Vísir - 01.12.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 01.12.1980, Blaðsíða 12
12 vtsm Mánudagur 1. desember 1980. (svikan hefst I flag: „Nú bjóDum viö upp á valhnetuís” - segir Eirikur Þorkelsson hjá MS Mjólkurafurðakynning hefur verið alla fimmtudaga undan- farið i MS-versluninni við Laugaveg. Þar fengum við ein- mitt að smakka jógúrtrönd og skyrtertu, en uppskriftirnar fylgja með hér á siðunni i eld- húsinu okkar. i dag.mánudag, hefst kynning á isréttum og verður alla daga vikunnar, lýkur föstudaginn 5. desember. Verður iskynning milli klukkan tvö og sex (14—18) þessa daga. Er þetta i fyrsta skipti sem MS stendur fyrir af- urðakynningu i heila viku, og ekki vafamál að isvikan verður vinsæl. Að sögn Eiriks Þor- kelssonar mjólkurfræðings og sölustjóra hiá MS. hafa allar kynningar fyrirtækisins verið vel sóttar af viðskiptavinum. Tveir húsmæðrakennarar og matvælafræðingur eru að störf- um hjá MS og sifellt unniö að aukinni fjölbreytni mjólkuraf- urða. Nýr ís Ný istegund verður kynnt núna — VALHNETUtS. Er það rjómais með ekta valhnetu- kjörnum, sannarlegur hátiðais. Jafnframt verður dag hvern boðið upp á 2—3 isrétti, sem verðlaun hlutu i nýafstaðinni samkeppni, sem MS, Dagblaðið og Samvinnuferöir stóðu að. — ÞO. Eirikur Þorkelsson, mjólkurfræðingur. íeldhúsinu Guðni Garðarsson formaður Umsjónarféiags einhverfra barna — Visismynd: Bragi. Hvernig er málefnum einhverfra barna á íslandi varið? „Sonur mlnn fór á geðdelld Hringslns Driggja ára gamall’ ■■ i JÓGÚRTRÖND 5 dl. jógúrt 4—5 msk sykur 4 msk. Flóridanaþykkni 10 bl. matarlim 2 1/2 dl. rjómi 100 gr. smjörliki öllum þurrefnum blandaö I saman i skál, smjörlikiö mulið I saman við. Deigið látið i smurt | mót og þrýst upp með börmun- j um. Bakið neöst i ofni i 15—20 j minútur við 180—200 gr. C. Fylling 2 egg | 140 gr. sykur 85 gr smjör 500 gr skyr úr dós Safi úr 1/2 sitrónu 2 1/2 dl rjómi 8 bl. matarlim Leggið matarlimið i bleyti i kalt vatn i 5—10 minútur. Hellið I' vatninu siðan af og bræðið matarlimið i vatnsbaði eða með þvi að hella á það 1/2 dl af I sjóðandi vatni. Hrærið saman I skyri, sykri og eggjum, þeytið I rjómann kælið matarlimið með I sitrónusafanum og hellið þvi j ylvolgu út i skyrið. Blandið rjómanum i að lokum. Þessari fyllingu er nú hellt i kaldan botninn og látin stifna i ísskáp. Þessi kaka þolir mjög vel frost. J I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I -J Leggið matarlimið i bleyti i kalt vatn i ca. 5 minútur. Þeytið saman jógúrt, sykur og Flóridanaþykkni. Bræöið matarlimið i vatnsbaði og hellið þvi ylvolgu út i jógúrtblönduna, hrærið vel i á meðan. Að siðuustu er þeyttum rjómanum blandað saman viö. Hellt er til dæmis i hringlaga mót meö gati i miðju, látið stifna á köldum stað. — Borið fram og skreytt með mandarinum og appelsinu- bitum. SKYRTERTA BOTN 1 bolli haframjöl 1/2 bolli hveiti 1/2 bolli púðursykur 1/2 tsk. natron 1/2 tsk. lyftiduft Jógúrtrönd. segir Guöní Garöarsson, lormaöur Umsjónarfélags einhverfra barna ,»Mér fannst myndin í sjónvarpinu villandi. Barnið var til dæmis alltaf svo rólegt", sagði Guðni Garðarsson, formaður Umsjónarfélags einhverfra barna i viðtali við Visi. „Sonur minn var ekki nema tæplega f jögurra ára gamall, þegar við þurftum að setja keðjur fyrir alla glugga i okkar ibúð", sagði Guðni. Tilefni þess aö við fórum á fund Guðna var sjónvarpskvikmyndin sem sýnd var i sjónvarpinu fyrir nokkru. Nefndist hún „Kærleik- urinn gerir kraftaverk”. Þessi kvikmynd vakti mikið umtal og þvi ekki óeðlilegt aö fólk spyrji, hvað er einhverft barn? Einhverfa er geðsjúkdómur barna Einhverfa er alvarlegur geð- sjúkdómur, sem er mjög erfiður viðureignar. Barnageðveiki er oft nefnd einhverfa, sem er bein þýðing á einu aðaleinkenninu, sem kallaö er autismus. Börnin mynda ekki eðlileg tengsl við foreldra sina og hafa ekki áhuga fyrir ööru en sinum innra heimi, „Þegar þú sérð einhverft barn i fyrsta skipti og hittir svo á að það er rólegt, horfir það eilitið fram- hjá þér, þessum stóru dreymnu augum eins og tillitsleysi heims- ins hafi aldrei bitnað á þvi. Þú sérð sennilega ekki að nokkuð ami að þessu barni. Þú færir þig kannski nær þvi og talar til þess, en ósköp er barniö utan við sig, hugsar þú, þvi þaö heyrir ekki til þin. Þú færir þig fast aö barninu til að vekja athygli þess og snertir þaö — hrekkur frá þegar barniö sprettur upp og þýtur i burtu. 1 likingu viö þetta gætu fyrstu kynni þin af einhverfu barni orð- ið”. Þetta sagði Guöni Garðars- son og við vildum fræðast nánar: Þessi börn hafa tvær hliðar „Barnið gæti allt eins farið um eins og stormsveipur, sópað niöur af borðum og tætt út úr skápum. Svo gæti það legið vælandi úti i horni og liðið mjög illa. 1 flestum tilvikum gæti enginn sagt þér ástæðuna fyrir vanliðan barnsins. Guðni nefnir til tvær ástæður, sem fólk lætur sér ef til vill koma til hugar sem skýringu á fram- komu barnsins. „Hefur uppá- haldsleikfang barnsins týnst, hef- ur verið skipt um mottu á baðher- berginu svo að barnið getur ekki af þeirri ástæðu notað salernið? Einhverft barn getur lokað sig inni i herbergi eða jafnvel skáp til að losna viö návist hins leiöa heims.” „Sonur minn fór á geðdeild þriggja ára" Guðni Garðarsson á sjálfur ein- hverft barn, tiu ára gamalt. „Sonur minn fór inn á Barnageð- deild Hringsins við Dalbraut þegar hann var þriggja ára gam- all. Nú er hann orðinn tiu ára gamall og er á Lyngási. Þar á hann i raun og veru ekki heima enda sú stofnun ætluð vangefnum en ekki geðveikum”, segir Guðni. Aðeins eru tiu ár siðan sérstök barnageðdeild tók til starfa. Fyr- ir þann tima virðist ekki hafa ver- ið gert ráð fyrir aö geðveiki gæti gert vart við sig hjá börnum. Eina geðdeildin, sem starfandi er fyrir börn er geðdeildin viö Dalbraut. Hér á landi fæðast 2—3 einhverf börn á ári. En hvað ger- ist þegar börn útskrifast frá geðdeildinni: „Það hefur þegar orðið vart fyrstu viðurkenningar stjórn- valda á þessu vandmáli. Hið opin- bera hefur fest kaup á húsnæði við Trönuhóla þar sem áformaö er að reka meðferðarheimili, þar sem börnin geta dvalist fram til fimmtán ára aldurs eða lengur. Miklu verki er enn ólokið vegna þessa heimilis og mun umsjónar- félagið gangast fyrir fjársöfnun til styrktar þessu málefni á næst- unni. Villandi sjónvarpskvikmynd Eru sérfræðingar jafn litils megnugir og fram kemur i áður- nefndri sjónvarpskvikmynd? „Ég þekki ekkert af þvi sem fram kom i myndinni hjá sér- fræðingum”, svaraði Guðni Garðarsson, „ég hef einmitt rek- ist á hið gagnstæða hér heima. 1 myndinni eru foreldrarnir einir meö börnin án utanaðkomandi hjálpar. Ég tel hættu á þvi aö ef svo er að farið lokist börnin inni i lokuðum heimi fjölskyldunnar. Heimilislif með einhverfu barni getur aldrei gengið eðlilega fyrir sig. Aðstæöur allar mótast af þessu eina barni og bitnar það ekki sist á systkinum þess. Ég dreg i efa af minni reynslu og annarra sem ég þekki til, aö þó að báðir foreldrar gætu verið heima og sinnt sinu einhverfa barni, ef- ast ég um að þau hefðu þrek til að sinna þvi eins og þörf er á. Þessi börn eru það erfið og þurfa um- önnum alla ævi”, sagði Guöni. „Ég held að óhætt sé að fullyröa aö tvær af hverjum þremur fjöl- skyldum sundrist vegna þessara barna”. — ÞG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.