Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 2
2 C MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ E ldvarnarmál eru í brenn- depli einmitt í kringum há- tíðar. En það þarf að hyggja að þeim í opinber- um byggingum rétt eins og almenn- ingur þarf að hafa sín eldvarnarmál á hreinu. Árið 2000 fór fram sérstök úttekt á brunavörnum í eldri leikskólum í Reykjavík og nú standa yfir aðgerðir sem miða að því að færa þessa eldri leikskóla að núgildandi kröfum bygg- ingareglugerðar. „Það er gífurleg þróun í eldvarn- armálum, eldvarnarkerfi eru sífellt að verða ódýrari en jafnframt full- komnari með tölvutækninni. Bygg- ingarreglugerð tekur breytingum og kröfur aukast, það er eðli reglugerða. Þær eru hins vegar ekki afturvirkar í skilningi laga en í þeim tilvikum þar sem um er að ræða öryggi barna og starfsmanna í opinberu húsnæði þá færum við núgildandi kröfur til eldri húsa sem eru í notkun. Af þessum sökum er verið að lagfæra eldvarn- armál eldri leikskóla, þetta er gert með sérstöku átaki til 4 ára og stefnt er að því að aðgerðum ljúki árið 2004,“ segir Einar H. Jónsson bygg- ingatæknifræðingur á Fasteigna- stofu Reykjavíkurborgar. Hver er aðalbreytingin? „Hún er sú að í nýrri reglugerð er gerð krafa um brunaviðvörunarkerfi í leikskólum og eitt meginátakið er að setja slíkt kerfi í alla eldri leikskóla.“ Reykskynjari skal vera í hverju rými. Hvernig er slíkt kerfi? „Þessi brunavarnarkerfi eru hönn- uð samkvæmt reglum brunamála- stofnunar. Í þeim er kveðið á um að reykskynjari skuli vera í hverju rými hússins, hvort sem það er lítil geymsla eða stór salur. Þess bera að geta að rými sem kölluð eru háaloft og notuð voru sem leiksvæði áður fyrr eru ekki leyfð til slíkrar notk- unar í dag. Aðgengi barna að háaloft- um hefur verið hindrað og eru þau eingöngu til afnota fyrir starfsfólk. Í leikskólum skulu jafnframt vera handboðar sem fólk getur notað til að gera vart um eld. Þessi kerfi skulu vera tengd til vaktstöðvar og eru þau í öllum grunnskólum og leikskólum í Reykjavíkurborg. Vöktun á kerfun- um hefur verið boðin út og nú er Sec- uritas með vöktunina og hefur svo verið um nokkurra ára skeið.“ Felur þetta eldvarnarátak fleira í sér? „Já, sett er útiljós og neyðarlýsing samkvæmt nýjustu reglugerðum í öll eldri hús. Neyðarlýsing er þannig að ef slær út rafmagni þá er ákveðin lág- marksbirta niðri við gólf til að tryggja fólki undankomu úr húsinu. Eitt aðaláhersluatriði í sambandi við öryggi barna er að starfsfólk sé meðvitað um hættuna af því að við brunaboð sem berst með háum bjölluhljómi geta börin hreinlega orð- ið skelkuð og falið sig undir borði, við vitum til að þau líka falið sig inni í skápum, að þessu þarf að gæta sér- staklega og vegna þessa þarf að halda reglulega brunavarnaræfingar eða svokallaðar rýmingaræfingar í hús- um. Hvað kostar þetta? „Frumkostnaðaráætlun hljóðar upp á 90 milljónir á verðlagi ársins 2000 og dreifist nokkurn veginn að jöfnu á þessi fjögur ár sem átakið stendur.“ Reykskynjara og virka útkomuáætlun Gildir þessi nýja reglugerð um einkaheimili? „Nei, það eru aðrar kröfur til skóla en að sjálfsögðu þurfa einkaheimili að hafa sín öryggismál í lagi. Slökkviliðið hefur brýnt fyrir fólki að það skuli vera með virka áætlun fyrir sitt heim- ili þar sem börnum sé leiðbeint um það hvernig þau skuli bregðast við ef kemur upp eldur. Við vitum að alltof lítið er gert af þessu á heimilum fólks. Aldrei er heldur nógu vel brýnt fyrir fólki að vera með reyksskynjara á sínu heimili og einnig þarf að gæta að því að reykskynjarar eldast og hafa í raun ákveðinn líftíma og þarf því að skipta þeim út. Reykskynjarar geta farið að bila upp úr tíu ára aldri og því er gott að endurnýja þá á tíu ára fresti.“ Eldvarnakerfi sífellt öflugri         Eldvarnarmál í grunn- skólum og leikskólum lúta ströngum reglugerðum sem sífellt eru í þróun. Einar H. Jónsson bygg- ingatæknifræðingur hjá Fasteignastofu segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá átaki í brunavörnum á eldri leikskólum í sam- ræmi við nýjar reglur. Efnisyfirlit Ásbyrgi ......................................... 13 Ás ..................................................... 7 Berg ............................................... 41 Bifröst ........................................... 12 Borgir ...................................... 16-17 Brynjólfur Jónsson ..................... 3 Búmenn ......................................... 51 Eignaborg ..................................... 51 Eignakaup ................................... 44 Eignamiðlun .............................. 6-7 Eignaval ....................................... 36 Fasteign.is .................................. 37 Fasteignamarkaðurinn ....... 14-15 Fasteignamiðstöðin ................. 47 Fasteignasala Mosfellsbæjar . 49 Fasteignasala Íslands ............... 19 Fasteignastofan ........................... 4 Fjárfesting .................................. 38 Fold ............................................... 23 Foss ............................................... 22 Garður ........................................... 15 Garðatorg .................................... 46 Gimli ........................................ 18-19 Heimili .......................................... 40 Híbýli ............................................ 48 Hóll ........................................ 32-33 Hraunhamar ........................ 28-29 Húsakaup ..................................... 26 Húsavík ........................................ 43 Húsið ............................................ 45 Höfði ....................................... 20-21 Kjöreign ....................................... 42 Lundur ........................................ 8-9 Miðborg ................................ 24-25 Remax ............... 34-35 og 52-53 Skeifan ......................................... 39 Smárinn ....................................... 45 Stakfell ......................................... 51 Tröð ................................................. 5 Valhöll ...................................... 10-11 101 Reykjavík ............................. 27 Xhús ............................................. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.