Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 14
Í4 F’ímriiludagiir li. désem fcér 1980. Þessir ítölsku leður-karlmannaskór sem eru á hrágúmmisóla kosta 35,570 krónur og fást í skóversluninni Alma á Laugavegi 46 og í Miðbæjarmarkaðnum. Þetta eru mjög vandaðirog fallegir skór, en verslunin hef- ur karl- oq kvenskó í miklu úrvali á boðstól- um ásamt kvenveskjum. Herrann á myndinni klæðist sænskum kuldajakka sem er fóðraður með holo- fill, en hann má þvo í hvaða þvottavél sem er. Jakkinn fæst í Herrahúsinu Aðalstræti 4 og Bankastræti 7 í þremur litum og er ekki laust við að á honum gæti áhrifa frá hinni nýju kú- rekatísku. Jakkinn kostar 66,000 krónur, en rúllukragapeys- an sem er úr ull kostar 13,500 krónur og fæst í Ijósgráum, dökkbláum og vín- rauðum lit i Herra- húsinu. Snyrtivöruverslunin Bonny á Laugavegi 35 leggur áherslu á að hafa f jölbreytt úrval af ilmvötnum á boðstólum. Þar á meðal er Halston sem er nýtt merki á markaðnum sem slegið hefur í gegn, en það er bæði til fyrir herra og dömur á verði frá 17.350 krónum. Einnig ilmvötn frá Nina Ricci, Dior, Worth, Chloé og fleiri fyrirtækjum í mjög miklu úrvali. Frakkinn sem herramaðurinn klæðist fæst í Herra- garðinum, Mið- bæjarmarkaðnum, og er vattfóðraður alullarfrakki. Þetta er svo sannarlega glæsilegur frakki sem kostar 145.900 krónur. Þar fást einnig treflar úr ull sem kosta frá 6.400 krónum ,i f jölmörg- um litum. Handið Laugaveg 26 (aðalinngangur og bílastæði við Grettisgötu) er með bæjarins mesta úrval af vönduðum tréskurðarjárn- um á boðstólum,bæði stökum og í settum. Einnig margskonar önnur verkfæri eins og til dæmis útsögunarverkfæri og allskonar rafmagnshandverkfæri og fylgihluti fyrir þau. Og þá er það peysuúrvalið hjá þeim í Vinnu- fatabúðinni að Laugavegi76 og Hverfisgötu 26. Úrvalið er mikið en hér á myndinni eru peysur úr ull- og acryl-blöndu sem kosta 15.900 krónur, alullarpeysur sem kosta 14.900 krónur og acrilpeysur með kaðal- mynstri sem kosta 14.900 krónur. Þeir hjá Vinnufatabúðinni hafa mikið peysuúrval í öllum stærðum og mörgum litum og það þarf varla að leita lengra að peysu í jóla- pakkann. Vinnufatabúðin póstsendir um allt land en síminn þar er 15425. Hann tekur sig vel út húsbóndinn þegar hann er komin í al- ullarslopp frá fata- deild Geysis í Aðal- stræti 2. Sloppurinn sem herramaðurinn á myndinni klæðist kostar 47,500 krónur, en í Geysi fást einn- ig veloursloppar, jakkar og buxur í miklu úrvali frá 30,000 krónum. í BYKO Nýbýlavegi 6 i Kópavogi fæst allt mögulegt fyrir handverksmanninn, og meðal þess er þetta „Mini" log- suðutæki. Það er mjög hand- hægt tæki sem hér er á ferðinni, létt og meðfærilegt, og veðið á því er 153,440 krónur. tJorvéi i stresstoskuí — rétt lesið, borvélin sú arna í töskunni góðu fæst í BYKO Nýbýlavegi 6 í Kópavogi. Borvélin gengur bæði aftur á bak og áfram og ér með höggi og 13 mm patrónu, 480 watta, og elektrdnískum rofa. Jólatilboð á þessari eigulegu vél er 144,805 krónur, og er þá stresstaskan góða gefin með í kaup- bæti! Borvélin vinstra megin á myndinni er af Metabo gerð eins og hin og er með höggi, hálfrar tommu patrónu og elektrónískum rofa 750 watta. Hún kostar 164,620 krónur. AA81-1B Eitt úr með tvö andlit. — Þetta er Casio AA81 úrið en á því er bæði hægt að sjá tím- ann með því að lesa á vísana og á skermi eins og á öðrum tölvuúrum. Þá er í úrinu skeiðklukka sem mælir 1/100 úr sekúndu, vekjaraklukka með Ijósi og rafhlaðan sem knýr allt þetta endist í 18 mánuði. Verðið á þessum vandaða kjörgrip er 96.700 krónur og að sjálfsögðu fæst hann í Casio-um- boðinu Bankastræti 8. Blússan á myndinni er úr 100% nylon og kostar 58.800 krónur. Hún fæst í Faco á Laugaveg89og 37 en þar eru föt af öllum gerðum til í miklu úrvali á herra og dömur. Líttu við í Faco áður en þú verslar annarsstaðar því úrvalið er gífur- legt og verðið við allra hæfi. I BYKO Nýbýlavegi 6 í Kópavogi fæst þetta smáverkfærasett sem er hér á myndinni, en það er upplagt að nota við ýmislegt f öndur. Hér er um að ræða borvél með pússikubb, útsögunarsög, og borstandi, spennubreytir fylgir þessu tæki sem er 12 w og verðið er 103,450 krónur. Þetta tæki er mjög gott fyrir börn, því nær útilokað má telja að þau geti slasað sig á því,svo vel er það úr garði gert.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.