Vísir - 03.12.1980, Síða 1

Vísir - 03.12.1980, Síða 1
Miðvikudagur 3. desember 1980, 283. tbl. 70. árg. ivestur-Þlóðverjar ævareiðir vegna sðlu á ísaðri síld úr íslenskum bátum: ! Krala um stöðvun á sölt- un upp I gerða samnlngai 1 ■ ■ ■ ,,Það er rétt, að Þjóðverjar kröfðust í gær, að söltun á edik- söltuðum flökum upp í gerða samninga yrði tafarlaust stöðvuð,” sagði Gunnar Flóvenz hjá SÚN i viðtali við Visi i morgun. „Mal þetta var íyrst rætt á fundi i' Sildarútvegsnefnd og siðan á fundi með öllum fram leiðendum i gær. Þaö rikti al- gjör samstaða á þessum fund- um um að samþykkja kröfur Þjóðverjanna enda er hér ekki um mikið magn að ræða sem eftir er að verka upp i þessa samninga. Annars er þetta svo flókið og viðkvæmt mál og að dragandinn langur, að ég treysti mér ekki til að gera grein fyrir þvi i einu skyndisimtali. SÚN hefur þegar gert itarlega grein fyrir þessum málum og ég hefi engu þar við að bæta,” sagði Gunnar Flóvenz. „Best gæti ég trúað að enn væru til rnenn,- sem trúa að nauðsynlegt hafi verið aö reyna þessar siglingar og fá úr þvi skorið hvort þetta háa verð fengist, sem menn voru að tala um. Það er eins og þeir sjái ekki nema beint fram,” sagði einn sildarsaltandi við Visis i morgun um siglingar islenskra skipa með isaða sild á markað erlendis. Þegar sölubannið var sett á fyrir helgina voru nokkur skip á leiðinni út og þótti ekki rétt að snúa þeim við. Tvö seldu i Dan- mörku i gær og segja óstaöfest- ar fréttir, að veröið hafi farið niður i' 1X)8 danskar og Skarðs- vik SH 205 fór til Cuxhaven með 120-130 tonn. Ekki fékkst uppgefið hjá LÍÚ i gær, hvað verðið hefði verið, en Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri i viðskiptaráðuneytinu, hafði fengið fréttir af að veröið hafi verið DM 0.82 eða DM 0.84, sem samsvarar 2.15-2.20 dönskum krónum Islendingar hafa gert samn- ing um sölu á ediksaltaðri sild til aðila i' Cuxhaven. Söltun upp i þá samninga stóð , yfir, en kaupendur sendu skéyti til SÚN i gær og kröfðust þess, að verk- un upp i samninginn verði stöðvuð samstundis. SÚN kallaði saltendur á fund kl. 6 i gærdag og þá var söltunin stöðvuð. Vægt er til orða tekið, aö salt- endur þeir, sem Visir hafði tal af, eru ævareiðir, enda er tjón þeirra mikið, þar sem sumir þeirra sitja uppi með sild, sem þeir geta ekkert gert viö og starfsfólk á launum, ásamt ýmsum öðrum kostnaöi. sem fylgir. SV. Það var hálfgerftur útilegubragur á næturgestunum I dómsmálaráftuneytinu. Hér sést ein yngismær skrfða úr svefnpokanum þegar blafta- menn VIsis litu þar vift I morgun. (Visismynd Ella) Frlösöm nðlt í utanríklsráöuneytinu: UNNK) AÐ TEIKNINGU FRAMTÍDAR- HÚSNÆÐIS VÍSIS - Hlutafé útgáfufélags blaðsins aukið um 150 milljónir króna Unnið er nú að teikningum framtiðarhúsnæðis Visis, sem reist verður á lóð blaðsins viö Réttarháls og athugun á þvi með hvaða hætti hagkvæmast verði staðið að endurnýjun tækja- búnaðar til vinnslu og prentunar blaðsins. Þá mun stjórn Reykjaprents hf., útgáfufélags Visis, leggja fram Mllögu um.að hlutafé félags- ins verði aukið um 150 milljónir króna, á aðalfundi þess sem boðaður hefur verið næstkomandi þriðjudag. Þessi atriði koma fram i viðtali við Hörð Einarsson stjórnarfor- mann Reykjaprents hf., sem birt er á blaðsiðu þrjú i Visi i dag. „IIIIUNUM SITJfl HER ÞANGAÐ TIL GERVASONI FÆR LANDVISTARLEYFI” ,,Við skúruðum hér öll gólf i nótt, en Baldur Möíler, ráðuneytis- stjóri, hafði miklar áhyggjur af þvi i gær, að það yrði ekki gert”. Þetta sagði einn úr hópi þeirra 35 ungmenna, sem sátu á göngum dómsmálaráöuneytis- ins, þegar blaöamaður Visis leit þar við i' morgun. Að sögn fdlks- ins höfðu um 60 manns nætur- gistingu i ráðuneytinu, en margir héldu i skóla og til vinnu i morgun. „Það er ekki til nein mála- miðlun i þessu, — við krefjumst þess. að Gervasoni fái land- vistarleyfi á tslandi sem póli- tiskur flóttamaður og munum sitja hérna þangað til”, sagði Þorlákur Kristinsson einn af mótmælendunum. — En hvað gerið þið ef Gerva- soni fær ekki landvistarleyfi? „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um frekari aðgerðir, en okkur finnst timi til kominn að þau samtök og flokkar, sem lýst hafa stuðningi við Gerva- soni, fari að láta heyra i sér”, sagði Þorlákur. Að sögn lögreglumanna sem voru á vakt i ráðuneytinu. var allt með friði og spekt þar i nótt ogengin vandræði af neinu tagi. Þegar blaðamaður kom aö i morgun var fólk ýmist að fá sér morgunmat úr sameiginlegu mötuneyti eða lesa fyrir próf, sem standa fyrir dyrum hjá skólafólki. —P.M.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.