á strætið og austur götuna móts við hús Eyjólfs hins auöuga og dvöldust þar. Nú mátti sjá á lofti margt árablað, prik og barefli, sigu saman fylkingar með ópi og eggjan. Flugu fyrst Carlsbergs- kassar og fiskskrinur meðal flokkanna og glumdi i freðnu grjótinu, ef ekki urðu menn fyr- ir.” „Wacht am Rhein" Blaöið segir að nú hafi orðið hið harðasta él og gengu „hvorir- tveggju fram af hinni mestu grimmd og ofurhug.” En bæjar- sveinar fóru brátt halloka i viður- eigninni: „í þessu laust skipverji nokkur til Guðmundar næturvarðar með árablaði, kom höggið á vangann hægra meginn og varð af mikill áverki. Varð Guðmundur nær óvigur. Haföi nú losnað fylkingin og fóru bæjarsveinar heldur hall- oka og ljetu hefjast fyrir. Voru þeir ekki svo samtaka sem skyldi. Margir atburðir gerðust hjer i senn i höggum og slögum, byltum og barsmið og verður fátt greint. En er bæjarmenn höfðu látið und- an siga upp undir Ingólfshvol, þá snjeru þeir hinir þýsku til sjávar. Gripu þeir með sjer kápur þær, er hinir höfðu af sjer varpaö og gengu snúðugt á bryggjusporö. Var þá kominn bátur frá skipi þeirra og gengu þeir i þegar. í sömu svipan bar að Þorvald lögregluþjón og Olaf, og enn fleiri, voru þeir upp staðnir, búnir fullum skrúða og höföu brugðnar handkylfur uppi. Slóst megin- flokkur sjálfboðaliða I lið með þeim og hvötuðu þeir fram bryggjuna. Hinir voru þá lausir og ljetu frá. Varð nú eggjan, að þeir skyldu á land ganga, en eigi varð af þvi. Hófu skipverjar raust sina og sungu „Wacht am Rhein” fullum hálsi fram undan bryggju- sporðinum, svo hátt aö undir tók i húsunum.” Þá er þess getið að skipstjóri hafi skilað úlpum bæjarsveina daginn eftir og næsta dag mátti lesa frétt þess efnis aö Þjóð- verjarnir heföu verið sektaöir um 25 krónur hver „fyrir afglöp sin” og sjö krónur i málskostnað. Þeir hafi verið 10 alls. Eigendaskipti Atburður sem þessi hefði án efa orðið tilefni til forsiöufréttar með fimm dálka fyrirsögn I dag. En árið 1913 var ofangreind frétt birt Jakob Möller Páll Steingrfmsson Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Gunnar G. Schram

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.