Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 3
3 VlSLR Arið 1961 flutti Visir f eigiöhúsnæði að Laugavegi 178. með eindálka fyrirsögn: „Botn- vörpunga-bardagi”, með yfir- fyrirsögninni: „Cr bænum”. Bæjarfréttirnar voru raunar af ýmsu tagi. Til dæmis má lesa eftirfarandi frétt 7. febrúar 1913: „ófærð.Hjeðan fór ferðamaður i gær áleiðis til Eyrarbakka. Komst hann til Kolviðarhóls — og lætur hið versta yfir færðinni. Snjórinn tók honum víða i nef”. Þegar hér var komið hafði Ein- ar Gunnarsson treyst svo grunn- inn að Visi að stofnun Morgun- blaðsins árið 1913 haggaði i engu útgáfu Visis. Byrjunarörðugleik- ar voru að baki og blaðið löngu unnið sér fastan sess i bæjarlifinu er Einar tók þá ákvörðun sumarið 1914 að selja blaðið. Kaupandi var Gunnar Sigurðs- son frá Selalæk og var hann jafn- framt ritstjóri. Gunnar sefdi blaðið strax á næsta ári hlutafé- lagi sem hét Visir. Var þá Hjörtur Hjartarson lögfræðingur ráðinn ritstjóri og tók við blaðinu 1. april 1915. Hjörtur veikist hins vegar hastarlega um sama leyti og and- ast hálfum mánuði siðar. Þá var Andrés Björnsson ráð- inn sem ritstjóri, hálfbróðir Andrésar núverandi útvarps- stjóra, en hann hafði þá starfað um skeið við Visi, landskunnur maður og hagyrðingur góður. Þeir eru ófáir sem kunna þessa stöku Andrésar: Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur, en verður seinna i höndum hans hvöss sem byssustingur. Jakob Möller tekur við Eigendur Visis réðu Jakob Möller siöar þingmann og ráð- herra sem ritstjóra blaðsins sumarið 1915 og tók hann við blaðinu 1. júli þaö ár. Tekið er fram að blaðið veröi „hlutlaust i stjórnmálum hér eftir sem hingað til.” Með ráðningu Jakobs að blaö- inu urðu að ýmsu leyti timamót i sögu þess þar eð afskiptin af bæjar- og landsmálum urðu mun meiri en i tið fyrri ritstjóra. 1 rit- stjórnargrein hins nýja ritstjóra segir að blaðið vilji flytja greinar um landsmál frá öllum hliðum, „..ekki siður frá þeim mönnum, sem kunna að vera ritstjóra ó- sammála en hinum. Jakob Möller barðist fyrir framförum til hagsbóta fyrir Reykvikinga og landsmenn alla og hóf hann strax á þessum árum sinn stjórnmálaferil sem forystu- maður á vettvangi landsmála. Jakob keypti Visi árið 1918 og var ritstjóri blaðsins fram á sumar 1924. Þá tók Páll Steingrimsson við ritstjórn Visis og varð jafn- framt meðeigandi Jakobs ásamt Tóni Sigurpálssyni afgreiðslu- manni blaðsins. Miklar breytingar 1 ritstjórnartið Páls urðu mikl- t7't> a iiyfnrfnTAJ ui?d r iíAM11U11M rjix ijrjJtv SAE 01 SERÍA SAE II SERÍA SAE X SERÍA SAE 2600 2x400 W RMS SAE 2401 2x250 W RMS SAE 2301 2x150 W RMS SAE 2200 2x100 W RMS Á meðan aðrir magnara- framleiðendur hafa verið að sóa tíma sinum i að hanna og framleiða magn- ara fyrir mælitæki, hafa SAE notað timann til hönn- unar á mögnurum, sem gerðir eru fyrir raunveru- legar aðstæður. Hátalarar hegða sér ekki eins og þau mælitæki, sem notuð eru til mælinga á mögnurum. I óðakapphlaupi eftir fárán- SAE A-7 2x70 W RMS kr. 395.000.- SAE A-14 2x140 W RMS m/equalizer kr. 695.000.- SAE xlO A 100 W RMS SAE xl5 A 150 W RMS SAE x25 A 250 W RMS legum tæknitölum, sem ekki hafa raunveruleg áhrif á hljómgæðin hafa aðrir f ra m leiðendur gleymt megintilgangi góðs magnara, þ.e. aö magna upp hljóðmerki og drifa hátalara vel og skýrt. Þó SAE hafi ekki áður verið kynntir hér á landi, þýðir það ekki að magnarar þeirra hafi ekki átt erindi til okkar. Sérhæfing SAE hefur þó liklega tak- markað hóp þann, sem þeir höfða til. Hingað til hefur SAE eingöngu framleitt magnara fyrir atvinnunot, studió, útvarpsstöðvar, samkomuhús, hljómsveit> ir, discotek... Nú hafa þeir bætt við nýrri linu, magnara fyrir hljóm- tækjaáhugamenn, SAE II. SAE fyrirtækið hefur um SUI M Hafnarstræti 5 við Tryggvagötu - Simi 19630. árabil verið álitið einstakt í sinni röð i Bandaríkjunum og þegar nýja línan þeirra SAE II var kynnt fyrir pressunni fyrr á þessu ári. gerðu menn sér háar vonir og þær hafa verið uppfyllt- ar. SAE II linan hefur hvar- vetna hlotiö hina bestu dóma sem magnarar í hæsta gæðaflokki á við- ráðanlegu verði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.