Vísir - 08.12.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 08.12.1980, Blaðsíða 8
8 VlSLR Mánudagur 8. desember 1980 Utgetandi: Reykjaprent h.i. Framkvæmdastjóri: Davið Guömundsson. Ritstjórar: úlafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarf ulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arnl Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfl Krlstjánsson, lllugi Jökulsson, Kristln Þor- steinsdóttir, Páll Magnússon, Svelnn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttlr. Blaöamaður á Akureyri: Glsli Slgurgelrsson. íþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmúndur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elln Ell- .ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Arl Einarsson. Otlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjöri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúli 14, slmiðóóll 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8, slmar 86611 og822ó0. Afgreiðsla: Stakkholtl 2—4, slmi 86611. Askriftargjald kr. 7.000 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 350 krónur eintak-. ið. Visirerprentaðuri Blaöaprentihf.,Siðumúla 14. SVEFNHðFGI OG SANNGIRNISOSKIH Sanngirnismál iðnaðarins, sem Alþingi hefur stutt, hafa enn ekki komist til fram- kvæmda. Ætli iðnaðarráðherra iandsins sé eins illa við allan iðnað I landinu eins og hon- um er við álverið f Straumsvík? Svo viröist sem einhvers sljó- leika gæti mjög meðal þeirra, sem sæti eiga í ríkisstjórninni og ýmis dæmi hafa verið nefnid að undanförnu um það, hvernig ráð- herrar, sem fara eiga með ákveðna málaf lokka hafa sof ið á verðinum í stað þess að sinna verkefnum sínum. Á vissan hátt á þetta við um ríkisstjórnina í heild og er aðgerðarleysi og sila- gangur hennar varðandi það, að taka á ef nahagsvanda þjóðarinn- ar gleggsta dæmið um það. Talsmenn iðnaðarins í landinu vöktu fyrir helgina athygli þing- manna á ákveðnu atriði, sem að þeirri atvinnugrein snýr, og rennir það stoðun undir, að ein- hver svefnhöfgi hafi lagst yfir þá, sem settust í ráðherrastólana í upphafi ársins. Til þess að koma til móts við óskir iðnrekenda um lengingu að- lögunartímans að EFTA hétu stjórnvöld haustið 1978 að beita sér fyrir frestun tollalækkana af innfluttum iðnaðarvörum. Eftir sérstaka athugun og viðræður við EFTA og EBE töldu menn heppi- legra að koma til móts við óskir iðnrekenda með því að leggja á tímabundið aðlögunargjald, en tekjum af því skyldi varið til þess að standa straum af sérstökum iðnþróunaraðgerðum, er jöfnuðu aðstöðu og starf sski lyrði iðnaðarins og annarra greina út- f lutningsatvinnuveganna. Aðlögunargjaldið fellur niður nú um áramótin næstu, eftir rúmar þrjár vikur, og enn hefur engu verið breytt, ekkert verið leiðrétt. Ríkisstjórnin hrökk upp af dásvefni sínum í september í haust, þegar átta mánuðir voru liðnir f rá því að aðlögunartíman- um að EFTA lauk og tæpir f jórir mánuðir voru þangað til lögin um aðlögunargjaldið áttu að falla úr gildi, og ákvað þá að skipa nef nd í málið. Þessi nefnd hefur enn ekki skilað áliti. Nefndina hefði auðvitað átt að skipa mörgum mánuðum fyrr og þá er ekki vafi á, að nú lægju fyrir niðurstöður athugana henn- ar á samkeppnisstöðu atvinnu- veganna bæði gagnvart útflutn- ingnum og heimamarkaðinum. Davíð Scheving Thorsteinsson formaður Félags Islenskra iðn- rekenda sagði á fréttamanna- f undi fyrir helgina, að félag hans hefði margítrekað kröfu sína til stjórnvalda um að lögin um að- lögunargjaldið yrðu framlengd, á meðan starfsaðstaða iðnaðar- ins hefði ekki verið leiðrétt. Eng- ar ákvarðanir hafa þó enn verið teknar um málið í ríkisstjórninni. Hér er um mikið nauðsynjamál f yrir iðnaðinn að ræða og er ekki seinna vænna fyrir ríkisstjórnina að ganga í málið, ef hún ætlar að ná að taka ákvörðun um f ram- haldið í samráði við EFTA og EBE fyrir áramót. Annað þýðingarmikið baráttu- mál íslensks iðnaðar, sem iðn- rekendur vöktu athygli á fyrir skömmu, er endanleg niðurfell- ing aðflutningsgjalda af aðföng- um til þessarar atvinnugreinar. Þótt nærri eitt ár sé liðið frá því að aðlögunartímanum að EFTA lauk, eru enn mörg dæmi um að iðnfyrirtækjum sé gert að greiða aðflutningsgjöld af að- föngum sínum. Slíkt er auðvitað til háborinnar skammar á sama tíma sem engir tollar eru á erlendum samkeppnisvörum. Alþingi reyndi að vekja stjórn- völd vorið 1979 vegna þessa máls. Þá sat sami Hjörleifur Guttormsson í stól iðnaðarráð- herra og þar situr nú, þótt ríkis- stjórnin í heild sé kennd við ann- an stjórnmálamann en þá var. Alþingi fól ríkisstjórninni að láta semja frumvarp sem tryggði að felld yrðu endanlega niður öll að- flutningsgjöld af aðföngum til iðnaðar og skyldi frumvarpið lagt fyrir næsta Alþingi haustið 1979. Það hefur þó enn ekki séð dagsins Ijós nú einu og hálfu ári síðar. Síðsumars gaf iðnaðarráð- herra fyrirheit um að meðferð málsins yrði lokið 1. október og það yrði leyst með sérstakri aug- lýsingu í stað frumvarps. Nú er kominn 8. desember og engin niðurstaða liggur enn fyrir i þessu sanngirnismáli. Kannski Hjörleifur Guttorms- son iðnaðarráðherra telji heppi- legast að leggja allan almennan iðnað í landinu niður eins og stór- iðjuna í straumsvík, sem hann kvað upp úr um á Alþingi á dög- unum? weíarnfíí'fieiiií'íá'6'] I grein undir fyrirsögn- inni ,,Aristoteles undir húddinu" þann 24. nóv. s.l. gerir IGÞ að umtals- efni, hvernig brjóst- vitið ráði um viðgerðir bíla og einnig um löggild- ingu iðnkennara. Greinarstúf urinn er reyndar eins og margir slíkir frá hans hendi, skrifaður af brjóstvitinu einu saman enda veit enginn til þess að hann hafi nokkur kynni af kennurum eða kennslu- háttum i bifvélavirkjun. 100% steinolia. Löngu áöur en Stefán á Reykjum brunaði i bláum loga og löngu fyrir daga Vegagerðar rikisins, reyndar var þaö á dög- um Sigmundar Freud, gerðu menn bilmótora sem knúnir voru steinoliu 100%. Rafmagnsbúnaður þessara véla var nákvæmlega núll komma núll. IGb til fróðleiks, þá nefnd- ust þessir mótorar „glóðar- hausar”. Grundvallarregla þessara véla var og er hin sama og þeirra mótora sem enn tiökast. Hvort þetta raskar prósentureikningi IGÞ læt ég ósagt. Varðandi viðhald bila i dag samanborið við þá góðu gömlu daga verða menn að hafa fleira i huga en þann stigsmun, sem er á gömlu steinoliuvélunum og þeim vélum, sem nú tiðkast. Hér skal varpað fram nokkrum atriðum til ihugunar: aragrúi biltegunda, rekstrargrundvöll- ur bilaverkstæða, varahluta- skortur, óblið veðrátta, ónýtir vegir og einnig að mikill f jöldi þeirra bila sem hingað eru flutt- ir eru tæpast framleiddir með isl. staðhætti og efnahagsástand i huga. Ofaná þetta bætist, að i hlut hvers bifvélavirkja koma u.þ.b. tvö hundruð bilar til jafnaöar, þó sem betur fer ekki allir með bilaða sjálfskiptingu. Sjá hve illan endi fær... Allt fram til þessa dags hefur sá háttur verið á hafður aö iðnaðarmenn hafa feng- ið kennslu hjá iðnmeisturum. Fyrrum voru nemar upp á kost og „logi” og fengu færri en vildu, nú nefnist það „meistara- kerfi” og þykir skitlegt. Hlut- verk iðnskólanna var allar götur til þessa aö liðka nem- endur i bóklegum fræðum, sem svo nefnast: teikningu sem er leiöbeining um verkefni t.d. raf- lögn i bil, reikningskúnstum, islensku, erl. málum o.fl. Þróun samfélagsns ( eða frekja þegnanna) hefur viljað hafa endaskipti á þessum gömlu góðu háttum. Nú skulu iðnskólarnir „vesgú” sjá um menntun iðnaðarmanna þ.á m. bifvélavirk ja (samanber: Vanur maður óskast). Dæmi um hnignunina er að bifv.v. fá ekki lengur notið reiknikúnstanna, þvi að þeir fá ekki og kunna ekki að skrifa reikninga fyrir útselda vinnu. Hámark ósvifninnar er, að nú er búið að ýta til hliðar dönsku- kennslu bifv.v. og sænska kennd i staðinn. Löggilding til opinbera starfa. Hið opinbera er nokkuð kynd- ug skepna, hvað varðar ráðn- ingar i stöður. Ef sótt er um for- stöðu opinberrar stofnunar (td ruslahauga) eða við opinberar framkvæmdir (t.d. útiskemmt- un) er gjarnan ráðið i stöðuna eftir brjóstviti. Kennarastöður m.a. i bifv.v. eru hinsvegar veittar út á fagréttindi fyrir það fýrsta og próf i uppeldis- og kennslufræðum í öðru lagi. Menn, sem ekki þekkja til, geta auðvitað haft slikt að spotti, en i kennslu er unnið með mann- eskjum ,ekki við mótora. Upp- eldis- og kennslufræði stytta væntanlega kennurum leið framhjá keldum mistaka, ef svo má að orði komast, með þvi að skilgreina þær aðferðir, sem beitt er við kennslu almennt og útskýra það atferli, sem verður i huga og hönd við nám. Þessi fræði koma öllum kennurum jafnt til góðs, hver svo sem neðanmöls Ingibergur Elíasson skrifar hér í tilefni neðanmálsgreinar Ind- riða G. Þorsteinssonar i Visi fyrir hálfum mán- uði/ þar sem fjallað var um nám þeirra# sem bif- reiðaviðgerðir stunda. kennslugreinin er. Sá ótti hinsvegar, sem IGÞ elur með sér, að kennarar úr óskyldum greinum t.d. bakstri eða sálfræði, hvolfi sér út i bifv.v. kennslu er að minu mati ástæðulaus, nema auðvitað hið opinbera útvikki brjóstvitsráðn- ingar eins og fyrr voru nefnd dæmi um. Volvo finnst í Kádilják. Þvi miður hafa kennsluyfir- völd ekki ennþá fundið hjá sér hvöt til að senda kennara til náms hjá Volvo. Hugmynd IGÞ er hinsvegar býsna áhugaverð. Astæðan er nefnilega sú, að Volvo finnst undir „húddinu” á Kádilják, ef grannt er skoðað og reyndar undir vélarhlifinni á flestum bilum. Ekki er þó vist, aö leikmenn sjái skyldleikann i fljótu bragði. Bileigendur mega vera þess fullvissir, að þótt verklegt nám bifv.v. sé ennþá aö stórum hluta i umsjá meist- ara á bilaverkstæðum, og kennarar i faggreinum viö iðn- skóla nánast próflausir, eru bifv.v. og nemar i sama ekki i neinum vanda meö að greina þennan skyldleika.^ Eigendur annarra bifreiða úr þeim mý- grút aðskiljanlegra bilvöru- merkja, sem á iandinu eru, skulu einnig fullvissaðir um, að þetta gildir einnig um þeirra bila. Varðandi þá framliðnu kalla sem IGÞ nefnir margoft i grein sinni, hef ég fátt til málanna að leggja annað en það, að ennþá tóra þeir i verkum sinum og munu gera þrátt fyrir allt. Reykjavik, 4. desember 1980 Ingibergur Eliasson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.