Vísir - 08.12.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 08.12.1980, Blaðsíða 1
Manudagur 8. desember 1980/ 287. tbl. 70 árg. Agreiningur milli verkfallsnefndar bankamanna og bankanna: DEILT UM HVERJIR EIGA AÐ VINNA I VERKFALLINU ,,Það hefur komið upp ágreiningur milli okkar annars vegar og Landsbanka og Iðnaðarbanka hins vegar um val þeirra sem skulu vinna í bönk- unum á verkfallstim- um", sagði Gisli Jafetsson, sem sæti á i verkfallsnefnd banka- manna, i viðtali við Visi i morgun. „Viö; teljum að við tökum endanlega ákvórðun um, hverj- ir megi vinna i verkfalli, og hvaða nöfn séu valin i þvi tilliti. Landsbankinn hefur ekki viljað hefja viðræður við okkur og raunar fariðhálf hjákátlega að i þessum efnum, m.a. endursent okkur bréf varðandi þetta jafn- hraðan". Sagði Gisli enn fremur, að svo virtist sem fyrst og fremst væri verið að fylla þann kvóta, þe. 5%, sem leyft væri að starfa á verkfallstimum af hálfu bank- anna. Samkvæmt þeirra tilnefn- ingum kæmu fram deildarstjór- ar og aðrir sem ekki heföu gegnt húsvörslu hingað til. „betta er sem sagt ágreiningur um hvaða nöfn eigi að vera á þess- um lista til að fylla 5% kvót- ann", sagði Gisli. „Við héldum fund með all-. flestum aðilum, sem eiga að vinna i verkfallinu, i gær, og út- skýrðum þetta mál fyrir þeim. Þar var fólkinu gerð grein fyrir, að það væri ákvörðun þess, hvort það ynni eða ekki og að við styddum við bakið á þvi." Þá má geta þess, að i viðræö- um okkar viðbankana varðandi þetta atriði, s.l. föstudag, hétu þeir þvi að fara að okkar tilmæl- um, en siðar um daginn kom þessi þrjóska upp og við vitum ekki hversu margir hafa farið að dæmi þessara umræddu tveggja banka", sagði Gisli. Ekki tókst að hafa tal af bankastjórum umræddra banka i morgun, þar sem þeir sátu á fu'ndum. —JSS Jólagetraun Vísis hafin Glæsilegír vinningar Jólagetraun Visis hefst i dag og að vanda eru vinningar afar glæsiiegir. Fyrstu verðlaun eru stereo útvarps- og kassettutæki með tveimur innbyggöum hátöl- urum og hljóðnemum. Tækið kostar 330 þúsund krónur út úr biið. Þá er fataiittekt i ?ACO fyrir 75 þúsund krónur og tia islenskar hljómplötur. Verömæti vinningá er þvi um 530 þúsund krónur. Getraunin er einföld og auðveld að þessu sinni, en jaínframt skemmtileg og ætti óll f jölskyldan að geta haft nokkurt gaman af að leysa hana. Jólagetraun Visis er á blaðsiðu tvö i blaði tvö. íbróttir heigarinnar Sjá ÖIS. 11, 12.13.14 Fríða Gylfadóttir, sem leikur Steinu, Þórftur B. Sigurðsson, sem fer me6 hlutverk Björns á Leirum, og Jóhann Tómasson, sem leikur Jóa, í kaffi- hléiá forsýningunni. Þetta var frumraun þeirra á kvikmyndasviðinu oge^kiannaðaðsjá en þauséuánægðmeöútkomuna. Vfsismynd: GVA „Sérstök unun aö horla á sum atriði myndarinnar 99 - sagði Halldór Laxness eftlr forsýnlnguna á ..Paradísarheimt f* „Ég get ekki auðveldlega hugsað mér skáldsöguna koma betur fram i öðru formi en þessu, sem ég hef nii séð i fyrsta skipti i heild. &g varð eiginlega mjög undrandi yfir þessu verki og hvað það er gert af mikilli smekkvisi og skilningi", sagði Halldór Laxness, höfundur „Paradisarheimtar", eftir for- sýningu á sjónvarpskvikmynd- inni, sem Rolf Hadrich hefur gert eftir skáldsögunni. Kvikmyndin verður sýnd i is- lenska sjónvarpinu i þrennu lagi um jól og áramót, en heildar- sýningartimi hennar er nokkuð á sjöttu klukkustund. Kvikmyndin er gerð af sjón- varpsstöðvum i Vestur-Þýska- landi, Sviss og á Norðurlöndun- um i sameiningu og hefur þegar veriö sýnd i þýskumælandi löndrfm. Rolf Hádrich sagði eft- ir forsýninguna, að þegar hefðu um 6 milljónir manna séð myndina i sjónvarpi. „Það er misjafnt hvaða til- finningar það vekur hjá rithöf- undi að sjá verk sitt á kvik- mynd", sagði Halldór Laxness. „Stundum er það ákaflega þægileg tilfinning. Mörg atriði i þessu verki voru þannig alveg sérstök unun fyrir mig sem áhorfanda — svo mjög að ég gleymdi þvi stundum að ég sjálfurætti nokkurn þátt i þessu verki". Halldór sagði, að auðvitað ætti ekki allt það, sem búið væri til i skáldsögu, jafn vel viö kvik- myndaformið. „Stundum eru lægðir i verkinu, kannski ekki frá rithöfundalegu sjónarmiði heldur sem drama, og það er ekki hægt að bjarga þeim öðru visi heldur en að skrölta yfir þær eins vel og hægt er", sagðr hann. Sjá nánari frásögn af forsýn- ingunni og viðtal við Rolf Hadrich á bls. 6. — ESJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.