Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 26

Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 26
Fimmtudagur 11. desember 1980. vtsm I Blómaversluninni Garðshorni i Fossvogi er að sjálfsögðu mikið blómaúrval. Þar fást einnig messingfötur eins og eru á myndinni og kosta þær frá 14.900 krónum en þær eru tilvaldar undir blómapotta, eins og tágar- körfurnar sem fást þar einnig. Pottablómaúrvalið er einnig mikið og má nefna Jólastjörnu, Friðarlilju og Burkna en ódýrustu pottablómin í Garðshorni kosta ekki nema 2000 krónur. Vivitar vasamyndavélarnar sem fást í Fokus Lækjargötu 6b kosta frá um 20,000 krónum. Þar á meðal er mótordrifin vasa- myndavél sem kostar 29,100 krónur og ekki má gléyma Polaroidmyndavélunum sem kosta frá 34,000 krónum og upp í 207,000 krónur. ( sportvöruversluninni Útilif i Glæsibæ er til mikið úrval af skíða-höfuðfatnaði. Þar eru á meðal vatteraðar skiðahúfur frá 9.500 krónum, skíðahjálmar á 15.800 krónur og eyrnaskjól á 6.500 krónur. Það verður eng- um kalt á höfðinu eða áeyrunum með þenn- an höfuðbúnað á réttum stað. Borðlampinn á myndinni hér að ofan fæst í Línunni Hamraborg 3 i Kópavogi. Lampinn kostar 30.800 krónur og bastdúkk- ur eins og þær á myndinni kosta frá 1.680 krónum. Úrvaliðaf þessum vörum er mjög mikið í Línunni og verðið við allra hæfi. Norska handmálaða trévaran sem fæst í Stramma á óðinsgötu 1 er skemmtileg jóla- gjöf. Þessi skemmtilega vara er til í miklu úrvali og má nefna bakka, skálar, diska, fatahengi, eggjabikara, kistur, lyklahengi, minnisrúllur, prjónastokka, fatabursta og skóhorn. Strammi hef ur einnig á boðstólum norskt prjónagarn, úrval af naglamyndum og hannyrðavörur. Hjá Bræðrunum Ormsson i Lágmúla 9 eru þrjár gerðir AEG kaffivéla á boðstólum. Þetta eru mikil þarfatæki í hverju eldhúsi og þaðer leikur einn að laga kaffið með þær við hendina. Verðið á þessum kaffivélum frá Bræðrunum Ormsson í Lágmúlanum er frá 78,000 krónum og upp í 96,000 krónur. Á þessari mynd sést hluti trévöruúrvalsins sem er á boðstólum í No. 1 i Aðalstræti 16. Þetta er dönsk og íslensk trévara á verði frá 3,100 krónum, og af úrvalinu má nefna diska, brauðbretti , eldhúsrúllustatíf, kryddhillur, ostabakka og fleira. í No. 1 fæst einnig mikið úrval af veggteppum, rúmteppum, kaffistell og íslensk leirvara auk fjölda annarra hluta. cassette Línan Hamraborg 1 í Kópavogi býður upp á mikið úrval af allskyns gjafavörum úr f uru. Á myndinni hér að ofan er m.a. eggja- bikarar, f urukasettustatíf sem kostar 6.400 krónur, furufatasnagi sem kostar 1.150 krónur, furupottaleppur sem kostar 2.200 krónur og f urustatíf f yrir klósettrúllur sem kostar 4.650 krónur. Línan hefur þessar vörur í mjög glæsilegu úrvali á verði við allra hæfi og einnig f jöl- breytilegt úrval af öðrum gjafavörum. No. 1 í Aðalstræti 16 er yf irf ull búð af gjafa- vörum í geysilegu úrvali og á verði við allra hæfi. Á myndinni sést hluti koparúrvals verslunarinnar, sem samanstendur af litl- um og stórum hlutum og verðið er frá 1,800 krónum. I No. 1 fást einnig leirvörur, bast og trévörur úr furu í miklu úrvali svo eitt- hvað sé nefnt. Omega úrin eru löngu heimsþekkt fyrir gæði og Garðar ólafsson úrsmiður á Lækjartorgi býður upp á þau í geysilegu úr- vali. Þetta eru af ar vönduð og falleg úr f yrir alla, unga sem aldna.og verðið er við allra hæfi hjá Garðari Ólafssyni á Lækjartorgi. Hjá Gunnari Ásgeirssyni, Suðurlandsbraut 16 fást þessi skemmtilegu aðventuljós, en þau eru úr smíðajárni, messing og plast- viðarlíki og kosta frá 17,900 krónum. Hjá Gunnari Ásgeirssyni fást einnig margir aðrir eigulegir hlutir sem passa vel í jóla- pakkann, s.s. borvélar, útvarpstæki og margt margt fleira. Ef þú ert að leita að Sharp vasatölvu í jóla- pakkann þá fæst hún i Hljómdeild Karna- bæjar á Laugavegi 66. Á myndinni eru tvær þeirra, EL-503 sem er með 4 stig af svigareikningi og 22 reiknings- aðferðir. Hún hefur raf hlöður sem endast í 5000 klukkustundir Hin tölvan er EL-5813 sem tekur við for- múlu beint, er með 30 skrefa forritun, 39 reikningsaðferðum og 6 minni með undir- minnum, og minnisöryggi. EL-503 kostar 21,900 krónur og EL-5813 43,200 krónur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.