Vísir - 02.12.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 02.12.1980, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 2. desember 1980/ 282. tbl. 70. árg. Lögreglustððin á Seyðisfirði eyðilagðist í tárviðrinu: „Ég sá heilt íiús beytast í lofl upp og splundrast Pf „Ég var rétt kominn upp á kaffistofuna hjá Vélsmiðjunni Stál, þegar mér virtist ég sjá eitthvað ókennilegt hendast upp i loftið beint fyrir framan gluggann en lögreglustöðin er eihmitt beint á móti.Þegar ég athugaði betur sá ég að heilt hús hafði kastast upp sem siðan splundraðist i lof tinu. Ég áttaði mig ekki á hvaða hus þetta var og taldi þetta vera hálfbyggt hús sem stóð aðeins innar. Þegar ég hafði fullvissað mig um að svo var ekki, tók ég eftir þvi að lögreglustóðin var horfin, en eftir stóð vatnsstrók- ur upp i loftið,J>ar sem vatns- leiðslur og rafmagnsleiðslur hófðu rifnað i sundur". Þetta var lýsing Friðriks Aðalbergs- sonar sem var sjönarvottur að þvi er lógreglustóðin á Seyðis- firði þeyttist i loft uppt splundraðist og brak hennar. dreifðist á haf út. „Af þvi hvernig þeir munir voru útleiknir, sem voru inni i stöðinni, þá held ég að sé alveg ljóst að hefði ég verið kominn inn i lögreglustöðina, hefði ég ekki komist lifs af" sagði Sævar Helgason JögregJu^jónn á Seyðisfir'ði, en stuttu eftir að lögreglustöðin var á bak og burt, kom hann á staðinn. Lögreglustöðin stendur við hafnarbakkann, og var reist 1973, þegar ferðir Smyrils voru hafnar. Hún var byggð upp með flekum og var um 40 fermetra hús. — AS ^MÖASSADE DE-FRANCí Lögreglumenn fjölmenntu að franska sendiráðinu I morgun, þar sem harðorð mótmæli höfou borist simleiðis til sendiráðsins undanfarna daga, vegna máls Gervasoni. t morgun bárst ein slik hringing og dttaðist þá starfsfólk sendiráðsins.að einhverskonar eyðileggingarstarfsemi yrði höfð I frammi. Sjá einnig bakslðu. (Vlsismynd ELLA) Formaður starfsmannafélags Fríhafnarinnar: „Sampykktum samninglnn" „Við.starfsmennirnir i Frihöfn- inni, samþykktum þennan samning á föstudagskvöldið, 'en þetta er að sjálfsögðu með fyrir- vara af hálfu beggja aðila", sagði Brynjar Hansson, formaður Starfsmannafélags FrOiafnarinn- ar i viðtali við Visi i morgun. Það samkomulag, sem um ræðir er byggt upp á þeim forsendum, sem Visir skyrði réttilega frá i gær. Viðræður um breytt rekstrar- fyrirkomulag Frihafnarinnar á Keflavikurflugvelli hafa staðið yfir i alllangan tima, sem kunn- ugt er og er það samkomulag, sem starfsmenn Frihafnar hafa nú samþykkt, niöurstööur þeirra viðræðna. Þær hafa verið I höndum Starfsmannafélags rfkisstofnana f.h. Frihafnarstarfsmanna og 4 manna viðræðunefndar fyrir hönd rikisins. I þeirri nefnd eiga m.a. sæti Ágúst Ágiistsson i'jár malastjdri Frlhafnarinnar og Gunnlaugur M. Sigmundsson, sem jafnframt & sæti i stjórn hennar, fyrir hönd f jármálaráðu- neytisins. 1 stjórninni situr einnig Hannes Guðmundsson sendiráöu- nautur, af hálfu utanrikisráðu neytisins. Sem fyrr sagði er grunnsam- komulag það, sem náðst hefur, byggt á niðurstöðum langra við- ræðna fulltrúa SFR og ríkisins, með fyrirvara um samþykki viðkomandi aðila. —JSS seðill nr. 2 - siá bls. 27 Lelgja tvo Fokkera til Líbíu í eitt ár Flugleiðir eru nú að ganga frá samningum við flugfélag i Libiu um að leigja þangað tvær Fokker Friendship flugvélar i eitt ár, samkvæmt þeim upplýsingum sem Visir hefur aflað sér. Ef ekkert óvænt kemur upp á munu vélarnar fara til Líbiu á næstu dögum og verða þær leigðar með flugmönn- um. Þegar Visir spurðist fyrir um þetta mál hjá Sveini Sæmunds- syni blaðafulltrúa Flugleiða i morgun staðfesti hann að þetta væri rétt. Var þá að hefjast fundur með flugmönnum þar L.. sem kynna átti fyrirhugaðan leigusamning. Sveinn sagði að þaö væri kanadiskt fyrirtæki sem annað- ist þetta mál fyrir hönd flug- félagsins Lfbian Arabic Air- lines. Um væri að ræða innan- landsflug i landinu svo og flug þaðan til Möltu. Með Fokkerun- um færu stjörnklefaáhafnir með 10-12 flugmönnum og samning- ar sem væru langt komnir gerðu ráð fyrir að leigutiminn yrði eitt ár. „Það er ekki ætlunin að fækka flugferðum innanlands ef af þessu verður, heldur verða fengnar aðrar vélar i staðinn. Eins og fram hefur komið i fréttum hafa Flugleiðir óskað eftir að leigja eða kaupa aðra Fokkervél Landhelgisgæslunn- ar og siðan höfum við mögu- leika á að leigja Fokker sem við seldum til Bandarikjanna fyrr á - Með peim tara 10-12 íslenskir flugmenn þessu ári," sagði Sveínn Sæ- mundsson ennfremur. Sem fyrr segir eru samningar um þessa leigu til Libiu á loka- stigi og ætti að koma i ljós i dag eða á morgun hvort allt smellur saman. Er þessi samningur þáttur i viðleitni Flugleiða til að finna aukin verkefni erlendis i þeim tilgangi að sporna við auknum samdrætti i starfsemi félagsins. -SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.