Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 24
24 25 VÍSIR „Ég haföi lesift Islendingasög- urnarogþará meftal Grettissögu. Menn voru aö segja aö þaö gæti ekki staöist aö Grettir heföi synt úr Drangey iland. Erlingur Páls- sonsýndi fram á þaö áriö 1927 og mig langaöi til aö sýna aö þetta væri engin tilviljun”, sagöi Pétur Eiriksson er viö báöum hann aö rifja upp fyrir okkur þetta afrek sem hann vann fyrir 44 árum, en Pétur vinnur nú sem fiskmats- maöur. „Erlingur synti beinustu leiö Ur fjörunni til lands en ég lagöi til sunds frá Uppgönguvik, þeim eina staö sem Grettir heföi getaö lagt af staö frá. Ég þurfti þvl fyrst „AUÐVELDARA AÐSYNDAIOKM NGANGA5KM” — segir Pétur Eiríksson sundkappi aö synda um 800-900 metra meö- fram eynni”, sagöi Pétur. 1 blööum frá þessum tima er þvi mikiö flaggaö aö Pétur hafi aöeins veriö 19 dra þegar hann vann af rekiö en reyndar var hann 18 ára. Hann dtti afmæli 31. júll, þrem dögum eftir sundiö. Þetta afrek þótti ekki sist merkilegt vegna þess aö 10 árum áöur haföi Pétur gengiö viö hækjur. ,,Ég var berklaveikur og lagöist inn á Vlfilsstaöi þegar ég var 8-9 ára gamall. Ég var þar I 3- 4 ár og eftir aö ég losnaöi af hæl- inu þurfti ég af og til aö vera I gipsi. Lærði sundið af sjálfum sér Mig langaöi til aö vera I ein- hverjum Iþróttum og sundiö var þaö eina sem ég gat stundaö. Ég held þvl fram aö brennisteinninn I vatninu hafi dreDÍÖ berklana. 1 sundinu gat ég dregiö mig áfram á höndunum þótt fæturnir væru veikir. Ég fékk enga kennslu og þetta sund var mitt eigið sund. Eftir aö ég haföi sett metiö I Viöeyjarsundinu 1935 átti aö fara aö kenna mér en ég sagöi aö úr þvi aö ég heföi komist þetta langt meö mlnu eigin lagi myndi ég nota þaö áfram.” Aöur en Pétur reyndi viö Drangeyjarsundiö haföi hann tvl- vegis synt út I Viöey og einu sinni URVAL ALEGGSTEGUNDA Á LANDINU Bjófpylw « B |Oj>ikuiiik.i » Bulgörck v « Bíii^upvlsa « Haiuborgarpvisa » Haugikjöt K.ijufakæi \ » l Isa » l <uui)><t.vívik • l j.trikæía • L • .Vladagasgar saiaini • Malakoií iVlilanó salami • .Vloriaddja » Paprikupylsa • Kafía.skinka • KúUupylsa » Serveiatpvisa • Skinka Spar^tpvisa « Skiiikup.visa * Sviuairuiiupyisa » Svina.vtvik • IVpyisa » l'ungupylsa » l ungur* Veiöipvlsa KJOTIÐNAÐARSTOÐ SAMBANDSINS Pétur Eirtksson sundkappi viö hliöina á fjölda verölaunapeninga sem honum hafa áskotnast um ævina. Vlsir 8. ágúst 1936. Sundafrek Péturs Eirlkssonar. Frásögn um sund hans úr Drangey til lands. Þessi mynd var tekin af Pétri þegar hann synti Grettissundiö 28. júli 1936. út I Engey. A þessum árum Vann hann I bakaríi og byrjaöi klukkan 6á morgnana og vann fram undir 7á kvöldin. Þá fór hann aö æfa sig og einnig æföi hann um helgar. „Þetta var of mikið dlag og ég var alveg aö ganga fram af méf. Foreldrar minir gáfu mér leyfi til aö hætta aö vinna 2 mánuöum fyrir Drangeyjarsundiö og þann l.’Ima geröi ég ekkert annað en aö æfa mig. Svona gerir maöur ekki nemaaö hafa hertskrokkinn I sjó. Þaö þótti alveg voöalegt á þess- um kreppuárum aö unglingur hætti I fastri vinnu til aö gera svona lagaö. 9 kiló af feiti Aöur en ég lagöi af staö I sundiö lét ég smyrja mig vel af feiti og notuöum viöum 9kílóaf feiti.Yst var ég I ullarbol, þá i voxdúk meö skálmum og innst i sundbol. Ég varmeöháa kvensókka, hanska d höndum þannig aö handleggimir einir voru berir. Þegar ég var bú- inn aö synda nokkra metra rann sjór inn um hálsmáliö og ég varö aö snúa viö og vaföi mig meö sárabindi.” „Ég haföi reiknaö meö þvi aö sundiö tæki 3 tlma. Ég beiö eftir þvi aö fara á réttu falli en seinna VISIR kom I ljós aö ég haföi gert afdrifa- rlk mistök þvl ég tók miö af flóöi og f jöru I Reykjavik. Ég synti aö- eins I sveig og ætlaöi aö láta strauminn bera mig en þess I stað fékk ég strauminn á móti mér. Landtakan var fyrirhuguö viö Reykjadisk sem var raunar eini staöurinn þar sem hægt var meö góöu móti aö komast i land. „Hefði frekar látið mig sökkva” Ég var því þr jd tlma aö berjast á móti straumnum. Þaö var 6- hugguleg reynsla þegar ég fann að kuldinn var aö komast I skrokkinn. Þaö var eins og aö vera stunginn meö nálum. Eina hugsunin hjá méí var aö ég skyldi komast I land. Ég heföi frekar ldtiö mig sökkva heldur en aö leyfa aö ég yröi tekinn um borö I bátana sem fylgdu mér”. „Húrra, land!” .JEinhvernveginn komst ég I land og skjögraöi upp I fjöruna. Ég manekkihvernigég fór aö þvi en ég gat náö taki á grastó og greip I hana krampataki og sagt er aö ég hafi hrópaö: „Húrra, land”. Fylgdarmenn mlnir gátu dröslaö mér upp I Grettislaug, þar sem Grettir á aö hafa baöaö sig eftir sundiö, og fóru aö þrlfa mig. Þaö marg-leiö yfir mig og þeir þurftu aö lífga mig viö hvaö eftir annaö. Læknirinn gaf mér margar sprautur og slöast sagöi hann: „Ég held aö hann eigi aö hafa þaö af núna”. Sundiö tók ná- kvæmlega 5stundir og 19minUtur og er þetta lengsti timinn sem ég hef veriö I sjó. Loftlinan frá Uppgönguvlk til Reykjadisks er um 9 kilómetrar en sjónarvottar segja aö ég hafi synt 15 kilómetra leiö. Sjávarhitinn var 10 stig viö landiö en 6 stig úti á sundinu”. Synt nóg fyrir lifstið „1 skýrslu Jónasar Kristjáns- sonar, læknisins sem var viö- staddur þegar ég kom I land,6egir aö púls hafi veriö ófinnanlegur á úlnliöum, meövitund sljó og vöðvaafl þrotiö. Siöan fór ég heim á bæ aö Reykjum og lagöist þar undir sæng. Ég minnist þess ekki aö hafa veriö svo mjög eftir mig. Hins vegar varö ég aö fara ríö- andi niöur á Sauödrkrók,17 klló- metra leiö. Hesturinn var ekki góöur og ég óvanur reiömennsku þannig aö ég fékk heiftarlegar harösperrur. Þaö var þaö versta. Yfirleitt finn ég ekki til þreytu eftir sund. Ég átti auðveldara meö aö synda 10 kilómetra en ganga 5 köómetra”. Pétur vann fleiri afrek I sund- inu, hann synti meöal annars yfir Eyjafjörö, Oddeyrarál, Hafnar- fjörö og á hann ennþá metið á þessum leiöum auk þess sem met hans I Viöey og Engey standa enn óhögguö. „Ég hef ekkert fariö I sund slö- astliöin 14-15 dr. Ég er búinn aö synda nóg fyrir llfstlö”, sagöi Pétur. daglegaán hafa hugmynd umþað! Hún Ásdís veit auðvitað ýmislegt um Shell. Hún kaupir bensín og olíur á bílinn sinn á Shell-stöðvunum. Svo kaupir hún líka olíu til húshitunar. Hún veit meira að segja, að hráefnin í olíumálningunni, sem hún notaði á eldhúsið sitt í fyrra eru mörg frá Shell. En Shell vörumerkið táknar ekki einungis bensín og olíur. Shell framleiðir margskonar efni til iðnaðar, t.d. plastiðnaðar. Þess vegna hefur hún Ásdís, eins og svo margir fleiri, ekki hugmynd um að einangrunar- plöturnar í húsinu hennar eru framleiddar úr hráefnum frá Shell. Ýmsir nauðsynjahlutir heima fyrir eru - bæði beint og óbeint - framleiddir úr Shell efnum. Burðarpokarnir, sem hún fær hjá kaup- manninum sínum, eru líka úr Shell efnum, að ógleymdum ruslapokunum, nestispokunum og brauðpokunum, sem hún notar utan um matinn í ísskápnum og svo mætti lengi telja. En auðvitað veit hún Ásdís, að Olíufélagið Skeljungur h/f er umboðs- aðilinn, sem útvegar allar Shell-vörurnar. Olíufélagið Skeljungur Talsvert meira en bara bensin mmSSPP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.