Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 8
8 F'imm'tUaái'Clí' '11. deséinbet’' W8Ó Utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsion. Ritstjórar: úlafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snsland Jónsson. Fréttast|óri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttlr, Gylfl Krlstiánsson, lllugi Jökulsson, Kristln Þor- steinsdóttlr, Páll AAagnússon, Svelnn Guðiónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttlr Blaðamaður á Akureyri: Glsll Slgurgelrsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Stelnarsson. Ljósmyndir: Bragl Guðmundsson, Elln Ell- ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristián Arl Elnarsson. útlitsteiknun: Gunnar Traustl Guðbiörnsson, AAagnús Olafsson. Auglysingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúli 14, slmi 80611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumula 8, slmar 8ÓÓ11 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholtl 2—4, slmi 8ÓÓ11. Askriftargjald kr. 7.000 á mánuði innanlands og verð I lausasölu 350 krónur eintak-. iö. Visir er prentaöur I Blaðaprenti hf.,Siðumúla 14. Ohæfuverk og endir skeiös Morðift á tónlistarmanninum góökunna John Lention hefur vakift óhug og vandlætingu um allan heim. Meö honum er genginn merkur tónlistarmaöur og lokiö áhrifamiklum kapítula i sögu dægurtónlistar. „Þetta er mikill harmleikur. Við verðum að stöðva slíkt of- beldi á götum landsins, koma í veg fyrir harmleiki sem þennan" sagði Ronald Reagan, verðandi forseti Bandaríkjanna. um morð- ið á tónlistarmanninum heims- kunna, John Lennon í New York- borg í fyrrakvöld. Hið sama hefur án efa verið efst í huga milljóna Bandaríkja- manna eftir þennan hryggilega atburð, sem hefur vakið óhug og vandlætingu um allan 'neim. Það er hart til þess að vita, að geð- sjúkt fólk skuli hafa undir hönd- um morðtól eins og það, sem not- að var til þess að myrða Lennon utan við heimili hans í New York. Jafnframt er það kaldhæðni ör- lagann.a, að jafn mikill friðar- sinr.i og andstæðingur vopna- valds skuli falla fyrir byssukúl- úm á almannafæri. Við fregnina um skotárásina á bítilinn góðkunna rifjast ósjálf- rátt upp í hugum manna hliðstæð ótíðindi af morðunum á John F. Kennedy, Robert Kennedy og Martin Luther King á sínum tíma, sem voru óskiljanleg öllu heilbrigðu fólki. Það gefur auga leið, að meðal þjóðar, sem er þúsund sinnum fjölmennari en íslendingar, hlýt- ur að vera margfalt fleira fólk bilað á geðsmunum heldur en hér á landi og þar af leiðandi eru líkurnar fyrir voðaverkum eins og því, sem nú hef ur verið fram- ið, margfalt meiri. Þeim mun f rekar ætti að vera þörf á að tak- marka þar skotvopnaeign al- mennra borgara sem allra mest. Skotárásir og morð eru því miður daglegir atburðir í Bandaríkjunum þótt út hingað berist yfirleitt ekki fregnir af slíkum óhæfuverkum, nema þeg- ar víðkunnir menn falla í valinn. Eftir morðið á John Lennon hafa komið fram háværar kröfur um að stjórnvöld grípi í taumana, setji strangari reglur um það, hverjirmegi hafa skotvopnaleyfi og að skilyrðislausum bönnum verði beitt i því sambandi. Er vonandi að orðið verði við þess- um kröfum. En John Lennon verður ekki vakinn til lífsins. Lífshlaupi hans er lokið og um leið má segja að Ijúki merku skeiði í sögu dægur- tónlistar, þeim kapítula, sem kenndur hefur verið við hljóm- sveit hans The Beatles, Bitlana. Hann hafði ásamt félögum sin- um gífurleg áhrif, ekki aðeins á mótun dægurtónlistar sjöunda áratugarins, heldur á allan lífs- stíl og allt lífsviðhorf ungs fólks á Vesturlöndum þau ár sem Bítlarnir voru mest í sviðsljós- inu. Sú kynslóð ungs fólks, sem var að komast til manns á sjöunda áratugnum, og nú er í hlutverki foreldra tók þátt í þeirri félags- legu byltingu, sem fylgdi bítla- æðinu svonefnda, en fyrirmyndir þeirra í margvíslegum efnum voru þeir félagarnir í The Beatles. Vmsir þeirra, sem gegndu hlutverkum uppalenda á dögum bftlaæðisins, voru í vafa urrvað þá gengi unga kynslóðin til góðs, en þegar frá leið lærðu einnig þessir fulltrúar eldri kyn- slóðarinnar að meta nýjan hugsunarhátt og tónlist Bítlanna. Nú er svo komið, að mörg laga þeirra teljast til sígildra verka í tónlistarheiminum og eru f lutt af sinfóníuhljómsveitum. John Lennon var ótvírætt meðal merkustu og áhrifamestu lagasmiða á síðari árum. Lög og Ijóð hans og félaga hans, piltanna frá Liverpool, munu lifa um ókomin ár og aðrir munu halda á loft merki þeirra og hugsjónum um frið og kærleika í stríðs- hrjáðri veröld nútimans. f I I I I I I I I I I I i I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Ómetanleghjálparhella Texti: Steinar J. Lúövíksson. Myndaumsjón: Gunnar V. Andrcsson. HVAÐ GERÐIST A ÍSLANDI 1979? Örn og örlygur 1980. Þettaer stór og nýstárleg bók, fullar 230 blaðsiður i stóru broti eins og timarit, leturflötur geysimikill i tveimur breiðum spöltum á siðu, og letur þétt og haganlega sett. Að lesmáli er hún vafalaust jafnoki tveggja eða þriggja meðalbóka eins og þær gerast nú. Þá er i þessari bók fullt hálft þúsund mynda. Á kápu bókarinnar stendur, að þetta sé „samtimasaga inn- lendra atburða rakm i máli og myndum” og hér sé um aö ræða „fyrsta bindi bókaflokks sem ætlað er það hlutverk aö vera i raun. Islandssaga samtimans”. Það er alkunna, að dagblöðin eru mikil söguheimild, en þau verða æ stærri og margþættari að efni og lenda oftast i glatkist- unni eftir hvern liðinn dag. Hins vegar sækir það oft á mann að þurfa og vilja rifja upp liöna atburöi, og þá ekki sist þá, sem gerðust á siöasta ári eöa hinum næstu. En þá verður oft öröugt um vik, þvi aö heimildirnar eru ekki tiltækar, og sögunni hefur ekki verið þjappað saman I að- gengileg sögurit, þvi aö heita má að slik úrvinnsla taki ævin- lega áratug að minnsta kosti og oftast miklu lengri tima. Það er til að mynda varla hægt aö segja, aö samfelld Islendinga- saga siðustu þrjá eöa fjóra ára- tugina sé nú tiltæk nema helst 1 öldinni okkar. Þarna verður tómarúm sem er mjög skaðlegt og jafnvel hættulegt. Það tor- veldar fólki að rifja upp og muna sér til gagns og gamans það sem kalla mætti samtima- sögu, sem oft og einatt er hin lærddmsrikasta leiðbeining i lifshlaupi hverrar liðandi stundar og nauðsynleg fylgja i umræðu dagsins. Einnig gengur svo mikið á i fjölmiðlum dag hvern, að það ryður mjög úr minni þvi sem gerðist i fyrra eða hittifyrra. Þegar menn hafa ekki tiltækar skráðar heimildir, treysta þeir um of á minni margvislegar skekkjur festa rætur i riti og frásögn og verða örðugir draugar sem torvelt reynist að kveða niður siðar og læðast jafnvel inn i þann texta sem gefinn er út sem pottþétt sagnfræði. En að öllum þessum rökum slepptum er upprifjun nýliðinn- ar atburðasögu hið skemmtileg- asta lestrarefni, einmitt af þvi að það er nógu nálægt til þess að kalla fram samferðaatburöi i lifi lesandans sjálfs, eða jafnvel eigin reynslu sem þessu er tengd. Ef slik bók um árið á undan kæmi Ut árlega, yrði af þessu ágætt heimildasafn til- tækt og trútt þaö sem þaö nær og mörgum ómetanleg hjálpar- hella. Efni bókarinnar er skipaö i samstæöa kafla, og þeir eru þessir: Alþingi — stjórnmál — bókmenntir — listir —■ menn- ingarmál — dóms- og sakamál — eldsvoðar — fjölmiðlar — flugmál — iönaöur — iþróttir — kjaramál — landbúnaður — menn og málefni — náttúra landsins — veðurfar — orkumál — sjávarútvegur — skák- og bridge — skólamál — slysfarir og bjarganir—úrýmsum áttum — verðbólgan — verðþróun. Frásagnirnar eru i sam- þjöppuðu máli, flestar stuttar en þó mislangar eftir gildi og lýstar efnislegum fyrirsögnum innan flokka sinna. Val og samantekt virðist mér bera vitni góðri yfirsýn og glögg- skyggni. Gerö slikrar bókar er vitan- lega ekkert áhlaupaverk, en vinnst vafalaust best með þvi að taka það til handargagns dag hvern eða þvi sem næst og rita megindrætti þótt siðar sé snyrt. Ég tel vi'st, að þannig hafi verið að unniö, enda eru það trúverð- ugust vinnubrögð. Alþingiskosningar fóru fram á árinu 1979. Að hverjum meginkafla bók- arinnar er yfirlitsformáli um efni hans, og ársuppskeran skil- greind I stuttu máli, en siðan er atriðum raðað að mestu i tima- röð innan kafla. Loks er mjög ýtarlegt efnisyfirlit, þar sem fljótlegt er að renna augum yfir atriðin og finna það, sem leitað er að. Mér virðist Steinar J. Lúðviksson hafa gott vald og mat á frásagnarhætti, sem þessari framsetningu hæfir. Það hefur ekki heldur verið flýtisverk aðsafna saman öllum þessum myndagrúa. Myndahöf- undar eru rúmlega tuttugu, og fylgir skrá um þá, en myndarit- stjóri hefur notiö sérlegrar fyrirgreiðslu Visis. Þá eiga tveir ritstjórar dagblaða þarna umtalsverðan ráðgjafarhlut að máli, þeir Jón Sigurösson og Ólafur Ragnarsson, aö þvi er segir i formála Loks er þess að geta, að ytri gerð bókarinnar,setning og um-. brot Prentstofu G. Benedikts- sonar og prentun og bókband i Englandi, er mjög vandað verk að sjá, og kápu- , hönnum Péturs Halldórssonar stilhrein og smekkleg. Helst mætti um það efast, að ysta borð kápusp jalda og kjalar væri nógu sterkt tíl þess að þola þann velking, sem slikri flettibók er búinn, enda er flatkjölur jafnan mjög viökvæmur. En þessi bók er og veröur hið þarfasta þing og vonandi dugir samstarf útgáfu og lesenda til framhalds þvi að með þvi hlýt- ur notagildið að standa og falla. Andrés Kristjánsson. -S I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I E I I I I I I I I I I I I ,J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.