Vísir - 03.12.1980, Blaðsíða 19

Vísir - 03.12.1980, Blaðsíða 19
Sigurvegaranum Ævari var ákaft fagnab er úrslit lágu fyrir. Ingrid Jónsdóttir sýndi snilldartakta enda hafnaöi hún f ööru sæti. Nemendur úr Jassballettskóla Báru I einu sýningaratriöinu. Nemendur úr Dansskóla Heiöars Ástvaldssonar sýndu nútimadiskódans. l>msjón: Sveinn Guöjónsson Steppararnir úr Dansskóla Sigvalda. Meistaradiskó í Klúbbnum Það var mikið diskóstuð i Klúbbnum á sunnudagskvöldið sl. enda fór þá fram úrslitakeppnin i einstaklingsdiskódansi E.M.I. Sigurvegari var Ævar Birgisson Ólsen, 22ja ára gamall kokkur i Múlakaffi og i verðlaun fær hann þátttökurétt i heimsmeistara- keppni i einstaklingskeppni E.M.I. sem haldin verður i London 12.-14. desember næst komandi og að auki fær hann fritt uppihald i viku i heimsborginni. I öðru sæti var Ingrid Jónsdótt- ir og i þriðja sæti Sigmar Vil- helmsson og voru sigurvegararn- ir valdir af dómnefnd sem skipuð var Heiðari Astvaldssyni, Báru Magnúsdóttur, Björgu Jónsdótt- ur, Sigvalda borgilssyni og Stein- ari Jónssyni en hann var sigur- vegari keppninnar i fyrra. En það var ýmislegt fleira um að vera á danssviðinu i Kiúbbnum þetta kvöld og má þar nefna diskódanssýningu nemenda úr Dansskóla Heiðars Astvaldsson- ar, nemendur úr Jassballettskóla Báru sýndu „pönk-diskó” og nemendur úr Dansskóla Sigvalda steppuðu. Meðfylgjandi myndir tók Ella, ljósmyndari Visis, i Klúbbnum umrætt kvöld. sem minntust ráðningarafmælis sins hjá Sjónvarpinu um helgina taldist mönnum til að i hópnum heföu um áramótin 1965-66 verið 17 manns, og þar af væru 10 enn starfandi hjá sjónvarpinu. Ekki gat allur hópurinn komið þvi við aö mæta til hófsins en eins og myndirnar bera meö sér var kátt á hjalla og greinilega margs skemmtilegs að minnast frá þess- um frumbernskudögum Sjón- varpsins. I A miðri þessari mynd er Þórarinn Guönason , forstööumaöur kvik- myndadeiidar Sjónvarpsins, sem hóf störf sem myndatökumaður fyrir 15 árum. Lengst til vinstri er Anna Eymundsdóttir kona hans, cn hún starfaöi hjá Sjónvarpinu um skeið sem safnvörður, en til hægri eru hjónin Úlfar Svein- björnsson hljóöupptökumaöur og kona hans Kristin Steingrims- dóttir. Hér eru eiginkonur þriggja fyrstu starfsmanna frétta- og fræöslu- deildar Sjónvarpsins, en þær eru, frá vinstri Guörún Arnadóttir, kona Magnúsar Bjarnfreössonar, Elin Bergs, kona ólafs Ragnars- sonar og Steinunn Armannsdóttir, gift Markúsi Erni Antonssyni. I Hér eru þrir þeirra sem lögöu grunninn að tæknideild Sjón- varpsins ,þeir Jón. D. Þorsteins- son vcrkfræöingur, Jón Her- inannsson tæknifræöingur og Örn Sveinsson tæknistjóri scm cnn starfar hjá stofnuninni. Milli þeirra eru til vinstri Dóra Haf- sleinsdóttir, kona Jóns Þorsteins- sonar.og Kolbrún Jóhannesdóttir kona, Jóns Hermannssonar. VisismyndiriEIIn Ellertsdóttir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.