Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 22
22 Fimmtudagur 11. desember 1980. vrsm i Fokus Lækjargötu 6b fæst úrval af Vivitar f lössum á verði við allra hæf i eða frá 10,000 krónum og allt upp í 125,000 krónur. I Fokus eru einnig á boðstólum Vivitar myndavélar i úrvali og allt annað fyrir Ijósmyndarann. Glerskáparnir í Dúnu Síöumúla 23 eru hver öðrum fallegri og eigulegri gripir. Þetta eru glæsilegir gripir úr mahogany sem gleðja augað og eru auk þess mjög skemmtilegar hirsl- ur. Verðið á þeim er frá 492.200 krónum og upp í 756. 700 krónur. Það er enginn í vandræðum með heimilis- bókhaldið ef hann á borðreiknivél f rá Gísla J. Johnsen h/f Smiðjuvegi 8 í Kópavogi. Það vekur athygli í dýrtíðinni að undan- förnu að þessar reiknivélar hafa lækkað í verði og kosta nú frá 99.000 krónum. Með reiknivélunum má fylgjast með daglegum útgjöldum heimilisins/þetta er jólagjöfin sem eiginmaðurinn reiknar með. i Furubæ Ingólfsstræti 6 er mjög mikið úr- val af gjafavörum. Furuvaran situr þar í öndvegi eins og nafn verslunarinnar gefur til kynna en einnig er f jölbreyttasta úrval af annarri gjafavöru eins og sýnishornið á myndinni gefur til kynna glögglega. í Sjónvarpsmiðstöðinni Síðumúla 2 er mjög mikið úrval á boðstólum af ferðaútvarps- tækjum með eða án kasetta. Verðið er við allra hæfi eða frá 18.000 krónum og úrvalið er meira en þig grunar. Og þá er bara að skella sér í jólainnkaupin í Sjónvarpsmið- stöðinni. Klingjandi kristall frá Kosta Boda Banka- stræti 10. — Á myndinni er „Snjóbolti" en þeir kosta frá 6.600 krónum, „Kosta Polar" sem kostar frá 7.650 krónum, „Kristalrós" sem kostar frá 11.000 krónum og „Isabella" sem kostar frá 12.200 krónum. Allt ekta kristall, sérlega fallegir hlutir til jólagjafa. Hjá Guðmundi Þorsteinssyni s/f í Banka- stræti 12 er mjög mikið úrval af silfurpletF bökkum í mörgum stærðum á verði frá 14.000 krónum. Einnig kaff i-og rjómasett og margar marg- ar f leiri silf urplett'VÖrur í geysilegu úrvali. Hún er svo lítil og vel löguð að þú getur tekið hana með þér hvert sem er/hvenær sem er. Háþróuð tækni en þó er hún svo einföld í notkun. Þetta er Olympus vasamyndavélin sem fæst í Gevafoto Austurstræti 6. Þessi skemmtilega myndavél sem skilar svo góð- um myndum kostar 116.450 krónur, hún hef ur þægindi vasavélar en skilar gæðum 35 mm vélar og er ódýrari í rekstri. Hjá Gisla J. Johnsen h/f að Smiðjuvegi 8 í Kópavogi fást 15 gerðir af vasatölvum. Á myndinni hér að ofan er sú nýjasta og full- komnasta á markaðnum í dag með öllum hugsanlegum reikniaðferðum, þar á meðal bókstafareikningi. Hún kostar 96.000 krónur en hjá Gísla J! Johnsen h/f fást tölvur allt frá 14.200 krónum. í Dúnu Siðumúla 23 er geysilegt úrval af símaborðum og speglum úr eik og mahogany. Síma- borðin eru til á verði frá 190.000 krónum og speglarnir kosta frá 98.400 krónum. Þetta eru nauðsyn- legir hlutir á hverju heimili, fallegir og nytsamir. i Rammagerðinni Hafnarstræti 19 fást ís- lensk alullarteppi í geysilegu úrvali í fjór- um stærðum. 180x140 cm — 200x140 — 175x145 cm og 220x140 cm. Verðið á þeim er frá 15,750 krónum og upp í 19,800 krónur. í Linunni Hamra- borg 3 i Kópavogi er mikið úrval til af allskyns Ijósum, veggljós, borðljós og loftljós. Þeirra á meðal eru reyrljós í nokkrum gerðum sem eru sérlega skemmtileg og tilvalin i jóla- pakkann, enda segja þeir sem til þekkja að það þurfi ekki að leita lengra en í Lín- una.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.