Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 9
9 Fimmtudagur ll. desember 1980 vtsm Goð skemmtun og um- talsverður frððleikur Guðmundur Danfelsson: JARLINN AF SIGTtíNUM og fleira fólk. Setberg 1980 Guðmundur Danielsson hefur alla tíð verið eldfjörugur og list- fengur viðtalsbókasmiður og vafalaust einkar laginn við aö trekkja upp viðmælendur sina og fer enda frjálslega með það, sem upp úr þeim kemur<svo sem vel hæfir, ef menn hafa fast I huga að túlka persónuna rétt. Nú hefur Setberg sent frá sér sjöttu „viðtalsbók” Guðmundar en hinar fimm voru 1 húsi ná- ungans, Verkamenn i vingarði, Þjóð i önn, Staðir og stefnumót og Skrafað við skemmtilegt fólk. Allar þessar bækur hafa verið vinsæl lesning (mjög að verðleikum. Þær hafa auðvitað breikkað höfund sinn en ef til vill ekki hækkað hann. Þessi sjötta bók — Jarlinn af Sigtúnum og fleira fólk —minn- ir ofurlitið á heyskaparlok, eða hausthirðingu og húner sundur- leitust að efni og efnistökum, enda viðtölin og þættirnir af ýmsum aldri, sumir komnir nokkuð til ára sinna. Fyrsti þátturinn er alllangur, um 40 blaðsiöur, og nefnist Sjó- maðurinn og er þó fremur um tvo sjómenn en einn, þá Arna Helgason í Akri og Jón Helgason á Bergi, báða allfræga formenn á Eyrarbakka og hlutu heiðurs- merki sjómannadagsins 1959 en þátturinn er skrifaður 1964 og botnaður 1977. Þetta er ekki við- tal heldur frásögn, aðallega af annarri kempunni með ýmsum tilbrigöum en fjallar i heild um sjósókn /lifshlaup, liðna tið og sjávarhætti hennar um og eftir aldamótin. Guömundur hefur ritaöa þætti við aö styöjast og vitnar stundum beint i þá. Þarna er margvfslegan fróðleik að finna, en Guðmundur sjálfur fer með veggjum. Þátturinn er raunar að mestu um Ama Helgason. Þarna er meöal ann- ars sagt frá draugagangi mikl- um isjóbiíðumá Stokkseyri 1892 og hreinsanir af þvi tilefni. Annar þátturinn er viötal i fullum skilningi þess orðs, nefn- ist Bamiö og (Scindin.gert 1964 og er viömælandinn Matthias Johannessen ritstjóri og skáld og fara báöir á kostum svo að ekki má á milli sjá hvorum veit- irbetur i þeirri viðureign. Þetta er stórskemmtilegt viðtal enda áður frægt. Þarna hafa opnast flóðgáttir sem um munar enda ræður Guðmundur eiginlega ekki við neitt og verður að reka steininn i þegar fjörutiu siður eru flæddar og ekki komiö lengra en að skáldskapnum. Þá fórnar Guömundur höndum og keyrir niður punkt, þegar Mátthias hefur sagt: „Kæru vinir, hafiö ekki áhyggjur af skáldskapnum. Skáldskapurinn lifiren viðmunum deyja”, og er sú staðfesta sótt i Eggert Stefánsson söngvara og mun vera orð að sönnu. En þetta er i stuttu máli alveg óborganlegt viötal. Matthias gýs bráðskemmtilegum reyfarasögum um mikilmenni Islands og annarra parta heimsbyggðarinnar eins og Guömundur hefði sett i hann hundrað kiló af sápu. Þaö eru ekki aöeins Jónas frá Hriflu og ólafur Thors sem þeytast upp, heldur einnig Þórbergur, Tómas,SteingrImur Hermanns- son, Páll Isólfsson, Krútsjoff, Stalin, Arni Pálsson sagn- fræðingur, Marx, Villi frá Ská- holti, Dungal, séra Matthias, Valtýr Stefánsson, Arni Ola, konungar, keisarar, Adenauer, Gagarin, Ben Gurion, Lyndon B. Johnson, Grómýkó, Magrnls Kjartansson, Mikojan, Sigurður Nordal og Egill Skallagrimsson og allir eru þeir málvinir Matthiasar og er þó ekki hálf- taliö það liö sem sögur fara af i þessum þætti, — bæði stór- fyndnar og mergjaðar sögur, að viðbættum lýsisögum af Matthiasi sjálfum. Það er löngu látinn maður sem ekki skelli- hlær allt þetta viðtal á enda. Það er beinlinis hættulegt að birta svona ofhlaðin viðtöl þvi aö menn verða nú aö fá svolitla hvild á milli rokanna ef kjálka- liðum á ekkiað vera hætt. Svona ljósagangur er næstum um of — en skemmtilegur er hann. Ég vil aöeins geta þess, aö ég kannast ekki við barnagæluna um ókindina i þeim orðum, sem hún er klædd þarna. Að minnsta kosti varhún rauluð öðruvisi við mig foröum daga. Meöan maður erað jafna sig af hikstanum fer maður aðhugsa um, hvor þeirra Guðmundar eða Matthiasar sé ókindin og hvor barnið — og gefst upp við að ráða gátuna. Sem betur fer eru næstu þætt- ir hófstilltari en þeir fjalla um orgelhljóma I frásögn Kristins Jónassonar, smiðju Gunnars Gunnarssonar, veiðimanna- kúnstir, myndhöggvarann Sigurjón Ólafsson — allt of stuttur þáttur — og apótekarann Guðna ólafsson. Þetta eru allt saman aðeins brenniskot — og ég veit ekki einusinni, hvort þau hitta öll. En þá kemur viðamikil frá- sögn sem nefnist Ferð gegnum almanakið og veðrin og er af fróöleikskonunni Guðrúnu S. Guðmundsdóttur frá Guttorms- haga, móður höfundar. Guð- mundur hafði einhvern tima birt viðtal viö hana og það hafði þær afleiðingar að þjóðhátta- fræöingar Þjóðminjasafnsins tóku hana heldur betur til spurninga. Guðmundur segir i Andrés Kristjánsson skrifar þættinum undan og ofan af fróö- leik þeim, sem hún miðlaöi þeirri stofnun og eykur viö ýmsu sem hún hefur sagt hon- um til hliðar við svör sin. Þetta er auðvitað öndvegisþáttur, ekki si'st siöari hlutinn um veðurvisi og náttúrufyrirbæri. Þessu næst koma tvær frá- sagnir, sem öröugt er að flokka til viðtala eða þátta, viröast helst kippa sér I kyn smásagna. Þeir heita I striöi við höfuð- skepnumar og A nýársnótt. Lokaþáttur þessarar bókar er sá, sem gefur bókinni nafn, Jarlinn af Sigtúnum — Egill Thorarensen kaupfélagsstjóri. Þetta er lengsti þáttur bókar- innarog er raunar hvorki viðtal né þáttur heldur hetjusaga, af- rekaskrá og ævifrásögn saman tekin eftir ýmsum heimildum með ivafi Guðmundar sjálfs til skrauts og fýllingar. Það þarf ekkium það að spyrja, að hér er æriðfrásagnarefni svo stórbrot- inn og umsvifamikill sem þessi maður var og mikils valdur I sögu Sunnlendinga á þessari öld. Þarna er greint frá forver- um i frændgaröi Egils ýtarlega, uppvexti og störfum hans,stofn- un og rekstri Kaupfélags Arnes- inga á hans tlð, endurreisn Þor- lákshafnar og manninum bak við þetta allt — lika barninu undir brynjunni. Þessi bók er ekki viö eina f jöl- ina felld aö gerð og efni en hún stendur fyrir sinu og miðlar i senn mikilli skemmtun og um- talsverðum fróðleik. Andrés Kristjánsson „Endurminnlngln merlar æ I mánasiifrl hvað sem var" Andrés Kristjánsson skrifar Gils Guðmundsson: MANASILFUR II Iðunn 1980. I fyrra hóf Iðunn að gefa út safn eöa úrval endurminninga af ýmsum uppruna og aldri i vali og heimanbúnaði Gils Guð- mundssonar. Þetta eiga að veröa a.m.k. þrjú eða fjögur bindi allstór. Fyrsta bindið var nær 280 blaðsiður með minningaþáttum eftir tuttugu og sex höfunda. Annað bindið sem nú er komið út, flytur efni eftir 29 höfunda og er Ami Magnússon frá Geitastekk elstur þeirra, en sex eru enn á lifi. Ekkert sérstakt kerfi er á röðun minninganna nema stafrófsröð höfunda ræður innan hvers bindis og riður Ari Arnalds nú á vaðið og er kaflinn úr Minningum hans sem komu út 1949. Hér segir Ari frá þvi hvernig hann komst I skóla. Næstur kemur svo Árni frá Geitastekk með feröasögu frá Kina. Aðrir höfundar eru Bjöm Sigfússon Bogi Ólafsson, Daniel Danielsson dyravöröur, Einar Jónsson myndhöggvari, Eirikur á Brúnum, Guðmundur Hagalin ,Guðmundur Hannes- son, prófessor, Guðrún Guð- mundsdóttir, Gunnar Bene- diktsson, Gunnar M. Magnúss, Gunnar ólafsson, Hafsteinn Sigurbjarnarson, Hannes Þor- steinsson, Hulda, Ingibjörg Lárusdóttir, Ingunn Jónsdóttir, Jóhannes Birkiland, Karólina Einarsdóttir, Magnús F. Jóns- son Matthias Jochumsson, Ólafur Tryggvason, Ólöf frá Hlöðum, Páll Melsted, Sigur- björn Þorkelsson, Skúli Guð- jónsson, Sæmundur Stefánsson og Þórarinn Sveinsson. Flestir eru þessir höfundar þjóðkunnir frásagnarmennJiafa margir rit- að minningar sinar á bækur og eru kaflarnir teknir úr þeim, en einstaka úr timaritum eða safn- ritum,til að mynda bókinni Ung- ur var ég. Af athyglisverðum frásagnar- efnum þarna má nefna mann- skaðaveðrið 1898, og konungs- komuna 1907, en flest fjalla þessi minningabrot um atvik eöa umhverfi á ævileiö^erið oft frá æskuárum, en þó sum frá fulloröinsaldri. Meðal merkilegustu þátta bókarinnar er „Agrip af ævi- sögu” eftir Sæmund Stefánsson Hvítsiðing sem fluttist fertugur á holdsveikraspitalann i Laugamesi og þaöan á Kópa- vogshæli, þar sem hann var til æviloka ,haldinn bæklun og örkumlum eftir ægilegt stór- hriðarkal. Ævisöguágripið birt- ist þarna i heild eins og Sæ- mundur ritaði þaö en hann lærði ekkiaö lesa ogskrifa fyrr en um fimmtugt. Þetta er merkileg saga um geigvænlegt umkomu- leysi en jafnframt mikinn hugarstyrk, trúartraust og manngæsku. Allar frásagnirnar I þessari bók hafa nokkuö til sins ágætis, eru I senn áhrifarikar og fullar lærdóms um liðna tið, speglar þess mannlifs sem Iifað var i landinu um eða fyrir siöustu aldamót. Þær eru augsýnilega valdar af kostgæfni og allur sá lestur sem er að baki þessu vali er varla áhlaupaverk. Búnaður til prentunar er hinn vandaöasti oghöfundi hverrar greinar fylgt úr hlaði með stuttri kynningu og getið hvaðan efnið er fengiö. Þetta bindi Mánasilfurs er svipaö hinu fyrst að stærð. Endurminningar eru orðinn mikill og fjölskrúðugur bálkur islenskra bóka og fer sigildn- andi með hverju ári. Þar fer saman óþrotleg frásagnargleði, ótæmandi söguefni og fegin- samlegar viðtökur stórs les- endahóps. En mjög er þessi grein bókmennta misjöfn að gæðum, margt að sjálfsögöu íangt og léttvægt en annaö baeði snjallt og lærdómsrikt — ogsvo öll stig þar á milli. Hér á þvi úrval vel við, og slik útgáfa er til þess fállin að vera hvort tveggja skemmtilestur og kennslubók um ritun minninga. Gils Guðmundsson hefur alla burði tilþess að leysa þetta verk af hendi svo sem best má verða og sýna þessi tvö bindi Mána- silfurs aö hann hefur þetta á valdi smu. Ekki mun fastráöiö hve mörg bindi þetta úrvalssafn verður, en talaö er nú um fjögur, þótt ekkert sé fastráðið, og nægur mun efniviðurinn i tvöfalda þá tölu eða þrefalda. Allur frá- gangur ritsins, — málvöndun, prófarkalestur og ytri búnaöur af hendi útgáfu og prentverks ber alúö vitni. Ef til vill sakna einhverjir þess, að ekki skuli eitthvert myndaefni fylgja þessum minn- ingum. Aö sjálfsögöu heföi það eflt lif þessara frásagna að mun og auðvelt hefði verið að heyja sér sllkar myndir i verulegum mæli þar sem meginhluti þess er svo nýlegur og myndir af höf- undum heföu verið fegins- fengur. Andrés Kristjánsson Ævintýrl og raunveruieiki g Gunnar M. Magnúss: Cti er æfintýri. Rvik, Bókaútgáfan Vinaminni, 1980. i ár eru liðin 29 ár frá þvi að Gunnar M. Magnúss sendi siðast frá sér skáldverk sem ætlað er börnum og unglingum. Þess vegna kemur það á óvart að hann skuli nú senda frá sér nýja bamasögu eftir þetta langt hlé. Nýja bókin hans heitir Uti ■ er ævintýri og sér höfundur ■ sjálfurum útgáfu hennar. Hann ■ hefur sinar ástæður til þess, en | ekki tel ég liklegt að margir út- ■ gefendur hefðu hafnaö henni til I útgáfu. Gunnar M. Magnúss fæddist á | Flateyri viö önundarfjörð 2. aesember 1898 og er þvi nýlega orðinn 82 ára gamall. Hann vár kennarí hér i Reykjavik úm árabil og siðar bóksali. Ásamt þessum störfum hefur hann lengi stundað ritstörf af ýmsu tagi. Ekki ætla ég að tiunda önn- ur ritstörf hans en þau sem sér- staklega eru ætluð börnum og unglingum. Fyrsta bók Gunnars fyrir böm og unglinga er Brekkur (1931) sem hefur að geyma sög- ur og ljóð. Aðrar barnabækur eftir hann eru: Börnin frá Viði- gerði(1933), Við skulum halda á Skaga (1934) Suðun heiðar (1937) Bærinn á ströndinni (1939) Undir bláum seglum (1941), ÓIi prammi (1944) Tveggja daga æfintýri (1951) og Reykjavikur- börn (1951 Nýja bókin er ævintýri. Sögu- sviðið er sveitaþorp sem gæti m« ■■ ob MM 9V^ffBð3RRBR9IBð9|8B verið hvar sem er á tslandi. Sagan lýsir llfshlaupi Hrólfs sem elst upp hjá afa sinum og ömmu og hefur hlotið i vöggu- gjöf spádóm um það aö hann ætti eftir aö veröa frægur maður. Sú saga fer sem eldur i sinu um litla sjávarþorpið og fólk fer að velta þvf fyrir sér fyrir hvað Hrólfur ætti eftir að verða frægur. Fólkiö I þorpinu er mjög samtaka og fram- kvæmir ýmsa hluti sem eru öðmm byggðum til fyrirmynd- ar. Eins og fyrr segir er sagan ævintýri en gæti fullt eins verið raunveruleg en höfundur kýs að hafa á henni ýmis þau blæbrigði sem einkenna ævintýri. Gunnar M. Magnúss er sann- ur listamaöur að þvi er varðar að segja sögu. Frásögnin er leikandilétt og læsileg og á köfl- um full af kimni. t sögunni er talsvert komið inn á svokallað fingrarim sem er gömul aðferð við útreikning timatals. Það er að minu áliti gott að kynna bömum ýmsa gamla hluti sem voru á sinum tima lifandi hluti af islénskum veruleika. Barnabækur hafa nú I seinni tið fjallað að mestu leyti um nútimann og þann veruleika sem böm þekkja. En þar meö má ekki alveg hætta að fjalla um fortiðina og þá menningu og það mannllf sem henni til- heyrði. Það gerir Gunnar M. Magnúss i þessari bók. Hann segirfrá þvihvernig lifi alþýðu manna var háttað i sjávar- þorpum á tslandi allt fram á þessa öld áður en atvinnu- ■ Sigurður i Helgason , skrifar um barnabækur byltingin átti sér stað samfara vélvæðingu atvinnutækja. Þeim veruleika þurfa islensk nútima- börn að kynnast ekki siður en sinni samtið. Bækur Gunnars eru með sinu sniöi og sögusviðiö er yfirleitt svipað. En allar eiga þær það sameiginlegt að vera læsile^- ar og skemmtilegar Oti er atvin- týri er mjög frambærileg á bókamarkaðinum og þess má geta að hún er mun ódýrari en sambærilegar bækur frá öðrum forlögum, hvað svo sem þvi veldur. Sigurður Helgason S3 fll 1518 61B 8H B H O 0 0 ■■ H ■ 0 @9.0 0161 ■ ■ ra n

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.