Vísir - 08.12.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 08.12.1980, Blaðsíða 1
Þeir voru bæði hrekkj óttir og DJðfóttir - sllihvað um lól og lólasveina Nú fer sá timi i hönd þegar búast má við að jólasveinar einn og átta komi af fjöllunum, eins og segir i þjóðkvæðinu. Og börn- in eru vissulega farin að biða komu þeirra með eftirvæntingu enda eru þeir væntanlegir á hverri stundu. Reyndar höfum við fyrir satt, að cinum og ein- um hafi sést bregða fyrir nú þegar og kannski ekki seinna væn na. Frá alda öðli hafa flestar þjóðir, sem spurnir eru af, haldið meiriháttar hátið um þetta leyti árs. Frumorsök hátiðahalds á þessum tima eru sennilega sólhvörfin, hvort heldur það er skammdegið eða hið risandi sól, nema hvort tveggja sé. Löngu fyrir kristni- töku héldu menn á Norðurlönd- um hátið i skammdeginu, og nefndist hiín jól. Sumir hafa viljað bera brigður á tilveru slikrar heiðinnar hátiðar á En eftir kristnitöku þótti sjálfsagt að tengja þessa hátið fæðingu frelsarans, enda bar hana upp á svipuðum tima og fagnaðarhátið þeirra þjóða sem þá þegar höfðu tekið kristna trú. Engin heimild er hins vegar til um fæðingardag Krists og þess vegna gæti hann eins verið borinn um mitt Heilagur Nikulás og jólasveinninn. Upphaf helgisögunnar um jólasveininn má rekja til þjóð- sögunnar um Nikulás biskup, sem á að hafa veriðuppi i Litlu Asiu á 4. öld. Hann varð einn dáðasti dýrlingur siðmiðalda, einkum sem verndari fátækl- inga,góðra gjafa og barnavinur mesti. Viða i Evrópu á hann að birtast á messudegi sinum, 6. desember og umbuna góðum bömum, en veita hinum ráðn- ingu. Á siðustu öldum hefur hann svo tekiðað sér hlutverk þeirrar persónu sem færir börnum gjaf ir á jólum. Heitir hann viðast heilagur Nikulás, en nafn hans stytt I Claus (Santa Claus) i enskumælandi löndum. Bún- ingur þessa alþjóðlega jóla- sveins er einmitt runninn frá biskupsskrúða heiiags Nikulás- ar. Jólasveinarnir voru bæði þjófóttir og hrekkjóttir. Hinir islensku jólasveinar eru Það eru eflaust einhverjir sem vildu frekar hafa jóiasveinana svona. (Heimild: Ami Björnsson, Saga daganna.) þeirri forsendu, að áilar heim ildir um jólahald i heiðni séu frá kristnum tima. En orðið jól eitt sér er reyndar næg sönnun þass, að einhvern háti'ð hafi átt sér stað um þetta leyti meðal ýmissa germanskra þjóða. önnur skýring er varla til á þvi, að Norðurlöndin skyldu hafa tekið upp þetta einkennilega orð um fæðingarhátið Krists. í öðrum kristnum löndum Evrópu hefur nafn hennar tengsl við fæðingu Krists: „Christmas”, Kristmessa á ensku, svo dæmi sé nefnt. Þetta er sá fyrsti,sem við rákumst á I bænum nú I ár. < Vísismynd: G.V.A.) upphaflega af allt öðrum toga enheilagur Nikulás. Þeirra sést fyrst getið i Grýlukvæði, eignuðu sr. Stefáni Ölafssyni i Vallanesi já 17. öld. Þar eru þeir taldir synir Grýlu og Leppalúða og mestu barnafælur eins og for- eldramir. A 19. öld fara hug- myndirmanna um jólasveinana að mildast og efasemdir koma uppum, aðþeirséu börn Grýlu, og þeir eru ekki lengur taldir mannætur, en þó bæði hrekk- jóttir og þjófóttir eins og sum nöfn þeirra benda til. Og hug- myndir manna um tröllslegt út- lit þeirra tekur þá einnig breyt- ingum. Upp úr sfðustu aldamótum taka þeir hins vegar smám saman að fá æ meiri svip af hin- um alþjóðlega jólasveini, heil- ögum Nikulási, bæðihvað snert- ir Utlit, klæðaburð og innræti. Þeir verða vinir barnanna, færa þeim gjafir syngja fyrir þau og segja sögur. Er getum að þvi leitt, að kaupmannastéttin hafi beint eða óbeint stuðlað að þeirri þróun með þvi að nota þá i jólaauglýsingum að erlendri fyrirmynd. Sérkennin hafa haldist. Jólasveinarnir eru ýmist tald- Jólasveinarnir skemmta á Austurvelli. ir vera 9 ( sbr. þuluna „Jóla- sveinareinn og átta”) eða 13, en sú hugmynd sést fyrst bókfest i Þjóðsögum Jóns Árnasonar árið 1864. Hvort heldur sem er, gera menn ráð fyrir, að þeir komi til byggða einn á dag og hinn sið- asti á aðfangadag. Siðan fer hinn fyrsti á jóladag og svo hver af öðrum. 1 þetta munstur hent- ar talan 13 betur, þvi að þá fer hinn seinasti á þrettándanum, siðasta degi jólanna. Þeir þrettán jólasveinar sem getið er á prenti i Þjóðsögum Jóns Árnasonar hafa unnið sér fastan sess hér á landi. en þeir eru: Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Potta- sleikir, Askasleikir, Faldafeyk- ir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ket- krókur og Kertasnikir. Fleiri nöfn munu reyndar hafa verið til i handriti hjá Jóni og má þar nefna: Tútur, Baggi, Rauður, Redda, Steingri'mur, Sledda, Bjálminn sjálfur, Litli pungur ogFroðusleikir, svofáir séu nefndir. Það er ánægjuleg staðreynd, að islenskir jólasveinar hafa haldið bæði fjölda sinum og sér- nöfnum, en ekki verið útrýmt alfarið f heilögum Nikulási, sem er einn um athyglina i öðrum löndum. Og þess má geta, aðsúhugmynder útbreidd meðal barna i mörgum löndum, að heimkynni jólasveinsins séu á Islandi og um hver jól fær islenska póstþjónustan aragrúa bréfa með utanáskriftinni: Jólasveinninn, Islandi. — Sv. G í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.