Vísir - 03.12.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 03.12.1980, Blaðsíða 2
a Miðvikudagur 3. desember 1980 Hvað heldur þú að út- gjöld þin i jólamánuðin- um verði miklu hærri en venjulega? HörOur Héðinsson matreiðslu- maöur: ,,Ég hef ekki hugmynd um þaö, ætliiitgjöldin verði þó ekki um 400 þúsund krónum hærri en venju- lega.” Gunnar Arsælsson. matreiöslu- maður: ,,Þau verða ekkert hærri en venjulega, ég gef ekki jólagjafir eða neitt svoleiðis”. Aðalsteinn Eiriksson fram- kvæmdastjóri: ,,Ég hef ekkert velt því fyrir mér og átta mig ekkert á þvi”. Ólafur Sigurðsson. bflstjóri: „Éghef litiöhugsaðút i þaö, eitt- hvað á annaö hundrað þúsund, gæti ég trúað”. Guömundur A. Guðmundsson bfl- stjóri: ,,Ég hef ekki gert neina áætlun um það, sennilega verða það ein- hver hundruð þúsunda”. VtSXR Már Elísson fisklmála- stjóri í við- tali dagsins: höfðum llu á ffmann” ,,Já, miðað við aðstæður. Ég held aö á næsla ári verði geröar tilraunirtil að stjórna málunum I Ijósi reynslunnar og þá vonandi betur, miðað við markmið, heldur en undanfarin ár,” sagði Már Elfsson fiskimálastjóri, þegar hann var spurður f viðtali dagsins hvort hann væri trúaður á að ný, góð og árangursrik fiskveiði- stefna væri aö sjá dagsins Ijós. Már Elisson er hagfræðingur og við spyrjum hann hvort hagfræöi sé besta menntunin fyrir fiski- málastjóra. ,,Ég vil ekki segja það, ég held að öll menntun sé góö, en ég held að reynslan sé ekki siöri'/ Um það getur Már trútt um talað, þvi allt frá 7-8 ára aldri tók hann þátt i störfum við saltfisk, frystingu, beitningu og sjósókn á Fáskrúðs- firði, þar sem hann fæddist i septemberlok 1928. Faðir hans var formaður á bát þar og þar ólst Már upp fram yíir fermingu, þeg- ar foreldrar hans fluttust til Heykjavikur. „Já, við byrjuðum snemma á reitunum og höfðum 10 aura á timann, ef ég man rétt.” Þegar til Reykjavikur kom tók Verslunarskólinn við. Eftir stú- dentspróf þaðan vann Már hér i eitt ár, fór svo til hagfræðináms i Englandi, lauk þvi á þrem árum og bætti svo einu ári við i sérnámi i Þýskalandi. Siðan hefur hann unnið hjá Fiskifélagi Islands og varð fiskimálastjóri 1967. — t hverju er starf fiskimála- stjóra fólgið? „Það er fyrst og fremst fólgið i að stýra hinum ýmsu starfsþátt- um, sem Fiskifélagið hefur með höndum og vera til ráðuneytis. Við litum á okkur sem tengilið milli sjávarútvegsins og stjórn- valda.” — Er Fiskifélagið opinber stofnun eða einkaframtak? „Það er kannski ekki auðvelt að skilgreina það. Fiskifélagið er upphaflega stofnað af áhuga- mönnum um sjávarútveg og þeir komu úr öllum starlsstéttum þjóðfélagsins. Þá, 1911, var ekki i landinu rikisstjórn i þeirri mynd, sem við þekkjum nú og Fiski- élagið fyllti þá tvimæalalaust ípp i' autt trúm, sem full þörf var á að fylla og hratt þá mörgum góðum málum áleiðis, t.d. i sam- bandi við fræðslu, útflutningsmál, skipasmiðar, vélfræði o.fl. Núna vinnur Fiskifélagið eftir eigin lögum, en jafnframt störf- um við samkvæmt lögum frá Alþingi. Alþingi hefur falið Fiski- félaginu allt sem lýtur að skýrslu- söfnun og skýrsluúrvinnslu, að útreikningum og afkomu fiski- skipaflotans og að stjórna Afla- tryggingarsjóði. Mjög fljótlega kom hér upp áhugi á fiskifræði og fiskifræðilegum rannsóknum og Arni Friðriksson ræðst til félags- ins um eða eftir 1930. Upp úr þvi verður svo til Rannsóknarstofa Fiskifélagsins, sem starfar þang- að til Rannsóknarstofnun fiski- iönaðarins er stofnuð 1965. — Segðu mér frá fjölskyldunni áður en við skiljum. „Það er allstór fjölskylda á núti'mamælikvarða, kona og fimm börn. Eiginkonan er Guöriður Pétursdóttir, ættuð ofan af Mýrum og austan af Fjörðum, en fædd i Reykjavik. Börnin eru á aldrinum 9 ára til 26, tvær stelpur og þrir strákar. — Áhugamál i tómstundum? „Ég stundaði lax- og silungs- veiði, en vegna anna hefur dregið mikið úr þvi. Annars fæst ég viö garðrækt, einkum trjátækt og ég les mikið, mest sagníræðirit.” SV sandkorn Bauð ekki sæll sltt Bailetttnn I jalnvægi Allt er nú klappað og klárt varðandi jólaballett Þjóðleikhússins sem saminn er við tónlist Jóns Asgeirssonar. Tónskáldið sagði Sand- korni að Sveinbjörg Alexandersdóttir sú þekkta ballerina væri að æfa dansarana af fuiium krafti. Jón Asgeirsson og Sigurjón Jóhannsson leik- myndahönnuöur fóru út til Þýskalands og ræddu við höfund dansanna og sagði Jón að samvinna þcirra heföi veriö hin besta. Aður hafði frést aö ein- hver snurða heföi iilaupið á þráðinn varðandi sam- starfiö viö Þjóðverjann, eins og frá var greint i Sandkorni. Jón sagði þetta ekki vera rétt. Brown á dansielk Arnarflug I lágflugl Fulltrúar starfsmanna Arnarflugs boðuðu blaöa- Sendiherrann svarar Sandkorni. Dr. Hannes lær málið Ur. Hannes Jónsson sendiherra heiörar Sand- korn meö heilsiðugrein í VIsi i dag. Segir sendi- herrann að skrif Sand- korns uin sig séu ekki aöeins meiöyrði heldur einnig atvinnurógur og tilraun til mannorös- þjófnaðar af versta tagi. Þaö er ánægjulegt aö scndiherrann sjálfur skuli loks, eftir langa yfirvegun, hafa komið samanslíkri greinargerö. Höfundur Sandkorns mun þó gerast svo djarfur að gera athugasemdir við skrif doktors Hannesar en sökum takmarkaös rýmis i Sandkorni verður aö birta þær athugasemdir á öðrum staö I blaðinu. Ekki mun það dragast lengi að Sandkorn beri af sér sakir i þessu máli. Guðmundur neitaði. „Ekkl flrrtur" Vestfirska fréttablaðiö birtir langt og mikið við- tal við meistara gúantf- rokksins, Bubba Morthens. Eru bráð- skemmtilegir kaflar I vjð- talinu, en nokkuö tör- skildir. Til dæmis þetta: — Ertu meðvitaður hljómlistarmaður? — Ég cr meðvitaður um þaö sem ég er að gera. Alla vega er ég ekki firrtur frá þvi. Bubbi er meövitaöur. Margir muna eflaust hinn litrika stjórnmála- mann Breta, Georg Brown, en hann kom hingað i heimsókn meðan hann var utanrikisráö- hcrra. Brown þótti gott i staupinu og drakk þá stundum litt viö sleitur. Einu sinni var það á dansleik, sem á voru stjórnmála menn og ann- að fyrirfólk að Georg Brow'n gekk óstöðugum skrefum út I eitt hornið f sainum og hneigði sig djúpt; „Mættiég biðja um dans, þú yndislega I bláa kjólnum?” Bóninni var umsvifa- laust neitað, en Brown gaf sig ekki. Eftir itrek- aöar tilraunir missti „daman” þolinmæðina og sagði: — t fyrsta lagi eruð þér ekki fær um aö dansa — og i ööru lagi er ég sendi- fulltrúi páfastólsins f London. Hér er Brown viö komuna til Islands. tiltölulegij, stiiðugur á fótunum. menn á fund sinn fyrir skömmu og höfðu hátt. Starfsmenn vildu endi- lega kaupa hlut Flugleiða i Arnarflugi en það væri tregða aðselja þeim bréf- in. Slik framkoma væri hin mesta ósvinna þvf þeir gætu rekið féiagið miklu betur ef þeir losn- uðu við stóra bróður út úr kompaniinu. Sem kunnugt er eiga Flugleiðir 57% i Arnar- flugi og eignaðist félagið þann hlut þegar forráða- menn Arnarflugs voru hræddir um aö fyrirtækið væri að lognast útaf og báðu þvi Flugleiðir um hjálp . Eitt af skilyröum Alþingis fyrir veitingu rikisábyrgðar til handa Fiugleiðum var að fyrir- tækið gæfi Starfsmanna- félagi Arnarflugs kost á að kaupa hlut Flugleiða i Arnarflugi. En hvaö kcmur svo I ljós? Jú, starfsfólk Arnarfiugs vill nú kaupa 10% af hlutafjáreign Flugleiða f Arnarflugi, samkvæmt upplýsingum Sandkorns. Starfsfólkið vill sem sagt sjá til þess aö Flug- leiöir missi meirihlutann I félaginu, en alls ekki missa stóra bróður I burtu. Ekki er þetta nú stórmannlega að fariö eftir allar yfirlýsingarnar um að eignaraöild Flug- leiða stæði Arnarflugi fyrir þrifum. Það vakti mikla athy gli við kjör miðstjórnar ASl* að Alþýðubandalagið skyldi úthýsa Bjarnfriði Lcósdóttur frá Akranesi. Tengdasonur hennar, Einar Karl Þjóðvilja rit- stjóri, segir i blaöi slnu, aö Guðmundur J. Guö- mundsson hafi boðist til að rýma sæti sitt til aö koma Bjarnfriöi aö. „Ahrifamenn” i I)ags- brún og VSl hafi hins vcgar verið fastheldnir á að tefla formanni VSt fram. Fulltrúi á ASt þinginu tjáöi Sandkorni aö þetta væri ekki rétt með fariö hjá tengdasyninum. Guðmundur heföi verið bcðinn að rýma sæti sitt fyrir Bjarnfriöi en tekiö þeirri bón víðs fiarri. \ Sæmundur Guðvinsson biaðamaður skrifar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.