Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 24
> •' ! '* !'"rn'.? > : ir*n: H Fimmtudagur 11. desember 1980. Garöar ólafsson úr- smiður Lækjartorgi hefur landsins mesta úrval af gamaldags stofu- klukkum á verði frá um 200 þúsund krón- um. Þetta eru bæði gólf- og veggklukk- ur en einnig býður Garðar upp á úrval af eldhúsklukkum, vekjaraklukkum og úrum á verði við allra hæfi. Guðmundur Hermannsson úrsmiður Lækjargötu 2 býður að sjálfsögðu upp á fjölbreytt úrval af úrum og klukkum. Skólaúrin hjá honum kosta aðeins f rá 17,595 krónum og önnur úr frá 34,000 krónum og upp í 230 þúsund. Einnig hefur verslunin á boðstólum gull-og silfurvörur í úrvali. Þegar maður hefur einu sinni sest í Siesta hvíldarstólinn frá JL húsinu Hringbraut 121 vill maður helst ekki standa upp aftur, svo þægilegur er hann. Siestastóllinn kostar 335 þúsund krónur, og ef skemill fylgir með í kaupunum er verðið 449 þúsund krónur. Þá fást einnig í JL-hús- inu Siestaborð með glerplötu og kosta þau 95 þúsund krónur. Rafmagnssteikarpannan frá General Electric er amerísk gæðavara sem fæst hjá Heklu á Laugavegi 170-172 og kostar 61.165 krónur. Þar fæst einnig raf magnskjöthníf- ur á 34.790 krónur og ekki má gleyma raf- magnsdósaupptakaranum sem kostar 22.815. Þetta er aðeins smá sýnishorn úr- valsins af raftækjavörunum hjá Heklu. Panasonic útvarpstækin með kasettum kosta aðeins frá 149 þúsund krónum hjá Japis i Brautarholti 2. Tækin eru bæði fyrir rafmagn og rafhlöður. í miðið er 7 watta stereótæki sem kostar 225,200 krónur, og tækið til vinstri á myndinni er lúxus út- færsla af stereótæki með sjálfvirkum leit- ara, geysiöflugt 12 w tæki sem kostar 499,200 krónur. I Pennanum Hallarmúla 2 er mikið úrval til af skrifstofuhúsgögnum. Á myndinni hér aðofan er borð sem getur bæði verið teikni- borð og skrifborð og kostar 82,070 krónur. Úrvalið af stólunum er geysilegt og verðið frá 56,000 krónum. Það þarf ekki að fara viða til að f inna jóla- sælgætið. Það fæst í JL-húsinu Hringbraut 121 í geysilegu úrvali. Konfektkassarnir skipta mörgum tugum, sennilega eru þar hátt í 100 tegundir af konfektkössum á boð- stólum, og verðið er við allra hæfi eða frá 1,700 krónum'. Það er sama hvort þig vantar taf Iborð, taf I- dúk, taflmenn, vasatöfl með segulborði, frimerki, frímerkjabækur, eitthvað annað fyrir frímerkjasafnarann eða myntsafnar- ann, Magni á Laugavegi 15 hefur þetta allt og margt margt annað. Úrvalið af þessum hlutum hjá Magna er gífurlegt enda hefur hann sérhæft sig í sölu á hlutum sem þessum sem eru ávallt vinsæl jólagjöf. I Jurtinni Lækjar- götu 2 fást handunn- in rúmteppi og dúk- ar í miklu úrvali, heklaðir dúkar og bróderuð rúmföt/að sjálfsögðu jóladúk- ar í miklu úrvali. Mikið úrval af hand- klæðum, bæði stök og í settum, jóla- mottur og sérvéttur. Úrvalið af jólagjöf- unum, er í Jurtinni, Lækjargötu 2. Það er á allra færi að auka þekkingu sína á umheiminum ef þeir eiga jarðlíkan, tungl- líkan eða einhvern af þeim hnöttum sem fást í Pennanum Hallarmúla 2, Laugavegi ,84eða Hafnarstræti 18. Hnettirnir eru þar í miklu úrvali og kosta f rá 21,400 krónum, og þar fást einnig hnattkort í líki borðmottu sem kosta 9,940 krónur. Ef einhver er að spá í það að gefa spáspil í jólag jöf þá hef ur Magni á Laugavegi 15 þau í mjög miklu úrvali. Magni hefur f jöldann allan af þessum spilum á boðstólum, aðal- lega Tarot-spil en einnig hin sígildu Aleister Crowley-spáspil. Spilin fást í skemmtileg- um gjafapakkningum og verðið er við allra hæfi eða frá 3,500 krónum. Technics er nýtt merki á hljómflutn- ingstækjum á ís- landi þótt þau séu einna mest seldu tækin bæði í Banda- ríkjunum og í Bret- landi. Þau eru nú á boðstólum hjá Japis Brautarholti 2, en þess má geta að öll helstu diskótek á (s- landi nota Technics hljómf lutningstæki. Ódýrasta samstæð- an af þessari gerð hjá Japis kostar um 540,000 krónur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.