Vísir - 01.12.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 01.12.1980, Blaðsíða 6
VÍSIR Fundurinn í Iönaöarmannafélagshúsinu var allfjölmennur, eins og sjá má. BORGARAFUNDUR í HAFNARFIRÐI: Vísismynd: Ella FLYTJW LYSI OG MJOL HF. ÚT FYRIR DÆINN" Allfjölmennur borgarafundur var haldinn i Iðnaðarmannafélagshúsinu i Hafnarfirði i gær um málefni Lýsis og Mjöls hf. Snarpar umræður fóru fram, enda hefur meng- unin frá verksmiðjunni verið mikið hitamál i Hafnarfirði undanfarið. Á fundinum var borin upp ályktun til bæjarstjórnar Hal'n- arfjarðar. Ályktun þessa hafði Markús Þorgilsson, sem var fundarstjóri i gær, borið i hús i Hafnarfirði og höföu 120 manns skrifað undir hana. Skoraði borgarafundurinn á bæjarstjórn Hafnaríjarðar að samþykkja tillögu Árna Grétars Finnssonar, bæjarfulltrúa, um flutning á starfsemi Lýsis og Mjöls hL, og þær úrbætur sem i tillögunni er bent á meðan verksmiðjan er rekin á óbreytt- um stað. Ályktun þessi var sam- þykkt með sextán atkvæðum gegn niu. Þá var einnig borin fram og samþykkt með sextán sam- hljóða atkvæðum tillaga frá nokkrum vörubilstjórum, sem vinna við Lýsi og Mjöl. i henni var lögð áhersla á nauðsyn mengunarvarna, hreinlega um- gengni, og einstaklingar, fyrir- tæki og bæjaryfirvöld hvött til samstillts átaks i þvi skyni. Þá var þeim mengunarvarnarað- gerðum, sem Lýsi og Mjöl hí. hefur þegar framkvæmt með verulegum árangri, íagnað. Skorað var á fyrirtækið að ljúka þessum framkvæmdum og að leggja áherslu á nauðsynlegar endurbætur. Jafnframt var skorað á bæjaryfirvöld að búa svo um löndunaraðstöðu fiski- skipa, að hráefni til verk- smiðjunnar yrði komið frá skipunum á sem hreinlegastan hátt, með endurbótum á að- keyrslu til dæmis. Að lokum var lögð áhersla á nauðsyn þess, að frárennslisrör frá bænum sem nú liggja út i lón framan við verksmiðju Lysis og Mjöls, veröi þegar framlengd út fyrir stórstraumsfjöruborð. —ATA Mánudagur 1. desember 1980. ASRÚN MATTHlASDÓTTIR MÁL OG MENNING Veraeftir Ásrúnu Matthiasdóttur heitir bamabók sem er nýkomin út hjá MÁLI OG MENNINGU. í bókinni er sagt frá Veru, sem er 5ára, og býr hjá pabba sfnum, en mamma hennar á heima úti i bæ. Vera litla er hress stelpa, en ekki alltaf sátt við hugmyndir fulloröna fólksins um hvað gott er og hollt fyrir litla krakka. Þetta er fyrsta bók Asrúnar, en bömin sem eiga teikningar i bók- inni hafa fylgst með tilurð hennar og teiknað myndir við efnið. VERA er 86 bls. að stærð, prentuð og sett i Prentstofu G. Benediktssonar, Myndirnar á kápunni eru verk bamanna, en Róbert Guillemette sá um röðun þeirra. Hverjum klukkan glymur eftir Ernest Hemingway er komin út öðru sinni f rómaðri þýðingu Stefáns Bjarman, í þetta sinn hjá MALI OG MENNINGU, en hún kom fyrst út áriö 1951 hjá Helga- felli. Hverjum klukkan glymur er fjórða bókin I nýjum flokki sigildra skáldsagna frá 20. öld, sem MAL OG MENNING gefur út. „Vliium ekkert segja. fyrr en niðurstðður nggja fyrir” - segir Helgi Bergs bankastjóri um áhrif verkfails bankamanna ,,Þaö er frekar biíist við að sáttatillagan verði felld, eftir þvi sem heyrist á ftílki. En auðvitað er ekkert hægt aö fullyröa um slikt fyrren niðurstöður talningar liggja fyrir” sagði Böðvar Magnússon varaformaður samn- inganefndar bankamanna er Vfsir ræddi við hann I gær. Sl. fimmtudag og föstudag greiddu bankamenn atkvæði um sáttatillögu sem lögö hafði verið fram i deilu þeirra og bankanna. Er nú unnið að þvi, að safna kjörgögnum og saman verður taliðhjá sáttasemjara. Er gert ráð fyrir að niðurstöður at- kvæðagreislunnar liggi fyrir á miðvikudag. Verkfall hefur verið boðað frá og með 8. des n.k. „Öánægja bankamanna stafar fyrst og fremst af þvi, að þeir telja, að ekki hafi verið komið nógu mikið til móts viö þá f sam- bandi við 3 prósentin sem um hef- ur veriö rætt,” sagöi Böðvar. „Samkomulagiö sem fellt var á sfnum tima, þótti ekki nógu full- nægjandi varðandi þetta atriði.” Aöspurður um áhrif verkfalls bankamanna, ef til þess kæmi, sagði Böövar að það hefði ekki verið kannaö til hlftar, en ljtíst væri að bankakerfið myndi lam- ast að verulegu leyti. Hins vegar yrðu undanþágubeiönir teknar fyrir, þegar þær bærust og þær samþykktar eöa hafnaö hverju sinni eftir þvf sem verkfallsnefnd þætti ástæöa til. Bankarnirhafa sett á laggirnar nefnd til að athuga hversu viötæk áhrif verkfallið kynni að hafa. Helgi Bergs bankastjóri sagði I viðtali við Visi, að samkvæmt reglum sem giltu i slikum tilvik- Helgi Bergs bankastjtíri Kellavíkurflugvöllur: Arekstur toiivarða og varnarliðs Nokkuð harður árekstur varö á Keflavikurflugvelli i gærdag og var einn maður fluttur á sjúkra- hús. Tollvaröabill lenti í árekstri viö bil frá vamarliðinu og meiddist ökumaöur tollvaröabilsins á höfði. Ekki var talið að meiðsl hans væru alvarlegs eðlis. Areksturinn varð rétt framan viðflugstöðvarbygginguna og var varnarliðsbillinn i órétti. —ATA Fulltrúar í sambandsstjórn ASI A þingi Alþýðusambands tslands voru 18 manns kjömir i sambandsstjórn sambandsins. Þeireru: Bárður Jensson, Olafs- vQc, Birgir Hinriksson Vik i Mýr- dal, Dagbjört Höskuldsdóttir Stykkishólmi, Friörik Jtínsson Hafnarfirði, Einar Karlsson Stykkishtílmi, Guðrún Ölafsdótt- ir, Keflavik, Gunnar Þóröarson, Isafiröi, Hákon Hákonarson, Akureyri, Jóhanna Friöriksdótt- ir, Vestmannaeyjum, Jón Ingi- marsson, Akureyri, Jón Karlsson Sauðárkróki, Magnús E. Sigurðs- son, Reykjavik, Kristján Asgeirs- son, Húsavik, Kristján Ottósson, Reykjavik, Sigfinnur Karlsson, Neskaupstaö, Pétur Sigurösson, tsafirði, Siguröur Sigmundsson, Reykjavík, og Skúli Guðjónsson Mjölni. Auk þessara átján eiga sæti i sambandsstjórn nýkjömir mið- stjórnarmenn, auk nokkurra fulltrúa frá hinum ýmsu lands- samböndum. —JSS Nýkjöiin stjórn mfa um bæri ekki aö sinna öörum störfum en sem varöaöi öryggis- vörslu i bönkum. Auk þess hefðu bankamir leyfi til þess að sinna erlendum bankareikningum, til að koma f veg fyrir aö þeir lentu I vanskilum. „Ég vil ekkert segja um um- ræddar athuganir af okkar hálfu fyrr en niðurstaöa atkvæöa- greiðslu liggur fyrir”, sagði Helgi Bergs, „En ég geri ráö fyrir aö fljtítlega farist aö heyra frá bönk- unum, verði sáttatillagan felld, varöandi þau vandamál sem fyr- irsjáanleg eru”, —JSS Stjórn Menningar- og fræðslu- sambands alþýðu var kjörin á ASl-þingi erlauk nú fyrir helgina. Kjörnefnd gerði tillögu um Guð- mund Hilmarsson, Fél. bifvéla- virkja, Helga Guðmundsson, Tré- smiöafél. Akureyrar, Karl Stein- ar Guönason, Verkalýðs- og sjómannafél. Keflavik, Kristfnu Eggertsdóttur, Fél. starfsfólks I veitingahúsum, og Sigfinn Sigurðsson, Verslmannafél. Reykjavíkur. Þá barst tillaga um Auöi Guð- brandsdóttur svo að kosning varð að fara fram. Niöurstaöa hennar varð sú, að tillaga kjörnefndar var samþykkt, en aðeins munaöi um 2000 atkvæðum á Sigfinni og Auði. t varastjórn eiga sæti: Auður Guðbrandsdóttir, Guðbjörn Jens- son og Jóhanna Sigurðardóttir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.