Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 26
MINNINGAR 26 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigrún Markús-dóttir Möller fæddist í Reykjavík 5. desember 1921. Hún lést í Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi 24. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Andrés- dóttir húsfreyja í Reykjavík, ættuð frá Meðalholtum í Gaul- verjabæjarhreppi, f. 24. mars 1885, d. 27. júní 1969, og maður hennar Markús Kristinn Ívarsson, járnsmíða- meistari, stofnandi og forstjóri Vélsmiðjunnar Héðins hf., ættaður frá Vorsabæjarhjáleigu í Gaul- verjabæjarhreppi, f. 8. september 1884, d. 23. ágúst 1943. Systur Sig- rúnar voru Guðrún húsfreyja í 1985. 2) Jakob framkvæmdastjóri hjá Ingvari Helgasyni hf., f. 25. maí 1953, kvæntur Sigrúnu Snæv- arr kennara. Þeirra börn eru: a) Sunna Dóra guðfræðinemi, f. 28. maí 1975, gift Bolla Pétri Bolla- syni, presti í Seljaprestakalli og eiga þau þrjú börn, b) Kristín Þóra mannfræðinemi, f. 25. maí 1980, sambýlismaður Örn Ævar Hjart- arson viðskiptafræðingur, og c) Árni Baldur verkfræðinemi, f. 19. mars 1982. Sigrún útskrifaðist með gagn- fræðapróf frá Menntaskólanum í Reykjavík og gekk síðan á lýðhá- skóla á Väddö í Svíþjóð. Hún vann við skrifstofustörf í Vélsmiðjunni Héðni hf. í tíu ár og sat í stjórn fyr- irtækisins í þrjátíu ár, þar af sem stjórnarformaður um árabil. Sig- rún var húsfreyja á gestkvæmu heimili á Sólvallagötu 6 í Reykja- vík þar sem þau Baldur bjuggu alla sína hjúskapartíð. Tvö síðustu árin bjó hún í íbúð sinni á Kópa- vogsbraut 1b. Útför Sigrúnar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Reykjavík, f. 28. ágúst 1916, d. 17. júní 1992, og Kristín Helga hús- freyja í Reykjavík, f. 19. júní 1918, d. 6. ágúst 1971. Hinn 16. júní 1949 gekk Sigrún að eiga Baldur Möller ráðu- neytisstjóra dóms- og kirkjumála, f. 19. ágúst 1914, d. 23. nóv- ember 1999. Synir þeirra eru 1) Markús Kristinn hag- fræðingur í Seðla- banka Íslands, f. 28. maí 1952, kvæntur Júlíu Ingv- arsdóttur sérkennara. Þeirra börn eru: a) Baldur Helgi læknanemi, f. 14. september 1980, b) Sigríður Margrét læknanemi, f. 10. desem- ber 1981, og c) Ingvar Rúnar menntaskólanemi, f. 12. apríl Nú er fallin frá elskuleg móður- systir mín, Sigrún Markúsdóttir Möller. Sigrún fæddist í Reykjavík 5. des- ember 1921, yngst þriggja dætra hjónanna Kristínar Andrésdóttur, húsfreyju frá Meðalholtum í Gaul- verjabæjarhreppi, og eiginmanns hennar, Markúsar Kristins Ívars- sonar frá Vorsabæjarhjáleigu í Gaul- verjabæjarhreppi, járnsmíðameist- ara og stofnanda og forstjóra Vélsmiðjunnar Héðins hf. í Reykja- vík. Árið 1922 fluttist fjölskyldan að Aðalstræti 6 þar sem Vélsmiðjan Héðinn hf. var þá til húsa á neðri hæð. Árið 1929 fluttust þau svo í hús sitt að Sólvallagötu 6, sem þau hjón, Kristín og Markús, höfðu reist árið 1926, en leigt út um þriggja ára skeið. Æ síðan bjó Sigrún á Sólvalla- götunni, eða þar til hún fyrir tveimur árum flutti í íbúð að Kópavogsbraut 1b. Sigrún lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hún var frábær námsmaður og sigldi þá um haustið til Svíþjóðar þar sem hún stundaði nám við lýðháskóla í Väddö, eins og systur hennar, Guðrún og Helga höfðu áður gert. Var Svíþjóð- ardvölin þeim systrum ógleymanleg og allar stundir síðan fjársjóður minninga og brunnur frásagna. Sagði Helga, móðir mín, mér margar skemmtilegar sögur frá uppvexti þeirra systra í gamla vesturbænum og miðbænum í Reykjavík, en þær systur voru ákaflega samrýndar og hinir mestu ærslabelgir. Helga lést árið 1971 og Guðrún 1992. Eftir heimkomuna frá Svíþjóð vann Sigrún við skrifstofustörf í Héðni um tíu ára skeið. Hún sat í stjórn fyrirtækisins í meira en þrjá- tíu ár, þar af lengi sem stjórnarfor- maður. Alla tíð var henni afar um- hugað um orðspor fyrirtækisins og viðgang og vildi veg þess sem mest- an. Á Hólatorgi 2, fáeinum húsum frá Sólvallagötu 6, átti heima, ásamt föð- ur sínum og bræðrum, glæsimennið Baldur Möller lögfræðingur, þá orð- inn þekktur íþróttamaður og skák- meistari. Hann varð síðar ráðuneyt- isstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Þau Sigrún felldu hugi saman og gengu í hjóna- band 16. júní árið 1949. Baldur flutti sig um set til Sigrúnar og tengda- móður sinnar, Kristínar Andrésdótt- ur, en eiginmaður hennar, Markús Ívarsson, hafði látist um aldur fram árið 1943. Á Sólvallagötunni stóð heimili þeirra Baldurs æ síðan. Með þeim hjónum Sigrúnu og Baldri var einstakt jafnræði þótt þau væru ólík að skaplyndi. Sigrún var opinská og glaðsinna, og kunni ógrynnin öll af ljóðum, vísum, þulum og skrýtnum og skemmtilegum orðatiltækjum og hafði jafnan frá mörgu að segja. Baldur var hæglát- ur en jafnan brosmildur og hlýr. Þau voru samrýnd og bættu hvort annað fullkomlega upp og nafn annars var aldrei nefnt svo að hins væri ekki getið. Sigrún var hrókur alls fagn- aðar hvar sem hún kom. Hún var kát, skemmtileg, bráðskörp og að öllu leyti vel af guði gerð. Sjentil- maðurinn og ljúfmennið Baldur hélt sig meira til hlés, stóð álengdar og brosti í kampinn og leyfði Sigrúnu sinni að njóta sín. Ást Sigrúnar frænku á börnum og gagnkvæm ást þeirra á henni er sér- stakur kapítuli í mínum huga. Börn elskuðu hana og hún elskaði þau og geislaði af ástúð og kærleika í návist þeirra. Hún kom líka fram við þau af virðingu og talaði við þau eins og fullorðið fólk. Þegar barn kom í heimsókn í fyrsta sinn á Sólvallagöt- una leiddi hún það sér við hönd um heimilið og sýndi því þar allt og það var sannarlega ævintýraheimur fyr- ir lítið barn. „Viltu núna koma og skoða hann Baldur minn?“ Svo var litla barnið leitt inn á kontórinn til Baldurs þar sem hann sat og lagði kapal og hlustaði á tónlist og hann heilsaði barninu á sinn hlýlega og fágaða hátt með kankvísu brosi á vör. Sjaldan hef ég séð fallegri sjón en er þær hittust í fyrsta sinn, barna- barn mitt, þá fjögurra ára gömul snót og bjó í útlöndum, og Sigrún, langömmusystirin, þá áttræð. Það var ást við fyrstu sýn. Meðan á heim- sókninni stóð héldu þær hvor utan- um aðra, horfðust í augu og brostu út undir eyru eins og ástfangið par. Ávallt var viðkvæði barna minna og barnabarna þegar nafn Sigrúnar frænku bar á góma: „Hvað er að frétta af Sigrúnu frænku, hún er svo skemmtileg!“ Og sannarlega var hún okkur öllum einstök fyrirmynd, skemmtileg, glaðvær og góð. Húsið að Sólvallagötu 6 var heimili fjögurra kynslóða sem stóð nánast óhaggað í sinni upprunalegu mynd til síðustu aldamóta. Þar var afar gestkvæmt og háum jafnt sem lág- um tekið opnum örmum og ekki gerður mannamunur. Þar bjuggu gjarnan um lengri eða skemmri tíma skyldir jafnt sem óskyldir og þar var samkomustaður ættingja og vina austan úr Flóa og Hreppum sem er- indi áttu til Reykjavíkur. Í risíbúð- inni hjá Sigrúnu og Baldri fengu ungar fjölskyldur gjarnan leigt við verði sem enginn þurfti að kikna undan, eða þar til þær gátu fest kaup á eigin íbúð. Þar á meðal voru tvær af dætrum mínum og þeirra fjöl- skyldur. Heimili Sigrúnar og Baldurs var ekki aðeins einstakt menningar- heimili heldur menningarmiðstöð þar sem gamlar hefðir voru í heiðri hafðar. Á páskadagsmorgun þegar komið var heim frá kirkju var borið fram heitt súkkulaði og smákökur, á jólum haldin boð þar sem ungir sem aldnir tóku þátt og Sigrún dansaði með börnunum í kringum jólatréð og söng, þar voru bakaðar kúmen- pönnukökur á sumardaginn fyrsta og þar var fáni dreginn að húni á tylli- og sorgardögum og svo mætti lengi telja. Þar voru málefni líðandi stundar rædd og listir í öllum sínum myndum, myndlist, tónlist og bók- menntir. Þau hjón voru félagar í Kammermúsikklúbbnum og tíðir gestir á öðrum menningarsamkom- um, jafnt innan borgarinnar sem ut- an. Þau voru kirkjurækin, frænd- rækin og vinrækin. Þau voru vönd að virðingu sinni og umhugað um að sýna þegnskap í orði og verki. Sigrún, móðursystir mín, var fal- leg kona, svipsterk með há kinnbein og móleit hlý og lifandi augu. Hún var brosmild, kvik í hreyfingum og hafði ríka frásagnargáfu. Hún var hrókur alls fagnaðar á mannamótum og fróðleiksfús með afbrigðum, mannvinur mikill, vel að sér í nátt- úrufræðum Íslands, listum og fag- urfræði og hafði einstaklega mikla útgeislun. Lífsþorsta hennar og lífs- gleði voru engin takmörk sett. Hún lét hvorki illvígan gigtarsjúkdóm né lasið hjarta hefta för sína, heldur fór allra sinna ferða akandi, óþreytandi að sækja gleðskaparfundi um allar trissur; í ferðalög með eldri borgur- um, á námskeið í Íslendingasögum hjá Jóni Böðvarssyni, og hina ýmsu listviðburði, svo sem tónleika, leik- hús og myndlistarsýningar, ýmist með einhverjum úr fjölskyldunni eða ásamt vinkonum eða ein síns liðs ef ekki vildi betur. Vini og ættingja sem bjuggu við heilsubrest eða aðra sem máttu sín lítils var hún óþreytandi að heimsækja, ýmist á sjúkrahús eða öldrunarheimili. Hún og þær vinkon- ur hennar sem enn voru við sæmi- lega heilsu héldu áfram að kætast og fara út á sprí, og þær voru kunnugar fleiri matsölustöðum og kaffihúsum í borginni en við sem yngri erum. Baldur lést 23. nóvember 1999. Hon- um varð að ósk sinni að þurfa aldrei að flytjast af Sólvallagötunni, því hvergi annars staðar gat hann hugs- að sér að eiga heima. Sigrún bjó þar enn um sinn en flutti fyrir tveimur árum síðan í íbúð að Kópavogsbraut 1b. Henni varð líka að ósk sinni að þurfa ekki að verða upp á neinn kom- inn, geta ekið austur fyrir fjall og út um allar trissur, sótt myndlistarsýn- ingar, tónleika og leikhús og aðrar skemmtilegar uppákomur, hitt frændfólk og vini, slegið á þráðinn til að vitja um okkur hin í fjölskyldunni. Hún lifði lífinu til fullnustu og hélt áfram að strá lífsgleði sinni hvar sem hún kom, uns tími var kominn til að kveðja. Líkaminn varð að láta undan, en andi hennar var lifandi og frjór til hinstu stundar. Sigrún, uppáhaldsfrænka okkar allra, hvarf til feðra sinna fjórum ár- um og tíu klukkustundum á eftir Baldri og verður jarðsungin 1. des- ember eins og hann. „Þá verður flaggað í heila stöng um allan bæ því þetta verður ekki jarðarför, heldur himnaför Baldurs míns.“ Á himnafarardegi hennar flöggum við líka í heila stöng henni til heiðurs. Ég kveð frænku mína með ást og virðingu og bið góðan guð að blessa hana og varðveita minningu hennar. Kristín Sveinsdóttir. Nú falla tár. Þér fagnið þá er finnast vinir himnum á og samvist hefst í sælubyggð þá sorg mun gleymd og dauðans hryggð. Svo krjúpið hljóð við kisturnar og kveðjið þá er blunda þar og flytjið kvöldbæn hægt og hljótt. Af hjarta segið: GÓÐA NÓTT. (Valdimar V. Snævarr.) Elsku amma. Lífsgleði þín, jákvæðni, trú og kærleikur eru gjafir sem þú gafst okkur. Þú kenndir okkur að líta lífið björtum augum og gefast ekki upp þó að á móti blási. Þín vegna reynum við að verða betri manneskjur og láta gott af okk- ur leiða á sama hátt og þú gerðir allt- af. Guð geymi þig Sunna Dóra, Kristín Þóra og Árni Baldur. Okkur langar að setja fáein orð á blað í kveðjuskyni til hennar ömmu okkar. Hún amma hefur í gegnum tíðina verið stór og góður hluti af lífi okkar, alltaf nálæg þegar á þurfti að halda. Hvort sem það var á Sólvalla- götunni, í Kópavogi, eða hvar á landi sem var, þá tók hún þátt í mörgum af minningum okkar. Þegar við vorum veik sem börn fórum við til ömmu og afa, þar sem við dunduðum okkur við að tína safa- poka úr mandarínum tímunum sam- an. Amma gat gert hátíðarmat út úr hverju sem var, alveg eins úr hafra- graut og úr rjúpunum með sósunni góðu. Hún var lítið bundin af verald- legum hlutum og sá björtu hliðarnar á öllu: Þegar hlutir brotnuðu, þá þurfti bara að vaska minna upp, og dúkurinn var til að hella niður á. Bönd af jólagjöfum gátu í hennar höndum orðið að dýrindis hálsmen- um. Hún hafði gaman af lífinu, og hló dátt þegar við eldri syskinin börð- umst um athygli þess yngsta undir því yfirskini að verið var að skemmta honum, og jafnvel slóst í leikinn á 1. apríl með því að láta okkur hlaupa sem lengst og sem oftast, eftir vín- berjum og öðrum álíka hlutum sem skilin voru eftir árlega bakvið rusla- tunnuna eða úti á svölum. Við munum alltaf minnast hennar vegna hlýjunnar, gleðinnar og allra litlu hlutanna. En þó við munum sakna hennar, þá vitum við að hún hefur það yndislegt þar sem hún er nú, með kallinum sínum, honum afa. Baldur Helgi, Sigríður Margrét og Ingvar Rúnar. Æskuvinkona mín, Sigrún Mark- úsdóttir Möller, er látin. Á vináttu okkar bar aldrei skugga þau rúm 70 ár sem við áttum samfylgd. Mér er ljúft að minnast hennar að leiðarlok- um. Sigrún var falleg kona sem bjó yfir fágætum persónutöfrum. Hún var félagslynd með afbrigðum, vinsæl og vinmörg. Hún var náttúruunnandi og mikil útivistarkona. Góðvild og glaðværð einkenndu hana. Öllum vildi hún gott gera, sefa sorgir og græða annarra sár. En hún gladdist líka með glöðum. Vinátta okkar Sigrúnar átti sér djúpar og sterkar rætur frá því við vorum litlar telpur. Við ólumst báðar upp á Sólvöllum í Vesturbænum, vorum samtíða í Miðbæjarskólanum gamla og síðan í Menntaskólanum í Reykjavík. Á æskuheimili Sigrúnar, Sólvallagötu 6, var gott að koma. Þar var öllum tekið opnum örmum. Heimilið var mjög sérstakt. Alla veggi þar þöktu falleg málverk eftir helstu listamenn þjóðarinnar. Var það áreiðanlega fyrsta listasafn sem ég sá, að minnsta kosti það eftir- minnilegasta, en faðir Sigrúnar var hinn kunni listunnandi og listaverka- safnari Markús Ívarsson, járnsmíða- meistari í Héðni. Á þessu æskuheim- ili Sigrúnar bjuggu þau Baldur Möller ráðuneytisstjóri í farsælu og fallegu hjónabandi þau rúm 50 ár sem þau áttu saman. Á langri ævi okkar áttum við Sigrún ótal ánægju- stundir, ekki síst þar sem við áttum því láni að fagna að eiginmenn okk- ar, Baldur og Ármann, voru góðir vinir og samstarfsmenn áður en við giftumst. Enn styrktust vináttu- böndin þegar við bundumst einnig fjölskylduböndum við giftingu Jak- obs, sonar Sigrúnar og Baldurs, og Sigrúnar Snævarr, bróðurdóttur Ár- manns. Svo náin voru kynni okkar Sigrún- ar að Valborg dóttir mín, þá ung að árum, spurði mig hvort Sigrún væri systir mín. Syni Valborgar datt ekki annað í hug seinna en að Sigrún væri amma sín. Leiklistaráhugi okkar leiddi til þess að við stofnuðum saman „leik- húsklúbb“ ásamt skólasystur okkar, Kristínu Ólafsdóttur, og manni hennar, Axel Kaaber. Í 25 ár áttum við saman ógleymanlegar ánægju- stundir í leikhúsferðum sem ævin- lega enduðu með skemmtilegum um- ræðum á heimilum okkar til skiptis. Á heimili sínu naut glaðværð Sigrún- ar og gestrisni sín til fulls. Þegar aldurinn færðist yfir okkur og hárin tóku að grána tókum við „stelpurnar“ – fjórar gamlar skóla- systur úr MR – Sigrún, Soffía, Stína og Valla eins og við heitum í okkar hópi – að fara saman á „listasprang“, helst einu sinni í viku ef heilsan og aðrar aðstæður leyfðu. Sigrún fór þar oftar en ekki í fararbroddi, stakk upp á því sem skoða skyldi og hve- nær, lét ekki þar við sitja heldur ók okkur sjálf á ákvörðunarstað, enda bestur bílstjórinn. Ekki er langt síð- an við nutum síðasta „listasprangs- ins“ allar saman. Á listasöfnum og listsýningum alls konar nutum við samvista og vináttu í ríkum mæli, spauguðum og spjölluðum síðan yfir kaffibolla á einhverju veitingahús- anna í bænum. Þótt Elli kerling væri farin að glefsa ískyggilega í okkur fannst okkur við ungar aftur. Í þess- um samstillta vinahópi ríkir nú sorg og söknuður. Við höfum misst mikils. Víst er að Sigrún var ung í anda til hins síðasta þrátt fyrir bága heilsu. En hún var alla tíð dul á eigin heilsu og hag. Hún varðveitti glaðværð sína og góða skap hvað sem á bjátaði. Ég sá Sigrúnu í síðasta sinn á sjúkrahúsinu nokkrum dögum áður en hún lést. Við vissum báðar að hverju dró – þó ekkert væri sagt. Við kvöddumst í síðasta sinn. Hún kvaddi mig brosandi. Þannig vil ég minnast hennar. Við Ármann, börn okkar, tengda- börn og barnabörn sendum sonum Sigrúnar og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Hennar er sárt saknað. Valborg Sigurðardóttir. Ég frétti „óvart“ að móðursystir mín væri fallin. Strax fór hugur minn á reik, svona til að rifja samskipti okkar upp, svona að leikslokum. Tvær máltíðir koma upp í hugann. Sú fyrri þegar heimasætan á Sól- vallagötu 6 var fengin til að passa okkur krakkana á Hagamel 2. Hún lét okkur kveikja upp í arninum og þegar glóð var komin úr birkilurk- unum fengum við krakkarnir kjöt og kjötpinna. Var þetta ef til vill fyrsta innigrillið á Melunum? Þessi veisla SIGRÚN MARKÚS- DÓTTIR MÖLLER Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA GUÐNADÓTTIR frá Melstað, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju þriðju- daginn 2. desember kl. 13.30. Sigurdóra Kristinsdóttir, Hrólfur Ingimundarson, Þorsteinn S. Kristinsson, Guðmundur B. Kristinsson, Kristín G. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.