Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 11. des. 1980, 290.tbl. 70. árg. Er togarinn sem lara á til Þórsnainar miiijarði oi dýr? „Hel boöiD sambærilegt skip á milljarði minna en svar helur ekki borist irá Framkvæmdastoinun", segir Skúli Ólalsson „ Ég gat ekki á mér set- ið/ þegarég las fréttir um að kaupa ætti togara til Þórshafnar fyrir þrjá milljarða króna og bauð fram sambærileg skip, sem eru á allt að einum milljarði króna lægra verði. Svar hefur ekki borist enn frá Fram- kvæmdastofnun," sagði Skúli ólafsson í samtali við Vísi í morgun. Blaðið heföi haft spurnir af tilboði Skúla og spurði hann nánar út i málið. Skúli sagðist hafa orðið mjög undrandi á þessu háa verði á norska togar- anutn. I samtali, sem hann hefði átt við Steingrim Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, hefði Steingrimur lýst yfir áhyggjum sinum vegna þessa háa verðs á Þórshafnartogaranum, sem væri allt að helmingi hærra en talað hefði verið um i byrjun. ,,Ég get bobiti skuttogarann Svalbard, sem er bæði rækju- og bolfisktogari, fyrir 20 milljónir danskar krónur. Sá togari er byggður i Sviþjóö, það er skrokkurinn, en lokið við smið- ina i Færeyjum. Skipið er 485 tonn með frystilestum og veið- arfæri innifalin i verðinu. Hefur skipstjóri togarans staðfest t-. samtali við mig, að skipið sé mjög hæft til bæði bolfisk- og rækjuveiða," sagði SkUli. Þá sagðist hann einnig hafa boðið fram tvo norska togara, 299 tonna.skip, sem hefðu verið mæld niður og væri sambærileg við minni skuttogarana, sem hér væru. Annar væri byggður 1978, en hinn i fyrra. Verð hvers togara með veiöarfærum væri 20milljónir norskra króna. Með þeim gæti fylgt norskt „ex- port"- lán á lágum vöxtum. „Eg er enginn talsmaður þess að fluttir verði inn fleiri togar- ar, en ef á annað borð er verið aðkaupa skip, finnst mér skipta nokkru að fá skip á hagstæðu verði," sagði Skúli Ólafsson. — SG voru nærri samkomulagi Samningaviðræður banka- manna og fulltrúa bankanna voru vel á veg komnar, þegar upp úr slitnaði rétt fyrir hádegi i gær. Höfðu bankarnir þá m.a. boðið 1/2% i orlofsálag og 10 yfirvinnu- tima tjl greiðslu i janúar, i stað 3% að hluta. Bankamenn gerðu kröfu um 15 yfirvinnutima, en höfðu einnig gefið allverulega eftir varðandi félagslegar kröfur. Þá kom i ljós, að deiluaðila greindi mjög á um Utreikning á afturvirkni 3%. Drógu banka- menn þá til baka allar fyrri til- slakanir i félagslegu atriðunum og slitnaði upp Ur viðræðum. Sáttafundur verður haldinn i dag. —JSS Jólagjafa- handbók meö Vísi idag 91 Plötur John Lennons hafa rokið ut i verslunum f borginni, og gömlu bltlaplöturnar IDca. Myndin var tek- iniFálkanumimorgun. Visismynd: GVA. Lennon-olölur aldref vfnsællí: „Allt rilið út strax í fyrradag „Það hittist svoleiðis á, að við áttum frekar litið tfl á iager af nýju Lennon-plötunni og það var allt rifið út strax i fyrradag", sagði Steinar Berg hjá Karna- bæ, þegar blaðamaður Visis spurði hann i morgun, hvaða á- hrif morðið á Lennon hefði haft á plötusóluna. Steinár sagði, að eftirspurnin eftir plötunni hefði aukist gifur- lega erlendis, þannig að óvist væri hvernig gengi að fá meira af henni til landsins. „Nýjasta plata Lennons var þegar uppseld hjá okkur, þegar fréttir bárust af morðinu, en það sem við áttum af eldri sólóplöt- um hans seldist upp fljótlega", sagði Ásmundur Jónsson hjá Fálkanum. Hann sagði, að sömu sögu væri að segja af gömlu bitla- plötunum, — það sem hefði ver- ið til, hefði klárast að mestu strax i fyrradag. —P.M. Mývatnssveit: „Kalda vatnið er heitt og heita vatnið til vandræðal 99 ,,Jú, kalda vatnið er heitt og hitaveitan til vandræða", sagði Arn- aldur Bjarnason. sveit- arstjóri i Mývatnssveit í spjalli við Visi. „Sannleikurinn er sá, að vatn- ið nérna i Reykjahliðarþorpinu er um 20 stiga heitt og hefur hitnað við umbrotin hér undan- farin ár, og það hefur gengið misjafnlega að f inna gott vatn i staðinn. Astæðan er ekki, að heitt vatn hafi blandast þvi kalda, heldur hefur landið hitnað og hitar vatnið. Þetta er að uppruna hreint bergvatn, en þvi er ekki að leyna.að ylurinn skapar skil- yrði fyrir ýmsar óæskilegar ör- verur. 1 hitaveitunni hefur aftur á móti verið vandamál með úr- fellingar i lögnum og verið er að leita að frambúðarlausn á þvi máli. Það má einnig rekja þessa erfiðleika beint til umbrotanna, þ.e.a.s. efnasamsetning vatns- ins hefur breyst. Við fáum okkar heita vatn þannig, að blandað er saman köldu vatni og gufu og það er talið að efnasamsetning kalda vatnsins hafi breyst. Afleiðing- arnar eru, að það myndast þrengsli i pipum og ofnarnir þéttast og stiflast. Engin þekkt ráð eru til gegn þessum úrfell- ingum. Þaö má segja, að hér sé maður i fullri vinnu, alla daga við að hjálpa fólki við að halda hita á hUsum. Þetta hefur ekki skapað svo stór vandræði að neinn hafi þurft að flýja sin hUs, en þetta er ákaflega pirrandi ástand til lengdar", sagði sveitarstjórinn. SV.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.