Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 21
21 vfsm Fimmtudagur 11. desember 1980. Finnska Ittala gler- varan er löngu landskunn hérlendis en hún fæst í miklu úrvali hjá Kristjáni Siggeirssyni á Laugavegi 13. Á myndinni eru Arkipelago kerta- stjakar sem eru það nýjasta frá Ittala, en þeir kosta frá 4.280 krónum og allt upp i 20.030 krónur. Kristalsstjörnurnar í Rosenthal á Lauga- vegi 85 eru sérlega glæsileg vara eins og aðrar vörur í þeirri smekklegu verslun. Þær fást í fjórum stærðum á verði frá 6.700 krónum og rétt er að benda á að Rosenthal hefur á boðstólum glæsilegt úrval af stór- kostlegri gjafavöru. f Sjónvarpsmiðstöðinni Síðumúla 2 færð þú margar gerðir af vasatölvum á verði frá um 13 þúsund krónum. Þar fást einnig út- varpstæki af öllum stærðum, hljómplötur, sjónvörp og útvarpið í bílinn og allt sem því fylgir fæst í Sjónvarpsmiðstöðinni. Facitskrifstof ustólarnir sem fást hjá Gisla J. Johnsen Smiðjuvegi 8 í Kópavogi eru sér- staklega viðurkenndir af heilbrigðisyfir- völdum i Svíþjóð og hafa öðlast miklar vin- sældir hérlendis. Þeir fást í um 10 gerðum á verði frá 81.000 krónum. AvaxtasKaiaserrið á myndinni sem er ur Bergdala kristal fæst í Dúnu Síðumúla 23. Stóra skálin kostar 14.600 krónur, litlu skálarnar 3.285 krónur, kertastjakinn á myndinni kostar 7.300 krónur, ostabakkinn 10.900 krónur og fiskurinn 3.285. Allt Berg- dala kristalvörur á sérlega góðu verði. Ljósakertakrónan sem fæst í Kosta Boda Bankastræti 10 er úr handunnu smíðajárni húðuð með 24 karata gull- húð og kostar 149.800 krónur. Þar fæst einnig „ Boda Drúva" borð- búnaðurinn skemmtilegi, skál- ar, glös, diskar og fleira, en þetta er hannað af Ann W3rff, þekktum hönnuði. Vegg-og gólfteppi í versluninni Máln- ingarvörur i Ing- ólfsstræti 5 eru í geysilegu úrvali á verði við allra hæfi. Þetta eru handhnýtt teppi frá (ran, Afghanistan, Pakistan og Rúss- landi í mörgum stærðum og hinu f jölbreytilegasta mynsturúrvali og verðið er frá 120.000 krónum og upp í 1.000.000 króna. Sértu að leita að sjónauka þá færðu hann í Gevafoto Austurstræti 6 Þar fást Bushvell og Konica sjónaukarnir í miklu úrvali á verði f rá um 40 þúsund krón- um, og Gevafoto hefur Ijósmyndavélar og allt annað fyrir Ijósmyndarann. Enn einu sinni býður Skartgripaverslun Guðlaugs A. Magnússonar Laugavegi 22 a upp á jólaskeið fyrir- tækisins. Fyrstu skeiðarnar komu á markaðinn 1947 og í dag eru fjölmargir sem safna þessum skeiðum og vilja gjarnan finna eina í jólapakkanum hjá sér. Verðið á skeið- inni í ár er 31 þúsund krónur. Einnig fæst í versluninni fjöl- breytt úrval af silfurvörum. Þú færð stereoútvarpsklukkurnar í Sjón- varpsmiðstöðinni Síðumúla 2, en þar fást þær í úrvali frá um 40 þúsund krónum. Á myndinni til vinstri er stereo útvarpsklukka án kasettu sem kostar 76.230 krónur, en hin er fyrir kasettu og kostar 120.180 krónur. Þetta veglega fata- hengi á myndinni fæst í Dúnu Síðu- múla 23 og kostar 75.200 krónur. Litla fatahengið sem hangir á veggnum kostar 38.500 krónur. í Dúnu fást öll hús- gögn í miklu úrvali og glervaran og kristalvaran þar er á sérlega góðu verði. i íslenskum heimilisiðnaði Hafnarstræti 3 og Laufásveg 2 er geysif jölbreytt úrval á boðstólum af keramikhlutum. Á myndinni hér að ofan er púnssett, skál með 8 bollum, ákaflega skemmtileg vara sem kostar þó ekki nema 33,000 krónur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.