Vísir - 01.12.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 01.12.1980, Blaðsíða 5
Sýrlenskir bryndrekar á ferö, en Jórdanfa kvaddi út þrjátiu þúsund manna varalið landsins, þegar vart varð við liðssafnað Sýrlendinga við landamæri rikjanna. Sýrlanfl og Jórdania á bröskuldi styrjaidar Heraflar Sýrlands og Jórdaniu standa hvorir andspænis öðrum við sameiginleg landamæri rikj- anna og sýnast til átaka reiðu- búnir, meðan Saudi Arabia leitast við að miðla málum og draga úr viðsjám. Bæði þessi riki drógu liö að landamærunum i gær og fréttir frá Amman i Jórdaniú greina frá þvi, að- 30 þúsund manna varalið landsins hafi verið kvatt út, eftir að spurðist til þess aö Sýrlending- ar söfnuðu liði við landamærin. Abdullah Ibn Abdulaziz, prins, yfirmaður þjóðvarðliðs Saudi Arabiu, gekk i gær á fund Al-Ass- ads forsætisráðherra Sýrlands og færði honum orðsendingu Khalids konungs. Efni þeirra skilaboða var ekki opinberað, en kvisast hefur, að Khalid konungur hafi varað alvarlega við þvi, aö mis- sætti Jórdaniu og Sýrlands sner- ist yfir i styrjöld. Þessi spenna hefur magnast upp Ur ágreiningi i afstöðu þess- ara rikja til striðsins milli traks og Irans, en sá ágreiningur magnaðist mjög, þegar Sýrland hafði forystu um að sniðgenginn var fundur Arababandalagsins, sem haldinn var i Amman I sið- ustu viku. Fjölmiðlar I Sýrlandi (ríkisreknir) hafa undanfarna daga hert mjög ásakanir sinar á hendur Jórdaniu fyrir aö skjóta skjólshúsi yfir „Bræðralag múhammeðstrúarmanna”, en það eru leynisamtök, sem kennt er um ýmsar ofbeldisaðgerðir gegn stjórnvöldum I Sýrlandi. Eitt helsta málgagn Damaskus- stjórnarinnar hótaði i gær striðs- aðgerðum gegn Jórdaníu: „Svar Sýrlands veröur öflugt og endan- legt gegn felustað samsæris- mannanna, þvi að honum veröur eytt.” Hussein Jórdaniukonungur hef- ur boriö af sér þessar sakir, og lýst þvi' yfir, að Jórdania muni verja hendur sinar, ef á landiö verði ráðist. Væntanleg var til Damaskus I dag sendinefnd frá Sovétrilíjun- um, til þess aö undirrita vináttu- sáttmála Sýrlands og Sovétrikj- anna, sem meðal annars mun kveða á um sameiginlegar varnir rikjanna. Moskvustjórnin hefur ekki sýnt nein viöbrögð við yfir- lýsingu Washingtonstjórnarinnar i siðustu viku um, að Bandarikin litu á Jórdaniu sem vinariki og öryggi landsins væri Bandarikj- unum mikilvægt. CAULUSTAR 0G SðSlALLISTAR SIGRUGU f AUKAKUSNINGUM Vinstrimenn, utan franska kommúnistaflokksins, unnu fimm þingsæti af sjö, sem aukakosn- ingar voru um yfir helgina. Til aukakosninganna kom vegna þess, aö þingmenn kjör- dæmanna höfðu annað hvort öölast ráðherrasæti i rikisstjóm- inni, eða sagt af sér. Eru þetta siðustu kosningarnar, sem ein- hverja hugmynd gefa um fylgið meðal kjósenda, áður en gengiö verður til forsetakosninganna I april næsta vor. Að þessu sinni var kosið aðal- lega i dreifbýli og þótt Urslitin hafi veriö uppörvandi fyrir sósialista og róttæka vinstri- menn, þykja þau ekki gefa rétta mynd af þvi, sem vænta má i april, þegar Urslitin munu ráðast af þéttbýlinu, þar sem 85% kjós- enda Frakklands bUa. Flokkur Valery Giscard D’Estaings forseta tapaði þrem þingsætum, þar af tveim til Gaullista. Danip drekka mlnna undírstýrl Þau ánægjulegu tiðindi bcrast frá Danmörku að Danir hafi nú ioksins áttað sig sæniilega á þvi að bcnsln og alkohól fara ekki vel saman, það er bensbi á bllinn og alkóhólfylltur ökumaður undir stýri. A siðasta ári áttu 2.620 bilslys sér staö, sem rekja mátti til áfengisneyslu, en þau voru 500 fleiri árið áður og aöeins finnum við jafn lága tiðni meö þvi að fara aftur til ársins 1970. Nyir kippir a iarðskjálfta- svæðum ítaliu Nýir jarðskjálftakippir hrelldu fólkið, sem nýlega missti heimili sin f náttúruhamförunum á Italiu og liggur nú straumur flóttafólks frá þorpunum á S-ltaliu. Olan á aðrar hörmungar hafa bæst hvassviðri og snjókoma, sem gerir neyð fólksins i bráða- birgðaskýlunum enn meiri. Það er nú áætlað, aö um 300 þúsund manns hafi misst heimili sin i 126 þorpum og bæjum á suðurhluta Italiu i jarðskjálftun- um. Þúsundir hafa farist, og eru lik margra enn grafin undir rúst- unum. Slökkviliösmenn og hermenn, kalnir á höndum, vinna enn að björgunarstörfum og leita í rúst- um aðfólki sem lifsmark kynni að leynast méð. Sú von dofnar þó stöðugt, eftir þvi sem valköstur- inn hækkar. Hafa aðeins 112 verið grafnir lifandi upp úr brakinu. Forlani forsætisráöherra viður- kenndi i gær, að menn geröu sér ekki enn fulla grein fyrir þvi, hve tjóniö hefði verið. Það er ætlaö, að um 3.000 hafi fundist látin, 1500 sésaknað og um 7000 hafi slasast. Mikil gremja hefur nú vaknað á ttali'u i garö stjórnvalda vegna ringulreiöarinnar og hægagangs- ins, sem þótti einkenna björg- unarstörf i byrjun, eftir aö jarð- skjálftarnir hófust fyrir átta dögum. Hafinn er flutningur á fólki frá neyðarástandssvæðunum. Eru það aðallega gamalmennin og er hvert farartæki á hjólum nýtt til * flutninganna og eins til þess að draga að hjálpargögn, matvæli, lyf og skýli. Sauða- og geitahjaröir hafa safnast til mannabyggöa, eftir aö haglaust varð vegna snjóa, og vex af þvi ný hætta af hreinlætis- ástæðum. Enn mannaskipti í pólska komm- únistaflokknum Búist er við nýrri uppstokkun I forystu pólska kommúnista- flokksins eftir miðstjórnarfund um helgina, þar sem fjallað var um stjórnmála- og efnahagsáætl- anir vegna breytts ástands með tilkomu óháöu verkalýðssamtak- anna. Það verður i fimmta sinn, sem mánnaskipti eru höfö i forystuliði kommúnistaflokksins, á þessu ári. Meðal þeirra, sem látnirhafa verið vikja, er Edward Gierek, fyrrum leiötogi flokksins. Að þessu sinni er þó búist viö þvi, að það veröi einkum áhrifa- minni einstaklingar, sem þoki úr tólf manna æösta ráöinu. Málgagn pólska verkamanna- flokksins, blaðið „Trybuna Ludu”, boðaöi væntanleg manna- skipti, þegar það fyrir tveim dögum sagði, að þeir, sem and- snúnir væru endurbótum, ættu skilyrðislaust aö vikja. Loðfóöruð leðurstígvél, með stömum slitsterkum sólum. Verð: 47.300.- No. 3-6 Litur: svart Einnig svipuö gerð á sama veröi, dökkbrún No:2'/i-8 cjS^SKÓKJA LLARINN Barónsstíg 18 Sími 23566

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.