Vísir - 04.12.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 04.12.1980, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 4. desember 1980 VÍSLR 9 Hverjir koma i veg fyrir viö- gerð og nýtingu Víðishússins? A undanförnum þremur árum hefur Viðishúsið að Laugavegi 166öðru hverju verið til umræðu idagblöðum og rikisfjölmiðlum, sérstaklega sjónvarpi. 1 þessari umfjöllun hefur oft verið vitnað i stjórnmálamenn og einstaka embættismenn rikisins vegna kostnaðar við lagfæringu á hús- inu. » Þegar húsið var keypt fyrir u.þ.b. þremur árum var það ætlað fyrir Menntamálaráðu- neytið svo og Rikisútgáfu náms- bóka og skólavörubúð og siðar Námsgagnastofnun eftir að lög um hana voru sett vorið 1979. Á þessum tima hafa engar lagfæringar á húsinu átt sér stað og ástand þess versnað dag frá degi. Námsgagnastofnun er ætlað rými á tveim fyrstu hæðunum og samkvæmt fyrstu hönnun hálfri þriðju og hefur ekki getað flutt þangað og hafið að byggja upp starfsemi sina samkvæmt lögum og reglugerð vegna ástands hússins. An lagfæringa á húsinu að ut- an er það ekki nothæft og i nú- verandi ásigkomulagi er það heldur ekki söluhæft. Gr það ætlan stjörnvalda að láta þessa fasteign sina grotna niður og verða verðlausa og ónothæfa? Hverjir eru það sem koma i veg fyriraðhúsiðsé lagfært og verði hið fyrsta nýtt fyrir einhverjar stofnanir rikisins? Þakið á dagskrá Eftir þvi sem mér er kunnugt eru margar stofnanir rikisins i leiguhúsnæði og það af dýrara taginu m.a. sjálft menntamála- ráðuneytið. Hver hæð i Viðis- húsinu er rúmlega 1000 ferm. og þætti mörgum sæmilegt rými. Mér hefur verið tjáð að i frumvarpi til fjárlaga sé að finna fjárveitingu til að lagfæra þak hússins en ekki til lag- færingar á gluggum eða húsinu að utan að öðru leyti svo það geti talist nothæft. Samkvæmt þessu virðist mega ráða að á ár- inu 1981 eigi að lagfæra þakk hússins og megi þá e.t.v. gera þvi skóna að á árinu 1982 verði gluggamir teknir fyrir og hús- skrokkurinn 1983. Ekki er kyn þótt keraldið leki. Fróðlegt væri að fá tölur um sparnað á liðnum þremur árum ef húsið hefði verið lagfært og nýtt samkvæmt upphaflegum áætlunum. Kvartanir vegna útlits Fýrir nokkrum vikum voru stofnuð samtök hér I Reykjavik til að koma í veg fyrir að skipulag borgarinnar stangaðist á við mannlif og móður náttúru og var þá komið i veg fyrir ákveðnar byggingarfram - kvæmdir. E.t.v. væri þörf fyrir samtök sem beittu sér fyrir þvi að eigendur húsa og lóða sæju sóma sinn í þvi að ganga vel frá eignum sinum. Margir eiga leiö um Lauga- veginn, Nóatún og Brautarholt, Reykvikingar sem og aðrir,og c.Fróölegt væri að fá tölur um sparnað á liðnum þremur árum ef húsið hefði veriö lagfært og nýtt sam- kvæmt upphafiegum áætlunum”. mörg fyrirtæki eru i næsta ná- grenni auk fjölbýlishúsa. Það væri án efa forvitnilegt fyrir þessa aðila að vita hvort borgaryfirvöld i Reykjavi'k hafi séðástæðu til að kvarta viðeig- endur Viðishúss vegna útlits þess og umhverfis. Asgeir Guðmundsson neöanmcds Ásgeir Guðmundsson, forstjóri Námsgagna- stofnunar, fjallar hér um Víðishúsið, sem ríkið keypti fyrir þremur árum, og varpar fram ýmsum spurningum i því sambandi,meðal ann$rs: „Er það ætlan stjórn- valda að láta þessa fast- eign sína grotna niður og verða verðlausa og ónot- hæfa." Þá er lokið allháværu og sviptivindasömu þingi Alþýðu- sambands Islands og einhvern veginn er það svo að flestir virð- ast jafn nær um hvað sé fram- undan hjá þessum stærstu laun- þegasamtökum landsmanna. Allar fréttir af þinginu snerust um „plott” i hornum og bakher- bergjum, menn virtust jafnvel ganga út frá þvi sem gefnu að allt, sem sagt væri um hagsmunamál á þessu þingi miðaðist við það eitt að hafa áhrif á atkvæðagreiðslur um embættismenn. Eftir að ljóst var hvernig þær fóru lá við að menn tækju ekki eftir þvi hven- ær þinginu lauk, hvað þá heldur að menn hefðu áhuga á þvi hvaða afgreiðslu þeir mála- flokkar fengju, sem gætu skipt sköpum fyrir þjóðina alla. Risi á brauðfótum? Ég lét einhvern timann að þvi liggja i greinarkorni hér á þess- um stað að samlikingin um risa á brauðfótum ætti ekki siður við um Alþýðusamband Islands en ónefndan stjórnmálaflokk, sem undanfarið hefur stundum verið nefndur þessum nöfnum. Hræddur er ég um að þetta siðasta þing hafi ekki afsannað þá skoðun, þótt sjálfsagt sé að viðurkenna að forysta sú sem valin hefur verið virðist sterk og líkleg til að halda skynsamlega á spilum fyrir hönd launþega. Forystumenn ASl hafa á undanförnum -raunar alla tið — verið háværir i gagnrýni sinni á islenskt þjóðfélag og þeir hafa löngum talið sig boðbera jafn- réttis og lýðræðis. En er ekki kominn timi til þess fyrir þessi öflugu og mannmörgu samtök að fara aðlita i eigin barm. Gæti ekki svo farið að gagnrýni inn á við væri eins þýðingarmikil þessu þjóðfélagi nú eins og að HVERT NÚ? fylgjast náið með i grannans garði? Hvergi meira launamisrétti? Ætli launamisrétti sé ekki óviða meira i islensku þjóðfélagi en i röðum félagsmanna Alþýðubsambands Islands? Ætli að mestu hátekjumennirnir þar hafi ekki nokkuð margföld laun þeirra, sem minnst bera úr býtum? Hún var athyglisverð rödd verkalýðskempunnar Jóhönnu Egilsdóttur, sem sagði á 99. afmælisdeginum sinum, að henni virtist launamisréttið all- taf vera að aukast. Það skyldi nú aldrei vera að brjóstvit gömlu konunnar hafi þarna reynst snjallara útreikningum pólitiskra reiknimeistara. 1 hvert skipti sem nýir kjara- samningar eru gerðir virðist á pappirum aðalkjarasamnings- ins þokast i jafnréttisátt. En blekið er varla þornað þegar i ljós kemur að i ýmsum útúrdúrum hefur sú stefna, sem þar var mörkuð, verið brotin niður. Þessa dagana horfum við upp á alls kyns skripaleiki á vinnu- markaðnum. Þegar samningar höfðu náðst við ASÍ um heildar- kjarasamning önduðu menn léttara og héldu að friður væri kominn á. Menn héldu i ein- feldni sinni að allir aðrir tækju þá sér til fyrirmyndar og þá stefnu sem þar var mörkuð og virtist i gullnu samræmi við allt, sem sagt hefur verið I hátiða og skálaræðum undanfarin ár! En það var nú ööru nær. Allt logar enn i illdeilum á vinnumarkað- num, þegar þetta er skrifað. Hátekjuhópar i ýmsum stéttum herða nú þumalskrúfurnar og krefjast meira i sinn hlut. Þarna er ekki átt við félaga ASl nema að sáralitlum hluta, þar koma aðrir til. A allt þetta starir verð- bólgudrukkið þjóðfélag sljóum augum, svolitið hissa með köflum, en lætur sér siðan fátt um finnast. þvi auövitað hafa allir rétt til að heimta meira til sin, eða hvað? Fyrir hverja er barist. Fer ekki að verða kominn timi til að Alþýðusamband Islands, og þá fyrst og fremst forysta þess, geri sér grein fyrir þvi fyrir hverja það er? Er það hlutverk sambandsins að berj- ast fyrir hlutfallslega bættum kjörum þeirra sem minna mega sin i þjóöfélaginu, eða er það stefnaþess að styðja aliar kröfur um þykkari launaumslög, hverjir sem i hlut eiga og þótt það rýri jafnframt hlutfallslega hlut þeirra sem lakast eru settir? Er ekki orðið of mikið af neöanmdls Magnús Bjarnfreósson gerir Alþýöusambands- þingíöaö umræöuefni, og þá kjarabaráttu sem ASí heur beitt sér fyrir. Hann ræðir um launa- frumskóginn og verk- föllin sem nú vofa yfir eftir aö búiö er að ganga frá almennum kjara- samningum. feimnismálum og heilögum kúm i kjarabaráttu á Islandi? Getur verið að verkfallsréttur- inn, sem launþegar virðast margir taka fram fyrir faðir- vorið, sé að verða verkalýðs- hreyfingunni fjötur um fót i raunverulegri kjarabaráttu, vegna þess hve illilega hann er misnotaður á stundum? Væri svo fráleitt verkefni fyrir nýja forystu ASl að beita sér fyrir nýjum „notkunarreglum” á verkfallsrétti, áður en þjóðin öskrar á aðgerðir stjórnvalda i þessum efnum? Og hvað um launafrumskóg- inn? Verkalýðsforystan kvart- ar á stundum yfir þvi, hve litinn þátt hinir aimennu félagsmenn taka i 'stefnumótun og félags- málum. Til hvers ættu mennir- nir að vera að sækja fundi? Þeir skilja hvort eð er ekki nema litið af þvi sem mennirnir i ræðustólnum segja þeim, sem ekki er von, þvi mennirnir i ræðustólnum skilja þaö ekki heldur! Launataxtar, félags- málapakkar og alls kyns sjóða- gjöld skipta hundruðum, ef ekki þúsundum og það botnar enginn maður i þeim lengur. Jú, fyrirgefið, mér er sagt að EINN maður á landinu skilji nokkurn vegin öll ákvæðin um verka- mannavinnuna oghans úrskurði hlýði allir, jafnt launþegar sem atvinnurekendur, þvi það kosti svo mikið að komast að þvi hvort hann segi satt, að það hreinlega borgi sig ekki! Gæti ekki verið að launþegar færu að taka meiri þátt i félags- starfinu, ef þeir skildu hvað um er verið að berjast? Þegar verkalýðshreyfingin stóð með blóma þá vissu allir nákvæm- lega hvaö þeir höföu i laun og lika hvað hinir höfðu. Nú vita það fáir, ef nokkrir! Vonandi tekst hinni nýju forystu að lyfta verkalýðshreyf- ingunni upp úr þeirri andlegu lægö, sem hún hefur verið i. A þvi er mikil þörf þvi heilbrigð og sterk verkalýðshreyfing er einn af hornsteinum nútima lýðræðisþjóðfélags. Magnús Bjarnfreðsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.