Vísir - 08.12.1980, Blaðsíða 18

Vísir - 08.12.1980, Blaðsíða 18
aDoaaaaDaoDaaoaaaaaoDaaDDaaDaaaaaaDaaDaooDDiia ífi Mánudagur 8. desember 1980 Enginn kaupir rúm eða sófasett nema skoða vand/ega það feikna úrva/ sem við bjóðum ^s r»a r»öl I Bíldshöf&a 20, Reykjavlk Simar: 81410 og 81199 ODDaaDaDDDDaaaaDDDaDDDDDDDDDDaaaaa'^'DDaaaaD w>l n Því ekki spara verulega? Nýjar skíðavörur — notaðar skíðavörur Allt eftir þínum óskum. Tökum allar skíðavörur í umboðssölu. Opið virka daga kl. 10—12 og 1—6. laugardaga kl. 10—12. ÁRKADURINN D D D D D D aantGRENSÁSVEGI 50 108 REYKJA VÍK SÍMI: 31290 bbdd GOLFLM STR/GAL| VEGG- Ol GÓLFLÍM Oufvfim^, v[Mim 7£ l-K- Acryseal - Butyl - Neor HEILDSÖLUBIRGÐIR OflAseeirsson l I r— 11 rv\ /rr^rM i ia i ^ HblLDVERSLUN Grensásvegi 22— Sími: 39320 105 Reykjavík — Pósthólf: 434 VÍSIR Enn af peim Jfini Oddi og Jðni Bjarna Guörún Helgadóttir: Enn um Jón Odd og Jón Bjarna. Reykjavik, Iðunn, 1980 Það er ekki oft sem hægt er að talaum að bækurslái i gegn.En ekki verður um deilt að fyrsta bók Guðrúnar Helgadóttur um tviburabræðurna Jón Odd og Jón Bjarna hafi slegið i gegn. Það var fyrsta barnabók Guð- rúnar og kom út árið 1974. Eftir það hefur hún þrivegis verið endurútgefin og vinsældirnar minnka ekki. Guðrún fylgdi fyrstu bókinni um þá Jónana eftir með annarri bók um tvi- burana Meira af Jóni Oddi og Jón Bjarna en hún kom út 1975. Arið siðar kom út bókin í afa- húsi eftir Guðrúnu og loks kom bókin um „þjóðhetjuna” Pál Vilhjálmsson út árið 1977. Þá lenti Guðrún i pólitik og þess vegna liðu þrjú ár frá þvi bókin um Palla kom út þar til nú er bókin Enn um Jón Odd og Jón Bjarna kemur út. Vinsældir þessara bóka eru einstakar sé mið tekið af islenskum barna- bókum nú á siðari árum. Ég man þá tið er ég las bókina um Jón Odd og Jón Bjarna i fyrsta sinn. Þá hló ég mikið og lengi að ýmsum athugasemdum þeirra Jónanna sem virtust oft á tiðum hitta vel i mark. Nýja bókin Enn um Jón Odd og Jón Bjarna er mjög svipuð fyrri bókunum að allri uppbyggingu. Sömu persónur koma fyrir að öðru leyti en þvi að nýr maður kemur til sögunnar — sem þeir bræður vissu ekki að væri til. Sá heitir Kormákur og er ná- skyldur þeim bræðrum. Uppá- tæki þeirra Jóns Odds og Jóns Bjarna i þessari bók eru ekki ólik þeim sem lýst er i fyrri bókunum. Breytingarnar sem verða eru einfaldlega eðlilegar með hliðsjón af þvi að þeir breytast eins og annað mann- fólk. Guðrún Helgadóttir hefur mjög gott lag á að segja sögu á þann hátt að lesandinn eigi gott með að fylgjast með sögu- þræðinum. Textinn er leiftrandi léttur og hressilegur og laus við þann hátiöleika sem alltof oft vill verða á málinu á barnabók- um. Kímnigáfa hennar er aug- ljós — sögurnar eru sannast sagna bráðfyndnar. Tviburabræðurnir Jón Oddur og Jón Bjarni eru skemmtilegir heimspekingar. Þeir sjá veröld- ina með allt öðrum augum en fullorðið fólk og sjónarhorn þeirra er á margan hátt at- hyglisvert og engin furða þótt hlutirnir liti sérkennilega út i þeirra augum. Sem dæmi má nefna hugleiðingar þeirra á fót- boltavellinum.tBls 112). ,,Það er margt ferlega skrýtið. Jón Bjarni hugsaði nokkra hrið. Svo hélt hann áfram. Einu sinni var ég rang- eygður. Þá striddu mér allir. Nú er ég ekkert rangeygður og þá striða mér lika allir. Einu sinni voru allir á móti afa af þvi að hann ætlaöi að vera. Nú finnst okkur soldið leiðinlegt að hann er að fara. Allt er alltaf að breytast”. Það er ekkert skritið þó að þaðlfti einkennilega út i augum litilla stráka að allir hlutir eru alltaf að breytast,að heimurinn er síbreytiiegur. En samt sem áður er það einu sinni þannig. Og þvi er ekki hægt að breyta. Mér finnst fyrsta bókin um Jón Odd og Jón Bjarna besta bókin eftir Guðrúnu Helgadótt- ur. En allar eru þær góðar, einkum og sér i'lagi vegna þess að i þeim reynir hún að nálgast raunverulegan heim krakka. Hún reynir að setja sig i spor þeirra og sjá hlutina með þeirra augum. Sigrún Eldjárn myndskreytti bókina og gerði það vel eins og raunin hefur verið með þær bækur sem hún hefur mynd- skreytt. Sigurður Helgason Gylfi Gröndal: 99 ár. Jóhanna Egilsdóttir segir frá. Setberg 1980. Jóhanna Egilsdóttir er löngu þjóðkunn kona að þeirri frægð sem oftast er nafnlaus — mann- gildi i baráttu viö fátæktina. Hún þekkir af eigin raun og þátttöku alla islensku verka- lýðsbaráttuna og forsendur fyrstu fæðingarhriða hennar að auki.Ég hyggaðengin núlifandi islensk manneskja búi yfirsams konar raunvitund um þessar hræringar, enda er hún orðin 99 ára og veit enn þá hvað hún er að segja. Hún þekkir meira að segja einnig af eigin raun kverkatök örbirgðar i islensk- um sveitum á si'ðustu áratugum aldarinnar sem leið.. Saga slikrar konu á gilt erindi við þá, sem yngri eru, og það er ekki lifsdæmi hennar að kenna, þótt það nýtist ekki eftirstriðskyn- slóðinni — sóunarfólkinu. Nú er minningabók Jóhönnu komin, skráð af Gylfa Gröndal, sem fatast ekki frásagnartökin fremur en áður. Ég las þessa bók með óbland- inni forvitni. Satt að segja kunni ég ekki glögg deili á persónu- sögu baráttukonunnar Jóhönnu Egilsdóttur, vissi aðeins að hún var forvigismaður verkakvenna i Reykjavik og hafði marga hildi háð, auk þess sem hún hafði verið allt frá fyrstu tið góður andi i Alþýðuflokknum. En hvernig var þessi Jóhanna af Ork bak við skjöld og sverð, lif hennar, heimili og þel? Þessi bók svarar engan veg- innöllum spurningum um þetta, og var þess varla að vænta. Hins vegar glöggvar hún mjög fyrir manni fyrstu átök i verkalýðs- baráttu kvenna og bregður upp fjölmörgum lýsandi myndum af þvi sem gerðist á miklu per- sónulegri hátt en kostur er i sögu, sem einvöröungu er skráð eftir rituðum heimildum og fær ir lesanda á söguvettvang. En mér finnst frásögnin um of bundin viö þetta en nokkuð skorta á myndir úr daglegu lifi — af heimili og fjölskyldu, eða af þvi hvernig hinn daglegi hamar lifsbaráttu og fjárhags- vanda var klifinn á þessum fá- tæktarárum. Það hefði gefið frásögninni af verkalýösbarátt- unni meiri dýpt — eins konar þrividd, þvi aö Jóhanna og heimili hennar hefur vafalaust verið trútt dæmi um það fólk, sem barist var fyrir og kjör þess. Myndin af stritandi heimilisföður er til að mynda býsna óljós og hefði að ósekju mátt vera skýrari, þvi að án efa hefur þar gerst mörg reynslu- saga. En nóg um það, þetta kemur auðvitað i veg fyrir málalengingar og þrengir rammann um hið ákveðna frá- söguefni — forystukonuna i fylkingarbrjósti gegn fátækt- inni. Og sú saga er mjög skilrik, enda stuðst við skrifleg gögn, en þeim gefið li'f með vettvangsfrá- sögn Jóhönnu. Þeim Gylfa og Jóhönnu tekst að gera þetta gagnorða og bráðskemmtilega lesningu, og fjöldi smásagna af mönnum og kynnum eru i senn krydd og lýsing myndanna. En þetta er stutt bók um mikið efni. Að sjálfsögðu veitir Jóhanna vildarvinum sinum i Alþýðu- flokknum mærðarlof af mikilli rausn, og beiskjan i garð hinna sem viku af þrengsta flokks- veginum, einkum Héðins Valdi- marssonar, er eðlileg, svo og sárindin vegna Jóns Baldvins- sonar. Það má lika telja eðlilegt þótt eitthvað skorti á yfirsýn um það, að orsakanna væri einnig aö nokkru að leita í kreppuþró- un i Alþýðuflokknum sjálfum, þar sem ekki hafði tekist að timagilda upphafleg markmið, svo að þau féllu að einhverju leyti til annarra flokka og fólkið með. Slikt varð auðvitað ekki hlutskipti Alþýöuflokksins eins heldur liklega nær allra flokka. Fáninn er látinn siga. Flokkar eldast býsna keimlikt mönnum, taka að lifa um of i liðinni tið og sjálfsánægju, einkum ef þeir hafa sterka og langlifa forystu, og þegar af þeim tekur að kurl- ast, sjá hinir heimakæru flisina i auga þeirra sem fara en ekki bjálkann i sinu eigin. Jón Bald- vinsson var aðeins öndvegis- maður en enginn guð og honum missást auðvitað um margt, og dæmið um Héðin Valdimarsson er til vitnis um það að hann skildi nauðsyn timans þó að brúarsmiöin mistækist. Það verður þó ekki sagt með neinum rétti, að Jóhanna sé dómská kona i þessari bók, enda færi það illa á þeim aldri. Hún er þvert á móti mjög sanngjörn og reynir að skilja og leita mannlegra orsaka, þótt það fari ekki milli máia, hvar hjarta hennar slær. Hún vill ekki særa neinn, og þurfi hún að segja smásögu, sem varpar vafasömu ljósi á persónu, er nafninu stungið undir stól. Mér þykir of oft standa ,,ég man eftir einni”, ,,ég þekkti unga stúlku”, „ein kona”. En það er úr vöndu að ráða, Jóhanna vill ekki særa, en slikar NN-frásagnir i veruleg- um mæli eru hvimleiðar. En öll frásögn Jóhönnu Egils- dóttur er mikilvæg skýring og skilgreining á einu merkileg- asta frelsisskeiði islenskrar þjóðarsögu og varpar bjarma á þá liðnu umbrotatið, þegar is- lenskur verkalýður — og þá öðr- um fremur konur — reis úr öskustónni Fjölmargar minnis- myndir er þama að finna um sögufræga atburði, til að mynda garnadeiluna frægu, sem þvi miður verður lengi ljótur blettur á islenskri samvinnuhreyfingu, en hefur þó liklega orðið mikil og góð lexia eins og ýmsar vinnudeilur þessa tima. Þótt al- vara þessara baráttu sé mikil. er þetta fyrst og fremst notaleg bók, ylhýr, skilningsrik og hjartaheit. Hún er góður leiðar- visir þeim, sem standa i striði. Minningar um einstaka menn baráttunnar svo sem Ólaf Frið- riksson, Jón Axel og Vaffa — eða Vafsa eins og við blaða- mannafélagarnir kölluðum hann venjulega,Vilhjálm S. Vil- hjálmsson — Hannes á Horninu — eru elskulega nærfærnar. Að minu viti hefði verið mikils misst, ef þessi bók heföi verið látin órituð. Þau Gylfi og Jó- hanna eiga einlægar þakkir skildar fyrir hana. Andrés Kristjánsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.