Vísir - 03.12.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 03.12.1980, Blaðsíða 7
Miövikudagur 3. desembj 7 VÍSIR m*ðfl ítfercfie ' ^Kchen, sehltígt brichtaus! ur komiðmeð nýia siði i .Bunfles- Kguna’ Atli Eðvaidsson, knattspyrnu- maðurinn kunni, hefur fengið frá- bæra dóma í blöðum I V-Þýska- landi, og það kemur fram að Udo Lattek, hinn heimskunni þjálfari Borussia Dortmund er mjög hrif- inn af Atla og Islenskum knatt- spyrnumönnum. Visir hefur fengið þrjú kunn knattspyrnublöð send frá V-Þýskalandi þar sem eru grein- ar um Atla. I hinu viðlesna blaði „Kickers” kemur fram, að Lattek hafi verið mjög hrifinn af Magnúsi Bergs, Sigurði Grétars- syni og Ragnari Margeirssyni og hann hafi helst viljað hafa þá alla hjá sér i Dortmund — en hann hafi þurft að velja einn, þar sem félög i V-Þýskalandi mega ekki hafa nema tvo erlenda leikmenn á skrá hjá sér. Óplægður akur Þá kemur fram i blöðunum, að ísland sé orðið nýtt draumaland — þar sé kominn nýr markaður, sem eftir sé að plægja. Frá ís- landi væri hægt að fá ödýra knatt- spyrnumenn, sem væru alls ekki verri leikmenn — jafnvel betri — en leikmenn sem færu fram á miklar peningaupphæðir i V-Þýskalandi og það kemur greinilega fram, að V-Þjóðverjar eru mjög hissa á, hvað leikmenn frá íslandi eru ödýrir. „Ný gerð af miðherj- um” Eitt blaðið segir að með komu Atla Eðvaldssonar hafi komið ný gerð af miðherjum i „Bundeslig- unni”. Það hafi aldrei þekkst áður að leikmenn klappi fyrir markvörðum, þegar þeir verja skot frá þeim meðglæsilegum til- þrifum. Þetta hafi oft komið fyrir hjá Atla — að hann hafi klappað fyrir markverði sem hafi varið skot frá honum. Frægt varð, þeg- ar landsliðsmarkvörðurinn Nig- bur hjá Shalke o4 varði glæsilega skot frá Atla — þá klappaði Atli fyrir honum. Rétt á eftir skoraði Atli svo mark hjá Nigbur —og þá gekk hann að honum og sagði — „Mér þykir þetta leitt”. Það hefur aldrei þekkst áður i „Bundesligunni”, að leikmenn sýndu svona mikla kurteisi i leik. Atli hefur vakið mikla athygli fyrir kurteisi sina og góða fram- komu á leikvelli og fyrir utan hann. t greinunum i þýsku blöðunum er sagt frá ferli Atla og það hefur vakið athygli að Atli er byrjaður að tala reiprennandi þýsku, eftir aðeins fjögurra mánaða dvöl i V-Þýskalandi. —sos f Haukar 09 Víkingar Bartaios og Kontra...leikmennirnir snjöllu hjá Tatabanya. (Vlsismynd Gunnar) - verða í sviösljosínu i Evrópu- | keppnlnni í i kvöld i isiandsmeistarar Vikings og | ■ bikarmeistarar Hauka verða ii ' sviðsljósinu I kvöld, þegar þeir | leika i Evrópukeppni meistara-1 ■ liða og bikarhafa. Vikingar i ■ leika i Laugardalshöilinni og ' I Haukar i Hafnarfirði og hefjast | báöir leikirnir á sama tima — t Ikl. 20.(10. I L______________________________J V-pýsk blöð keppast um að blrta greinar um Atla Hér sjást þrjár greinar sem “V^gtrierte” - fyrirsögnin V-Þýskalandi.Efstergrein .. grein úr „Fussball Ma6a' seglr: ..Engta ^fflgnln er: er zin” og grein ur „Kickers byrjað að gjósa’ . ..islendinqar erflðir heim aö sækia - segja stjörnuleiksmennírnir Bartalos og Kontra hjá Tatabanya. mótherjum Víkings — Við vitum, að tslendingar eru erfiðir heim að sækja — og þess 'vegna mætum við ekki til leiks með þvi hugarfari, að Vikingar séu auðveld bráð, sögðu hinir heimsfrægu leikmenn Tatabanya — þeir Zsolt Kontra, storskyttan snjalla, sem hefur leikið 135 landsleiki fyrir Ungverjaland og markvöröurinn knái Bela Barta- los, sem hefur leikið 238 lands- Ieiki. Þeir félagar le'ku með heimsliðinu gegn Gummersbach á dögunum — i Dortmund. — Við vitum, aö Vikingar eru með gott liö og við þekkjum nokkra landsliðsmenn liðsins. Róðurinn veröur erfiður, þar sem viö gátum ekki komiö með okkar sterkasta liö — tveir lykilmenn eru veikir. Þá höfum viö ekki get- að æft með Tatabanya að undan- fyrsta hindrun okkar I Evrópu- förnu, vegna þess að viö vorum með heimsliöinu, sögðu þeir félagar, þegar Visir ræddi við þá I gærkvöldi. Þeir félagar hafa leikiö hér með ungverska landsliðinu — 1977. — Þaðer erfitt aöleika hér, þarsem áhorfendur eru mjög liflegir og hvetja liö sitt kröftulega. Þeir voru stórkostlegir, þegar Island og Ungverjaland gerðu jafntefli 24:24 i mjög skemmtilegum leik — þá studdu þeir kröftuglega við bakiö á islensku leikmönnunum, sögöu þeir Kontra og Bartalos. — Hafið þiö sett stefnuna á Evrópubikarinn? — Við hugsum nú eingöngu um leikinn gegn Vikingum — þeireru keppninni, sögðu hinir geöþekku félagar. — Nii hafa tslendingar ávallt átterfitt með Ungverja —hver er ástæðan fyrir þvi? — Það er ekki hægt að nefna neina sérstaka ástæðu. Það kann að vera, að Islendingar hafa átt erfitt með Ungverja, vegna þess aö viö leggjum mikla áherslu að leika frjálsan handknattleik — þeð er ekkert leikkerfi ákveðiö fyrirfram, heldur leikum við frjálst og leikmenn fá tækifæri til aö nýta hæfileika sina. Frjáls handknattleikur er oft erfiöur viöureignar. — Aö lokum — viljið þið ein- hverjuspá um úrslit leiksins gegn Vfkingi? — Nei — Urslit ráöast ekki fyrr en leikur er flautaöur af. — SOS # VIÐAR SlMONARSON.-.þjálfari Hauka. „Þeita verður mlklll baráiiu- leikur” — Við erum ákveðnir að standa okkur vcl gegn Nettelstedt og gerum okkur fyllilega grein fyrir, að baráttan verður erfið, sagði Lárus Karl Ingason, hinn ungi linumaður Hauka, sem leikur gegn v-þýska liðinu Nettlestedt i Evrópukeppni bikarhafa. — Við eigum eftir aö hagnast á þvi að leika gegn Nettelstedt hér i Hafnarfirði, þar sem við eigum - segir Lárus Karl ingason úr Haukum trygga áhangendur og þá er það staöreynd aö viö höfum leikið okkar bestu leiki hér, sagöi Viðar Simonarson, þjálfari og leikmaö- ur Hauka. — Ahorfendur á leiknum hafa hreintekki svo litla þýöingu og ég vonast til, að með þeirra stuön- ingi náum við aö velgja leik- mönnum Nettelstedt undir ugg- um, sagöi Viðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.