Vísir - 01.12.1980, Blaðsíða 35

Vísir - 01.12.1980, Blaðsíða 35
3? bókmenntir „ Lióstoílur eftir úlaf Gunnarsson: OLDUNGIS SKEMMTILEG Ljóstollur eftir Ólaf Gunnarsson Iöunn gefur út öldungis er þetta skemmtileg bók! Hún segir frá Stefáni, 15 ára strákling, og ekki vantar dirfskuna þegar i fyrstu setn- ingu: „Égfann tittlinginn á mér skriöa saman af kviða.” Svo er haldið áfram i þessum dúr, sagt frá fjölskyldu Stefáns, vinnu- félögum og nánasta umhverfi, allt á mjög ágengan en aldeilis undurskemmtilegan hátt. Stefán er ekkert augnayndi, hann er með útstæðar tennur og kallaður Rostungurinn af þvi efni, hann er lika aumingi uns annað kemur i ljós og loks má nefna að hann er ákaflega kyn- feröislega þenkjandi, vægast sagt. Hann hefur að visu enga reynslu á þvi sviði en lætur sér i staðinn nægja að dreyma vota drauma meö systur sina i aöal- hlutverki — og ætið sveitta I framan! Þessi systir heitir Helga og er með stór brjóst. „Mér fannst hún allt i einu feit og jússuleg þó hún væri bara tvitug. Ljóst hár- ið var gljáandi og skitugt og ein tönninn blásvört.” Aukinheldur var Helgu nauðgaö mjög hrotta- lega eitt sinn, svo sem lýst er i bókinni frá sjónarhóli Stefáns sem ekki þoröi að skerast i leik- inn af þvi hann er aumingi, og afrakstur þeirrar nauðgunar er smásveinninn Jói sem virðist ekkert ætla að læra að tala. Tommi heitir hins vegar eig- inmaður Helgu, hann liggur öll- um stundum undir bílnum og er auk þess eineygður. Aðrir i familiunni eru ekki gæfulegri. Faðirinn heitir Sigurbjörn og er verkstjóri i timburverksmiðju, leikur þar dálitinn Hitler af glæsibrag. Móðirin Asdis liggur fyrir dauö- anum upp á spitala, hun er með stóra og ljóta valbrá á annarri kinninni. Loks kemur við sögu móðurbrdðir Stefáns sem heitir Svavar en hann er akfeitur, subbulegur og illa Iyktandi leigubilstjóri og þar fyrir utan hommi. Faðir Stebba hefur komið honum i vinnu i timbrinu, þar leiðir ólafur Gunnarsson fram vinnufélagana Kjallara- meistarann sem safnar glerjum og gerir hvað sem er fyrir tikall, Hangikjötið sem er Húnakóngur hópsins, Fýla gamla sem bryð- ur lauk, Sveitamanninn sem er iþróttamaður og hetja, Sigga- Súpermann sem er veimiltíta og hengir sig að lokum, Hálfvitann sem er hálfviti.. Og svo fram- vegis. Þeim vinnufélögum er tvennt hugleikiö: annars vegar að vera kaldir karlar og hraust- ir, hins vegar að segja tröll- auknari uppdferðasögur af sjálfum sér en aðrir menn geta. Er hlutur kvenfólksins i þeim átökum mjög fyrir borð borinn. Ég þykist vita að fyrir Ólafi Gunnarssyni vaki i og með eöa kannski eingöngu að lýsa „einangrun karlmannasam- félagsins” eða þá tilraunum Stebba litla til að verða að (karl)manni. Það er allt saman gott og blessað, en mér fannst þó gildi bókarinnar fremur fel- ast i þeim ferskleika og þeirri drifsku sem hana einkenna. Drifsku sem felst ekki i þvi aö „þora” að setja á bók orð eins og tittlingur, pika, riða og rass, það hefur auðvitað verið gert 100 sinnum áöur, heldur hinu að taka þetta guðdómiega persónugalleri sitt beinustu leið útúr hversdagnum og lýsa innan i þaö, bera gæfu til að leggja áherslu á hið „ljóta” i fari þess. Það er ögn hressandi eftir alla lognmolluna. Ólafur Gunnarsson skrifaði fyrir tveimur árum leiöinlega bók sem hét Milljónprósent menn, nú hefur honum tekist miklu betur upp. Hann er innan i Stefáni og segir söguna aöeins og eingöngu frá hans sjónarhóli og honum lánast að gera mynd Stebba litla harla trúverðuga. Kannski er hún ýkt, kannski segir hún „okkur” eitthvað um karlmannasamfélagiö, ég veit það ekki en þaö skiptir heldur ekki meginmáli meðan þessi mynd er skikkanlega gerð.Still- inn er lika þokkalegur og Ólafi tekst á stundum glettilega vel að likja eftir orðfæri Stebba og hans nóta. I þeirri orðanotkun er raunar dálitil mótsögn sem máski skiptir ekki verulegu máli: sá Stefán sem lýst er i bókinni hefði nefnilega aldrei sest niöur og farið að skrifa bók... Og sem sagt: þetta er likasttil ágæt bók, bæði fyrir þá sem hafa áhuga á „félagslegu sam- hengi karlmannasamfélagsins” (mí ekki annars segja það?) og hina sem hafa gaman af ágæt- lega skrifuðum og uppbyggðum sögum um 15 ára stráka. —IJ. CanonnsEso Canoimso Stórlækkun Fengum nokkrar vélar á ótrúlega góðu verði. Aðeins kr. 1.790 þús. Enginn á markaðnum i dag getur boðið ljósritunarvélar sem ljósrita á venjulegan pappir á svipuðu verðii Nú er tækifærið, sem býðst ekki aftur Sbrífuélin hf Suðurlandsbraut 12 Simi 85277 Urval af bílaáklæðum (coverum) Sendum i póstkröfu Altikabúðin Hverfisgötu 72 S 22677 svo mœllr Svarthöíöi verja Timamót eru að verða I vega- gerð á tslandi. Stjórnmála- flokkarnir hafa ýmist gert til- lögur um heildaráætlun um gerð varanlegra vega, t.d. Sjálf- stæðisflokkurinn, eða hafa sýnt vilja til að hrinda af stað hrað ari framkvæmdum við iagningu slitlags á þá vegi, sem þegar hafa veriö undirbyggðir. Þessi skoðanabreyting stjórnmála- manna, sem horfa daglega framan i lausnir á fjárfrekum nauðsynjamáium,- á öörum þætti rætur aö rekja til vel heppnaðrar tilraunastarfsemi Vegagerðar ríkisins við lagn- ingu ódýrs slitlags, og að hinu leytinu til aukins þrýstings kjósenda um allt iand. Svo má heita að hvar sem þingmenn koma nú til dags á leiðarþing hjá kjósendum sinum beri þeir fram ákveðnar óskir um slitlag. á vegi. Þá samþykkti aöalfund-- ur Félags islenskra bifreiðaeig- enda nýjar tillögur I vegamál- um nú nýlega, sem beinast að þvi að bjargað verði þeim verð- mætum, sem þegar eru I uppbyggðum vegum I landinu, en liggja stööugt undir skemmdum vegna úrfoks og úr- rennslis, þangað til yfirborö þeirra hefur verið bundið meö parf vegina með slitlagi slitiagi. Lfkur eru á þvi aö til- iögur F.t.B. fari að þessu sinni mjög saman við hugmyndir Steingrims Hermannssonar, samgönguráðherra og Vega gerðar rfkisins, um slitlag á uppbyggða vegi, sem fyrsta og brýnasta verkefni dagsins. Það slitiag, sem Vegagerðin hefur verið að gera tilraunir með, og viröist henta vel þar sem umferðaþungi er i meðal- lagi kostar varla meira en fimmtáu miiljónir á kilómetra. Arviss ofaniburður og heflun til að halda við uppbyggðum malarvegi kostar iíka mikið fé á kilómetra, og jafnvel svo mikið sums staðar eins og á Skeiðar ársandi, þar sem sækja verður ofaniburð langt aö, að viðhald þess vegarkafla kostar að lfk indum á hvcrju ári sem nemur slitlagi. Þetta sýnir eitt með öðru að slitlag i sjáifu sér er langt frá þvi að vera hæsti fjár- magnspósturinn f vegagerö. Þótt viðhaldi vega sé að sjálf sögðu ekki lokið með lagningu slitlags, er þó mikill munur þar á fyrir utan þann mikla hagnað fyrirbilaeigendurað geta ekiö á slitlagi mitt i vaxandi orku- kreppu og dýrtið. í raun eru bundnir vegir einn þáttur I þeirri sparnaðarstefnu, sem uppi verður að hafa vegna hækkandi orkuverös. Nú hafa yfir niu hundruð kflómetrar af vegum landsins verið uppbyggöir, svo, að þeir eru a.m.k. tilbúnir undir það slitlag, sem vegagerðin hefur veriö að gera tilraunir með og hefur m.a. töluvert frostþol. Miklu máli skiptir að koma þeim hluta þessara uppbyggðu vega undir slitlag, sem hafa um hundrað bila umferð á dag. Til raunir vegageröarinnar hafa sýnt aö engu skiptir þótt slit- lagiö sé lagt á f köflum. Menn verða fegnir hverjum þeim bletti á þjóðvegum, sem er sléttur og greiðfær. Þá er Ijóst á viöbrögðum kjósenda um allt land, að þeim er kappsmál að fultnaöar vegaretrö sé tekin föstum tökum nú þegar. Horfur eru á að nær fjörutfu milljarðar króna fari til vega á næsta ári. Þótt ekki væru notað- ir nema þrir milljaröar króna I slitlag, yrði það aldrei nema brot af vegafé. En fyrir þessa þrjá milljarða yrði eflaust hægt að leggja ailt að tvö hundruð kiiómetra og það munar um minna. 1 raun þýddi þetta að helstu umferðarbrautir lands- ins, i kringum þéttbýliskjarna og annars staöar, þar sem um- ferðin segir tii um, yrðu lagðir slitlagi á næstu þremur árum, og yrði þó ekki lokiö að leggja slitíag á þá vegi, sem nú þegar eru tilbúnir. Stórar áætlanir eru sjálfsagðar og vinna veröur samkvæmt þeim til langtima. En hér er aðeins veriö að tala um að lokað verði með slitlagi þeim vegum, sem þegar hefur veriöfjárfest i til frambúðar, og kostar ekki nema smábrot af vegafé að fullgera. Svarthöfði. >

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.