Vísir - 08.12.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 08.12.1980, Blaðsíða 6
________________________________jásni_____________________ . fárádisiirhéimr'vár vefliákTð"flörsýáiiiáu"i—Höiéf".öfÍÍeTðám Fopsyningargestip horföu á leitina aö paradís í 5-6 tíma Sjónvarpskvikmyndin „Paradisarheimt” eftir skáld- sögu Halidórs Laxness var sýnd á sérstakri forsýningu á Hótel Loftleiðum á laugardaginn. Sýningin stóð með hléum frá kl. 10 fyrir hádegi til rúmlega hálf sex sidegis, en sýningartimi myndarinnar sjáifrar er 5 klukkustundir og 15 minútur. Ekki fór hjá þvi, að sumir for- sýningargesta væru háifdasaðir eftir þessa löngu setu fyrir framan sjónvarpstækið, en engu að síður bar flestum saman um, að vel hefði til tekist og ekki væri að efa, að „Paradisar- heimt” gerði mikla lukku hjá islenskum sjónvarpsáhorfend- um, þegar myndin yröi sýnd i þremur hlutum á jóladag sunnu- daginn milli jóla og nýárs og á nýársdag. „Steina” mun vekja athygli Gestir á frumsýningunni voru fyrst og fremst þeir mörgu tslendingar, sem áttu á einn eða annan hátt aðild að gerð myndar innar, ásamt fulltrúum fjöl- miðla. Þá var Vigdis Finnboga- dóttir, forseti tslands, viðstödd sýningu fyrsta hluta myndar- innar. Halldór Laxness höfundur sögunnar, var þar að sjálfsögðu. Einnig Björn Björnsson, sem sá um leikmynd, Jón Þórarinsson, er samdi tónlistina, Sveinn Einarsson, þjóðleikhússtóri og Guðný Ragnarsdóttír, sem aö- stoðuðu Rolf Hádrich við leikstjórnina, og flestir leikar- arnir. Veigamestu hlutverkin i myndinni eru i höndum islenskra leikara. Jón Laxdal leikur Steinar bónda, en Friða Gylfadóttir Steinu dóttur hans. Friða var aðeins 14 ára þegar myndin var tekin og óreynd á sviði leiklistarinnar. Eftir for- sýningu myndarinnar má fullyrða.að frammistaða hennar muni vekja athygli sjónvarps- áhorfenda. Róbert Arníinnsson leikur Steinar bóndi (Jón Laxdal) sýnir kónginum (Dietmar Schönnherr) hvernig opna á kistiiinn. Myndin er úr „Paradisarheimt”. Þjóðrek biskup, sem kemur Steinari bónda i kynni við mormónatrú og verður þess valdandi, að hann fer vestur til Júta. Arnhildur Jónsdóttir leikur konu Steinars, Gunnar Eyjólfsson sýslumanninn og stórskáldið, Helgi Skúlason sóknarprestinn og Þórður B. Sigurðsson leikur hrossaprang- arann og barnsföður Steinu, Björn á Leirum. Helga Bachmann leikur Borgey, saumakonuna i Spánskum forki vestur i paradis, en Steinar tekur hana sem eiginkonu þar vestra siðar, og Anna Björns leikur dóttur Borgeyjar. Af öðrum islenskum leikur- um, sem koma fram i myndinni, má nefna Val Gislason, Jóhann Tómasson, Gylfa Gunnarsson, Rúrik Haraldsson, Gisla Alfreðsson, Mariu Guðmundsdóttur, Höllu Linker, Aróru Halldórsdóttur, Flosa Ólafsson, Bjarna Steingrimsson, Karl Guðmundsson, Arna Tryggva- son, Margréti ólafsdóttur og Þóru Borg. Fylgir sögunni náið Ekki verður annað séð en kvikmyndin fylgi náið sögu- þræði skáldsögunnar. Sögu- maður tengir hin ýmsu atriði saman og les Halldór Laxness textann i islensku útgáfunni, en Rolf Hádrich i þeirri þýsku. Sögusvið „Paradisar- heimtar” er sem kunnugt er fyrst og fremst á Islandi og i mormónabyggðum i Jútariki i Bandarikjunum og fór kvik- myndatakan fram i báðum löndunum. Þá gerast fáein atriði myndar- innar i Danmörku hjá kónginum, en þau voru reyndar kvikmynduð i Slesvik-Holstein. Fyrsti hluti myndarinnar.sem sýndur verður á jóladag, gerist allur á íslandi. Þar er m.a. lýst heimili Steinars bónda, sem býr ásamt konu sinni og dóttur á koti undir Steinahliðum, hestin- um Krapa, sem bæði hrossa- prangarinn Björn á Leirum og sýslumaðurinn vilja kaupa, en sem Steinar fer með til Þing- valla og gefur danska kóngin- um, kynnumSteinars i þeirri ferð af Þjóðreki mormónabiskupi, boði kóngsins til Steinars um utanför i þakklætisskyni fyrir hestsgjöfina, og Danmerkurför Steinars með kistilinn góða. A meðan bóndinn er í útlöndum að hitta kónginn, gerir Björn á Leirum sig heimakominn á bæ hans, þar sem mæðgurnar biða árangurslaus eftir pápa. Annar hluti myndarinnar sem verður sýndur sunnudaginn 28. desember, sýnir m.a. leit Steinars að paradis i riki mormóna og dvöl hans þar vestra, og þessum þætti lýkur, þegar hann gerir loks boð eftir fjölskyldu sinni, sem ekki hafði heyrt frá honum i mörg ár. Mánudagur 8. desember 1980 ■ Fríða Gylfadóttir fer með hlut- I verk Steinu. Myndin var tekin | meðan á kvikmyndun myndar- innar stóð. Steina hafði þa eignast barn með Birni á Leirum, sem hann I hafði þó ekki gengist við. | Siðsti hluti „Paradisr- s heimtar”, sem verður á dag- | skrá sjónvarpsins á nýársdag, ■ lýsir m.a. för fjölskyldu 1 Steinars bónda vestur i fylgd | með mormónabiskupnum ■ Þjóðreki, endurfundum þar 1 vestra og atburðum ýmsum og | loks heimkomu Steinars til ■ Isíands. — ESJ. | „Einhver; bestu kaupi sem viö ! höfum ! uerr ! segir Hinrik Bjarnason um „Paradísarheimr | „Hlutur islenska sjónvarpsins i i kostnaðinum er 35 milljónir J króna. Þetta eru bestu kaup, | sem sjónvarpið hefur gert”, ■ sagði Hinrik Bjarnason, dag- 1 skrárstjóri, eftir forsýningu | „Paradisarheimtar”. _ Útlagður kostnaður við gerð | myndarinnar var um 2,5 mill- ■ jónir þýskra marka, sem á nú- verandi gengi jafngildir um 750 | milljónur islenskra króna. — ESJ Halldór Laxness og Róbert Arnfinnsson, sem leikur Þjóðrek biskup, ræðast við meðan á kvikmyndun „Paradisarheimtar” stóð. „Það, sem vakti mesta furðu hjá Þjóðverjum, sem sáu mynd- ina, var að þessi einfaldi maður (Steinar bóndi) gat hugsað og hugsað mikið. Þaö vakti mikla athygli. Og einnig innri spenna myndarinnar, þvi að það hefur enginn sagt, aðhún sé leiðingleg — enginn nema fáeinir mennta- menn, en þeir eru fifl að at- vinnu”. Þetta sagði Rolf Hádrich, leikstjóri „Paradisrheimtar” „flhugi á aö kvikmynda aöra sögu eftir Haildór” sagði Rolf Hadrich eftir forsýninguna á „Paradísarheimt” eftir forsýningu myndarinnar á laugardaginn. „Paradisarheimt” er gerð af Norddeutscher Rundfunk i sam- vinnu við islenska sjónvarpið, norrænu sjónvarpsstöðvarnar og svissneska sjónvarpið, og hefur myndin þegar verið sýnd i þýskumælandi löndunum. „Um 24% sjónvarpsáhorf- enda völdu að horfa á „Paradisarheimt” i þýska sjón- varpinu, og það er mjög gott", sagði Hadrich, sem taldi að um 6 milljónir manna hefðu þegar séð myndina. Hún veröur siðan sýnd i Skandinaviu og hugsan- leg einnig vestan hafs. „Eg er mjög hreykinn af þvi, aö kvikmyndin hefur fengið góðar viötökur þeirra Islend- inga.sem hafa séð hana. Sömu- leiðis er ég hreykinn af þvi að Rolf Hadrich, leikstjóri, og Halldór Laxness ræðast við í kaffihléinu á forsýningunni. Aftar má sjá tvo af leikendunum í myndinni, Helga og Helgu Bachmann. — Visismynd: GVA. mormónar hafa sagt, að þeir séu ánægðir með myndina”, sagði Hadrich. En hvað um framhaidið? „Jú, það hefur verið rætt um að kvikmynda aðra sögu eftir Halldór Laxness,” sagði hann. Hinrik Bjarnason, dagskrár- stjóri lista- og skemmtideildar sjónvarpsins, tók i sama streng. „Ahuginn er fyrir hendi, en um ákvarðanir fer nokkuð eftir þeim viðtökum, sem „Paradis- arheimt” fær hjá áhorfendum, sem við að visu teljum vist, að verði góðar," sagði hann. Hvorki Hádrich né Hinrik vildu segja eitt eða neitt um hvaða skáldsaga yrði hugsan- lega fyrir valinu. „En Halldór er að semja nýja skáldsögu”, sagði Hádrich. — ESJ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.