Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 9
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 B 9 GRÉTAR Rafn Steinsson leikmaður knattspyrnuliðs ÍA hefur ekki samið við félagið á ný en samningur hans við liðið rennur út um áramótin. Grétar lék ekkert með ÍA á lokakafla Íslandsmótsins þar sem að hann sleit kross- band í hné í leik gegn Þrótti hinn 24. júlí. Grétar sagði við Morgunblaðið í gær að hann væri að velta ýmsum kostum fyrir sér. „Ég hef rætt við ÍA en ekki samið formlega við félagið. Það verður líklega ekki fyrr en í febrúar sem ég ákveð hvað ég ætla mér að gera,“ sagði Grétar Rafn en hann mun halda til Hollands á næstunni og dvelja rétt utan við Amsterdam í 1–2 vikur hjá sjúkraþjálfara sem sérhæfir sig í meðhöndlun íþróttamanna sem hafa slitið krossband. Ég hef verið að æfa mikið undanfarnar vikur og ætla mér að ná fullum styrk í hnénu áður en ég ákveð hvar ég leik á næsta ári. Hollensku liðin Waalwijk og NAC Breda hafa áhuga sýnt mér áhuga og ég væri líklega búinn að semja við Waalwijk ef ég hefði ekki slitið kross- bandið. Umboðsmaður minn í Hollandi sagði mér frá einu liði til viðbótar en ég skildi hann illa og hreinlega man ekki hvaða lið það er,“ sagði Grétar Rafn. Hann fer til Hollands öðru sinni í janúar í endurhæfingu og telur að útlitið sé ágætt hjá sér hvað meiðslin varðar. „Þetta er allt á réttri leið og ég nota hvert tækifæri til þess að æfa mig,“ sagði Grétar Rafn en hann var við æfingar í gær er stórleikur Manchester United og Chelsea fór fram. Waalwijk og Breda hafa áhuga á Grétari Rafni Morgunblaðið/Árni Sæberg Svo kann að fara að Siglfirðingurinn Grétar Rafn Steinsson leiki ekki með bikarmeistaraliði Skagamanna á næsta sumri. HERMANN Maier tvöfaldur Ól- ympíumeistari frá Austurríki sigr- aði í dag í risasvigi á heimsbik- armóti sem fram fór í Lake Louise í Kanada. Maier hefur átt erfitt upp- dráttar í skíðabrekkunni frá því að hann slasaðist alvarlega í umferð- arslysi fyrir rúmu ári. Maier kom í mark á 1.36,69 mín og var 26/100 á undan landa sínum Michael Walchhofer. Sigur Austur- ríkismanna var þrefaldur því Stephen Eberharter varð þriðji á 1.37,24 mín. „Ég er mjög glaður. Þetta var frábær frammistaða,“ sagði Maier en hann hefur nú unnið sigur í risa- svigi á 18 heimsbikarmótum á ferli sínum. Maier fyrst- ur í Kanada VÖLSUNGUR frá Húsavík varð í gær Íslandsmeistari í 1. deild karla í innanhússknattspyrnu í fyrsta sinn þegar liðið bar sigurorð af Val, 3:2, í úrslitaleik í Laugardalshöll í fram- lengdum leik. Jóhann Hreiðarsson kom Valsmönnum yfir en Róbert Skarphéðinsson jafnaði fyrir Húsvík- inga. Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrir- liði Vals, kom Hlíðarendaliðinu yfir á nýjan leik en Hermann Aðalgeirsson reyndist hetja Vöslunga. Hermann sem lék í markinu jafnaði í 2:2 með þrumuskoti og skoraði svo sigur- markið í framlengingu. Í undanúrslitum lagði Völsungur lið Skagamanna, 2:1, og Valur hafði betur á móti FH, 3:2. Árið hefur því verið gjöfult fyrir Húsvíkurliðið því það sigraði í 2. deildinni í sumar og leikur í 1. deild á næstu leiktíð. ÍR, Tindastóll, Afturelding og Smástund féllu í 2. deild. Valur sigraði í kvennaflokki Í kvennaflokki hrósaði Valur sigri en Valskonur burstuðu ÍBV í úrslita- leik, 7:1. Laufey Ólafsdóttir og Pála Einarsdóttir skoruðu tvö mörk hver fyrir Val og þær Dóra María Lárus- dóttir, Dóra Stefánsdóttir og Guð- björg Gunnarsdóttir, markvörður, skoruðu eitt mark hver. Mark Eyja- liðsins skoraði Elena Einisdóttir. Í undanúrslitunum hafði Valur bet- ur á móti ÍA, 3:0 og ÍBV bar sigurorð af KR, meisturum síðasta árs, 2:1. Morgunblaðið/Jim Smart Arngrímur Arnarson, fyrirliði Völsungs, glaður í bragði með Íslandsbikarinn enda í fyrsta sinn sem félagið vinnur hann. Morgunblaðið/Jim Smart Íris Andrésdóttir, fyrirliði Vals, smellti kossi á Íslandsbikarinn þegar hún hafði tekið á móti honum að loknum úrslitaleiknum. Völsungur meistari í fyrsta sinn  DAGUR Sigurðsson skoraði 2 mörk fyrir Bregenz þegar lið hans hafði betur á móti Bärnbach, 25:22, í austurrísku 1. deildinni í hand- knattleik í gær. Lærisveinar Dags eru í efsta sæti með 19 stig, þremur meira en Wolfhose.  ANJA Pärson frá Svíþjóð hefur byrjað skíðavertíðina vel. Á föstu- dag sigraði hún í stórsvigi í heims- bikarkeppninni og á laugardag varð hún hlutskörpust í svigi. Sonja Nef frá Sviss varð önnur og Marlies Schild frá Austurríki þriðja.  ÞAÐ skiptust á skin og skúrir hjá körfuknattleiksmanninum Allen Iverson í leikjum helgarinnar í NBA-deildinni. Iverson sem er stigahæsti leikmaður deildarinnar skoraði aðeins 12 stig í leik með liði sínu Philadelphia 76’ers gegn Ind- iana aðfaranótt laugardags en í gær hrökk hinn knái bakvörður í gang er hann skorað meira en helming stiga liðsins í 98:86 sigri liðsins gegn Atlanta Hawks.  IVERSON skoraði alls 50 stig í leiknum og er það besti árangur hans á leiktíðinni en í sjötta sinn á hans ferli sem hann skorar 50 stig eða meira. Iverson tók 34 skot í leiknum og hitti úr 20 þeirra, þar af 4 af alls 7 þriggja stiga skotum sín- um í leiknum.  ÓÐINN Ásgeirsson skoraði 10 stig og tók 8 fráköst er lið hans Ulriken frá Bergen tapaði gegn Asker í norsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gæ, 91:85. Asker er norskur meistari og lék á heima- velli. Óðinn lék í 23 mínútur, varði eitt skot, tapaði knettinum tvívegis og fékk tvær villu. Ulriken er í þriðja sæti með 16 stig að loknum 11 leikjum en Asker er í öðru sæti með 16 stig að loknum 12 leikjum. Bærum er í efsta sæti með 18 stig eftir 11 leiki.  BRASILÍSKI sóknarmaðurinn Rivaldo hefur náð samkomulagi við forráðamenn AC Milan um að fá að yfirgefa félagið þegar leikmanna- markaðurinn opnar í janúar. Riv- aldo lét hafa eftir sér um helgina að hann gæti vel hugsað sér að leika með Chelsea.  SKOSKA meistaraliðið Glasgow Rangers ætla að stokka upp í sínum herbúðum á næsta ári. Þrír af reyndari leikmönnum liðsins hverfa á braut, Norðmaðurinn Henning Berg, Hollendingurinn Ronald De Boer og Michael Mols. Rangers marði Hibernian, 1:0, á laugardag- inn og skoraði Stephen Hughes sig- urmarkið á lokamínútunni.  CELTIC hefur fimm stiga forskot á Rangers á toppi skosku úrvals- deildarinnar. Celtic sigraði Partick Thisle, 3:1, um helgina og skoraði Chris Sutton tvö marka Celtic og Henrik Larsson eitt. FÓLK Rúnar og Marel á skotskónum RÚNAR Kristinsson og Marel Baldvinsson skoruðu sitt markið hvor fyrir Lokeren sem vann verðskuldaðan útisigur á Antwerpen, 3:0, í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu. Rúnar skoraði annað markið úr vítaspyrnu og Marel innsiglaði öruggan sigur Lokeren þegar hann skallaði laglega í netið fyrir aukaspyrnu Rúnars. Rúnar, Marel og Arnar Þór Viðarsson léku allan leikinn fyrir Lokeren. Marel kom inn í liðið fyrir Arnar Grétarsson, sem er meiddur í nára. Marel sýndi loks hvað í honum býr en hann átti mjög góðan leik. Þetta var þriðji sigur Lokeren á leiktíðinni og með honum tókst liðinu að lyfta sér upp úr fallsæti upp í fjórtánda sætið af átján liðum og hefur 12 stig. Fer Arnar í uppskurð? Arnar þarf að öllum líkindum að gangast undir uppskurð vegna þrálátra verkja í nára sem plagað hafa hann í marga mánuði. Arnar fer í dag til Dr. Martens eins frægasta íþróttaskurðlæknis í Evrópu í dag en hann hefur meðal annars skorið upp Arnór Guð- johnsen, Guðmund Benediksson, Marco Van Basten og Ruud Van Gullitt svo einhverjir séu nefndir. „Ég á að mæta til hans á mánudagsmorgun (í morgun) en hann sagði mér að ég mætti alveg búast við því að verða skorinn upp. Verði það rauninn má reikna með að ég verði frá æfingum og keppni næstu tvo til þrjá mánuðina,“ sagði Arnar við Morgunblað- ið.Indriði Sigurðsson var í byrjunarliði Genk sem tapaði óvænt fyr- ir Beveren, 3:1. Indriða var skipt útaf á 82. mínútu leiksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.