Vísir - 04.12.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 04.12.1980, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 4. desember 1980 5 VlSIR Jímmy carter: Varar Sovét enn alvarlega við innrás Carter Bandarikjaforseti var- aði i gærkvöldi Kremlstjórnina við þvi, að innrás Sovéthers inn i Pólland mundi leiða til alvarlegr- ar kreppu i samskiptum Sovét- rikjanna við Bandarikin og Vestur-Evrópu. Skýrði forsetinn frá þvi i gær- kvöldi, að Sovétmenn hefðu meiri liðssafnað við pólsku landamærin endæmi væru til um fyrr á friðar- timum. Sagði hann, að slæm sambiið austurs og vesturs vegna innrásarinnar i Afganistan mundi versna enn til muna, ef sovéski herinn réðist einnig inn i Pólland. Yfirstjórn hersins i Pentagon sagði í gærkvöldi, að Sovétmenn væru i' þann veginn að hefja æf- ingar i' loftbardögum yfir landa- mærum A-Þýskalands og Pól- lands. Talsmenn Hvita hússins sögðu, að Carter hefði talið ástæðu til þess að árétta sinar fyrri viðvar- anir og áminningar til Kreml- stjómarinnar vegna hins óvenju- mikla liðssafnaðar Sovétmanna við landamærin. Menn vilja þó ekki ganga út frá því sem visu, að herflutningar þessi þýði örugglega, að Sovét- menn hyggi á innrás. Jarðskjálftasvæðin: ÞJÖFNMIR AUKA ENN A VANDWESIN Þjófar auka á vandræði þeirra þúsunda.sem misst hafa heimili sin i jarðskjálftunum á Suður-tta- liu, en margt það fólk neitar stöðugt að yfirgefa jaröskjálfta- svæðin. Lögreglan segist hafa haft hendur í hári fjölda þjófa sem seilst hafi i hjálpargögn, ætluð hinu bágstadda fólki, eða stundað gripdeildir i yfirgefnum húsum. Þegar hefur einn maður verið dæmdur i 18 mánaða fangelsi fyrirað stela tjöldum, matvælum og fl. Neyðarástandið kemur til um- ræðu i italska þinginu i dag, þar sem Forlani forsætisráðherra mun svara fyrirspurnum. Hörð gagnrýni hefur komið fram á stjórnina vegna seinlegra við- bragða og slælega rekins hjálpar- starfs i upphafi. Liggja frammi 50 fyrirspurnir um málið. Yfirmaður hjálparstarfsins, Giuseppe Zamberletti, viður- kenndi i blaðaviðtölum i gær, að fyrstu þrjá dagana hefði hjálpar- starfið tafist alvarlega. — „Þaö erekki i eðli ttala að gera áætlan- ir fram i timann. Það lá ekki fyrir nein neyðaráætlun”, sagði hann. — Hann upplýsti að fundin væru nú rúmlega 30001 ik og að enn væri saknað um 1000 manna. A meðan þjófar læddust um rústir og yfirgefin hús, kvarta yfirvöld i Napóli undan þvi að heimilislaust fólk, sem fengið hefur inni í skólum borgarinnar, opinberum byggingum og auðum ibúðum spillti húsum og væri ófrómt. — ,,Það hafa verið unnin hin ótrúlegustu skemmdarverk á griðastöðunum og viða allt laus- legt fjarlægt, og jafnvel það, sem skrúfaðer fast, einsog klósettin”, segir starfsmaður borgarinnar. Sjá borgaryfirvöld fram á mik- inn kostnað vegna viðgerða eftir dvöl þessa fólks i byggingunum. A meðan gengurerfiðlega að fá fólk til þess að yfirgefa jarö- skjálftasvæðin, þrátt fyrir rigningarsudda og éljagang. Hafa ekki nema 526 samþykkt að flytja til hótelanna við ströndina. — Ein 6 manna fjölskylda sem flutt hafði til hótels að Amendolara á austurströndinni, sneri aftur til þorps sins, Potenza i gær. „Við viljum heldur reyna að fá inni hjá vinum og kunningjum”, sagði faðirinn. Sovéskur skriðdreki á stræti í Prag.höfuðborg Tékkóslóvakiu.eftir innrás Varsjárbandalagsins 1968. — Óvenjulegur liðssafnaður við landamæri Póilands vekur hjá mönnum kviða um yfirvofandi innrás I Pól- land. Sovéskur her við landamæri Póllanús vekur uue í Varsjá Kommúnistaflokkur Póilands hefur sent frá sér nánast neyðar- kall til pólsku þjóðarinnar og var- ar við alvarlegri hættu, sem steöji að landinu. Foringjar hersins segjast hafa gert áætlanir til þess að bregðast viö neyðarástandi. Þessar tilkynningar voru birtar báðar i gærkvöldi en i Washington tilkynnti Carter Bandarikjafor- seti um leiö, að vart hefði orðið við liðsflutninga sovésks herliðs við landamæri Póllands. „Landar! örlög þjóðarinnar og iandsins hanea nú á blábræði.” var sagt i upphafi tilkynningar flokksins, sem fól i sér alvarlegustu aðvörunina til þessa. Sagði í henn, að Pólland stefndi í efnahagslega og siðferði- lega glötun, ef landsmenn tækju ekki höndum saman til að binda endi á margra mánaða ólgu og togstreitu. Varsjárútvarpið sagði i leiðinni frá fundi f æðstu herstjórn lands- ins, þar sem fram hefðu komið þungar áhyggjur af ástandinu i landinu og þvi lýst sem ógnun við störf rfkisstjórnarinnar sem gæti orðið til þess að veikja varnir landsins. í tilkynningunni sagði að við herráöinu „blöstu nú sér- stök verkefni einsog ástatt væri.” Er þetta í fyrsta sinn i ár, sem herforingjar landsins láta frá sér heyra vegna ástandsins. 1 Varsjá var þó allt með friði og spekt, og ekki að sjá neinn ótta á mönnum. Fyrr i gær hafði Kania lýst þvi yfir, að stjórnin væri nú komin vel á veg með að leysa stjórnmálaleg og efnahagsleg vandræði landsins. Siðasta vika hefur verið sú friðsamasta i fimm mánuði á vinnumarkmarkaönum, og verður ekki séö þar nein sérstök ástæða fyrir þessum yfirlýsing- um einmitt núna. Vekur það um leið nokkra furðu, að þær skuli ekki komafram fyrren sólahring eftir að fundi miðstjórnarinnar lauk. Skýra menn það helst á þann veg, að stjórnin i Varsjá hafi fyllst óhug af fréttum um liös- safnað Sovétmanna við landa- mærin og að hún vilji nú vara þjóðina við hættunni — án þess að visa beint á Rauða herinn. Gefst UPD við borpaiiinn Tilraunum til þess að koma norska borpallinum Alexander Kielland aftur á réttan kjöl hefur nú vcrið hætt. Verður borpallin- um nu leyft aö siga aftur i djúpið á hvolf, cn á sibustu tveim vikum hafði tekist aö rétta hann nær til hálfs. Talsmaður tryggingafélagsins, scm að björgunartilraununum hefur staðið, segir, að þessi á- kvörðun hafi verið tekin vegna skorts á samvinnu norskra yfir- valda, sem þurft heföi til þess að lyfta þessu Grettistaki. Trvggingafélagið hefur þó ekki afskrifaö borpalíinn með öllu. Fluttlr f hungur- verktallinu á sjúkrahús frsku hryöjuverkamennirnir sjö, sem hafa nú fastaö i fjörutíu daga, i fangelsi i Belfast, voru lagðir i fyrradag inn á fangclsis- sjúkrahús. Yfirvöld scgja, aö liðan þeirra hafi ekki hrakað merkjanlega siðustu viku, en i öryggisskyni hafi þeir verið fluttir þangað, sem læknishjálp er tiltækari, i örygg- isskyni. Fangarnir hafa ckki þegið ann- aö en saltvatn frá þvf 27. októbcr, og segjast munu svelta sig til dauöa, ef þcim verði ckki veitt réttindi pólitiskra fanga og hljóti meöferð sem slikir. Fanlabrögð Læknari Nýju-Dellii telja litlar sem engar Ifkur á þvi, að veita megi tveim ungum Indverjum aftur sjón, en þeir segjast úr hópi 31 fanga, sem lögreglan i Biliar á N-Indlandi blindaði i prisundinni. Komu ungu mennirnir fyrir hæstarétt i Delhi og sögöu af þvf, að sex lögreglumenn hefðu f Bhagalpur-fangelsinu siðasta október haldiö þeim föstum og stungið hjólhestateinum i augu þeirra, en hellt siöansýru i sárin. Rétturinn úrskurðaði að tnenn- irnir skyldu þegar i stað lagöir inn á sjúkrahús til augnlækninga, en læknarnir segja augu þeirra svo sködduð, aö batavonir séu litlar sem engar. Mál þetta bar á góma t ind- verska þinginu i fyrradag, og sagði Indira Gandhi forsætisráð- herra, að henni heföi orðiö illt, þcgar hún frétti af þessum hrottalegu aðferðum lögreglunn- ar i Bihar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.