Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ  ÍVAR Ingimarsson var í liði Reading sem lagði Watford, 2:1, í ensku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardag. Heiðar Helguson var ekki í liði Watford en hann er á batavegi eftir erfið meiðsli á hné. Rúmlega 14.500 áhorfendur sáu leikinn en Reading er sem stendur í sjötta sæti deildarinnar með 34 stig.  WBA lið Lárusar Orra Sigurðs- sonar er í efsta sæti með 40 stig. Lárus Orri var ekki með er liðið vann Nottingham Forest, 3:0, á úti- velli en Lárus Orri er að ná sér eftir hnémeiðsli. Brynjar Björn Gunn- arsson var í byrjunarliði Forest en var skipt útaf á 64. mínútu í stöð- unni 2:0. Forest er í 13. sæti með 26 stig.  ÞÓRÐUR Guðjónsson kom ekki við sögu er lið hans Bochum gerði markalaust jafntefli gegn Stutt- gart, efsta liði þýsku úrvalsdeild- arinnar, í knattspyrnu á laugardag. Þórður var í leikmannahóp liðsins en kom ekki inná. Bjarni Guðjóns- son var ekki í liðinu en hann er meiddur.  HELGI Kolviðsson lék ekki með Kärnten sem tapaði á heimavelli fyrir Salzburg, 3:0, í austurrísku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Helgi og félagar eru í botnsæti deildar- innar.  CLAUDIO Pizarro skoraði bæði mörk Bayern München sem gerði jafntefli gegn Köln í München.  STUTTGART er sem fyrr í efsta sæti með 34 stig að loknum 14 um- ferðum. Werder Bremen er í öðru sæti með 32 stig en liðið gerði 1:1 jafntefli gegn Hamburg á úti- velli. Bayern Leverkusen er í þriðja sæti með 31 stig en liðið gerði 2:2 jafntefli gegn 1860 München á heimavelli.  HERTHA Berlin er í næst neðsta sæti eftir 3:1 ósigur fyrir Schalke á heimavelli sínum í Berlín í gær. Denis Lapaczinski kom heima- mönnum yfir en Niels Oude Kamphuis, Tomasz Waldoch og Gerald Asamoah sáu um að tryggja Schalke sætan sigur.  BAYERN München varð að láta sér lynda 2:2 jafntefli gegn Köln á heimavelli sínum. Claudio Pizarro skoraði bæði mörk Bæjara.  DORTMUND sem hampaði þýska meistaratitlinum á síðustu leiktíð er algjörlega heillum horfið þessa dag- ana. Dortmund lá fyrir Hansa Ro- stock í gær, 2:1, og er í fimmta sæti, 11 stigum á eftir toppliði Stuttgart. Martin Max skoraði bæði mörk Hansa Rostock en Brasilíumaður- inn Ewerthon mark Dortmund.  LEVERKUSEN komst í hann krappan gegn 1860 München. Lev- erkusen lenti 2:0 undir á heimavelli sínum en Robson Ponte og Lucio tókst að jafna metin fyrir Lever- kusen sem er í þriðja sæti deild- arinnar.  ANDRIY Shevchenko skoraði bæði mörk AC Milan sem sigraði Modena, 2:0, í ítölsku A-deildinni í knattpyrnu í gær. AC Milan og Roma eru í toppsætunum en bæði hafa þau 27 stig, einu meira en meistarar Juventus.  ROMA átti ekki í vandræðum með Lecce og sigraði, 3:1. Ales- andro Mancini, Norðmaðurinn John Carew og Fransesco Totti skoruðu mörk Rómverja.  INTER náði heldur betur að hífa upp um sig buxurnar en eftir 5:1 skellinn á móti Arsenal í Meistara- deildinni í síðustu viku lagði Inter meistara Juventus á útivelli, 3:1. Julio Ricardo Cruz, sem kom inn í lið Inter í stað Christians Vieri sem er meiddur, skoraði tvö marka Int- er og Obafemi Martins eitt. Paolo Montero skoraði mark Juventus og minnkaði muninn í 3:1. FÓLK Egill Jónasson leikmaður úrvals-deildarliðs Njarðvíkur í körfu- knattleik hefur vakið athygli það sem af er vetri. Egill er sonur Jón- asar Jóhannesonar sem gerði garð- inn frægann sem miðherji Njarðvík- ur á árum áður en hann hætti að leika í úrvalsdeild árið 1985. Egill hefur verið iðinn við að verja skot andstæðinga sinna í vetur enda er hinn 19 ára gamli nemi 2,14 m. á hæð, og er með hávaxnari mönnum landsins. Egill sat í áhorfendastúku íþrótta- hússins í Njarðvík er Morgunblaðið hitti að hann að máli á dögunum. Framundan var skotæfing hjá lið- inu, lokaundirbúningur fyrir leik liðsins á útivelli gegn Haukum. „Það verður ekkert hlaupið í dag, en það hefur verið mikið álag undanfarnar vikur,“ segir Egill en hann stóð sig vel er Njarðvík lagði Keflavík í úr- slitaleik Hópbílabikarkeppninnar á dögunum. „Við höfum sett okkur markmið fyrir veturinn og fyrsti tit- illinn er nú þegar í höfn og þá eru að- eins þrír titlar eftir. Ekki satt?“ spyr Egill og er greinilega sannfærður um að Njarðvík geti unnið fleiri titla á keppnistímabilinu. Hent til og frá Inn í íþróttasalinn ganga lands- liðsmennirnir Friðrik Stefánsson og Páll Kristinsson, báðir um 2 metrar á hæð. Friðrik er líkamlega sterkur og Páll hefur vaxið á því sviði und- anfarin ár, og segir Egill að stund- um sé erfitt að eiga við þá félaga á æfingum liðsins. „Þeir henda mér til og frá enda er ég enn mun léttari en þeir og ekki eins sterkur og þeir eru í dag. En það er frábært að hafa þá á æfingum og ég get ekki annað en eflst við að glíma við þá nánast á hverjum degi,“ segir Egill en hann hefur verið viðloðandi Njarðvíkur- liðið undanfarin tvö ár án þess að láta mikið að sér kveða. Þegar Egill var 15 ára gamall var hann hættur að æfa körfuknattleik, var leiður á íþróttinni en á þeim tíma var hann um 2 metrar á hæð en mjög grannur. „Ég var hundleiður á körf- unni eftir að hafa æft í um tíu ár á þeim tíma, en Friðrik Ragnarsson þjálfari minn dró mig á flot á ný eftir tveggja ára hlé. Þá var ég 2,08 m. á hæð. Undanfarin tvö ár hef ég því verið að ná mér á strik á ný líkam- lega, en ég þurfti að byrja alveg frá grunni. Það var gott að byrja á ný enda var ég að mestu bara heima að gera ekki neitt, og ég fann að það var rétt ákvörðun að byrja aftur.“ Egill hefur undanfarið ár fengið styrk frá afrekssjóði Íþrótta- og Ól- ympíusambandi Íslands. Styrkinn hefur hann notað til þess að kaupa fæðubótarefni auk þess sem hann hefur verið í stífum styrktaræfing- um og lyftingum. Fríða Rún Þórð- ardóttir næringarfræðingur hefur séð til þess að Egill skipuleggur fæðuval sitt betur en áður. „Er að reyna að fitna“ „Ég er einn af þeim fáu sem eru að reyna að fitna. Það gengur ágæt- lega að þyngjast, en ég verð seint talinn vera feitur,“ segir Egill en hann hefur þyngst um rúm 12 kg. frá því að hann fór að lyfta lóðunum. „Ég er sá fyrsti úr hópíþrótt sem fær slíkan styrk og það hefur verið ánægjulegt en ég er ekki nema 86 kg. í dag og á langt í land enn sem komið er. Frikki og Palli munu því geta hent mér til í teignum í vetur en ég get vonandi staðið þá af mér í framtíðinni.“ Egill þarf hinsvegar að vera þol- inmóður því álagið er mikið sem stendur og ef eitthvað er léttist hann á meðan keppnistímabilið stendur yfir. „Ég er að leika með unglinga- og meistaraflokki, það er æft nánast á hverjum degi og ég brenni því miklu á þessum tíma ársins. Þrisvar í viku fer í lyftingasalinn og það er í raun aðeins til að halda mér við. Sumarið er tíminn Sumarið er tíminn til þess að þyngjast og undanfarin tvö ár hef ég náð að þyngjast á sumrin og haldið því við yfir veturinn.“ Egill bætir því við að móðir hans sé dugleg að ýta matnum að honum. „Mamma sér til þess að maður borðar vel og hún set- ur aukaskammt á diskinn og hvetur mig til þess að borða vel. Hinsvegar er ég þannig gerður að ég brenni miklu.“ Egill er fjölhæfur leikmaður þrátt fyrir að hann láti mest að sér kveða undir körfunni. „Ég myndi segja að ég sé miðherji sem getur farið hratt upp völlinn og skotið fyrir utan þriggja stiga línuna ef því er að skipta. Það er líka gaman að verja skot frá andstæðingum okkar,“ seg- ir Egill en hann hefur m.a. varið 9 skot í úvalsdeildarleik en mun fleiri í leikjum með unglingaflokki. Gaman að verja skot „Eftir að hafa varið skot líður mér eins og ég hafi troðið knettinum í körfuna. Í unglingaflokki gengur þetta mun betur og ætli ég sé ekki að verja þetta 10-15 skot í leik.“ Há- Hinn 19 ára gamli Njarðvíkingur Egill Jónasson hefur vakið Morgunblaðið/Sverrir Egill fer létt með að troða knettinum í körfuna og er hér með hendurnar hátt yfir körfuhringnum sem er í 3,05 metra hæð. „Ég er að reyna að fitna“ Hávaxnir körfuknattleiksmenn á Íslandi eru vandfundnir. Hinn 19 ára gamli Njarðvíkingur Egill Jónasson hefur vakið athygli í vetur þar sem hann hefur verið iðinn við að verja skot frá andstæðingunum. Sigurður Elvar Þórólfsson ræddi við hinn 214 sentimetra háa leikmann á heimavelli hans en Egill er í mjög sérstakri aðstöðu þar sem hann fær styrk frá afrekssjóði ÍSÍ til þess að hann geti þyngst með skipulögðum hætti. Íþróttir Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.