Vísir - 01.12.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 01.12.1980, Blaðsíða 21
Mánudagur 1. desember 1980. biiamlx og viö 25 Hægt aö fella hálft aftursæti niöur. Mjög þægileg og hagkvæm litfærsla. er, aö Suzuki, sem fyrst og fremst er bæjarbill, komist oft i tæri við slikar aöstæður. Aö einu leyti er hann vel fallinn til aksturs á vondum vegum: Þaö er furðu hátt undirhann, um 18 sentimetr- ar meö einum manni innanborös, og frágangur aö neöanveröu er ágætur,púströr og hljtíökútur til dæmis i gtíöu vari i stokknum, sem er i' gólfinu miöju. Hjólbarö- arnir eru hins vegar m jög þunnir: 145/70-12, og þvi aðeins um 7-8 sentimetrar frá vegi upp i felgu- brún. Böröunum og felgunum er þvi hætt við hnjaski á mjög stór- skorinni möl. Þessir hjtílbaröar eru hins vegar yndislegir á góöum vegi (sömu baröar og á Mini Clubman GT), og billinn svinliggur-, dálitið van- stýröur, einsogbera ber, en verð- ur alveg hlutlaus, ef hann byrjar aö skrika og bensingjöfinni er sleppt. Liklegast er hægt að setja á bíl- inn aðeinshærri baröa, t.d. 135-12 eöa jafnvel 4,80-12, en aö framan- veröu má litiö stækka baröana, án þess aö þeir nuddist utan I hjólskálar, þegar beygt er i borö. Gangurinn i vélinni er alveg eins og i Daihatsu : grófur og læt- ur i sér heyra, án þess aö vera há- vær til lýta. Vélarfestingar eru sérlega mjúkar og stórar svo aö titringur finnst ekki inn i bilinn, og i hægagangi malar hún bliö- lega, en hljóðiö veröur strax grtíf- ara viö hraöari gang. Orkukreppan hefur gert það aö verkum, að nú þykir ekki tiltöku- mál, þótt strokkatalan standi á stöku, og er spáö, aö á næstu ár- um muni 3ja og 5 strokka vélar ryöja sér til rúms i Bandarikjun- um, meira aö segj'a V-5-vél, meö þrjástrokka öörum megin og tvo hinum megin. Er ég hræddur um aðgamli Henry Ford snúisér viö i gröfinni, þegar þar aö kemur. En Suzuki-vélin viröist mætavel heppnuö, alveg rétt stærð fyrir þennan bil, ekkert óskaplega spræk, en heldur ekki of afllitil. Aövisu erdálitiö langt bil Ur öör- um gir upp I þriðja og Suzuki er ekki alveg eins sprækur og Fiesta, Charade, Honda Civic, Fiat 127, o.fl. i þeim getuflokki, en munurinn skiptir aö minu viti ekki máli. Billinn hefur þann kraft.semhægteraöætlasttil af svo litlum og ódýrum bil og stendur þar langt framar gömlu pinu-bilunum japönsku,forfeörum hans. Veggurinn eöa skilrúmiö milli farþegarýmis og vélarrúms liggur um 10 sentimetrum nær framöxli en á keppinautunum, nema Mini. Þessi bill kemst næst Mini um þaö aö vélin taki eins litinn hluta af heildarlengd bflsins og unnt er, sérstaklega, ef miöaö er viö þaö, aö vatnskassinn er fram viö vél en ekki á hliö viö hana eins og á Mini. Meö þvi aö pakka vélinni inn I svona stuttan part af bflnum vinnast um 10 sentimetrar af þeim 15, sem fórnaö er milli fram og afturhjóla til þess aö gera bil- inn sem stystan. Vélinni er furöu haganlega fyrirkomiö I þessu litla rými og furöu gott aö komast aö flestu. Kveikjan liggur hátt, en kertin eru að framanveröu. Þau liggja hins vegar einnig nokkuö hátt. Stysti fimm dyra billin hér á landi. Fjórar til fimm dyr gera bflinn einstakan á bilamarkaðnum hér þvl aö styttri gerast slikir bilar ekki á Islandi: Þaö er hins vegar hægt aö fá bilinn tveggja dyra, og þá er skuthurð á honum, sem nær alveg niöur aö stuöara. A fjög- urra dyra bilnum er hins vegar afturglugginn opnaöur, rúðunni einni svipt upp, og þá þarf aö lyfta Nýtni, sem ihag kemur: Vélasal- urinn (herbergiö) tekur um 10 sm minna af lengd bilsins en á flest- um smábilum (nema Mini) farangri hærra upp inn um opið, en þess er hins vegar vart aö vænta, aö það séu mjög fyrir- feröarmiklir eöa þungir hlutir, sem fluttir eru I bilnum, og útsýn- iö út um afturrúöuna sttíru er óviöjafnanlegt. Þaö er varla hægt aö Imynda sér betra útsýni úr nokkrum bil eöa þægilegri bil I þrengslum I borginni. A fjögurra dyra bflnum er alveg sérstaklega handhægt aö fella niður helming aftursætisbaksins eöa þaö allt og búa til stört farangursrými eöa litiö, eftir hentugleikum. Þetta getur verið sérlega þægilegt, þeg- ar einn farþegi er i aftursæti, þvi aö farangursrýmiö eitt sér fyrir aftan sætiö er mjög litiö, enda þótt það sé stærra en á Mini. Miöaö viö verö bflsins, fylgir honum all-vel útilátinn búnaöur: t.d. þurrka meö þremur hraða- stigum, hiti I afturrúöu, þriggja hraöa miöstöö. Gott heföi veriö aö hafa þurrku á afturrúðu og rúöusprautu. Niðurstaða. Suzuki SS80F árgerö 1981 er mittá milli japanskra pinubila og Daihatsu Charade aö stærö. Hann liggur miklu nær Charade en pinubilinnað gerö, rými og eigin- leikum. Daihatsuinn viröist vera eitthvaö veigameiri bill, en verð- munurinn er lika talsveröur, 700 þúsund, miöaö viö Daihatsu 1980 og 1,8 miiljónir, miöaö viö 1981 árgerö af Daihatsu. Þegar ég reynsluók Charadinum fyrir tæp- um tveimur árum, var hann óskrifaðblaö, hvaösnerti endingu og reynslu. Sama gildir um Suzuki 2280F nú. Nú, eins og þá, spá ég þvi, aö hinn nýi blll muni koma all nokk- uö viö sögu á bllamarkaöi nýja ársins. Nú, eins og þá, á reynslan eftir aö skera úr um það, hvort hann haslarsér völl til frambúöar. Þaö þarf ekki aö fara svo, aö hann hrófli mikiö viö þeim tegundum, sem náö hafa ftítfestu hér, þvi aö hann er um margt I verö- og stæröarflokki sem fáir bilar eru I og bætir þvi' bara einum tóni I lit- rófiö á fslenska bllamarkaönum. Svipaö er i rauninni aö segja um aöra Susuki-bfla, sem nú er hafinn innflutningur á, jeppann litla og létta, sendibilinn og litlu sendibilsútgáfuna af fólksbllnum, sem hér hefur veriö sagt frá. Samanburöurinn viö Daihatsu Charade i þessari grein hefur fyrst og fremst verið vegna þess, hve þessir bilar eru skyldir aö gerö, en á Islenskum bilamarkaöi eru margir nettir bilar I flokki hinna neyslugrönnu, sem henta vel fjölbreyttum islenskum aö- stæöum og menn geta valiö sér, hver eftir sinum þörfum og smekk. Plús: | : Ódýr | Sparneytinn. • Húmgtíöur, miðaö viö stærö. • Frábært útsýni. : Lipur I snúningum. : Létt, fljtítt og nákvæmt stýri.: Framhjöladrif. • Fjölbreytilegt farangursrýmij og handhægt aö breyta þvi. j Gott rými I framsætum. i Hár frá jöröu. j Sæmilega löng fjöörun. : Liggur vel á gööum vegi. j Minus: ! Belglitiir hjtílbaröar, viökvæm-i ir fyrir grjóti. Þröngt um hné i aftursæti, ef: framsæti eru færö mikiö aftur.: Litiö farangursrými aftanj aftursætis. : Hjtílasptíl og -högg i hoium finn-i ast I stýri. : „Gúmml" kennd girskipting.j Litill hiiöarstuöningur i fram-j sætum. • Takmörkuö hjtílastærö og fjöör-i un i vondum hoium. i NERAL PRISMA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.