Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 38
38 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30 3D gleraugu fylgja hverjum miða Sýnd kl. 8 og 10.10. Stranglega bönnuð innan 16 ára!  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909  ÞÞ FBL HJ MBL HK DV Kl. 4, 6 og 8. B.i. 10. Kl. 10. B.i. 16. Sýnd kl. 4. Medallían er annað öflugasta vopn í heimi. Hann er það öflugasta! Frábær mynd stútfull af gríni og spennu! Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10. Will Ferrell  Kvikmyndir.com EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali. Sýnd kl. 5, 8 og 10.50. B.i. 14. kl. 5, 8 og 10.50. B.i. 14 ára Matrix No! Master Yes! Rolling Stone Roger Ebert Chicago Sun-Times Boston Herald Washington Post Los Angeles Daily News Master-ful! New York Post Ein magnaðasta stórmynd ársins loksins í bíó! Russell Crowe hefur aldrei verið betri. Missið ekki af þessari! Sýnd kl. 6. Með ísl. tali. Will Ferrell  Kvikmyndir.com Stranglega bönnuð innan 16 ára! Beint átoppinn í USA! Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. Það sem þú veist um ótta kemst ekki nálægt þessu. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10. Frábær grínmynd um strák sem skilinn er eftir heilt sumar hjá tveim snarklikkuðum frænd- um sínum. Stórleikararnir Michael Caine, Robert Duvall og Osment úr Sixth Sense fara á kostum.  Skonrokk FM909 NOKKRIR þeirra allra stærstu hafa tekið upp á þessu að gera svona dúettaplötu. Frank Sinatra gerði tvær stuttu áður en hann féll frá, Tony Bennett eina og þeir Sir Elton John og Tom Jones líka. Flestir hafa kosið að taka lagið með sér yngri söngvur- um, sem gjarnan koma úr allt ann- arri átt. Í því samhengi fer vel á því að hann Björgvin okkar bætist í þennan heiðursmannahóp enda fáir hérlendir stórsöngvarar sem hafa þá vigt til að bera til að geta komist upp með slíka plötu. Hér reynir nefnilega á alla þá reynslu sem viðkomandi söngvari hefur öðlast, þá breidd sem hann hefur og aðlögunarhæfni. Og ef það er eitthvað sem Björgvin hefur sem listamaður þá er það þetta of- annefnda; reynsla, breidd og aðlög- unarhæfni – fyrir utan það náttúr- lega að eldast eins og eðalrauðvín sem söngvari. Fyrsta sem grípur mann við þessa, í flesta staði, vel lukkuðu dú- ettaplötu er hversu sterkan hóp söngvara Björgvin hefur kallað til liðs við sig. Allir smellpassa þessir lærisveinar hans í dægurlagasöngn- um vel við söngstíl hans – sem þó vafalítið hefur heilmikið að gera með hæfni hans sem raddútsetjari – og allir skila þeir óaðfinnanlegu verki. Erfitt er því að gera upp á milli þeirra, flestir hafa margsannað getu sína og gera hér enn. Þó verður ekki hjá komist að geta þeirra sem helst heilluðu. Fyrstan skal telja Sverri Bergmann, sem syngur ítalskt lag á móti Björgvini og undirstrikar þar enn frekar það sem hann sýndi á Ís- lensku ástarljóðum og Vísnaplötunni að hann er frábær söngvari þegar hann syngur tónlist er hentar rödd hans. Í ástartreganum er hann greinilega á heimavelli, fer á kostum og minnir einna helst á söngvarann vinsæla Andrea Bocelli. Jón Jósep úr Í svörtum fötum hefur vaxið áber- andi mikið sem söngvari undanfarið og fer einnig á kostum í öðru ítölsku lagi eftir sama Ítala, Biagoi Anton- acci. Dúett feðganna Björgvins og Krumma í gamla slagaranum „You Belong To Me“ er líka afar vel heppnaður. Magnað hvað þeir feðgar eru með sláandi líka rödd eftir allt saman, nú loksins þegar þeir mætast á miðri leið – í sveitatónlistinni. Þá ná þeir einkar vel saman Björgvin og um margt arftaki hans sem fremsti dægurlagasöngvari þjóðarinnar, Stefán Hilmarsson í fínu Eros Ramazotti-lagi. Eins og fyrr segir þá standa þeir sig samt allir með prýði söngvararn- ir ellefu en það er samt sá tólfti sem er stjarna plötunnar, Björgvin sjálf- ur. Hann sýnir nefnilega og sannar að hann er ennþá í fullri sveiflu sem dægurlagasöngvari og fer létt með að klífa upp í hæstu raddhæðir þegar svo liggur við – eins og í fyrsta laginu sem þau syngja vel saman hann og Svala dóttir hans. Helstu ágallar á plötunni eru misjafnlega sterk lög og heldur blæbrigðalitlar útsetningar. Þegar farin er sú leið að kalla til lög úr ýmsum áttum og fá marga til að útsetja er eðlilega meiri hætta á að útkoman verði mishæðótt, sem og hún er. Þau eru samt allnokkur laganna ellefu sem ganga fullkomlega upp; frábær samsöngur, grípandi og gott lag í viðeigandi útsetningu. Á það við um „Ég veit að þú vakir“ sem Björg- vin syngur með Birgittu Haukdal. Fínasta popplag eftir Jóhann Helga- son í bráðskemmtilegri og óvenju kraftmikilli útsetningu Sölva „Quar- ashi“ Blöndal. Fyrir vikið sker lagið sig nokkuð frá hinum lögunum og er tvímælalaust það besta á plötunni, líka það besta sem stórstjarnan Birgitta hefur gert á árinu. Legg hér með til að Björgvin fái Sölva til að stjórna upptökum á heilli plötu næst. Samstarf sem gæti getið af sér virki- lega spennandi grip og það kærkom- inn fyrir Björgvin, því gjarnan hefur honum jú verið legið á hálsi að vera helst til of íhaldssamur. Annað lag sem gengur upp er áð- urnefndur dúett feðganna; lág- stemmt, einfalt en tilfinningaríkt og einlægt. Textarnir eru býsna hefð- bundnir dægurlagatextar, rista grunnt, en eru allir fagmannlega ort- ir og falla vel að lögunum. Þetta er búið að vera viðburðaríkt ár hjá Björgvini Halldórssyni. Skellti sér af fullum krafti út í djúpu laugina á ný með Brimkló og gefur svo út þessa fínu dúettaplötu þar sem segja má að hann gangi í gegn- um vissa endurnýjun og undirstrikar um leið sterka og óhaggaða stöðu sína í heimi íslenskrar dægurtónlist- ar. Tónlist Björgvin og læri- sveinarnir Björgvin Halldórsson DUET Skífan Á plötunni Duet syngur Björgvin Hall- dórsson dúetta með ellefu söngvurum, þeim Svölu og Krumma Björgvins- börnum, Sverri Bergmann, Sigríði Bein- teinsdóttur, Stefáni Hilmarssyni, Páli Rósinkranz, Jóni Jósep Snæbjörnssyni, Leone Tinganelli, Birgittu Haukdal, Reg- ínu Ósk og Hönsu. Um undirleik sáu eft- irfarandi: Trommur: Ralph Yalmins, Jó- hann Hjörleifsson, Sölvi Blöndal. Bassi: Eiður Arnarson, Róbert Þórhallsson, Gaukur Úlfarsson. Gítar: Friðrik Karls- son, Guðmundur Pétursson, Sigurgeir Sigmundsson, Einar Þór Jóhannsson. Hljómborð: Jon Kjell Seljeseth, Yak Bond, Þórir Baldursson, Þórir Úlfarsson. Strengir: Roland Hartwell, Olga Björk Ólafsdóttir, Guðmundur Kristinsson, Sig- urður Bjarki Gunnarsson, Steingrímur Ey- fjörð. Forritun og útsetning strengja í „Ef til vill andartak“ Dave Arch. Upp- tökustjórn og útsetningar Björgvin Hall- dórsson, Friðrik Karlsson, Jon Kjell Selj- eseth, Þórir Baldursson, Þórir Úlfarsson, Sölvi Blöndal. Skarphéðinn Guðmundsson Hansa og Sigga Beinteins eru í hópi hinna vandlega völdu meðflytjenda. Morgunblaðið/Árni Torfason WHOLE Orange hefur ekki verið áberandi í íslensku tónlistarlífi til þessa en koma hér fram með tíu laga breiðskífu. Svanlaug Erla Einarsdóttir er söngkona sveitar- innar og það er gaman að sjá kven- mann vera í fylk- ingarbrjósti rokk- sveitar. Svanlaug er með stóra og kraftmikla rödd en nokkuð ótamda líka, ef svo má segja. Í bestu sprett- unum minnir hún svolítið á Natalie Merchant, sú er eitt sinn var söng- kona gæðasveitarinnar 10.000 Man- iacs og ekki er það leiðum að líkjast. En þegar verst lætur, sem er því miður aðeins of oft, er hún líkt og einhverskonar óreyndur lærisveinn Eddie Vedder úr Pearl Jam. Svan- laug er ekki að finna sig í rokkurun- um sem eru hér í miklum meirihluta en í ballöðu eins og „To be Free“, hæglega besta lagi plötunnar, stend- ur hún pliktina og vel það. Tónlistin sjálf er einhvers konar nýgrugg eða þá poppað þungarokk, og því miður verður það að segjast að það er fremur andlaust. Laga- smíðar, fyrir utan áðurnefnt „To be Free“ eru fremur óaðlaðandi og ófrumlegar og giska gleymanlegar. Er á plötuna líður verða þessar taka- markanir óþægilega augljósar. Lag- ið „Ain’t Coming Home“ nær þó ágætasta flugi. Hljóðfæraleikur er þokkalegur en stundum virðist gítarleikur nokkuð hikandi. Trommuleikarinn á þó hina ágætustu spretti. Í síðasta laginu, „Gyðja“ er líkt og sveitin lifni við. Ástæðan er orgelspil sem þykkir hljóminn og lyftir um leið laginu upp. Eitthvað í þessa áttina hefði kannski blásið örlitlu meira lífi í hin lögin. Umslagið er ágætt og snyrtilega að því staðið. Kalt mat er að skynsamlegast hefði verið að bíða aðeins með útgáfu sem þessa. Whole Orange á nefni- lega enn við þónokkra vaxtarverki að stríða. Efnið er vissulega til staðar en sveitin á enn nokkuð í land með að ná nægilegum þroska svo að metn- aðurinn sem sannarlega er til staðar fái að njóta sín. Bíðum aðeins Whole Orange LadyZhinka Eigin útgáfa Whole Orange skipa Svanlaug Erla Ein- arsdóttir (söngur), Jón Stefán Malmberg (gítar), Hafsteinn Elíasson (gítar), Árni Jóhannsson (bassi) og Arnar B. Sigurðs- son (trommur). Öll lög eru eftir Whole Orange. Upp- tökustjórn var í höndum Alberts Guð- manns Jónssonar og Kristins Sigurpáls Sturlusonar. Þeir aðstoðu einnig við hljóðfæraleik þar sem Albert lék á píanó en Kristinn á gítar. Arnar Eggert Thoroddsen Hljómsveitin Whole Orange. Tónlist HÚSFYLLIR var á villi- bráðarveislu sem haldin var á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík um helgina. Eftir matinn lék Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar fyrir dansi fram undir morg- un. Fjölbreytt úrval villi- bráðar var á matseðl- inum eða alls 28 réttir, listilega tilbúnir af Ein- ari Geirssyni matreiðslu- manni ársins og fyr- irliða kokkalandsliðsins, en hann naut aðstoðar Hermanns Inga Magn- ússonar. Sögðust þeir hafa verið 5 klukkutíma að elda fyrir veisluna, sem gerir um hálfa klukkustund á rétt. Veislan hófst með ferskum ostr- um og freyðivíni við innganginn. Á forréttarmatseðli voru meðal ann- ars gæs, hreindýr, lundi, svartfugl, súla, bleikja, lax og áll. Í aðalrétt var á boðstólum hreindýr, dádýr frá Ástralíu, hvalur, gæs, svartfugl og breiðdalslax og í eftirrétt var meðal annars villiberjaostakaka. Steindór Andersen kvæðamaður skemmti undir borðum. Hann kvað rímur og lausavísur við góðar und- irtektir veislugesta. Dans- hljómsveit Friðjóns Jóhannssonar lék síðan fyrir dansi og hélt uppi miklu stuði fram undir morgun. Villibráð og rímur Breiðdalsvík. Morgunblaðið. Réttirnir voru framreiddir undir árvökulu auga kokkanna; listilega tilbúnir 28 réttir. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Sveinbjörn Tómasson gerði ostr- unum góð skil, þær enda sagðar auka náttúru og úthald.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.