Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 25
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 25 ✝ Kristín Pálsdótt-ir fæddist í Reykjavík 4. október 1926. Hún lést á Landspítala, Há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi, 23. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Margrét Þorkels- dóttir, f. 23. nóv. 1898, og Páll Sig- urðsson, f. 4. febr. 1894. Systkini henn- ar voru a) Þorkell, f. 29. sept. 1921, d. 7. nóv. 1978. Fyrri kona hans var Unnur Jónsdótir en síð- ari kona Guðfinna Gumundsdótt- ir; b) Steinunn, f. 3. ágúst 1924, gift Þorkeli Sigurbjörnssyni; c) Svandís Sigurveig, f. 27. febr. 1927, gift Eyþóri Einarssyni; d) Sigurður, f. 19. sept. 1936, kvænt- ur Jóhönnu G. Möller. Kristín lauk verslunarprófi frá Samvinnuskólanum 1947, stund- aði nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur einn vetur og starf- aði síðan við verslun- arstörf árin 1948- 1953. Hún lauk prófi frá Fóstruskóla Ís- lands 1958 og starf- aði sem leikskóla- kennari í Reykjavík á árunum 1958-1966, þar af tvö ár í Nor- egi. Hún var for- stöðukona Vistheim- ilis barna við Dalbraut (síðar við Laugarásveg) frá stofnun þess og þar til hún lét af störfum árið 1995. Kristín var virk í starfi KFUK í Reykjavík í áratugi og átti m.a. sæti í stjórn félagsins í sextán ár, sat í stjórn Barnavinafélagsins Sumargjafar í fjögur ár og Fóstrufélags Íslands í eitt ár. Hún var sæmd riddara- krossi hinnar íslensku Fálkaorðu árið 1996 fyrir störf sín í þágu barna. Útför Kristínar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ég sit við hlið Distu frænku minn- ar, þar sem hún liggur meðvitund- arlaus á sjúkrabörunum og reyni í vanmætti mínum að pakka henni betur inn í skjóllítið teppið. Ótal hugsanir fljúga í gegnum hugann, en ég sefa mig við tilraunina til að halda á henni hita. – Dista – Sjúkrabíllinn brunar áfram, framhjá önnum köfnu fólki sem hefur ekki hugmynd um að bærinn, landið, er í þann mund að missa dýrmæta perlu. – Dista – Kristín Pálsdóttir. Hvernig get ég lýst henni fyrir þér sem ekki þekktir hana? Ég loka augunum og hverf tíu ár aftur í tímann. Dista er í vinnunni. Hún er forstöðukona Vistheimilis barna. Þarna hefur hún unnið megn- ið af sinni starfsævi, þetta heimili hefur verið hennar líf. Hún ber höf- uðið hátt og umvefur bæði börn og fullorðna með sínu rólega, örugga fasi. Hugur hennar er allur við það sem hún er að gera og allir í kringum hana skynja heillyndi hennar. Hún stjórnar af myndugleik og kann að hlusta. Hefur alltaf tíma til að hlusta. Ég hverf enn lengra aftur í tímann og er barn að taka við dúkkufötum sem Dista hefur prjónað. Hún er bú- in að prjóna tvö dress handa mér og tvö handa systur minni og við höfum aldrei séð önnur eins dúkkuföt. Dista prjónar dúkkuföt af jafn mikilli vand- virkni og hún gerir allt annað. Ef hún er ekki fullkomlega ánægð þá rekur hún upp. Mörgum sinnum þess vegna. Aldrei þó í einhverjum pirr- ingi. Allt með sömu rónni. Við fáum okkur að drekka og ég tek eftir því að litli fingurinn á Distu stendur út í loftið þegar hún ber bollann að vör- unum. Dista er svolítil hefðarfrú, en lítillátasta, hlýjasta og umburðar- lyndasta hefðarfrú sem til er. Seinna, þegar ég eignast sjálf börn, fylgist Dista grannt með. Hún er búin að missa sjón á öðru auga og nýkomin á fætur eftir heilablóðfall þegar dóttir mín fæðist. Samt þrjóskast hún við og prjónar á hana bæði peysu og húfu. Þarf að rekja oftar upp en nokkru sinni áður, en gefur sig ekki. Þegar dóttir mín er farin að teygja sig upp á borðin, fær hún að leika með postulínsísbirnina hennar. Það er allt í röð og reglu hjá Distu eins og alltaf, en hún kippir sér ekkert upp við það þótt barnið snúi öllu við. Ég hugsa um daginn sem Dista hringdi í mig og sagði: „Það er svo langt síðan ég hef séð börnin þín, þetta er bara vanræksla hjá mér.“ Það var í haust. Svo var hún komin stuttu seinna. Gekk rólega upp stig- ana, búin að ganga vestan úr bæ, og ekki í fyrsta sinn. Dæmigerð Dista. Aldrei hefði henni dottið í hug að segja – eða hugsa – að við værum að vanrækja hana. Það var svo gott þeg- ar hún kom. Eins og tíminn stæði hlýlega í stað. En svo er ég skyndilega á leið með Distu í háværum sjúkrabíl og nokkr- um tímum seinna held ég í höndina á henni og hlusta á síðustu andar- drætti hennar. Þegar allt verður hljótt hellist yfir mig söknuður og ég skil betur en nokkru sinni hvað hún hefur verið mér. Einhverjum mínútum seinna strýk ég yfir hendur hennar í síðasta sinn. Litli fingurinn teygir sig í átt frá hin- um og mér finnst það óendanlega fal- legt. Nokkrir dagar eru liðnir. Það er komið frost og ég vef að mér grænu mokkakápunni hennar Distu, sem hún gaf mér fyrir mörgum árum og ég er bráðum búin að nota í spað. Vasarnir eru fullir af bréfarusli. Hve- nær ætla ég eiginlega að tæma þá? Ég veit að þegar Dista átti kápuna voru þeir aldrei fullir af drasli, en ég veit líka að þetta angrar hana ekkert – og kápan hennar hlýjar mér. Margrét Kristín Sigurðardóttir. Ég á aðeins eitt líf. Það er mér mjög dýrmætt. Ég reyni að lifa því og ég vanda mig. Samt veikist ég, verð fyrir vonbrigðum og særist. Að lokum slokknar á líkama mínum, hann deyr og verður að moldu. Ég á aðeins eitt líf, en það gerir ekkert til, ég sætti mig við það, því líf mitt er í Jesú og það varir að eilífu. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Hún Dista frænka hafði boðið okk- ur til veislu sunnudaginn 23. nóvem- ber á afmælisdegi ömmu Margrétar því að 105 ár voru þá frá fæðingu hennar. Allir mættu prúðbúnir og eftirvænting var í loftinu. Það var alltaf svo gaman að koma saman heima hjá Distu, en hún og amma Margrét héldu saman heimili eftir að afi Páll dó árið 1971, allt til 1984. Heimili Distu var því að mörgu leyti eins konar torg fjölskyldunnar. Þegar á staðinn var komið svaraði gestgjafinn bara alls ekkert, hvorki dyrabjöllunni né síma. Ónotalegar tilfinningar spruttu fram. Við opnuð- um með lykli og við okkur blasti upp- dekkað borð að hætti Distu. Allt svo settlegt og vel undirbúið eins og allt- af. En við okkur blasti einnig elsku Dista. Hún var greinilega lögð af stað í aðra og æðri veislu. Hún hafði kallað okkur til af ákveðnu tilefni, en hafði sjálf verið kölluð til að fagna af- mælisdeginum hennar ömmu í þeirri eilífðarveislu þar sem gestgjafinn er sjálfur frelsarinn, Jesús Kristur. Frelsarinn sem bæði amma og Dista lifðu fyrir, því þær voru báðar sann- arlega einlægir erindrekar hans og samverkamenn, sem máttu ekkert aumt sjá. Hún Dista var fastur og sjálfsagð- ur hluti af mér og minni fjölskyldu. Hún passaði mig þegar ég var barn og síðar drengina mína þrjá eftir að þeir litu dagsins ljós. Hún dvaldi hjá okkur á aðfangadagskvöld alla tíð, eins um jólin og páskana. Þá var ekki haldið afmæli eða upp á tyllidaga án þess að hún væri með fjölskyldunni. Og ekki síður á hinum óbreyttu sunnudögum eða venjulegu dögum. Hún var ómetanlega dýrmæt, eins- konar auka amma. Samt alls ekkert auka. Því að hún var ekki síðri en ömmur, eins og þær gerast bestar. Hún auðgaði líf okkar með nærveru sinni og tilveru. Hún bara var og átti að vera. Maður bara gekk að henni vísri. Þess vegna er svo sárt að sjá á eftir henni, þótt við séum ekki svo eigingjörn að ætla að hún sé ekki komin í betri veislu nú í eilífðarland- inu. Hún Dista var alla tíð ógift og átti engin börn. En þau áttu hana. Því að börnum helgaði hún krafta sína og hugsjónir alla tíð. Hjarta hennar sló í takt við börn og af umhyggju við þau. Hún sinnti þeirra þörfum og gaf af sér. Var hún margrómuð og verð- launuð fyrir. Ég veit að margir fá seint fullþakkað þá hlýju, skilning og umhyggju sem hún veitti af sinni sér- stöku alúð og næmi, langt út fyrir ramma stimpilklukkunnar. Já, hún var bara alveg einstök hún Dista. Já, hún var það og ég meina það. Hún forðaðist að ónáða fólk og vildi ekki vera byrði á nokkrum manni. Enda var hún það sannarlega ekki. Hún vildi ekki láta hafa fyrir sér. Enda var hún dugleg og sjálfbjarga þrátt fyrir ákveðnar takmarkanir síðustu árin. Það er svo sárt að sjá á eftir þér, Dista mín. Stóllinn þinn mun standa auður um jólin og um ókomna tíma. Það sest enginn í þitt sæti, sem þú munt eiga áfram í hjarta okkar, það er ljóst, þótt hugsanlega verði stóll- inn notaður. Við huggum okkur við þá fullvissu að þú sért nú búin að fullna þjónustu þína hér á jörð. Búin að ná takmarkinu og sért í góðum höndum og félagsskap í veislunni Guðs barna. Þú átt góða heimkomu og vísa himnavist. Ef eitthvað er öruggt, þá er það það. Takk fyrir allt, elsku kæra Dista frænka, og góða ferð heim til fyrir- heitna landsins. Þangað sem þú ert borin af englum himinsins í faðm frelsarans þíns. Sigurbjörn Þorkelsson. Heiðurskonan Kristín Pálsdóttir er látin. Andlátið bar brátt að þó svo hún hafi átt við vanheilsu að stríða undanfarin ár. Okkar kynni hófust þegar ég réð mig til hennar að Vist- heimilinu við Dalbraut fyrir rúmum 30 árum. Hún var góður og réttsýnn yfirmaður sem lagði sig alla fram í samskiptum við sína starfsmenn. Kristín stjórnaði Vistheimilinu með einstökum skörungsskap og reyndi að gera það eins heimilislegt og hlý- legt og unnt var fyrir þau börn sem þangað komu. Hún bar mikla um- hyggju fyrir þeim og lét sér afar annt um þau. Hún var elskuð og dáð af öll- um. Skömmu eftir að ég byrjaði að starfa á Dalbraut fól hún mér það mikilvæga hlutverk að leysa sig af á meðan hún bætti við menntun sína í útlöndum. Það var mér bæði mikill heiður og ábyrgð að axla, svo ung sem ég var og reynslulítil á sviði stjórnunar. Ég var Kristínu ævin- lega þakklát fyrir þennan reynslu- tíma og fyrir það traust sem hún sýndi mér. Við Kristín störfuðum báðar í KFUK í Reykjavík og gott var að leita til hennar og njóta leið- sagnar því hún bjó yfir mikilli reynslu á uppeldissviðinu. Það fór ekki mikið fyrir Kristínu, hvorki tróð hún sér fram né lét mikið á sér bera. Hún vann verk sín í hljóði, traust og í trú á frelsara sinn, sem hefur nú kall- að hana heim til sín. Við Kristín vorum vorum báðar fóstrumenntaðar frá Fóstruskóla Sumargjafar og áttum sameiginlegt áhugamál. Leiðir okkar lágu einnig saman þegar KFUM og K ákváðu að opna leikskóla árið 1975 í Langagerði 1 í Reykjavík. Það var Kristínu kappsmál að stofnaður yrði kristileg- ur leikskóli svo að börn fengju að heyra um Jesú Krist. Ekkert var henni dýrmætara. Við fengum báðar tækifæri til að starfa við þennan leik- skóla og síðar að sitja saman í stjórn hans. Hún var með í ákvarðanatöku um byggingu nýs leikskóla fyrir fé- lögin og tók fyrstu skóflustungu að byggingu hans. Hennar er minnst með þakklæti og virðingu fyrir allt það starf sem hún vann að leikskóla KFUM og K. Það var mér mikill heiður að starfa með Kristínu og bar ég ávallt hlýjan hug til hennar. Ég bar eitt sinn undir hana að mig langaði til þess að bæta við menntun mína og gerast kennari. Ég gleymi ekki orðum hennar þegar hún horfði fast á mig og sagði: „Þá er bara að ná sér í þá menntun.“ Hún studdi mig með ráðum og dáð. Við hittumst í Vindáshlíð á fyrsta fundi KFUK í haust. Hlýjan skein úr augum hennar eins og ávallt. Á kristniboðsdaginn kvaddi ég hana eftir samkomu á Holtaveginum. Þetta var í síðasta sinn sem ég sá Kristínu. Þétt handtak fyllt trausti og væntumþykju einkenndi hana. Hún var mér góður leiðbeinandi, sem ég bar virðingu fyrir alla tíð. Bæna- kona var hún og fékk ég og fjölskylda mín að njóta góðs af því og fyrir það vil ég þakka. „Gott, þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns.“ (Matt. 25,21) Guð blessi minningu Kristínar Pálsdóttur. María I. Aðalsteinsdóttir. Kveðja frá KFUM og KFUK í Reykjavík Með Kristínu Pálsdóttur er gengin ein af máttarstoðum félagsstarfs KFUK og KFUM um áratuga skeið. Kristín, eða Dista eins og hún var alltaf kölluð, hafði alist upp við Guðs orð og bæn á góðu heimili. Það vega- nesti að heiman varð lífsgrundvöllur hennar og mótaði hana alla ævi. KFUK naut starfskrafta hennar ríkulega - bæði á vettvangi barna- starfs og fullorðinsstarfs. Starfssvið hennar spannaði alla aldurshópa, allt frá Leikskóla KFUM og KFUK yfir í undirbúning að námskeiðum og al- mennum samkomum á vegum félag- anna. Um árabil sat Kristín í stjórn KFUK. Þar var hún skynsöm og til- lögugóð, opin fyrir nýjum hugmynd- um en um leið staðföst á þeim grund- velli sem allt starf KFUM og KFUK byggir á, Jesú Kristi. Sjálfur kynntist ég henni í sam- starfi stjórna KFUM og KFUK fyrir hartnær tuttugu árum. Æ síðan bar ég virðingu fyrir Distu, dáðist að hve málefnaleg hún var og fljót að setja sig inn í mál, en naut einnig um- hyggju hennar og hlýju sem voru eðl- iskostir hennar. Alltaf var gefandi og uppörvandi að hitta hana - einnig nú upp á síðkastið, því þótt heilsubrest- ur segði til sín hélt Dista glæsileika sínum og fágaðri framkomu. Hér er ekki ætlunin að telja upp allt það góða sem Kristín Pálsdóttir kom til leiðar í KFUK og KFUM. Það var mikið og margvíslegt, ekki síst það sem hún lagði af mörkum með hógværri nærveru sinni og næmu hjarta. Guð blessi minningu mætrar KFUK-konu og staðfesti í okkur þá von eilífs lífs sem aðventan boðar, sbr. Opinb. Jóh. 21:1-6. Sr. Ólafur Jóhannsson, form. KFUM og KFUK í Reykjavík. Okkur langar að minnast Kristín- ar Pálsdóttur með nokkrum orðum. Hún var mikilvægur bakhjarl í sögu leikskólans, samofin honum frá upp- hafi. Leikskóli KFUM og K tók til starfa 17. nóv. 1975. Kristín og Sig- urður bróðir hennar voru helstu tals- menn þess innan stjórna KFUM og KFUK að ráðist var í stofnun leik- skóla innan félaganna. Æ síðan bar hún hag leikskólans fyrir brjósti enda var hennar hjartans mál að börn fengju kristið uppeldi og fræðslu. Hún sat í stjórn leikskólans meira og minna í gegnum árin og þegar farið var að huga að byggingu nýs leikskóla var hún helsti talsmað- ur þess. Hún tók fyrstu skóflustung- una að nýjum leikskóla á Holtavegi 28 í sept. 2001 og fylgdist grannt með framvindu byggingarinnar. Kristín var einstök í áhuga sínum á leikskólanum og starfsemi hans. Stuðningur hennar var ómetanlegur. Hún hafði mikla reynslu af starfi meðal barna og miðlaði hún þeirri reynslu óspart til okkar. Alltaf spurði hún um leikskólann og hvernig gengi þar. Kristín var mikil bænakona og bað hún ávallt fyrir leikskólanum, börn- um og starfsfólki og er það ómetan- legt. Kristín kom í heimsókn í leikskól- ann í sept. s.l. til þess að sjá börnin í leik og starfi og gladdi það hana mjög og okkur að fá hana í heimsókn. Við þökkum Kristínu innilega fyrir samfylgdina og fyrirbænirnar í gegnum árin og biðjum Guð að blessa og styrkja fjölskyldu hennar. „Gott þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns.“ Matt. 25,23. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, Sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Starfsfólk Vinagarðs, leik- skóla KFUM og K. Við viljum með nokkrum orðum minnast fyrrverandi forstöðumanns Vistheimilis barna, Kristínar Páls- dóttur. Kristín var fóstra, eða leikskóla- kennari eins og það heitir nú, og fyrsti forstöðumaður Vistheimilis barna. Hún vann þar mótunar- og frumkvöðlastarf af fagmennsku og fór m.a. til Noregs til að kynna sér slík heimili. Kristín var óhrædd að taka upp nýtt vinnulag og studdi starfsfólk sitt til framfara. Hún vildi vandvirkni og reglu á hlutunum og sagði: „Fyrst við erum að þessu þá skulum við gera það vel.“ Kristín vann starf sitt af kostgæfni og fórn- fýsi, hún bjó fyrstu árin á Vistheim- ilinu og var því alltaf til taks og alltaf á vakt. Þær voru ófáar stundirnar sem hún gaf í þágu barnanna og taldi ekki eftir sér að vaka fram á nótt m.a. fyrir jólin við að strauja jólaklæðnað barnanna svo þau gætu verið fín á jólunum. Kristín hafði alltaf fágaða fram- komu og kom eins fram við alla og ávann sér fyrir það virðingu bæði barna og fullorðinna. Hún var létt í skapi og hafði kímnina í lagi þrátt fyrir hefðarkonufasið. Kristín var kristin og kærleiksrík kona, það sem stendur í 1. Korintu- bréfi, kafla 13, Kærleikurinn er mestur, á við um líf og starf Krist- ínar. Við samstarfsfólk Kristínar á Vist- heimili barna minnumst hennar með þökk, virðingu og hlýju. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson.) Starfsfólk Vistheimilis barna. KRISTÍN PÁLSDÓTTIR Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.