Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 34
DAGBÓK 34 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Dettifoss kemur í dag, Brúarfoss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Arklow Dusk og Brú- arfoss koma í dag. Fréttir Bókatíðindi 2003. Númer mánudagsins 1. desember er. 044851. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10, kl. 14 fé- lagsvist. Hársnyrting, fótaaðgerð. Línudans- byrjar á morgun kl.11. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 10 söngstund, kl. 13-16.30 smíðar, útskurður, kl. 13–16.30 handavinna, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–16 handavinna, kl. 9– 12 bútasaumur, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 10– 11 samverustund, kl. 13.30–14. 30 söngur við píanóið, kl. 13–16 búta- saumur, kl. 15 boccia. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð kl. 10. Skrifstofan er opin í dag kl. 10–11.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 13 brids. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin opin, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9, aðstoð við böðun og handa- vinna. Kl. 13, leikfimi og kl. 14 sagan. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Bað kl. 9– 12, opin vinnustofa, kl. 9–16.30, félagsvist kl. 13.30, hárgreiðsla kl. 9–12. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 9.30, 10.20 og 11.15 leikfimi kl. 11.30 spænska, kl. 13 glerbræðsla. Myndlistarsýning Erlu Sveinbjörnsdóttur stendur yfir í Garða- bergi, og er opin virka daga kl. 13–17 næstu 3 vikur. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Pútt í Hraunseli kl. 10–11.30 Biljardsalurinn opin til 16. Kóræfing Gafl- arakórsins kl. 10:30, tréútskurður kl 13 og félagsvist kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids kl. 13. Handmennt, spjall og kaffi kl. 13.30. Línu- danskennsla fyrir byrj- endur kl. 18. Dans- kennsla í samkvæmisdönsum framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Félagsstarf eldri borg- ara Mosfellssveit. Spænska kl. 16, línu- dans kl. 17.30, postu- línsmálun. Gerðuberg, fé- lagsstarf. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur op- inn, kl. 15.15 dans. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 gler og postu- lín, kl. 13 skák, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10 ganga, kl. 11 boccia, kl. 13 leirmótun og brids, kl. 20.30 fé- lagsvist. Hraunbær 105. Kl. 9 postlín, keramik og fótaaðgerð, kl. 10 bænastund, kl. 13.30 sögustund, spjall og skrautskrift, kl. 13 hár- greiðsla, kl. 13.30 skrautskrift. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9– 10 og kl. 10–11 jóga, kl. 13–16 spilað. Fótaað- gerðir virka daga, hár- snyrting þriðju-og föstudaga. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun þriðjudag. Sundleikfimi í Graf- arvogslaug kl. 9.30. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16 fótaaðgerð, kl. 10– 11 ganga, kl. 13–16.45 opin vinnustofa, mynd- list. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9–10 boccia, kl. 9–12 mósaik, kl. 9.15–15.30 handa- vinna, kl. 9.30–10.30 boccia, kl. 11–12 leik- fimi, kl. 12.15-13.15 danskennsla, kl. 13–16 kóræfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla og spilað. Félag eldri borgara Suðurnesjum. Bingó í Selinu Vallarbraut 4, Njarðvík öll mánu- dagskvöld kl. 20. Gullsmárabrids. Bridsdeild FEBK Gullsmára spilar í fé- lagsheimilinu, Gull- smára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil kl. 13. Sjálfsbjörg, Hátúni 12. Kl. 19 brids. Í dag er mánudagur 1. desem- ber, 335. dagur ársins 2003, Full- veldisdagurinn. Orð dagsins: Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður. (Jh.. 15, 12.)     Vefþjóðviljinn vitnar íleiðara The Wall Street Journal 6. nóv- ember 2003: „Þótt Bandaríkin hafi náð miklum árangri í um- hverfismálum á síðustu 30 árum verður það ekki sagt um stjórn fiskveiða. Fiskveiðar eru skýrt dæmi um „ógæfu í al- menningi“. Ógæfan staf- ar af því að meðan eng- inn á fiskinn í sjónum hefur enginn hagsmuni af því að vernda fiski- stofnana til framtíðar.“     Þá segir Vefþjóðviljinn:„Í nefndum leiðara kemur fram að af þeim 304 fiskistofnum í lög- sögu Bandaríkjanna sem vísindamenn hafi lagt mat á séu 93 ofnýttir, eða nær þriðjungur þeirra. Þetta hafi leitt til þess að ríkið verji millj- ónum dala til að kaupa menn út úr útgerð svo draga megi úr veiði.     Einnig hafi verið reyntað sporna gegn of- veiðinni með lögum og reglum en það hafi vald- ið meira tjóni en gagni. Þegar sóknardögum sé fækkað kaupi menn bara fleiri báta og betri búnað til að ná sem mestum afla á skemmstum tíma. Í kapphlaupinu sé engu eirt.     The Wall Street Journaltelur engu að síður að ljós sé í myrkrinu og þetta ljós mættu banda- rískir þingmenn gjarnan sjá. Víða um heim sé ver- ið að ýta markaðs- lausnum í sjávarútvegi úr vör. Ríkið taki ákvörðun um heildarafla og honum sé skipt á milli útgerðarmanna sem selj- anlegum kvótum (ITQs) í samræmi við veiði- reynslu þeirra.     Þetta hafi hagræðinguí för með sér. Út- gerðin geti hagað veið- um á sínum hlut að vild en þurfi ekki að standa í æðisgengnu kapphlaupi örfáa daga ársins. Veiði- tímabil hafi því lengst, flotinn minnkað, verð á fiski hækkað og fiski- stofnar tekið við sér á ný.     Í leiðaranum er svo sagtfrá velgengni í sjávar- útvegi á Nýja-Sjálandi eftir að framseljanlegir kvótar voru teknir upp um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Sömu sögu megi segja frá Íslandi, Ástralíu, Grænlandi og Hollandi. Það komi því ekki á óvart að umhverf- isverndarsamtök, allt frá PERC til Environmental Defense, séu eitt af öðru að lýsa yfir stuðningi við framseljanlega kvóta.     Í júní mun stjórn Bushsvo hafa sent full- trúadeildinni frumvarps- drög þar sem gert er ráð fyrir kvótakerfi en óvíst er hvernig því reiðir af í ólgusjó sérhagsmuna á bandaríska þinginu.“ STAKSTEINAR Er „ógæfa í almenningi“ óhjákvæmileg? Víkverji skrifar... Víkverja hefur löngum þótt tungu-tak og orðaforði ungu kynslóð- arinnar heillandi viðfangsefni. Oftar en ekki einkennist málnotkun þeirra sem eru ennþá yngri en Víkverji af prýðilegri andagift og á stundum er hún ágætlega þj óðleg. Víkverja þykir t.a.m. orðasambandið „að hrauna yfir“ einhvern sérlega ís- lenskt og skemmtilegt. Orðið „snyrtipinni“ lýsir einnig á mynd- rænan hátt ungu, jakkafataklæddu viðskiptafrömuðunum, sem sýndir eru í sjónvarpinu á hverjum degi til að létta almúganum lífið og gera til- veruna meira „intressant“. Sökum þessa fer það mjög í taug- arnar á Víkverja þegar rangt er far- ið með gamalgróin orðasambönd eða myndlíkingar. Það á t.a.m. við um orðasambandið „að spá í“ eitthvað eða einhvern. Víkverji veitir því athygli að þetta skolast oft til í munni yngra fólks. Það talar gjarnan um að „spá í“ ein- hverju eða einhverjum. „Spáðu í því,“ heyrir Víkverji oft sagt. Raun- ar er þessi ranga notkun og hreina málfræðivilla engan veginn bundin við börn og unglinga. Þannig heyrði Víkverji sjónvarpsfréttamann segja frá því í vikunni að tiltekinn knatt- spyrnusnillingur hefði vakið athygli stórliða í Evrópu. Þessi annars prýðilegi fréttamaður sem tekinn er að nálgast virðulegan aldur lýsti þessu svo: „Og mörg stórliðin í Evr- ópu eru að spá í þessum leikmanni.“ Víkverji er, sem alkunna er, maður umburðarlyndur og yfirtak nútíma- legur en þetta þykir honum með hreinum ólíkindum. Er lag Megasar „Spáðu í mig“ fallið í gleymsku og dá? Lagið er að mati Víkverja klassískt (þótt undir- leikur sé að sönnu fjarri því að vera hnökralaus) og á ekki síður erindi við ungt fólk í dag en fyrir 25 árum eða svo. Þar er t.a.m. vísað til Akra- fjallsins og Esjunnar sem sýnast vera að gleymast í íslenskum skáld- skap. Alltjent virðast þessi kennileiti „mega muna sinn fífil fegurri forðum fagran dag,“ eins og segir í einum dægurlagatextanum. x x x Talandi um sjónvarpið. Víkverjiheyrir ekki betur en Stöð 2 sé í mikilli sókn þessa dagana. Víkverji heyrir að minnsta kosti miklu meira talað um dagskrána þar en hjá Rík- issjónvarpinu. Stjörnuleitin og þætt- ir Þórhalls miðils hafa greinilega slegið í gegn en fátt er um fína drætti hjá RÚV. Eru menn þar á bæ ekki bara alltof sjálfhverfir? Þættir Gísla Marteins sem eiga að vera helsta skrautfjöður RÚV virka ekki að mati Víkverja. Nú um helgina snerist þátturinn um 20 ára afmæli Rásar 2. Ríkissjónvarpið virðist þreytt og staðnað þesa dagana borið saman við Stöð 2. Morgunblaðið/Arnaldur Fjölmiðill sem virkar. Þakklæti fyrir góða þjónustu ÉG vil koma á framfæri þakklæti fyrir góða þjón- ustu hjá Sjóvá-Almennum. Það sprakk rör í vegg hjá mér og vatn flæddi um allt. Sáu Sjóvá-Almennar um viðgerðir með miklum ágætum, stóðst allt sem sagt var. Sérsaklega vil ég þakka Guðmundi Valdi- marssyni, tjónamanni, sem mat skemmdirnar og fylgdi viðgerðum eftir, svo og þeim Arnari og Ásgrími, sem voru liprir og unnu verkið mjög vel Kona í Kópavogi. Sífelldar kvartanir ÞAÐ er hérumbil daglega sem foreldrar og aðrir hafa verið er að kvarta yfir út- burði hjá Fréttablaðinu. Því lætur fólk ekki börnin hætta að bera út blöðin? Í Morgunblaðinu nýlega segir faðir blaðburðar- barns frá þessum viðskipt- um. Finnst mér skrýtið að fólk skuli láta börnin halda áfram úr því að þetta er svona slæmt. Fréttablaðið er alltaf að dásama mikla lesningu en ég sé að á mörgum stöðum er blaðið ekki hirt og enn fleiri sem fá blaðið alls ekki. Amma. Ekki sammála S.H. Í VELVAKANDA 21. nóv- ember sl. kvartaði S.H. yfir illri meðferð Spaugstofunn- ar á Árna Johnsen. Þar er ég ekki sammála S.H. og gildir þá engu þó Árni hafi nýlokið afplánun sinni sem hann var dæmdur í vegna alvarlegra mistaka sem hann gerði í opinberu starfi. Eða afhjúpunar á listaverki eftir hann sem mér, sem og mörgum öðr- um, fannst bæði fallegt og vel við hæfi. Það sem ég vil gera að umtalsefni er afstaða Árna til þessara mistaka sem hann gerði og ég vil að það komi fram að mér fannst oft gaman að Árna þegar hann var á þingi og hann er án efa mannlegur eins og við öll. Ég er ekki sáttur við að Árni hefur aldrei innst inni, eða opinberlega svo að ég viti til, viðurkennt að hann hafi gert alvarleg mis- tök í opinberu starfi, sam- anber bréfið sem hann sendi þjóðhátíðargestum sl sumar. Það er alltaf ein- hverjum öðrum að kenna. Það hefði verið miklu auð- veldara að fyrirgefa Árna þessi mistök og hann tekið út sína refsingu og komið til baka betri maður laus við þetta sem hann sannar- lega kom sér sjálfur í. Og vonandi tilbúinn að láta gott af sér leiða sem hann gerði margoft svo eftir- minnilega. Víðir Benediktsson. Fróðleg bók MIG langar til að þakka skipstjóranum sem lenti í fangelsinu í Dubai fyrir stórskemmtilega og fróð- lega bók. Ég átti erfitt með að leggja bókina frá mér, hún var bæði spennandi og fróðleg. Og svo kom alveg fram í henni sérstakur húmor hans. Greinilegt að þessi maður kallar ekki allt ömmu sína. Takk fyrir gott framlag Flosi Arnórsson. Anna. Dýrahald Vantar kettling VANTAR litla læðu, 2–4 mánaða, sem er svolítið loð- in. Upplýsingar í síma 551 8727. Kettlingur í óskilum SVARTUR kettlingur fannst í Fjallalind í Kópa- vogi fyrir nokkru. Upplýs- ingar í síma 588 2283. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Heimsókn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. LÁRÉTT 1 á, 4 örlagagyðja, 7 suð, 8 gufa, 9 þegar, 11 úr- ræði, 13 kvísl, 14 órólegt, 15 kerald, 17 draga, 20 borða, 22 horaður, 23 smá, 24 rugga, 25 ræktuð lönd. LÓÐRÉTT 1 ný, 2 mánaðar, 3 spilið, 4 digur, 5 mergð, 6 móka, 10 með æðum, 12 verk- færi, 13 stefna, 15 keim- ur, 16 brennur, 18 samd- ir, 19 fiskar, 20 baun, 21 grískur bókstafur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 handfangs, 8 engil, 9 gegna, 10 ata, 11 nárar, 13 ræsið, 15 þveng, 18 státa, 21 róm, 22 rotta, 23 ábati, 24 kardínáli. Lóðrétt: 2 alger, 3 dalar, 4 angar, 5 goggs, 6 senn, 7 sauð, 12 ann, 14 ætt, 15 þora, 16 eitra, 17 grand, 18 smá- an, 19 áfall, 20 atir. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.