Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nýtt magnað meistaraverk frá leikstjóranum Clint Eastwood. Frábærir leikarar sem sýna eftirminnilegan stjörnuleik. Mynd sem enginn má missa af. EPÓ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30, 8.10 og 10.10. B.i. 16. Sean PENN Tim ROBBINS Kevin BACON Laurence FISHBURNE Marcia Gay HARDEN Laura LINNEY Roger Ebert The Rolling Stone “Grípandi og hrikaleg. En einn sönnun þess að Clint Eastwood er í hópi bestu leikstjóra samtímans.” S.V. Mbl. “Það er hreint og klárt dekur við áhorfendur að bjóða upp á annan eins leikarahóp með Sean Penn fremstan meðal jafningja.” Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ “Frumlegasta og ein besta spennumynd ársins. SV. Mbl  AE. Dv Jólapakkinn í ár. Frumsýnd 4 desember Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Enskur texti Sýnd kl. 5.30. Íslenskt tal Vinsælasta mynd ársins í USA. Vinsælasta teiknimynd frá upphafi í USA. Frá framleiðendum Toy Story og Monsters Inc. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. NÝJASTA MYND COEN BRÆÐRA. Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni.  SG DV EmpireKvikmyndir.is SV MBL Sýnd kl. 8. B.i. 12.  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.50 og 8 Sýnd kl. 10.30. Enskur texti Rokkuð heimildarmynd um þýsku rokkhljómsveitirnar Rammstein, In-Extremo og Sub Dub Micro Machine ofl. kraftmiklar sveitir. „Þær gerast varla öllu kraftmeiri...hröð, ofbeldisfull...fyndin ogskemmtileg...án efa með betri myndum sem hafa skilað sér hingað í bíó á þessu ári.“ - Birgir Örn Steinarsson, Fréttablaðið Kvikmyndir.isSV MBL SG DV EPÓ Kvikmyndir.com Roger Ebert The Rolling Stone ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. KRINGLAN Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16. Veistu hvað gerðist í húsi þínu, áður en þú fluttir inn ?? Magnaður spennutryllir í anda „Cape Fear“ með toppleikurunum Dennis Quaid, Sharon Stone og Juliette Lewis. Dennis Quaid Sharon Stone Kvikmyndir.com HLJÓMSVEITIN Hvanndals- bræður á Akureyri hefur gefið út diskinn Út úr kú, þann fyrsta sem sveitin sendir frá sér. Rögnvaldur gáfaði Hvanndal leikur á gítar í hljómsveitinni og syngur, Valur Freyr Hvanndal lemur trommurnar auk þess að syngja og bassaleikari og söngvari er Sumarliði Hvanndal. Rögnvaldur gáfaði viðurkennir í samtali við blaðamann að Hvanndal sé ekki raunverulegt ættarnafn þremenninganna, en það líti bara svo ljómandi vel út á auglýsingum og á diskinum! Hvanndalur sé hins vegar til, á milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar, og þangað geti þeir allir rakið ættir sínar. Þrír „frændur“ Blaðamaður hitti þá „frændur“ Rögnvald og Val að máli í Pínku- ponsulitlu plötubúðinni, sem Rögn- valdur rekur í höfuðstað Norður- lands, en þriðji „frændinn“, Sumarliði var að skila verkefni. Spurði ekki nánar út í það... Hljómsveitin tók til starfa í upp- hafi ársins. „Þá vorum við búnir að tala um það í eitt ár, eða jafnvel tvö, að gera eitthvað saman. Þetta átti eiginlega ekki að vera neitt; við ætl- uðum bara að hittast og leika okk- ur,“ segir Valur og Rögnvaldur bætir því við að ekki hafi staðið til að gera plötu. „Við ætluðum að taka upp tvö lög til að kynna hljóm- sveitina, en náðum svo góðum díl að við ákváðum bara að gera plötu,“ og vísar til góðs samnings við upp- tökumann á Vestfjörðum: „Sá sem tók upp sagðist vera til í að gera það ókeypis ef við keyrðum vestur,“ segir Rögnvaldur og Valur botnar: „Platan var því tekin upp í húsakynnum Verkalýðs- og sjó- mannafélagsins Súganda á Suður- eyri við Súgandafjörð. Platan er frekar hrá, eins og þú heyrir – við vildum að tónlistin hljómaði ná- kvæmlega eins og við gerum á tón- leikum – og það fór því ekki mikill tími í upptökur. Platan var tekin upp laugardaginn 20. september, eftir hádegi! Frá klukkan eitt til fimm. Við mixuðum hana meira að segja á þeim tíma líka.“ Aðeins meira um upptökudaginn: „Upptökumaðurinn ýtti á rec- takkann og fór svo bara í vinnuna á Ísafirði. Við spiluðum hvert lag tvisvar og völdum svo það sem var með færri vitleysum. Stundum er- um við nokkuð falskir,“ segir Rögn- valdur, en bætir svo við sposkur á svip: „án þess að það komi að sök.“ Strákarnir notuðu tækifærið fyrst þeir voru fyrir vestan og héldu tónleika í sal Menntaskólans á Ísafirði, daginn áður en platan var tekin upp. „Við mjög dræmar undirtektir,“ segir Valur og hlær. „Þetta var nefnilega kvöldið sem fyrsti Idol þátturinn var í sjónvarp- inu og einn keppendanna var meira að segja frá Ísafirði. Við vissum ekki einu sinni hvað Idol var; hvernig áttum við að vita það, ný- komnir úr fjósinu?“ Valur segir að þeim hafi orðið ljóst strax þetta kvöld að tónlist þeirra hlyti að slá í gegn! „Við sáum að minnsta kosti strax að þetta gæti ekki versnað. Leið okkar á Vest- fjörðum gæti ekki legið nema upp á við eftir þetta,“ bætir Rögnvaldur við. Fávitapopp og þjóðlagaperlur Þegar spurt er um tónlistina seg- ist Rögnvaldur varla vita hvernig hana eigi að skilgreina. Segir svo: „Þetta er sambland af frum- sömdu fávitapoppi og þekktum þjóðlagaperlum í okkar búningi.“ Þá vitum við það. Diskurinn fæst einungis í versl- uninni 12 tónum í Reykjavík, Pínkuponsulitlu plötubúðinni á Ak- ureyri og hjá Hvanndalsbræðrum sjálfum. Sveitin verður með útgáfu- tónleika á Grand Rokki í Reykjavík laugardaginn 20. desember og stefnir að tónleikum á Akureyri á Þorláksmessukvöld. Það er þó ekki komið á hreint, en strákarnir eru mikið að spila um þessar mundir. Léku t.d. á Græna hattinum á Ak- ureyri á fimmtudagskvöldið og sögðu mætingu hafa verið góða, svo og stemmninguna. „Það var hell- ingur af fólki sem hefur ekki verið áður á tónleikum hjá okkur. Vinir okkar eru hættir að nenna að koma af skyldurækni, og ég held við höf- um ekki einu sinni mætt í ferming- arveislu hjá neinum þeirra sem kom og hlustaði á Græna hatt- inum,“ sagði Rögnvaldur. Hvanndalsbræður: Sumarliði, Rögnvaldur gáfaði og Valur Hvanndal sem voru að gefa út fyrsta geisladiskinn. Upptökumaðurinn setti í gang og fór svo í vinnuna skapti@mbl.is HRIKALEGUR sannleikurinn blasir við augum, sviðsettur að vísu, því Borg Guðs – Cidade de Deus, er byggð á sögu rithöfund- arins Pauls Lino sem ólst upp í því svartnættishelvíti sem myndin dregur nafn sitt af. Einu illræmd- asta borgarhverfi Rio de Janeiro og reyndar allrar jarðkringlunnar. Bíógestir fengu að kynnast öðrum slíkum forarpytti mannlífsins í Pix- ote, meistaraverki Hectors Bab- enco frá 1981. Þeir sem séð hafa þá ógleymanlegu martröð, upplifa Borg guðs á örlítið annan hátt, eru með örlitla forvörn gegn áfallinu sem blasir við augum. Borg guðs hefst á sjöunda ára- tugnum, þetta úthverfi Rioborgar fer vaxandi, hrörlegir kumbaldar taka við endalausum fólksflutn- ingnum af landsbyggðinni. Árin líða, söguhetjurnar sem í mynd- arbyrjun eru tiltölulega meinlítil strætisbörn, smábreytast í for- herta morðingja, eiturlyfjasala og -fíkla. Félagsleg fjölbýlishús eru risin, en bæta ekki ástandið nema síður sé. Borg guðs verður að óvið- ráðanlegri gróðrarstíu hvers kyns afbrota þar sem glæpamenn drottna en lögreglan forðast. Það skelfilegasta við þróunina er að glæpalýðurinn er mest megnis unglingar allt niður í barnsaldur. Gamli vinahópurinn skiptist í gengi þar sem unglingahópur Li’l Zé (Leandro Firmino da Hora), verð- ur atkvæðamestur dópsala og morðvarga. Myndin er í þrem hlutum, tengd- um saman með frásögn Busca-Pé (Alexandre Rodriguez), sem er eina persóna myndarinnar sem kallast getur lánsöm. Hann er aldr- ei harður í horn að taka, þegar fé- lagar hans á götunni umbreytast í byssuvæddan óaldarlýð, stendur Busca Pé til hlés. Listamannstaug- in kemur fram í áhuga á ljósmynd- un, bjargar honum frá glötun. Busca Pé skrásetur atburðina sem enda með borgarastyrjöld í Borg guðs. Hann er stílfærður Paulo Lin, líkt og myndin er spegilmynd hans eigin lífs. Að lifa af og komast til manns við slíkar aðstæður er kraftaverk út af fyrir sig (meira en sagt verður um Fernando Ramos Da Silva, drenginn sem holdi- klæddi Pixote.) Kvikmyndagerð Fernando Meirelles er annað kraftaverk, Borg guðs minnir lengst af á heimildarmynd um jarð- neskt helvíti þar sem aðstæðurnar gera ára úr ungum börnum sem leika sér að byssum í stað leik- fanga. Þau verða aldrei stór, eiga enga æsku. Eitt af mörgum sann- grimmum augnablikum myndar- innar segir allt. Svo sem þegar 9 ára brókarlalli er að munda skammbyssu og Busca Pé segir við hann „Ertu genginn af vitinu, þú ert bara krakki! Barnið svarar: Krakki? Ég reyki, hef rænt og drepið. Ég er Maður.“ Tökustaðir, kvikmyndataka og leikur er með ólíkindum góður, áhorfandinn fær atburðarásina beint í æð, maður hefur á tilfinn- ingunni að hlutirnir gerist frammi fyrir myndavélinni og samtölin spunnin á staðnum. Borg guðs er martraðarkennd upplifun, þó á ein- hvern hátt ekki vonlaus og jafnvel falleg á köflum, en ógnvænleg – ekki síst fyrir þá staðreynd að það er fátt ef nokkuð til ráða. Börn með byssur: Blákaldur veruleikinn í fátækrahverfum Borgar Guðs. Borg undir stjórn illskunnar KVIKMYNDIR Háskólabíó Leikstjóri: Fernando Meirelles. Handrit: Braulio Mantovani, byggt á sögu Paulo Lins. Kvikmyndatökustjóri: Cesar Charlone. Tónlist: Antônio Pinto og Ed Côrtes. Aðalleikendur: Seu Jorge, Alexandre Rodrigues, Leandro Firmino da Hora, Phellipe Haagensen, Douglas Silva, Darlan Cunha. 130 mínútur. Miramax Films. Brasilía 2003. Borg guðs (Cidade de Deus) ½ Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.