Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 3
3 vtsm •'Fimmtudagur 11. desember 1980. Þessir krakkar fara ekki í jólaköttinn því þeir eru í fötum frá Lillý á Laugavegi 62. Drengurinn er í buxum og vesti sem kosta 37.900 krónur, og skyrtu sem kost- ar 17.950 krónur en þetta fæst allt á 2-7 ára. Telpan er í nylonkjól með pífu- pilsi á 32.400 krónur en þeir fást á eins til sex ára og fást í mörgum litum, ekta jólaballskjóll. Fataúrvalið í Lillý á Laugaveg 62 er mik- ið f yrir börn og ung- linga til 14 ára aldurs. Playmobil leikföngin hafa hlotið miklar vinsældir hérlendis á undanförnum árum enda er um að ræða þroskandi og skemmti- leg leikföng fyrir yngstu börnin. Tóm- stundahúsið á Laugavegi 164 hefur þessi leikföng í geysilegu úrvali og er hægt að velja um karla, bíla, hús, kastala og margt, margt fleira sem of langt yrði að telja upp hér. Afar þroskandi og skemmtileg leik- föng á góðu verði. Þessi gerðarlega vattúlpa fæst í öllum stærðum frá 131 í Sportvöruverslun- inni Sparta í Ingólf sstrætí 8. Þetta eruafar skjól- góðar flíkur á verði frá 33.200 krónum. Þar fást einnig húfusett eins og á myndinniií þremur litasamsetningum og kostar settic 11.600 krónur. I Tómstundahúsinu á Laugavegi 164 er allt yfirfullt af leikföngum fyrir börn og unglinga á öllum aldri og einnig ýmislegt sem fullorðnir gætu haft gaman af. Þroskaleikföngin sem eru þar í geysilegu úrvali eru þó sennilega ekki fyrir þá full- orðnu, en þeim mun kærkomnari jólagjöf fyrir yngstu börnin, verðið á þeim er frá 2.300 krónum. Hummelbúðin Ármúla 38 hef ur mikið úrval af íþróttatöskum á boðstólum. Þar á meðal eru Combi töskurnar sem hafa sérstakt hólf fyrir skó en þær eru úr mjúku leðurlíki. Ef þig vantar íþróttatösku ættir þú að líta við í Hummelbúðinni en þar fást þær á verði frá 7.100 krónum. I versluninni Hjóliðað Hamraborg 9 í Kópa- vogi er úrval af reiðhjólum fyrir alla aldursf lokka. Þar fást barnaþríhjól á verði frá 21.900 krónum, unglingahjól frá 77.700 krónum og einnig heill hellingur af öðrum tegundum hjóla fyrir alla.meðal annars 10 gíra hjól sem hafa náð geysilegum vinsæld- um hérlendis á undanförnum árum. Ef þig vantar skiðasett fyrir börn þá færðu það í Hummelbúðinni Ármúla 38. Skíðasett- in þar eru í stærðunum 90 cm og 110 cm og kosta frá 32.500 krónum. Bindingarnar og stafirnir fylgja að sjálfsögðu. Þá eru á boðstólum í Hummelbúðinni skíðahúfur á verði f rá 4.900 krónum og skíðahanskar frá 2.900 krónum. Fullorðnir jafntsem börn hafa gaman af að leika sér með f jarstýrð leikföng. Þau hefur Tómstundahúsið á Laugavegi 164 á boðstól- um í miklu úrvali, t.d. flugvélar og báta á verði frá 14.700 krónum. Þetta eru sérlega skemmtilegir hlutir sem eiga sívaxandi vinsældum að fagna. I Tómstundahúsinu fásteinnig f jarstýringar í úrvali frá 80 þús- und krónum. Verslunin KRAKKAR á Laugavegi 48 hef ur fulla búðaf barna- og unglingafötum á boð- stólum. Á myndinni hér að ofan er uilarkjóll en þeir fást frá 16.900 krónum,buxur frá 14.100 krónum, austurrískar útprjónaðar peysur frá 13.600 krónum. Allar þessar vör- ur eru á 2-14 ára og það eru einnig aðrar vörur verslunarinnar s.s. úlpur, vesti sokkantref lar og útpr jónuð húf usett. Allt er þetta til í miklu úrvali. i leikfangaverslun- inni FIDO í Iðnaðar- húsinu við Ingólfs- stræti er geysilegt úrval af dúkkum af mörgum gerðum og af öllum stærðum. Þeirra á meðal eru dúkkur sem hlæja, gráta, tala og syngja og verðið er f rá 5.500 krónum. í Fido er gnægð leikfanga fyrir börn á öllum aldri. Sjónvarpsleiktæki eru ávallt mjög vinsæl og það er hægt að velja úr úrvalinu í Radiobæ Ármúla 38 ef menn eru að leita að slíku tæki. Þar eru á boðstólum fimm gerðir þessara tækja með allt frá 4 og upp i 30 leiki á verði frá 44 þúsund krónum og upp i 90 þúsund en í það tæki er síðan hægt að kaupa kasettur með fleiri leikjum og„ kosta þær um 30.000 krónur í Radiobæ. Sportval, Hlemm- torgi, hef ur dúnvatt- skíðavesti í mörgum litum og stærðum á verði frá 19.725 krónum. Þar eru all- ar skíðavörur í f jöl- breyttu úrvali og í hinum ýmsu deild- um verslunarinnar eru aðrar sportvör- ur og fatnaður á boðstólum i sérlega glæsilegu úrvali á verði við allra hæfi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.