Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 12
BJARNI Þorsteinsson, knatt- spyrnumaður, sem leikið hef- ur með Molde í Noregi heldur til Danmerkur í dag þar sem hann verður til reynslu hjá úrvalsdeildarliðinu AGF. Ólafur H. Kristjánsson er að- stoðarþjálfari AFG en liðið er að leita að varnarmanni og ætlar að skoða Bjarna. „Það hefur ekki verið rætt um neinn samning enn sem komið er en það kemur í ljós hvort eitthvað verður úr þessu hjá AGF í vikunni. Ég fékk reyndar nýtt tilboð frá Molde á föstudag. Tilboð sem er mun betra en ég hafði áð- ur fengið en ég hef sagt for- ráðamönnum Molde að ég ætli ekki að vera lengur hjá liðinu,“ sagði Bjarni við Morgunblaðið í gær. Íslandsmeistarar KR vilja fá Bjarna á nýjan leik í sínar raðir og sagðist Bjarni hafa fengið tilboð frá vesturbæj- arliðinu og þá hafa Fylk- ismenn lauslega rætt við Bjarna en hafa ekki gert hon- um tilboð. Bjarni til reynslu hjá AGF FÓLK  GUÐJÓN Valur Sigurðsson skor- aði 6 mörk og var markahæstur í liði Essen sem burstaði Stralsunder, 32:20, í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik í gær.  GYLFI Gylfason skoraði 7mörk fyrir Wilhelmshavener og var markahæstur í sínu liði þegar það tapaði fyrir Wallau Massenheim, 35:33. Einar Örn Jónsson skoraði 2 mörk fyrir Wallau en Rúnar Sig- tryggsson komst ekki á blað.  SNORRI Steinn Guðjónsson skor- aði eitt mark úr vítakasti fyrir Gross- wallstadt þegar liðið hafði betur gegn Guðmundi Hrafnkelssyni og fé- lögum hans í Kronau/Östringen, 26:24. Snorri fékk þungt högg á höf- uðið og rotaðist snemma leiks og kom ekkert meira við sögu fyrr en í síðari hálfleik.  RAGNAR Óskarsson skoraði 8 mörk, þar af eitt úr vítakasti, og var markahæstur í liði Dunkerque sem tapaði fyrir Ivry, 26:20, í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Dunkerque er í þriðja sæti deildarinnar ásamt Paris og Creteil með 24 stig en Mont- pellier er í toppsætinu með 27 stig.  ÞORVARÐUR Tjörvi Ólafsson skoraði 4 mörk fyrir Århus GF og Ró- bert Gunnarsson eitt þegar lið þeirra sigraði Silkeborg, 31:28, í dönsku úr- valsdeildinni í handknattleik.  GÍSLI Kristjánsson skoraði 1 mark fyrir Frederica í sigri liðsins á Ajax, 24:19. Frederica er í sjötta sæti deild- arinnar með 12 stig en Århus GF í sjöunda með 10 stig. GOG er í topp- sætinu með 18 stig.  PATREKUR Jóhannesson skoraði 5 mörk fyrir Bidasoa og Heiðmar Felixson 2 þegar liðið gerði jafntefli við Altea, 29:29, í spænsku 1. deild- inni. Bidasoa er í tólfta sæti af 16 lið- um með 7 stig.  SÖREN Stryger og Andrei Klimo- vets skoruðu sjö mörk hvor þegar Flensburg tapaði 29:28, fyrir Celje Lasko í kaflaskiptum leik í Celja í Slóveníu þar sem liðin áttust við í meistaradeild Evrópu í handknatt- leik. Leikmenn Flensburg fóru illa að ráði sínu því þeir voru yfir 15:8 í fyrri hálfleik og í leikhlé var forysta liðsins fimm mörk, 17:12. Þetta er mjög sterkur riðill en þaðvar svo sem vitað fyrir dráttinn að allir riðlarnir kæmu til með að verða sterkir þó svo að á pappírunum sé okkar kannski sá sterkasti,“ sagði Völler en hans menn mæta Hollend- ingum í fyrsta leik sínum í Porto þann 15. júní næsta sumar. „Þetta var frábær dráttur og ég er ánægður að við mætum Þjóðverjum í fyrsta leik. Það þýðir að við verðum að vera á tánum og tilbúnir og sýna hvað við ætlum okkur að gera í keppninni,“ sagði Dick Advocaat þjálfari Hollendinga. Í B-riðil drógust Evrópumeistarar Frakka og Englendingar saman ásamt Króötum og Svisslendingum. „Það er mikið jafnvægi í þessum riðli og hver leikur í honum hafði sér- stakt yfirbragð. Við lékum á móti Svisslendingum vináttuleik fyrir skömmu, Króatar voru síðustu mót- herjar okkar áður en við hömpuðum heimsmeistaratitilinum 1998 og leik- urinn við Englendinga verður sann- kallaður grannaslagur enda margir úr mínu liði sem leika með enskum fé- lagsliðum,“ sagði Jaques Santini landsliðsþjálfari Frakka. Sven Göran Eriksson landsliðs- þjálfari Englendinga var feginn því að dragast ekki í D-riðilinn sem hann kýs að kalla dauðariðilinn. „Það leikur enginn vafi á að D-rið- illinn er sá sterkasti en riðillinn sem við drógust í kemur ekki langt á eftir. Frakkar eru sigurstranglegastir í keppninni og bæði Króatar og Sviss- lendingar hafa sýnt og sannað að þar fara sterkar knattspyrnuþjóðir á ferð. Við mætum Frökkum í fyrsta leiknum og það verður sannkallaður risaleikur. Þó svo að Frakkar séu gíf- urlega öflugir um þessar mundir tel ég vel mögulegt að við getum lagt þá að velli ef við spilum okkar leik,“ sagði Eriksson. Spánverjar drógust í riðil með Portúgölum, Grikkjum og Rússum. „Ég vildi ekki fara í riðil með Portúgölum,“ sagði Inaki Saez þjálf- ari Spánverja. „Þetta er snúinn riðill og ég tel að mikil barátta verði um tvö efstu sætin,“ sagði Saez. Upphafsleikur Evrópumótsins verður viðureign gestgjafanna í Portúgal og Grikkja í A-riðlinum sem fram fer í Portó 12. júní en mótinu lýkur með úrslitaleik þann 4. júlí. Reuters Gerhard Aigner, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sá um að draga í riðla Evrópukeppninnar ásamt Eusebio sem er að mörgum talinn fremsti knattspyrnumaður Portúgals fyrr og síðar. Þetta var með síðustu stóru embættisverkum Aigners en hann sest í helgan stein um áramótin eftir rúmlega 30 ára starf fyrir UEFA. Völler telur Þjóðverja í sterkasta riðlinum Rudi Völler landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu segir engan vafa leika á að Þjóðverjar séu í sterkasta riðlinum í úrslitakeppni Evr- ópumótsins en dregið var í riðlana fjóra við hátíðlega athöfn í Lissa- bon Portúgal í gær. Þjóðverjar, sem þrívegis hafa orðið Evrópumeist- arar, drógust í riðil með Hollendingum, Tékkum og Lettum. Í GÆR var dregið í riðlana fjóra í úrslitakeppni Evr- ópumóts landsliða sem fram fer í Portúgal í sumar. Riðla- skiptingin lítur þannig út: A-riðill: Portúgal Grikkland Spánn Rússland B-riðill: Frakkland England Sviss Króatía C-riðill: Svíþjóð Búlgaría Danmörk Ítalía D-riðill: Tékkland Lettland Þýskaland Holland Riðlarnir á EM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.