Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 11. desember 1980 vtsm 5 John Lennon og Yoko Ono i upphafi nýs tónlistarferils. þegar geöbilaöur maöur greip skyndilega inn i Taldi morðinginn sig vera Lennon? Mark Chapman, sem myrti John Lennon, kann að hafa imyndað sér, að hann mundi lik- amnast i bitlinum fyrrverandi með þvi að drepa hann. Þetta er ein hugmynd sálfræð- inga New York-lögreglunnar, sem reynir að leita skýringar á vitfirringu Chapmans. Menn fara ekki i neinar grafgötur um, að Chapman sé ekki heill á geðs- munum, og hefur réttargæslu- maður hans, Herbert Alderberg, lögmaður, sagt að hann muni krefjast sýknu á grundvelli geð- veilu sakborningsins, þegar mál- ið kemur fyrir rétt, sem er fyrir- hugað 6. janúar. Chapman nýtur nú öflugrar lögregluverndar á Bellevue- sjúkrahúsinu, þar sem menn reyna að finna út, hversvegna maður, sem dýrkaði Bftlana, ferðaðist landshornanna á milli i Bandarikjunum til þess að skjóta Lennon. Áður en hann sagði upp starfi i Honolulu til þess að fara til New York, skrifaði Chapmansig John Lennon. Þegar hann myrti Lenn- on, hafði hann með sér 14 stunda langa hljóðritun af Bitlamúsik og áritað myndaalbúm af Lennon. Ffl AÐ KOMJ) Utanrikisráðherrar NATO leggja á fundi sinum i Brússel á ráðin um umfangsmiklar póli- tiskar, efnahagslegar og aðrar refsiaðgerðir gegn Sovét- rikjunum, ef þau gripa til hern- aðarlegrar ihlutunar i Póllandi. Til grundvallar liggur það mat vestrænna hernaðarsérfræðinga, að Kreml hafi fyrir nokkru full- búið sig til innrásar i Pólland og ætti ekkert eftir nema taka póli- Wilson syrglr John Lennon Harold VVilson, fyrrum forsætisráöherra Breta, er meöal þeirra sem hafa látiö i ljósi mik- inn harm vegna morðsins á John Lennon. VViLson sagöi: Lennon gaf krökkunum um- hugsunarefni, hann hélt þeim frá götunum og geröi þannig meira gagn en allir veröir laga og reglna samanlagt”. AÐ LANDAMÆRUM POLLANDS tiska ákvörðun þar um. t aðal- stöðvum NATO ætla menn, að það verði einhvern næsta daginn (kannski i skjóli jólahelgar- innar), þótt ljóst þyki, að Kreml- stjórnin vilji fyrst gefa Varsjár- stjórninni lengri frest til þess að taka vandamálin fastari tökum. Bandarikjastjórn hefur æ ofan i æ siðustu vikuna varað Moskvu- stjórnina stranglega við þvi að ráðast með her inn i Pólland og óspart haldið á lofti fréttum af liðssafnaði við landamæri Pól- lands. Með þvi hafa menn viljað, að það færi alls ekki milli mála hjá Moskvustjórninni, hverjar af- leiðingar slik innrás gæti haft fyrir Sovétrikin, ef látið yrði til skarar skriða gegn Pólverjum. Leiðtogar NATO-rikja hafa þó lýst þvi yfir, að útilokað sé, að brugðist verði við innrás i Pólland með hernaðaraðgerðum. Dagbók Göbbels birt Slöur úr einkadagbók Göbbcls, áróðursmálaráðhera Hitlers, sem ekki hafa birst áöur munu bráö lega vcrða birtar opinberlcga f V- Þýskalandi. Slöur þessar hafa veriö í vörslu skjalasafns Rauöa hersins sovéska. Samtimasögustofnunin I Munchen skýröi frá þvl f vikunni, aö blaðamaðurinn Grwin Fischer, hefði tekiö 15000 síöur af dagbókinni á mikrófilmu þegar hann var i Sovétrikjunum áriö 1972. Mikrófilmuna lét Fischer útgáfufélag i Hamborg fá. Þessar siöureru hluti af um þaö bil 50 þúsund siöna dagbók, sem Göbbeishóf aösetja á mikrófilmu skömmu fyrir fall þriöja rikisins 1915. Þcgar Göbbels fór til Berlinar og framdi sjálfsmorö ásamt Hitler, tók hann frum- myndir skjalanna meö sér og gcymdi I blýkössum. Þar fann Rauði herinn skjölin. Um þaö bil sjö þúsund sfður af dagbókinni Joseph Göbbels f essinu sfnu. komust I hendur Bandarfkja- manna og voru þær gefnar út I Bandarikjunum. „Eining” ögrar stjórnvöidum Póllands enn „Eining”,hin óháðu verkalýðs- samtök Póllands, ætlar að berjast fyrir þvi, að pólitiskum fóngum verði sleppt. Þykir það ekki lik- legt til þess að bæta geð valdhaf- anna i Varsjá — eða annarstaðar austan tjalds. Samtökin tilkynntu i gærkvöldi eftir daglangan fund fram- kvæmdastjórnar landssamtak- anna i Gdansk, að stofnuð mundi sérstök nefnd, sem taka mundi upp hanskann fyrir allt fólk, er handtekiðhefði verið fyrir að láta i ljós skoðanir sinar. „Það er óþolandi, að fólki sé varpað i fangelsi fyrir sannfær- ingu þess eða skoðanir,” segir i tilkynningunni. 1 nefndina hafa veriö kosnir ýmsir leiðtogar úr hinni nýupp- sprottnu verkalýðshreyfingu þeirra á meðal Leck Walesa. — Mun nefndin byrja á þvi aö láta til sin taka mál fjögurra andófs- manna, sem eru i fangelsum i Varsjá. Þar á meðal Leszek Moczulski, leiðtoga „Bandalags sjálfstæðs Póllands”, sem eru þjóðernissinna samtök, andsnúin sambandinu við Sovétrikin. Þessi yfiriýsing „Einingar” kemur þvert í trássi við viðvaran- ir kommúnistaleiðtoga Póllands, sem siðustu tvær vikumar hafa hamrað á þvi', að „Eining” skyldi einskorða sig við verkalýðsmál., en ekki snúa sér að stjórnarand- stöðu. En það hefur jafnan þótt blasa við, að samtök, sem hristu af sér valdsmannshönd kommun- istaflokksins, til að rétta kjör launþega i sósialisku riki, þar sem ríkið er launagreiöandi flestra, hlytu i eöli sinu aö verða virk stjórnarandstaða i andófi sinu. Framlengia kosnlngu Vélbyssugelt og sprengingar kváðu við i gærkvöldi i Kampala, höfuðborg Úganda þar sem fyrstu þingkosningar landsins i 18 ár voru framlengdar um einn dag. Kviðu menn þvi, að íramleng- ingin yrði til þess að magna enn frekar rósturnar, en stærstu flokkarnir báðir höfðu sett sig upp á móti henni. Var andrúmsloftið hlaðið spennu. Samveldisnefndin, sem fylgist með þvi, að kosningarnar fari rétt og lýðræðislega fram, sagði ástæðu framlengingarinnar vera þá, að kjörstaðir hefðu viða ekki verið opnaðir fyrr en sjö klukku- stundum of seint, vegna þess aö vantað hefði kjörkassa og kjör- gögn. Sérstaklega kvað rammt að þvi i Kampala. Kjörstaöir verða þvi opnir i sjö stundir i dag til þess að tryggja, að kjósendum vinnist timi til þess að skila atkvæðum sinum. Þegar kjördagur rann upp i gær, var fólk flest á götum i há- tiöarskapi, en það tók að þykkna i mönnum, eftir þvi sem þeir þurftu að biða lengur i biðröðum i steikjandi sólskininu eítir þvi aö kjörstaðir væru opnaðir. Braust sú gremja viða út i handalög- málum. F> U KOMA AB LANDA MÆRIIM PÓLLANDS Vestrænum eftirlitsmönnum hefur nú verið leyft að nýju að ferðast um landamærasvæði Pól- lands og Austur-Þýskalands i fyrsta sinn, siðan þau voru lokuð útlendingum 29. nóvember. Þarna er um að ræða banda- riska hernaðareftirlitsmenn, sem SALT I-samningar gera ráð fyrir, að fái að fylgjast með heræfing- um. Þessi ákvörðun þykir þó engu breyta um, hvort undirbúin sé innrás i Pólland eða ekki. Þar hafa menn vitneskju um, að undirbúningi sé lokiö, og að eftir- litsmenn mundu á ferðum sinum ekkert fá að sjá, sem máli skipti. Frá Maruzen nýkomið Stimpi/k/ukkur & rafheftarar ShrifuÉlin hf Suðurlandsbraut 12 — S 8 52 77 f/1\ o (3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.