Vísir - 01.12.1980, Blaðsíða 27

Vísir - 01.12.1980, Blaðsíða 27
Mánudagur 1. desember 1980. •'. Ji.lOFJLJn/ 31 Leir- karfa og Barbara eru gjör- óltkar tungumál: spönsku, frönsku, ítölsku og þýsku. Eitt sinn þegar hún var ung- lingur var hún i innkaupaferð á Fifth Avenue i New York. Kona ein, Lily Dache, kom auga á hana á götunni og hreifst af útliti hennar. Lily þessi var góð vin- kona Eileen Ford, en sú hefur komið margri fyrirsætunni á framfæri. Þannig varð Barbara fyrirsæta. — ,,Ég hafði alltaf ósk- að mér þess að veröa fyrirsæta”, — segir hún. Og úr fyrirsætu- starfinu komst hún i kvikmynd- irnar en þá hafði hún sem fyrir- sæta komist á forsiður þekktra tiskublaða svo sem Vouge, Cosmopolitan, Harper’s og Viva. Fyrsta hlutverk hennar var i kvikmyndinni ,,The Master Gun- fighter” og siðan hefur hún leikið með þekktum kvikmyndastjörn- um s.s. Burt Lancaster og Peter O’Toole. En frama sinn og rikidæmi get- ur hún að mestu þakkað hlutverki sinu i „Landnemunum”. Hún er sögð lifa mjög heilbrigðu lifi og stunda heilsurækt eins og titt er um leikara af yngri kynslóðinni. Barbara er enda full af fjöri og lifsþrótti — og hún tekur starf sitt fram yfir allt annað. 4 Kvikmyndaleikkonan Barbara Carrera er sjálfstæð,rik og full af lifsþrtítti Auðmjúka indiánastúlkan Leir- karfa, leikin af Barböru Carrera sem hefur indiánablóð i æðum. Indiánastúlkan „Leirkarfa” úr sjón- varpsmyndaflokknum „Landnemarnir” sem sjónvarpið sýnir um þessar mundir, hefur heillað marga með sak- leysislegu útliti sínu og stóru brúnu augunum. Stúlkan á bak við þetta hlutverk heitir Barbara Carrera og í raunveru- leikanum er hún gjörólik hinni auðmjúku indíánastúlku Leir- körfu. Barbara tiheyrir hinni nýju og sjálfstæðu kynslóð ungra Holly- woodleikara og hún býr, laus og liðug.f ibúðarvillu sinni i Bel Air i Los Angeles.Heimilisfangið eitt segir sina sögu um velgengni hennar á leiklistarbrautinni og i þvi hverfi ætti tötralegur indiána- klæðnaðurinn litt upp á pallborð- ið. Barbara er bæði rik og falleg. „Ég hef mikla þörf fyrir að fólk fullvissi mig um það i tima og ótima aö ég sé falleg, þvi mér finnst þaö ekki sjálfri. Og nú i augnablikinu finnst mér ég llta hræðilega út”, — sagði hún nýverið I opinskáu viðtali. Það sem hún á við er, að hún er nú stuttklippt. — — „Ég hef alltaf haft sitt hár en fyrir hlutverkið i „The Condor Man” varð ég að láta klippa mig”. 1 þessari mynd leikur Barbara aöalkvenhlutverkið á móti Oliver Reed og fyrir hlutverkiö varö hún að fórna siða hárinu sem við þekkjum hana með úr sjónvarps- myndaflokknum. Barbara er nú 28 ára gömul. Hún er fædd i Nicaragua.komin af yfirstéttarfólki en fjölskyldan flutti til Bandarikjanna þegar hún var 10 ára. — „Ég átti mjög auð- velt með að setja mig inn i hlut- verk Leirkörfu”, — segir hún. — „Eins og svo margir aðrir Suð- ur-Amerikumenn hef ég indiána- blóð I æðunum en annars rek ég ættir minar til Spánverja.” A uppvaxtarárum sinum flakk- aði hún með foreldrunum á milli Bandarikjanna og Evrópu. Hún lærði aö mála og spila á pianó og auk enskunnar talar hún fjögur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.