Vísir - 03.12.1980, Blaðsíða 17

Vísir - 03.12.1980, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 3. desember 1980 17 VÍSIR I Þ jóöleikhúsinu Nótt og dagur eftir Tom Stoppard Þýðandi: Jakob S. Jonsson Leikstjóri: Gísli Alfreðs- son Lýsing: Kristinn Daníels- son Leikmynd og búningar: Gunnar Bjarnason Leikritið „Night and Day eftir Tom Stoppard er meira en soldið gott leikrit um blaðamenn, sem hætta aldrei að vera blaðamenn, jafnvel ekki i persónulegum sam- skiptum við aðra, — þeir eru blaðamenn nótt og dag, myrkr- anna á milli, nótt sem nýtan dag. „Night and day” er fyndið og umhugsunarvert eftirá. Leikritið „Nótt og dagur” eftir Jakob S. Jónsson og Gisla Alfreðsson, er vcrra en soldið vont, ekkert af- skaplega skemmtilegt og um- hugsunarvert helst hvað varðar skyldleika þess við leikrit Stopp- ards. Það var mér a.m.k. efst i huga að lokinni sýningunni. Óþreyja eftir þvi að fá að sjá verk eftir Stoppard og eftirvænting þegar loks kom að þvi, sat í fyrir- rúmi áður en sýningin hófst. En þau loforð, sem bæði Stoppard, við lestur leikrita hans af bókum, og fregnir af frama þeirra vestan liafs og austan gefa, voru svikin. Hvað veldur? Þýðingin Það kann að vera vandi að þýða Stoppard, en það er ekki ómögu- legt. Til þess þarf þýðanda sem kann ensku, ekki eins og hún stendur i orðabókum, heldur eins og hún er töluð af innfæddum. Einhvern sem skilur hvað liggur að baki orðunum. Það þarf að þýða heilar setningar, hugarfar, persónuleika og það andrúmsloft sem gerir leikritið að þvi sem það er. Auk þess virðist ekki óréttlátt verra en soldið vont Óh, blaðamenn.” Stoppard skrifar manneskjur, ekki blaða- menn. Þvi mennirnir, sem eru að tala, kalla aðeins blaðamenn manneskjur sin á milli. That’s the point! Leiklist: Magdalena Schrain skrif- Dæmi 4: „I wanted to undress him with my teeth”: „Mig langaði til að af- klæða hann með tönnunum.” Skyldi konan ekki meina eitthvað annað? E.t.v. að hana hafi langað til að táldraga hann með orðum, á vitsmunasviðinu? Og nota bene, „Jesus wept” kann að þýða Kristur grætur samkvæmt orðabókinni en skilst tæpast sem blótsyrði á islensku, enda hafa guðsorð sjaldan þá merkingu hérlendis. Djöfull! Listinn með slikum dæmum gæti orðið enn lengri. Það sem furðar mest, er að enginn, hvorki léikstjóri né leikarar, skuli hafa undrað sig á þvi sem sagt er, svo augljósar sem slikar villur eru i orðaskiptum leikritsins. 1 knöpp- um leiktexta skiptir hver setning máli i persónusköpun, þvi riöur á Hvaða snjalli islenski húsgagnaútflytjandi hafði þaðaf að selja enskum yfirstéttarhjónum búsettum i Afriku svona fint sófasctt? að ætlast til þess að skilningur á samhengi sé fyrir hendi i þýðing- unni. Að hver setning sé þýdd með tilliti til þess sem undan fer eða eftir kemur. Nokkur dæmi. Dæini 1: Do y ou know what I mean by a re- latively free press? — I mean a free press which is edited by one of my relatives.” Þýtt: ,Veistu hvað ég á við um tiltölulega frjálsa pressu? Pressu sem er rekin af ættingjum minum.’ Að þessu sögðu hlær sá, er orðin sagði tryllingshlátri.en situr einn að brandaranum. Nefnilega leik Stoppards með orðið relatively og relatives. Viðbrögð leikaranna á eftir verða óskiljanleg. Dæmi 2: Hvað á móðir að gera við son, sem vill verða blaöamaöur? „Tell him it’ll send him blind, and risk psychological damage?” Þýðist: Segja honum að hann veröi blindur af þvi og hætta á sálfræði- legar afleiðingar. Þetta kann aö vera fyndið, en það er enn fyndn- ara ef það er vitað sem er, að litl- um enskum strákum er sagt að þeir verði blindir af þvi að fróa sér. Og aðeins ef það er vitað, skilst athugasemdin næst á eftir : „þessir herramenn kunna kannski ekki að meta kimnigáfu þina”. Hér hefði þurft að þýða merkingu orðanna, ekki oröin sjálf. Ilæmi 3: (Talandi um Viet Nam striðið) Veistu hversu margir voru drepnir i þvi striði? Nei. Fjörutiu og fimm. að hann sér réttur, eigi persón- urnar á annað borð að verða ljósar. Og i leikriti, hvers hnyttni getur legið i einni samtengingu, má hvergi útaf bregða i þýðingu. Það virðist svo sjálfsögð krafa að Þjóðleikhús leiti til besta mögu- lega mannsins með leikrit til þýð- ingar, að maður verður þrumu lostinn, sé það ekki gert. Virð- ingarleysið gagnvart stofnuninni, leikurum og ekki sist áhorfandan- um er slikt að manni blöskrar. Persónutúlkun Fyrsta persónan, sem fram kemur er Guthrie, blaðaljós- myndari. I lýsingu Stoppards sjdlfs, er Guthrie maður á fimmt- ugsaldri. Annað um manninn er e.t.v. matsatriði, en þetta virðist eiga að vera góöur ljósmyndari, alla vega er hann frægur. Guthrie lifir i þeim vitahring að vinna hættulega vinnu, sem hefur gert hann spenntan og raskar svefnró hans. Sú spenna verður þó aöeins losuð meö meiri hættulegri vinnu: að taka myndir er það eina sem hann getur og það eina sem hann kann. Hann er ekki alvitlaus en illa að sér um annað en myndavélar, veit t.d. ekki að einu sinni var til frægt tónskáld sem hét Richard Wagner og verður þvi ekki hissa þó Ruth þykist rugla saman mönnum. Sú mann- vera, sem Hákon Waage lýsir er haldin illkynjuðu ofsóknarbrjál- æöi og ótrúlegt að hún geti tekið nokkra ljósmynd, hvaö þá annað. Fyrsta samtal verksins er á milli Guthrie og Rutar. Rut er e.t.v. sú sem leikritiö stendur og fellur með. Það var hún sem rugl- aði saman Aagerum, en af ásettu ráði. Þvi Rut er slungin. Nafnaruglingurinn er fyrsti vottur þess i verkinu. Það er mik- ill misskilningur að halda að Stoppard setji slikan brandara inn i leikrit að gamni sinu. Hann skrifar ekki brandara brandar- anna vegna, heldur leikritsins vegna. Rut hefur sinar ástæður. Kannski er hún aö tékka á Guthrie. Alla vega er hún að hylma yfir það að hún þekkir Richard Wagner og hún er nógu fljót að hugsa til að láta sér detta eitthvað i hug. Rut segir ekkert að ástæðulausu. Rut er kona i hnot- skurn. Hún leikur rullu hefðar- konunnar sem hún fæddist að visu til að verða, en ekki aðeins þess vegna. Hefðarkona (true lady) er orð fundið upp af samfélaginu, karlasamfélaginu og Rut hagar sér samkvæmt þvi. Inni i sér, finnur hún aðra konu, sjálfa sig og sú brýst út ööru hvoru og hrópar á hjálp. Ekki sist vegna þess að hana grunar, að fái sú kona að leika lausum hala, muni þetta sama samfélag, sem krefst þess að hún sé hefðarkona, kalla hana öllum illum nöfnum, t.d. hóru. Það orð var lika búið til af karlmönnum. (Aths. til þýðanda: „a true lady” þýðir ekki „sönn kona”. Rut veit að karlmennirnir i kringum hana halda þvi fram, en hún veit lika að dæmin sanna að svo er ekki. Það er einmitt mergurinn málsins!) Rut Stopp- ard er vel gefin, vel að sér, sposk og valdamikil þó svo hún sé að- þrengd, einangruð og leið á til- verunni. Hún hagar sér útávið eins og efristéttarfrúin sem hún er, kaupir nærbuxurnar sinar i Marks og Spencer og ekki i Harrods (einmitt!) eins og plebbar og nýlendukallar á borð við Wagner halda að hún geri. Hvað hún hugsar aftur á móti veit enginn nema áhorfandinn. Rut Onnu Kristinar Arngrims- dóttur er ósköp sæt en fremur óaðlaðandi móðursjúklingur, sem pirrar alla i kringum sig. Sú Rut myndi eflaust kaupa nærbrækur i Harrods af þvi hún heldur að það sé fint. Sú Rut myndi eflaust klæðast rauðum kjól úr gerviefni með rykkingum. Sú Rut, sem Anna Kristin lýsir, er illa gefin og lauslát, — einmitt það sem Rut Stoppard er að rökræða við sjálfa sig og ákveða að hún sé ekki! Vegna þessarar túlkunar á Rut, verða hugsanir hennar aldrei skiljanlegar — þessi skræku hróp fram i salinn verða þreytandi og maður óskar þess að hún hætti þeim. Eins og hlutverkið er túlkað, skipta þau hvort eð er litlu máli. Ein ósk i lokin Það væri að bera i bakkafullan lækinn að halda svona áfram við að ræða um meðferð leikaranna á persónum leikritsins. Skilningur á þeim var i öfugu hlutfalli við stærð hlutverkanna og þó ég sé ekki vond kona er ég ekki nógu góðhjörtuð til að nenna að geta þeirra augnablika, sem gerð voru betur en illa. Þau breyta litlu heildarsvip sýningarinnar. Leik- stjóranum er e.t.v. vorkunn meö þennan texta, en sú afsökun ein getur þó ekki talist gild. Þýðandi og leikstjóri hljóta báöir að vera ábyrgir fyrir þvi að efni leikrits- ins fer afskaplega mikið fyrir ofan garð og neðan hjá áhorfend- um. í sýningarlok á áhorfandi varla annars úrkosta en fara i næstu bókabúö, kaupa leikritið eins og höfundur skrifaði það og lesa það soldið betur en aðstand- endur sýningarinnar virðast hafa gert. Að þvi búnu verður sú ósk efst i huganum, aö Þjóðleikhúsinu hafi ekki tekist aö ganga af Tom Stoppard dauðum á tslandi. Ms Enginn kaupir rúm eða sófasett nema skoða vand/ega það feikna úrva/ sem við bjóðum Bfldshöfða 20, Reykjavlk Simar: 81410 og 81199 Umboðsmaður óskast á Höfn, Hornafirði Upplýsingar gefnar i simum: 86671 og 28383 6ÍL4L£IGA Skeifunni 77, Simar 81390 C A11OU MP 50 Canom mf> 50 Fengum nokkrar vélar á ótrúlega góðu verði. Aðeins kr. 1.790 þús. Enginn á markaðnum i dag getur boðið Ijósritunarvélar sem ljósrita á venjulegan pappir á svipuðu verði. Nú er tækifærið, sem býðst ekki aftur Shrifvélin hf Suðurlandsbraut 12 Simi 85277

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.