Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 7
VÍSIR Fimm,tii43gur y, desember l980. Kerran hægra megin á myndinni kostar 109.100 krónur, en skermkerra eins og þessi fæst í versiuninni Móðurást að Hamraborg 7 í Kópavogi. Þar fást einnig regnhlífakerrur sem kosta 68.300 krónur og ekki má gleyma leikgrind- unum, vöggunum, rimlarúmunum og leik- föngunum fyrir yngstu börnin. Auk þess hef ur verslunin geysilegt úrval barnafata á boðstólum. Og þá er það „Dirty kids" línan frá Village en það eru snyrtivörur fyrir hressa krakka sem fást hjá Nönu,Fellagörðum í Breiðholt- inu. Village snyrtivörurnar í „Dirty kids" lin- unni eru meðal annars ilmvatnspennar, freyðibað, þvottapokar, sápur sem hægt er að hnoða og teygja og varasalvi með góðu bragði í litlum og stórum dósum. Hagstætt verð og hér er mjög skemmtileg gjöf handa krökkum á ferðinni. Á myndinni eru náttkjóll og sloppur saman í setti sem fæst i versluninni Oiympiu á Lauga- vegi 26. Náttkjóllinn og sloppurinn eru úr léttu efni og fást í hvítu með rauðu og bláu og bleiku í stærðunum 6-14 og verðið er 39,200 krónur. Drengjafötin á myndinni (buxur og vesti) eru úr fín- f laueJi og fást í f jór- um litum í verslun- inni Móðurást að Hamraborg 7 i Kópavogi. Fötin kosta 25.900 krónur en skyrtan sem er með á myndinni kostar 7.800 krónur, og blúndubrjóstið og slaufan 4.220 krón- ur. Þetta fæst á pilta 1-6 ára. Einnig eru á myndinni tvískipt ullarföt, (jakki og buxur) á 3-5 ára, þau fást í tveimur litum, brún og grá og kosta frá 29.900 krónum. Peysan kostar 9.500 krónur og skyrtan 5.600 krónur. Sportvöruverslun Ingólfs óskarssonar á Klapparstíg 44 hefur íþróttagalla á alla aldursflokka á boðstólum í miklu úrvali á verði frá 13,900 krónum sem er með því allægsta sem gerist, ef ekki það lægsta. Ef þú lítur við hjá Ingólfi Óskarssyni þá ert þú viss með að fá jólagjöfina sem gleður íþrótta- manninn. Nú vilja allir krakkar og unglingar eignast hjólaskauta og þá er hægt að fá í Sport á Laugavegi 13. Þar fást þeir í öllum stærðum f rá 35-43 í tveimur litum og verðið er 57,820 krónur. í Sport er einnig glæsilegt úrval af íþróttafatnaði og íþróttavörum. Völuskrín á Klapparstíg 26 hefur á boðstól- um valin leikföng. A myndinni er ruggu- hestur sem kostar 31,100 krónur, dúkkuvagn sem kostar 26,670 krónur. I Völuskrín er mikið úrval á boðstólum af vönduðum tré- leikföngum. Hér er Barbie draumahúsið, en það og allt sem því fylgir og getur f ylgt fæst í Leikhús- inu að Laugavegi 1. Að sjálfsögðu er það hin síunga Barbie- dúkka sem þar ræður ríkjum og hægt er að kaupa á hana allan fatnað og húsgögnin í húsið eru til i miklu úrvali. Leikhúsið póst- sendir um allt land, síminn er 14744. i Modelbúðinni á Suðurlandsbraut 12, er eins og naf n verslunarinnar gef ur til kynna geysilegt úrval á boðstólum af modelum til samsetningar og má nefna flugvélar, bíla, skip, mótorhjól, f lutningavagna, beina- grindur og hermenn á verði frá aðeins 280 krónum og upp í 37.000 krónur. Þar fást einnig allir fylgihlutir eins og lím og litir til að mála modelin með að samsetningu lok- inni. Sportval á Hlemmtorgi sem státar af mesta úrvali skíðavara sem fæst hér á landi býður meðal annars upp á geysilega f jölbreytilegt úrval af skiðagleraugum fyrir alla aldurs- f lokka. Verðið er f rá 2.690 krónum og upp í 8.670 krónur, en þá eru gleraugun með sér- staklega vönduðu gleri sem skipta lit eftir birtu. Hjá Sportvöruverslun Ingólfs óskarssonar á Klapparstíg 44 eru á boðstólum listskaut- ar karla og kvenna í öllum stærðum. Verðið er frá 31.200 krónum. Hjá Ingólfi Óskars- syni fást allar jólagjafirnar sem íþrófta- maðurinn óskar sér, það er bara vandinn að velja í hinu mikla úrvali. íþróttatöskur merktar Fram, Val eða KR eru á meðal íþróttatöskuúrvalsins hjá Sportvöruverslun Ingólfs Óskarssonar á Klapparstig 44. Þar eru töskur á verði við. allra hæfi eða frá 4,800 krónum og einnig allar íþróttavörur sem íþróttamaðurinn vill hafa í jólapakkanum sínum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.