Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 36
FÓLK Í FRÉTTUM 36 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið Nýja svið og Litla svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 6/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 6/12 kl 17 - UPPSELT, Su 7/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 13/12 kl 14 - UPPSELT, Su 14/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 27/12 kl 14, - UPPSELT, Su 28/12 kl 14, - UPPSELT, Lau 3/1 kl 14, Su 4/1 kl 14, Lau 10/1 kl 14, Su 11/1 kl 14, Su 18/1 kl 14, Lau 24/1 kl 14 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 5/12 kl 20 Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA ****************************************************************GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ - GILDA ENDALAUST ****************************************************************GLEÐISTUND Í FORSALNUM Forsalurinn opnar klukkutíma fyrir kvöldsýningu KVETCH e. Steven Berkoff í samstarfi við á SENUNNI Su 7/12 kl 20 AUKASÝNING Síðasta sýning SAUNA UNDER MY SKIN Gestasýning Inclusive Dance Company Su 14/12 kl 20 BROT AF ÞVÍ BESTA í samstarfi við KRINGLUSAFN Höfundar lesa úr nýútkomnum bókum: Linda Vilhjálmsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Þráinn Bertelsson, Sjón, Guðmundur Andri Thorsson, Elísabet Jökulsdóttir - JÓLADJAZZ Fi 4/12 kl 20:30 - Aðgangur ókeypis www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is Opið frá kl. 18 fimmtudags- sunnudagskvöld. Edda Björgvinsdóttir tekur á móti gestum og losar um hömlur á hádegi föstudaga kl. 11.45. Tenórinn Lau. 6. des. kl. 20.00. Örfá sæti Sun. 14. des. kl. 20.00. Laus sæti Lau. 27. des. kl. 20.00. Laus sæti Sellófon Gríman 2003: „Besta leiksýningin“ að mati áhorfenda Fim. 11. des. kl. 21.00. nokkur sæti Þri. 30. des. kl. 21.00. Jólasýning LOKASÝNINGAR Á ÁRINU WWW.sellofon.is og sellofon@mmedia.is Miðasala í síma 866 0011 www.senan.is Leikhópurinn Á senunni nýtt barnaleikrit eftir Felix Bergsson Sun. 7. des. kl. 14 UPPSELT Sun. 7. des kl. 18 Sun. 14. des kl. 14 Sun. 21. des kl. 14 JÓLASÝNINGAR Í MÖGULEIKHÚSINU JÓLARÓSIR SNUÐRU OG TUÐRU eftir Iðunni Steinsdóttur Mán. 1. des. kl. 10 og 13.30 uppselt Þri. 2. des. kl. 10 uppselt Sun. 7.des kl. 14 laus sæti HVAR ER STEKKJARSTAUR? eftir Pétur Eggerz Fi. 4. des. kl. 10 og 14 uppselt Fös. 5. des. kl. 10 og 14 uppselt Sun. 7. des. kl. 16 laus sæti Netfang: ml@islandia.is ww.islandia.is/ml Hirðarar sjá og heyrðu Söngsveitin Fílharmónía og kammersveit Aðventutónleikar í Langholtskirkju Mán. 1. des. kl. 20.00 Mið. 3. des. kl. 20.00 Stjórnandi: Óliver Kentish Einsöngvari: Hulda Björk Garðarsdóttir Aðgöngumiðar fást í versl. Tólf tónum, Skólavörðustíg 15, hjá kórfélögum og við inng. Panta má miða á vefsíðu kórsins: www.filharmonia.mi.is . Verð kr. 1900. FIM. 4/12 - KL. 19 ÖRFÁ SÆTI LAUS LAU. 6/12 - KL. 21 ÖRFÁ SÆTI LAUS LAU. 13/12 - KL. 18 ÖRFÁ SÆTI LAUS ATH! SÝNINGAR HÆTTA UM ÁRAMÓTIN ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA PÁLL Óskar hefur fyrir löngu sýnt og sannað alþjóð afburðahæfni sína í túlkun og framsetningu sinna söngva og hefur allt að því ofur- mennska eiginleika til að laða áheyr- endur sína innst inn í kviku þess boðskapar og sögu sem söngur hans fjallar um hverju sinni. Einhverjum þykir ugglaust þessi tilfinninga- þrúngna túlkun og kynning væmin, en þetta er Páll Óskar engum öðrum líkur, ein af þessum björtu stjörnum sem lýsa veg kærleika og friðar. Á þessum tíma árs er freistandi að taka líkingu af jólastjörnunni, því strax í byrjun tónleika gerði Páll Óskar áheyrendum grein fyrir því að tónlistin sem þarna yrði flutt ætti að hjálpa fólki til að finna birtuna og friðinn í sálinni og vinna á móti því glyskennda og yfirspennta jólahaldi sem sölumenn rangrar jólaímyndar reyna að framkalla. Þeim rúmlega fimm hundruð áheyrendum sem hlýddu á tónleikana hefur örugglega verið líkt innanbrjósts og mér að tónleikum loknum, einhver bjartsýni um betri heim þar sem menn gleðj- ast yfir sameiginlegum gjöfum lífs- ins, en deila ekki endalaust um skiptingu gjafanna. Að þessu leyti má fullyrða að Páll Óskar er ekki einasta góður söngtrúbadúr, heldur einnig einstakur friðarsöngberi. Samstarf Páls Óskars og Moniku hörpuleikara hefur varað í nokkur ár og það fer mjög vel á með þeim. Hörpuhljómurinn með sinn dulúð- uga helgiblæ og hin mjúka og fallega rödd Páls Óskars virðast sniðin sam- an, eins og órofa heild, enda frábær hvort á sínu sviði. Á þessum tón- leikum sungu systkinin opinberlega saman í fyrsta skipti. Þau sungu dú- ett við lagið The Last Rose of Sum- mer við íslenskan texta, Með bæn- inni kemur ljósið, eftir Pál Óskar og Brynhildi Björnsdóttur. Áhrifamikið lag, en helst til hægt flutt fyrir minn smekk. Jólakvöld, dúett Hreiðars Inga við samnefnt ljóð Davíðs Stef- ánssonar, er prýðislag, og áhrifa- mikið í flutningi systkinanna með hörpuleik og strengjakvartett. Ave Maríurnar tvær eftir Bach/Gounod ásamt þeirri eftir Guilio Caccini flutti Diddú á þann hátt sem heims- ins bestu söngvurum er einum lagið. Kór Akureyrarkirkju söng með í fjórum lögum og gerði það ágæt- lega. Blær kórradda er fallegur og heildstæður. Áhrifamesta lagið í þessum sameiginlega flutningi var lag Chris DeBurgh, A Spaceman Came …, í útsetningu þeirra Karls Olgeirs og Hreiðars Inga. Strengja- kvartettinn lék lykilhlutverk og er skemmst frá því að segja að því var afburðavel til skila haldið. Ég hvet þetta ágæta fólk til að starfrækja þennan kvartett áfram. Að loknum miklum fagnaðarlátum og tveimur aukalögum hitti ég kunningja úti fyrir og okkur kom saman um að fara okkur „rólega við jólabakstur- inn“. Ljósin heima Jón Hlöðver Áskelsson Morgunblaðið/Sverrir Systkinin Páll Óskar og Sigrún Hjálmtýsbörn ásamt Moniku Abendroth. TÓNLIST Akureyrarkirkja Flytjendur: Systkinin og söngvararnir Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigrún Hjálm- týsdóttir; Monika Abendroth, hörpuleik- ari, ásamt Kór Akureyrarkirkju og strengjakvartett skipuðum pólskum hljóðfæraleikurum á Norðausturlandi: Martin Lazarz á 1. fiðlu, Marika Alavere á 2. fiðlu, Anna Podhajska á víólu og Pawel Panasiuk á selló. Útsetningar: Hreiðar Ingi Þorsteinsson, Karl Olgeir Olgeirsson, Monika Abend- roth og Þórir Baldursson. Kórstjóri: Björn Steinar Sólbergsson. Fluttir voru söngvar af geisladiskinum Ljósin heima eftir: Ás- kel Jónsson, Chris DeBurgh, Howard Blake, Hreiðar Inga Þorsteinsson, John Dowland, Ingibjörgu Þorbergsdóttur, Magnús Þór Sigmundsson, Randy Newm- an, Thomas Moor og Theile/Weiss. Auk þess flutti Diddú (Sigrún) Ave Maríu Bach/Gounod og Caccini við undirleik Moniku. Miðvikudagur 19. nóv. kl. 20. SÖNGTÓNLEIKAR fram á þessum átta mánuðum, enda Lárus Halldór styrkur stjórnandi, og gaman var að hlusta og horfa á hljóðfæraleikarana, er nálgast sjötta tuginn, á öllum aldri: unga tónlist- arnema jafnt sem eldri áhugamenn og atvinnumenn í bland. Það var mikil spilagleði ríkjandi hjá unga fólkinu og þar voru hinir efnilegustu einleikarar einsog Daníel Sigurðs- son og Anna Lilja Karlsdóttir trompetistar og Arnljótur Sigurðar- son, sem keyrði rafbassann. Maður verður oft spældur á lúðra- sveitartónleikum þegar ekki heyrist einn einasti mars og helst er að heyra að maður hafi villst inná tón- leika hjá amatörsveit á klassísku lín- unni eða söngleikjabandi af lands- byggðinni. Því gleðilegra var að heyra fínar útsetningar Þóris Bald- urssonar á sex söngdönsum Jóns Múla Árnasonar í marsastíl. Þeir voru Brestir og brak og Lokasöngur úr Delerium Bubonis, Við heimtum aukavinnu og Lögreglumarsinn úr Járnhausnum og Það sem ekki má úr Allra meina bót. Jón Múli blés m.a. í trompet með Lúðrasveit Reykjavíkur í eldgamla daga en lengstum var hann kornettisti í Lúðrasveit Verkalýðsins þarsem hann var heiðursfélagi uns honum var skákað þaðan með NATÓ-mars- inum sem frægt er. Jón hafði sýnt því áhuga skömmu fyrir dauða sinn að söngdansar eftir hann yrðu út- settir fyrir lúðrasveit og nefndi það við Magnús Kjartansson, formann Félags tónskálda og textahöfunda, en þar var Jón Múli heiðursfélagi einsog í Jazzvakningu. Þórir var fenginn til verksins og hann var ekkert að leita á mið söngdansa eða djassópusa. Hann skrifaði söng- dansana fyrir lúðrasveit einsog á að skrifa fyrir lúðrasveit og það veit ég að gamla lúðrasveitargaurnum Jóni Múla hefði líkað vel ekki síður en ÞAÐ eru einir átta mánuðir síðan ég var á tónleikum hjá Lúðrasveit Reykjavíkur í þessum sama sal og voru söngleikjalög þá áberandi á dagskránni – og tangóar – en núna voru djassópusar ríkjandi og söng- dansar Jóns Múla í heiðurssæti. Mér finnst hljómsveitinni hafi farið áheyrendunum á tónleikunum í Borgarleikhúsinu. Það var margt á þessum tónleik- um ættað frá Noregi. Einna best var Kongolela eftir trompetleikarann Jan Magne Frøde úr þeirri frægu sveit Brazz Bros. Það stóð hryn- sveitin sig vel. Afturá móti var hin norskættaða Basiesyrpa heldur klén í tónsetningu, andlaus einföldun á klassískum Basie útsetningum, gerð af Öivind Westby. Fimm ópusar eft- ir Neal Hefti af meistaraverki Basie: The Atomic Basie, stuttur blús og svo endað á söngdansi Verone Duk- es (útsetning Wild Bill Davis): April in Paris. Það verður aðeins daufur skuggi og óþægilegt fyrir þá sem þekkja frumgerðina þegar reynt er að leika verk á borð við The Kid From Red Bank á þennan hátt, en ungviðið í sveitinni hafði greinilega gaman af og ef það fer að pæla í tón- list gamla greifans er nú hægt að fyrirgefa allt.. Ellingtonsyrpa (In A Mellowtone, Shopisticated Lady og Ít Dońt mean A Thing) í útsetningu hins sænska Örjan Fahlström var hugmyndaríkari, en heldur tætings- lega leikin af sveitinni. Gestaeinleikari með sveitinni að þessu sinni var Sigurður Flosason altósaxisti. Hann lék fjögur verk og var glæsilegastur í Torn-Eriks visa, sænsku þjóðlagi sem Norðmaðurinn Lars Erik Gudim hafði útsett. Makalaust flottur tónn hjá Sigurði og næmi fyrir hinum norræna hugblæ lagsins felldum inní djass- ramma. Hann fór líka létt með auka- lagið: Herés That Rainy Day, en út- setninginn var dálítið glassúrleg. Stórskemmtilegir tónleikar sem óhætt er að óska félögunum í Lúðra- sveit Reykjavíkur til hamingju með og megi þeir halda ótrauðir áfram á framfarabrautinni. Lúðrasveitargaurinn Jón Múli TÓNLIST Borgarleikhúsið Stjórnandi: Lárusar Halldór Grímssonar. Einleikari: Sigurður Flosason. Mið- vikudagskvöldið 26.11. 2003. LÚÐRASVEIT REYKJAVÍKUR Vernharður Linnet Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.