Vísir - 09.12.1980, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 9. des. 1980, 288. tbl. 70 árg.
Bítillinn
John Lennon
skolinn tn
bana í nðtt
Tilræðlsmaðurinn sat fyrir honum
við heimill Lennon-hjónanna í New York
John Lennon og kona hans, Yoko Ono, i New York. I'otta er ein af sföustu myndunum
af John Lennon.
John Lennon, einn Bitlanna frægu, var
skotinn til bana fyrir utan heimili sitt i
New York i nótt.
Var komið að honum helsærðum i and-
dyri ibúðablokkarinnar, þar sem hann
bjó, og var Lennon fluttur samstundis á
Roosevelt-sjúkrahúsið, en hann andaðist
þangað kominn.
Lögreglan segir, að maður einn hafi
verið handtekinn vegna morðsins og sé sá
i yfirheyrslu, en ekkert frekar var látið
uppi um málið i morgun.
Einn nágranna Lennons hafði heyrt,
þegar skotunum var hleypt af, og gerði
lögreglunni viðvart, svo að hjálpin barst
tiltólulega fljótt. Einhverjir sjónarvottar
munu hafa orðið að árásinni. Er eftir
þeim haft, að tilræðismaðurinn hafi beðið
Lennons við aðaldyr ,,Dakota"-fjölbýlis-
hússins við Central Park. Mun hann hafa
hleypt af fimm skotum og tvö þeirra hæft
Lennon i brjóstið.
Kona, sem var nærstödd, sagðist hafa
heyrt Yoko Ono, eiginkonu Lennons,
hropa upp i næturmyrkrinu: „Hjálpið
mér!" — Þegar að Lennon var komiö
liggjandi, var hann meðvitundarlaus.
Aðrar fréttir hermdu, að Lennon heföi
verið einn á ferð að koma heim.
Hinn fertugi Lennon var einn piltanna
fjögurra frá Liverpool, sem kölluðu sig
„The Beatles" og hrundu bitlaæðinu og
hárlubbatiskunni af stað. Með dægurlög-
um sinum skópu þeir nýtt timabil i pop-
tónlistinni, sem tók við af rokkmúsikinni
og Presléy-timanum.
Hann og Yoko Ono, hin japanska eigin-
kona hans, eiga einn son, Sean að nafni.
Siðustu iréttir____________
Samkvæmt nýjustu fréttum, sem Visir
hefur aflað sér, er maðurinn sem myrti
Lennon, David Chapman, 25 ára Filipsey-
ingur, og að sögn lögreglunnar i New
York mun hann hafa haft i hótunum við
Lennon undanfarna daga. Þá er þess og
getið i fréttum af atburði þessum, að hann
muni ekki vera heill á geðsmunum.
ðlafur Jóhannesson utanríkisráðherra staðfestir frétt Visis:
Ræða Hannesar felld
úr fundargerð efta
Ræða sú sem dr. Hannes ,lóns-
son sendiherra I Genf hélt i
EFTA-ráðinu þann 18. september
um tengsl Júgóslava við EFTA,
hefur verið felld niður úr fundar-
gerð ráðsins að ósk viðskiptaráð-
herra. Aður hafði viðskiptaráð-
herra, með samþykki utanrikis-
ráðherra, sent Hannesi Jónssyni
orðsendingu með fyrirmælum um
að koma þvi á framfæri að stefna
island i þessu máli væri óbreytt.
Þessar upplýsingar komu fram
i samtali blaðamanns Visis við
Ólaf Jóhannesson utanrikisráð-
herra i gærdag. Staðfesti hann
fréttir, sem birtust i Sandkorni
Visis fyrir nokkrum vikum varð-
andi viðbrögð við ræðu sem
Hannes Jónsson hélt á vettvangi
EFTA um tengsl Júgóslava við
bandalagið.
Hannes Jónsson birti i Visi
grein fyrir nokkrum dögum þar
sem hann sagði fréttir Sandkorns
vera meiðyrði, atvinnuróg og til-
raun til mannorðsþjófnaðar.
Jafnframt sendi Hannes afrit af
ræðu þeirri sem hann hélt i
EFTA-ráðinu 18. september og
tók fram, aðhún hefði vakið veru-
lega athygli i EFTA-ráðinu og
höfuðborgum EFTA-rikjanna.
Engin afglöp eða hneyksli hefðu
átt sér stað og enginn þurft að
biðjast afsökunar á sinni breyttni.
Það skal tekið fram, að Tómas
Árnason viðskiptaráðherra neit-
aði að svara nokkrum spurning-
um um Hannesarmálið, er Visir
hafði samband við hann i gær.
Fyrir helgi hafði ráðherrann hins
vegar fallist á að blaðið legði fyrir
hann spurningar um málið, eftir
að Þórhallur Ásgeirsson ráðu-
neytisstjóri hafði borið undir
hann þá ósk Visis að fá afrit af öll-
um ræðum Hannesar Jónssonar á
vettvangi EFTA, er snertu
Júgóslaviumálið. Sjá grein á bls.
9.
-SG
FÉKK 30 MÁNAÐA FANGELSI
Kveðinn hefur verið upp dóm-
ur i Landsbankamálinu svo-
nefnda. Var Haukur Heiðar,
fyrrverandi deildarstjóri i
bankanum dæmdur til 30 mán-
aða fangelsisvistar, eða i tvö og
hálft ár. Til frádráttar refsing-
unni kemur þriggja mánaða
gæsluvarðhald ákærða við upp-
haf rannsóknarinnar.
Nú eru liðin þrjú ár frá þvi
upp komst um fjárdrátt og
skjalafals Hauks Heiðars i
Landsbankanum og var hann
handtekinn 19. desember 1977.
Við rannsókn málsins kom i ljós
að hann hafði dregið sér fé að
upphæð 51,5 milljónir króna á
árunum 1970-1977. Hluta af
þessu fé hafði hann komið und-
an til Sviss. Haukur hefur end-
urgreitt Landsbankanum þetta
fé að fullu ásamt vöxtum.
Dómsforseti i málinu var
Gunnlaugur Briem sakadómari
og meðdómendur Axel Krist-
jánsson og Ragnar Ólafsson,
hæstaréttarlögmenn.
— SG
Vísismenn
Kröflu
Sja Dpnu
Jólagetraun
Visls heldur
áfram i dag
sia bis. 27