Morgunblaðið - 01.12.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.12.2003, Qupperneq 1
2003  MÁNUDAGUR 1. DESEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A NÝR BORGVARDT ER Á HVERJU STRÁI / B3 nýkominn heim til Íslands frá Nor- egi. Spurður hver ástæðan hefði verið fyrir því að hann ákvað að hætta hjá Molde sagði Ólafur: „Ég var mjög ósáttur við hversu lítið ég fékk að spila og það er helsta ástæðan fyrir því að ég tók þá ákvörðun að hætta.“ Það er óvíst hvað tekur við hjámér núna. Ég veit ekki hvort ég flytji heim eða reyni fyrir mér áfram úti. Það hefur alla vega ekk- ert lið rætt við mig ennþá enda var það í gær sem ég ákvað að segja skilið við Molde,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið í gær en hann var þá Morgunblaðið hefur heimildir fyr- ir því að hans gamla lið, Fylkir, vilji fá hann í sínar raðir á nýjan leik en Árbæjarliðið hefur verið að leita að miðjumönnum í stað Sverris Sverr- issonar og Ólafs Inga Skúlasonar. Ólafur, sem er 28 ára, lék 13 leiki með Molde í norsku úrvalsdeildinni í ár og þar af var hann átta sinnum í byrjunarliðinu. Hann hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undan- farin ár og lék á dögunum sinn 9. landsleik þegar Íslendingar gerðu jafntefli við Mexíkóa í San Frans- isco. Morgunblaðið/Jim Smart Andrius Rackauskas, leikmaður HK, fór mikinn í viðureigninni við Stjörnuna í Ásgarði í gær. Hann skoraði 12 mörk og var markahæstur í Kópavogsliðinu sem vann örugglega, 32:25. Ólafur Stígsson er hættur hjá Molde ÓLAFUR Stígsson, knattspyrnumaður, er búinn að segja upp samn- ingi sínum við norska úrvalsdeildarliðið Molde sem hann hefur leik- ið með undanfarin tvö ár. Ólafur átti eitt ár eftir af samningi sínum en ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í honum í kjölfar þess að fé- lagið ætlaði að lækka hann í launum sem og allra aðra leikmenn liðsins. GUÐJÓN Þórðarson knatt- spyrnustjóri Barnsley var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna sem gerðu 3:3 jafntefli á móti Stockport í ensku 2. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Flestir reikn- uðu með sigri Barnsley enda Stockport á meðal neðstu liða í deildinni „Það fóru margir hlutir úrskeiðis hjá okkur. Við klúðruðum fullt af fínum færum en fengum á okkur ódýr mörk í staðinn. Eftir þessa frammistöðu er sýnt að það er margt sem þarf að lagfæra ef við ætlum að eiga möguleika á að fara upp um deild,“ sagði Guðjón á heimasíðu Barnsley eftir leikinn. Barnsley er í fjórða sæti með 33 stig en í efstu sætum eru QPR með 38 og Plymouth með 37. Guðjón óhress

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.