Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 27

Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 27
Fifrimtudagur lt.’déiéníber' 1980. 27 AEG djúpsteikingapotturinn á myndinni fæst hjá Bræðrunum Ormsson í Lágmúla 9 og kostar 74,000 krónur. Þar fást einnig AEG brauðristar í f jórum gerðum á verði frá 29,950 krónur og upp í 38,000 krónur, en þá er um að ræða brauðrist sem er fyrir fjórar sneiðar samtímis. í Framtíðin á Laugavegi 45 er á boðstólum geysilegt úrval af alullarværðarvoðum í sauðalitunum. Voðirnar eru í tveimur stærðum, 140x200 cm og 150x200 cm og verðið er á bilinu 15 til 20 þúsund krónur. í Galleri á Lækartorgi stendur yfir til jóla málverkasýning Jóhanns G. Jóhannssonar. Hann sýnir þar 52 myndir og verðið á þeim er frá 100,000 krónum og upp í 900,000 krón- ur. I Galleri er opið 10-22 alla daga nema sunnudaga en þá er opið frá kl. 14-22. Klukkan(Hamraborg l.f Kópavogi er með mjög mikið úrval af klukkum, úrum og skartgripum á boðstólum auk skartgripa í miklu úrvali. Á myndinni er Tevo kvenúr sem kostar 98.850 með keðju og Delma karlmannsúr sem kostar 108.300 krónur með keðjunni. Verslunin hef ur á boðstólum mikið úrval af úrum sem fyrr sagði t.d. Pierpont, Tevo og Delma, eldhúsklukkur, stofuklukfcur og vekjaraklukkur, skólaúr,15 steina höggþétt og vatnsþétt meðóslítanlegri f jöður,á 18.900 krónur. Þá eru skartgripir, silfurplett kertastjakar, barnahnífapör, diskar,mál og margt fleira á boðstólum í Klukkunni. Blómaljósin sem þeir eru með á boð- stólum hjá raf- tækjaverslun H.G. Guðjónsson i Suður- veri, Stigahlíð 45-47, hafa svo sannarlega slegið í gegn að undanförnu. Þau eru til í tveimur stærðum og kosta 12,850 krónur. Afar skemmtileg Ijós sem eru blómakarfa um leið. Tækin á myndinni eru dæmi um eina af heildar hljómflutningssamstæðunum frá JVC, en þessi samstæða kostar með öllu 1.250.000 krónur hjá Faco á Laugavegi 89. Þar fást hljómtækjasamstæður á verði frá 700 þúsundum króna. Gæði JVC eru heims- kunn og þarf ekki að fara mörgum orðum um þau því fá merki geta státað af jafn- miklum og rækilegum viðurkenningum í tækniheiminum og JVC. Það geta allir orðið listamenn ef þeir eru svo lánsamir að eiga málarasett frá Pennanum Hallarmúla 2, Hafnarstræti 18 eða Laugavegi 84. Þar er mikið úrval af málarasettum fyrir áhugamálara á boð- stólum, bæði olíu og Acryle-litir á verði við allra hæfi. Allt fyrir áhugamálarann fæst í Pennanum. Blómabúðin Mira í Suðurveri Stigahlíð 45-47 er með á boðstólum geysif jölbreytta gjafa- vöru. Á meðal úrvalsins þar eru þessar postulínsstyttur sem eru á myndinni,en þær kosta 26,200 krónur. Annars er verð á postu- línsstyttum í versluninni allt frá um 7 þús- und krónum. Þá er einnig á myndinni silki- burkni en hann kostar 5,500 krónur og stendur i postulínspottahlíf en þær fást í Miru á verði frá 5,500 krónum. Silfurkristallinn frá Austurríki sem er á boðstólum í Tékk-Kristal á Laugavegi 15 inniheldur meira blýmagn en almennt er. Hann er slípaður líkt og demantar og endur- kastar því Ijósi og brýtur sérstaklega fal- lega. I Tékk-Kristal eru margar gerðir af silf urkristalskertast jökum á verði frá 5,500 krónum, silfurkristalsdýr frá 12,000 krón- um og einnig öskubakkar, myndrammar, sígarettukveikjarar, hálsmen og nælur og margt fleira. Á síðustu tveimur árum hafa Sony verk- smiðjurnar sett 6% af veltu sinni beint í rannsóknir. Nú er árangurinn farinn að sjást og þarf ekki nema skoða tækið á myndinni til að sjá hann. Þetta er minnsta kasettutæki í heiminum sem er eingöngu f ramleitt fyrir tvö heyrnartæki. Þrátt fyrir smæðina mjög öf lugt og gott tæki sem kost- ar um 200,000 krónur í Japis Brautarholti 2 Þegar maður sér þessa hluti sem eru á myndinni dettur manni helst í hug að maður sé kominn i eldhúsið til hennar ömmu gömlu. Þetta er reyndar ,,ömmusettið" f rá Linunni í Hamraborg 3 i Kópavogi, bláemeleraðar skrautvörur úr eldhúsinu. Þær þurfa ekki endilega að vera einungis sem skraut, það er hægtaðnota þessa skemmtilegu hluti, en verðið á þeim er frá 4,800 krónum og upp í 14,600 krónur. Raftækjaverslun H.G. Guðjónssonar í Suðurveri,Stigahlið 45-47,hef ur á boðstólum hin vinsælu eldhúsdragljós sem hækka má og lækka með einu handtaki. Þau eru á verði við allra hæf i eða f rá um 22 þúsund og upp i um 40 þúsund þau dýrustu. í verslun- inni fást einnig allar raftækjavörur til heimilisnota og geysilegt úrval Ijósa og lampa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.