Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 11. desember 1980 VtSÍR 13 PUNKTAR ... Ég þekki enga áfengissjúklinga. Kannski veistu ekki að þú þekk- ir áfengissjúklinga. Jafnvel bestu vinir þinir gætu átt við áfengis- vandamál að striða. Þeir virðast ekkert „öðruvisi”, þeir reyna að halda sjúkdómnum leyndum, lika fyrir sjálfum sér. Einn af hverj- um tiu mönnum með mannafor- ráð á við áfengisvandamál að striða. Eiturlyf janeysla færist nú óðum i vöxt. Rétt, og eitur númer eitt er áfengi. Um 300.000 Bandarikja- menn eru heróinneytendur en 10.000.000 eru háðir áfengi. Eiturlyf? Afengi er eiturlyf. Ef þú trúir þvi ekki spurðu lækni þinn. Fólk verður drukkið... eða veikt... af þvf að drekka margar tegund- ir. Það er ekki aðalástæðan. Það sem aðallega veldur er ofneysla áfengisins. Það er bara bjór: Vissulega. Alveg eins og það er bara vodka — gin eða whisky. Einn bjór eða eitt glas af vini jafnast á við miðlungs sterkan drykk. Áhrifin eru kannski aðeins lengur að koma i ljós en þú verður alveg eins drukkinn af bjór eða vini eins og brenndum drykkjum. Jói er nú aldeilis karl i krapinu. Sá þolir nú að drekka. Þið þurfið ekki að öfunda Jóa. Oftar er það þannig að likaminn myndar þol við áfengi. Þol getur lika verið kurteislegt orð fyrir þörf.!! Ég ek betur þegar ég er rakur. Visindarannsoknir hafa sannað að hæfileiki atvinnubifreiðastjóra til aksturs minnkar stórlega af jafn litlu magni og 0,03 til 0,05%.... bara nokkrum bjórum. Ekki aðeins það, heldur brengl- ast dómgreindin einnig. GULL uy SILLUR HÁLSFESTAR OG ARMBÖND Fíngerð — fínt verð Póstsendum MAGNÚS E. BALDVINSSON Laugavegi 8 - Simi 22804 Nýjar umbúðir á SS-sparimarKaðinum „Við höfum tekið eftir þvi að fólki finnst nokkuð mikil útgjöld að kaupa nýlenduvörur og aðrar nauðsynjavörur i heilum köss um og bjóðum þvi upp á nýjar hagstæðar umbúðir” sagði Jóhannes Jónsson verslunarstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands i Austurveri i samtali við Visi. Tvö ár eru liðin siðan Spari- markaður SS var opnaður en þar hafa viðskiptavinir notið þeirrar þjónustu að kaupa i heilum köss- um allar vörur sem þar eru á boð- stólum. Alagning á Sparimark- aðsvörum hefur verið 18%. en leyfileg álagning i smásölu eru 38%. Þvi hefur verið um mjög Þrjár heildósir af grænum baunum umbúðunum hjá SS. Leyfilegt verð verð er gkr. 2.310.00. hagstæð kaup að ræða i Spari- markaðinum. En sá böggull hefur fylgt skammrifinu að kaupi við- skiptavinirnir nauðsynjavör- urnar i stórum einingum (heilum kössum), hafa upphæðirnar skipt tugum og buddan fljót að tæmast. saman i einni „ÞRENNU”, nýju er kr. 2.550.00, en Sparimarkaðs- „Til að koma til móts við viö- skiptavini okkar höfum við keypt sérstaka pökkunarvél”, sagði Jóhannes verslunarstjóri”, við pökkum vörunni isérstakafilmu, og i þessum nýju umbúðum selj- um við vörur með 10-15% afslætti frá leyfilegri álagningu. Við get- um kallað þetta nýja umbúða- form þrennu, þvi við pökkum inn til dæmis þremur dósum af sömu tegund og stærð i einn pakka.” Sparimarkaður SS i Austurveri er opinn alla virka daga frá klukkan 2 til 6, en lengur á föstu- dögum eða til klukkan 8. Laugar- dagana fyrir jól verður Spari- markaðurinn opinn eins og aðrar verslanir. A þessum árstima þeg- ar flestir eru kófsveittir við að ná endum saman, þótti okkur til- hlýðilegt að benda fólki á hvar má stinga niður fæti og gera hagstæð jólainnkaup. —ÞG Fylgist með því nýjasta og besta í íslenskum bókmenntum &%W í Pf? 5 ÍJBMÁ /te®, Ö W ?! n Q 'e£\ f - 1 Guðbergur Bergsson Sagan af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans Bráðskemmtileg skáldsaga í stíl prakkarasagna um at- hafnamanninn Ara Fróðason og ferð hans gegnum þjóð- félagið. „Stíll sögunnar er ákaflega fjörlegur og fullur af margs- konar skemmtilegheitum og ‘óvæntum uppákomum ... þessi saga er full af lífsfjöri og kímni... bráðskemmtileg lesning og aðgengilegri fyrir fleiri en sumar fyrri bækur Guðbergs.” Helgarpósturinn. Verð kr. 14.820. Félagsverð kr. 12.600 Ólafur Haukur Símonarson Galeiðan Tímabær og vel gerð nútíma- skáldsaga. Lesandi kynnist verkakonum í svipmyndum frá vinnustað, í hamingjuleit helg- arinnar og uggvænlegum tíð- indum heima og í verksmiðju. „Ólafur Haukur Símonarson er í þessari sögu utan við þá tvo strauma sem einna sterkastir eru um þessar mundir... hann glímir við þjóðfélagsraun- sæið ... höfuðviðfangsefni hans er að sýna að öreigar samtímans eru fyrst og fremst konur; hlutskipti þeirra er kúgun á tveim hæðurn." Þjóð- viljinn. Verð kr. 15.930. Félagsverð kr. 13.540 Guðlaugur Arason Pelastikk Nýstárleg og skemmtileg skáldsaga sem gerist á sjónum eitt síldarsumar á 6. áratugn- um. Lifandi lýsing á heimi sjó- mannsins. „Guðlaugi tekst meistaralega að lýsa veröld drengsins og hugmyndaheimi um leið og hann sýnir skýrt þá fullorðins- veröld sem drengurinn lifir og hrærist í.“ Helgarpósturinn ....tilefni þessararskáldsögu og efnistök öll eru mjög líkleg til að skapa Pelastikki merki- lega sérstöðu: þá, að hún verði ein þeirra skáldsagna sem getur sameinað lesendur á öllum aldri." Þjóðviljinn. Verð kr. 15.930. Félagsverð kr. 13.540 Líney Jóhannesdóttir Aumingja Jens Óvenjuleg og göldrótt skáld- saga eftir einn sérstæðasta rit- höfund okkar. Ytri umgerð er líf listamannsfjölskyldu og nokkurra nágranna þeirra einn vetrarpart, en einmitt á þeim dögum gerast atburðir sem kalla fram miskunnarlaust endurmat þess sem liðið er. „Einu gildir hvort sögumann- eskja er heldur Marta eða María, öll kvika frásagnarinnar um AUMINGJA JENS er sjón- armið konu. Heitt, lifandi, heilt, sjálfsagt, Ijóðrænt, grimmt á stundum en Ifka undra fallegt án væmni." Saga sem endurómar í huga lesandans löngu eftir að lestri hennar sleppir. Verð kr. 13.710. Félagsverð kr. 11.650 - Lesið skáldsögur Máls og menningar Mál og menning Aluminseraðir kútar og rör undir bílinn 70-80% meiri ending Verkstæðið er opið al/a virka daga frá ki. 8.00-18.00 nema föstudaga frá k/. 8.00-16.00 Lokað laugardaga Siminn á verkstæðinu er 83466. Pantið tima Bíla vörubúiin Skeifunni 2 FJÖDRIN Púströraverkstæði 83466 /^/

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.