Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 39 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 6 og 8. Skonrokk FM909  ÞÞ FBL HJ MBL HK DV  Kvikmyndir.com„Salt er stórkostleg“ BÖS FBL. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 16.Sýnd kl. 6 og 10. 500 kr fyrir námsmenn gegn framvísun nemendaskírteina  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6, 8 og 10. Ein magnaðasta stórmynd ársins loksins í bíó! Russell Crowe hefur aldrei verið betri. Missið ekki af þessari! Matrix No! Master Yes! Rolling Stone Roger Ebert Chicago Sun-Times Boston Herald Washington Post Los Angeles Daily News Master-ful! New York Post Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 14. „ATH!SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI“ Sýnd kl. 8 og 10. Kl. 6, 8 og 10. Með ensku tali Hvernig getur ein lítil gömul kona breytt drauma-heimilinu í martröð? Will Ferrell Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali. Sýnd kl. 4. Með íslensku tali. Tilboð 500 kr. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna Sýnd kl. 8 og 10.45. B.i. 14 ára Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali. Matrix No! Master Yes! Rolling Stone Roger Ebert Chicago Sun-Times Boston Herald Washington Post Los Angeles Daily News Master-ful! New York Post Ein magnaðasta stórmynd ársins loksins í bíó! Russell Crowe hefur aldrei verið betri. Missið ekki af þessari! Vinsælasta mynd ársins í USA. Vinsælasta teiknimynd frá upphafi í USA. Frá framleiðendum Toy Story og Monsters Inc. Súrefnishjúpurinn sem verndar húðina Fallegar gjafapakkningar - tilvalið í jólapakkann Þriðjudaginn 2. des. Lyf og Heilsa Mjódd Miðvikudaginn 3. des. Lyf og Heilsa Melhaga Fimmtudaginn 4. des. Lyf og Heilsa Hringbraut Föstudaginn 5. des. Lyf og Heilsa Hamraborg 20% kynningarafsláttur GENGIÐ hefur verið frá því að ólátabelg- irnir í Mínus – rokk- sveit Íslands nr.1, hiti upp fyrir Muse í Laug- ardalshöll þann 7. des- ember næstkomandi (sunnudagskvöld). Mínus eru núna á tón- leikaferðalagi um Bretland ásamt hljóm- sveitunum Million Dead og Jarcrew. Síð- ustu tónleikarnir í þeirri ferð verða á Kerranghátíð í London sem fram fer þriðjudaginn 2. desember en sveitin lýkur þess- ari Bretlandsför á miðvikudag- inn með útvarpsupptökum á XFM. Ferðalagið hefur sóst vel og Metal Hammer og Kerrang hafa keppst við að ausa sveitina lofi. Fyrra blaðið gefur tón- leikum Mínus á Airwaves t.d. 9 af 10 og lofar jafnframt framlag sveitarinnar á plötunni Europ- ean Unions, sex laga deiliplötu með Mínus og svissnesku sveit- inni Faves. Þar segir að Mínus séu týndi hlekkurinn á milli Deftones og Sigur Rósar!? Fyrsta smáskífa Mínuss verður gefin út í janúar næstkomandi í Bretlandi. Mínus-liðar eru rokkarar af lífi og sál. Mínus hitar upp fyrir Muse www.noisyboys.net Morgunblaðið/Árni Torfason að skipulagningunni með honum. „Við ákváðum að leggja húsið undir menningarstarfsemi og það var stofn- að sérstakt atvinnuleikhús í kringum það,“ segir hann. Leikfélagið heitir Fimbulvetur en leikhúsið Leikhús Silla og Valda. „Við ætlum að hafa í huga stíl hússins og yfirbragð og vera í tengslum við þetta tímabil í kringum Silla og Valda,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann leikkona um hópinn. „Við erum nýstofnaður hópur og erum að æfa af kappi jólaleikrit, sem gengur reyndar undir vinnuheitinu Ójólaleikritið.“ „Það eru allt atvinnuleikarar sem standa að þessari sýningu en við er- um fimm. Þetta er svolítið sér á parti því við ætlum að bjóða upp á stuttar sýningar,“ segir Brynja Valdís Gísla- dóttir, önnur leikkona í hópnum en stefnt er á að hafa vínkynningar á léttum vínum á undan leiksýningun- um og frumsýna tvö til fjögur lítil verk í mánuði. Nýtt svið „Gamla sviðið á Vídalín hefur verið rifið og það er búið að reisa nýtt svið inni á staðnum,“ segir Starri. „Það er búið að sérsauma leiktjöld. Húsið er innréttað þannig að það geti hýst lítið leikhús.“ „Við ætlum að leggja áherslu á djass og blús,“ segir Starri um tón- listarstefnu Húss Silla og Valda og tekur síðan til við að útskýra kvik- myndakvöldin. „Við ætlum að ein- beita okkur að eldri bíómyndum og því sem hefur oft verið kallað „költ“- myndir. Og jafnvel leitast við að finna gamlar íslenskar myndir. Við ætlum að einbeita okkur að myndum sem eru skemmtilegar en aðeins öðruvísi og hafa kannski verið skildar útund- an.“ Þau hvetja fólk til að mæta á opn- unarvikuna og kynna sér starfsem- ina. „Markmiðið er,“ segir Starri, „að Aðalstræti standi í raun aftur undir nafni“. Aðalstræti endurreist ingarun@mbl.is Leikfélagið Fimbulvetur: Leikkonurnar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bach- mann og Brynja Valdís Gísladóttir ásamt Starra Haukssyni. NÝTT kaffi- og menningarhús, sem hefur fengið nafnið Hús Silla og Valda, verður opnað við Aðalstræti 10 á mánudaginn. Í þessu elsta húsi Reykjavíkur, sem var byggt 1752, var síðast rekinn skemmtistaðurinn Vídalín. Rekstur hússins hefur nú skipt um eigendur og hýsir það fram- vegis kaffihús, leikhús, mynd- listargallerí og bíó auk þess sem tónlist fær sinn sess í dagskránni. Eins og fólk hefur e.t.v. tekið eftir hafa staðið yfir framkvæmdir í húsinu að undanförnu en það verður gert upp að veru- legu leyti. Stíllinn verður í nán- um tengslum við nýlenduvöruverslun kaupmannanna Silla og Valda, sem voru með höfuðstöðvar sínar í húsinu til margra ára. Áhersla verður lögð á kvikmyndir, leiklist, tónlist, bók- menntir og myndlist á nýja staðnum og fær hver listgrein sína eigin opnun fyrstu vikuna, 1.–6. desember. List á dag kemur skapinu í lag Á mánudagskvöldið verður opnuð sýning listmálarans Birgis Rafns Friðrikssonar listmálara. Snorri Ás- mundsson er líka að opna sýningu á sama tíma í húsinu, sem er í raun hluti af húsinu. Úlfar Þormóðsson les upp úr nýrri bók sinni á þriðjudaginn, leikhópurinn Fimbulvetur frumsýnir leikrit á miðvikudaginn og hljóm- sveitin Mólekúl spilar á fimmtudag- inn. Ennfremur verður kaffihús opið hjá Silla og Valda frá klukkan átta á morgnana frá og með næsta þriðju- dagi og regluleg kvikmyndakvöld hefja göngu sína mánudaginn 8. des- ember. Vikuleg dagskrá hússins í vetur er sem sagt á þann veg að mánu- dagar verða tileinkaðir kvik- myndum, á þriðjudögum er ljóða- og bókmenntakvöld, á miðvikudögum ræður leik- húsið ríkjum og á fimmtu- dögum heyrist lifandi tónlist í húsinu. Helgarnar eru síðan undirlagðar undir ýmiss konar uppákomur. Gamall skorsteinn kom í ljós Starri Hauksson er einn rekstrar- aðila. „Það var ákveðið að gera húsið upp og hefja það til vegs og virðingar. Við erum búin að finna gamlan skor- stein sem var þarna inni í vegg, sem við rífum frá. Saga hússins verður rakin þarna á heilum vegg í ljósmynd- um og texta,“ segir Starri sem dæmi um þær breytingar sem gerðar vera. „Húsið er það gamalt og það eru friðunarlög sem gilda um það og við erum í nánu samstarfi við Reykjavík- urborg og Árbæjarsafn og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur er okkar stoð og stytta,“ segir Starri en Ragn- ar Halldórsson er eigandi staðarins en Starri og Vopni bróðir hans vinna Morgunblaðið/Sverrir Vídalín verður Hús Silla og Valda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.