Vísir - 08.12.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 08.12.1980, Blaðsíða 5
Úrval húsgagna Verið velkomin , er líka.á Laugavegi KJÖRGARÐI a .a i 9' J y . t •> • . O n ►. . : i\ v Mánudagur 8. desember 1980 VtSIR SOVÉTHERINN BfDUR ATEKTA VIB PÚLLAND Eanes gjörsigraöi frambjóðanda stjórnarflokkanna í forsetakosning- unum i Portúgal. „Ha, afengislyktin?! — Hún er úr tanknum á bílnum.” Alkahólbllar Sá með etanólið reyndist hala komist 25% ódýrar á leiðarenda en hinn með metanólið. Báðir voru þetta venjulegir vörubílar,. en breyttir til þessara tilraunar, scm hlýtur að vekja nýja mögu- leika fyrir bruggara. Tilraunir með orkusparnað i rekstri bifreiða standa nú yfir viða um heim, cn tveir léttir vörubilar. sem brenna annars- vegar 100% ctandl og hinsvegar 100% metanöl, luku nýlega við að aka þvert yfir Kandarikin. Eanes endur- kjdNnn for- setl Portúgals — en tramdjóðandi ríkísstjórnarínnar tékk lítið tylgi Antoni Ramalho Eanes, forseti, hefur verið endurkjörinn, og bar kosningabandalag hægri manna i Portúgal algjörlega ofurliði i kosningunum um helgina. Þegar tæplega helmingur at- kvæða hafði verið talinn i nótt, játaði frambjóðandihægri manna ósigur sinn. Fékk Antoni Soares Carneirohershöfðingi miklu færri atkvæði en hægri öflin höfðu að baki sér i þingkosningum i októ- ber. Ljóst þykir, að kommúnistar, sósialistar og æði margir hægri- kjósendur hafi fylkt sér að baki Eanes. Þykir viðbúið, að stjórnin hljóti að segja af sér. Fundur hef- ur verið boðaður i rikisstjórninni í dag, þar sem væntanlega verða teknar ákvarðanir um manna- skipti innan hennar. Bandarikjastjórn hefur enn itrekað áhyggjur sinar vegna þess, að Sovetherinn virðist nú al- búinn til innrásar i Pólland. Leyniþjónustan er sögð hafa orðið þess áskynja, að undirbúningi fyrir innrás sé að fullu lokið, og herinn biði einungis fyrirmæla. 1 tilkynningum Carters-stjórn- arinnar er undirstrikað, að engin vitneskja liggi fyrir um það, hvort Sovétstjórnin ætli sér i raun og veru að senda herlið inn i Pól- land, og i yfirlýsingum hennar er von um, að til þess látin i ljós komi ekki. í gær var i Washington vakin athygli á yfirlýsingu Carters á miðvikudag, þegar hann varaði Sovétstjórnina við þvi, að innrás i Pólland mundi hafa hinar alvar- legustu afleiðingar á samskipti Bandarikjanna og Svovétrikj- anna. Sú yfirlýsing virðist ekki hafa haft áhrif til þess, að herflutning- um væri hætt, þvi að þeim var haldið áfram fram til helgarinn- ar, þegar undirbúningi virtist lok- ið. 1 siðustu viku fór fram fundur i Varsjárbandaiaginu, og var hann haldinn i Moskvu. Af sameigin- legri yfirlýsingu, sem gefin var út eftir hann, ætla menn helst, að austantjalds vilji menn gefa stjórn Póllands lengri frest til þess að lægja pólitiska ólgu i landinu, sem ýfst hefur upp i kjöl- far stefnu hinna óháðu nýju verk- alýðsfélaga. Gísiamálið orðið frðnum baggi Vestrænir sendifulltrúar i Teheran telja, að Iransstjórn sé komin i bobba vegna viðræðn- Brezhnev heim- sæklr indland Leonid Breshnev, forseti Sovét- rikjanna, kemur til Nýju Delhi i dag, þar sem biða hans bæði hlý- legar móttökur þess opinbera, og svo mótmælaaðgerðir stjórnar- andstöðunnar vegna innrásar Sovétmanna i Afganistan. Þetta er fyrsta heimsókn Breshnevs til Indlands i sjö ár og mun standa i fjóra daga. Hyggur Indlandsstjórn gott til glóðarinn- ar að ræða i leiðinni um framtið- aráform Sovétmanna i Afganist- an. Stjórn Indiru Gandhi hefur Breshnev i heimsókn til Indlands, en þar er mikill viðbúnaður til þess að halda Afgönum frá leið hans. aldrei opinberlega fordæmt inn- rásina i Afganistan, en æ ofan i æ lýst sig andviga afskiptum af inn- anrikismálum nokkurs lands. — A flokksþingi Kongressflokksins i gær undirstrikaði Indira Gandhi, i hvaða þakkarskuld Indland stæði við Sovétrikin vegna að- stoðar þaðan. Hún sagði þó, að sérhvert mál yrði að skoða eftir atvikum, og virðist þar eiga við Afganistanmálið. Nokkrir af leiðtogum stjórnar- andstöðunnar ætla að nota heim- sóknina til þess að vekja athygli á afstöðu þeirra til Afganistan- málsins með þvi að efna til mót- mælaaðgerða með útlögum frá anna við Bandarikjastjórn um frelsun gislanna 52. Það er orðið rikjandi skoðun i tran, að binda eigi endi á gisla- málið hið fyrsta og fá það út úr sögunni, þvi að það sé stjórninni einungis fjötur um fót. Þegar lransþing samþykkti i siðasta mánuði að láta gislana lausa, ef Washingtonstjórnin upp- fyllti fjögur skilyrði fyrst, þóttust menn sjá fram á málalokin. Það var mat lrana, að Carterstjórnin mundi ganga að hverju sem væri til þess að leiða málið til farsælla lykta, enda barðist Carter forseti þá við að ná endurkjöri. — Frést hefur að stjórnin i Teheran hafi jafnvel verið búin að gera ráð- stafanir til þess að flytja gislana flugleiðis úr landi. Afganistan. Lögreglan hefur þó töluverðan viðbúnað til þess að afstýra því, að mótmælin geti varpað skugga á heimsókn Sovét- leiðtogans. Hefur nær 100 útlög- um frá Afganistan verið skipað að halda kyrru fyrir á hinum nýju heimilum sinum, en margir Af- ganar hafa farið i felur til þess að komast hjá handtökum eða slik- um heimainnilokunum. Washington hins vegar aftók með öllu að afgreiða málið i skyndingu, og bent var -á, að for- setinn hefði ekki umboðtil þess að uppfylla tvö skiyrðanna. I Teheran mun mönnum hafa brugðið við þessar fálátu undir- tektir, og Bandarikjastjórn var aftur gert orð fyrir milligöngu Alsir, og athygli vakin á þvi, að skilmálarnir væru miklu vægari en upphaflega höfðu verið. Það fékk eneu breytt. Striðið við lrak segir orðið al- varlega til sin, og finna Iranir nú orðið m jög til nauðsynjar þess að eiga góða bandamenn að erlend- is. En i allri liðsbón mæta þeir tortryggni og varkárni, sem of- stæki Khomeinis æðstaprests hefur vakið upp. Enginn er ginn- keyptur fyrir samningum við stjórn, sem háð er lögum götunn- ar og skrilsins.” Viðskiptabann Vesturlands kemur sér nú baga- lega, þegar herinn þarfnast her- gagna. En svo stórt hafa forvigismenn Teheranstjórnarinnar tekið upp i sig i gislamálinu, aö þeir eiga mjög erfitt með að.slaka mikið á kröfunum og gefa eftir fyrir þeim, sem enn er álitinn erki- fjandi Irans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.